Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 76
76 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
eee
L.I.B.Topp5.is
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ STELPUNUM AÐ TÆKLA STRÁKANA.
GEGGJUÐ RÓMANTÍSK GRÍNMYND ÞAR SEM
AMANDA BYNES FER Á KOSTUM SEM STELPA
SEM ÞYKIST VERA STRÁKUR.
NÚ ER
KOMIÐ
AÐ HENNI
AÐ SKORA
eeee
VJV, Topp5.is
VERÐUR HANN HUND-
HEPPINN EÐA HVAÐ!
Leitið Sannleikans
- Hverju Trúir Þú?
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY"
OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ
SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 - og 11 B.I. 14 ÁRA
THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA
MI:3 kl. 5:30 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
SHAGGY DOG kl. 4 - 6 og 8
eee
V.J.V.Topp5.is
POTTÞÉTTUR HASARPAKKI.
HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR
UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM
-Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ.
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
SHE´S THE MAN kl. 4 - 6 - 8 - 10
POSEIDON kl. 8 - 10
AMERICAN DREAMZ kl. 6
SHAGGY DOG kl. 4
POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10
X-MEN 3 kl. 3 - 5:45 B.i. 12 ára
DA VINCI CODE kl. 10:30 B.i. 14 ára
INSIDE MAN kl. 8 B.i. 16 ára
SHAGGY DOG kl. 2 - 4 B.i. 16 ára
ÚT ER komin breiðskífan Eyði-
leggðu þig smá með hljómsveitinni
Fræ. Segja má að orðspor sveit-
arinnar hafi ferðast hraðar en eig-
inleg afurð hennar en það vakti at-
hygli tónlistaráhugamanna þegar
það spurðist út að Palli í Maus væri
farinn að rugla reytum með ak-
ureyrsku hip-hop-urunum í Skytt-
unum.
Palli segir að upphaf sveit-
arinnar megi rekja aftur til síðasta
sumars þegar Siggi (Sadjei) og
Heimir höfðu samband við hann
þegar þeir voru í höfuðborginni við
upptökur.
„Við þekktumst lítillega áður og
þeir höfðu lýst yfir áhuga á að
vinna eitthvað með mér. Þegar þeir
svo hringdu, skellti ég mér í heim-
sókn til þeirra og fyrr en varði vor-
um við búnir að sammælast um að
búa til tónlist saman. Þeir höfðu
alltaf verið að vinna með sömpl og
aðrar rafrænar aðferðir til tón-
smíða og ég held að þá hafi langað
til að færa sig meira í áttina til lif-
andi hljóðfæraleiks.“
Þannig hafi Palli leikið á gítar,
bassa og píanó en Siggi tekið þau
hljóðfæri upp, ofan á forrituð hljóð,
slagverk og sömpl.
„Það má því segja að þetta sé líf-
ræn raftónlist.“
Nafnið alltaf erfitt
Palli segir að samstarfið hafi
gengið hratt og vel fyrir sig og að
það hafi einungis tekið þá félaga
viku að leggja niður alla grunnana.
„Eftir það fórum við að hafa
samband við söngvara og höfðum
þar á meðal samband við Sillu. Hún
smellpassaði bæði hugmynda-
fræðilega og tónlistarlega þannig
að við sáum okkur tilneydda til að
bjóða henni að verða fullgildur
meðlimur. Platan var svo öll tilbúin
og hljóðblönduð fyrir síðustu jól.
Þegar Palli er spurður út í nafnið
er eins og hann hiki aðeins, en svo
svarar hann heiðarlega:
„Það erfiðasta við það að vera í
hljómsveit er að ákveða nafnið á
hana. Mig minnir að þetta hafi ver-
ið þannig að Heimi dreymdi draum
og þetta var niðurstaðan.
Einstakur samruni
Hvað þá með nafnið á plötunni?
„Það kemur líka frá Heimi, að
vísu ekki eftir draumfarir, og vísar
til þess að maður verði að ganga
svolítið nærri sér – leggja svolítið á
sig – til að ná árangri.“
Palli segir í framhaldi af því að
textarnir séu stór hluti af tónlist-
inni. „Við vildum hafa textana mjög
skýra og að það kæmist algjörlega
til skila um hvað væri verið að
yrkja. Þetta eru vandaðir og góðir
textar hjá Heimi og það hefði verið
rangt að fela þá innan um önnur
hljóð.“
Spurður hvort hann líti á plötuna
sem fyrstu plötu sveitar – þegar
það er haft í huga að sameiginlegur
útgáfuferill allra slagar líklega upp
í á annan tug – segir Palli að annað
sé ekki hægt.
„Það má eflaust heyra á plötunni
áhrif frá öðrum verkum okkar en í
okkar huga er þetta sérstakt verk
og ég fann fyrir því um leið og við
byrjuðum að vinna að henni. Fólk
spyr okkur oft að því hvernig tón-
listin sé og við viljum yfirleitt ekki
svara því. Það er svo leiðinlegt að
draga fólk í dilka. Þessi plata er
ákveðinn samruni tónlistar sem
hvert og eitt okkar hefur verið að
smíða en einstakt samt sem áður.
Útgáfutónleikar hafa ekki enn
verið skipulagðir en Palli segir að
þeir verði innan tíðar. Sveitin ætli
aukinheldur að spila mikið í sumar
og út árið en nákvæmar dagsetn-
ingar hafi ekki verið niðurnegldar.
Við unnum þetta verkefni eig-
inlega frá röngum enda – byrjuðum
á plötunni og fórum svo að æfa lög-
in þannig að við erum ennþá að
fikra okkur áfram/aftur á bak. Við
höfum verið að æfa með heilli
hljómsveit og það verður lagt upp
með að hún geti spilað lögin hjálp-
arlaust á tónleikum.
Tónlist | Hljómsveitin Fræ sendir frá sér plötuna Eyðileggðu þig smá
Lífrænt rokkuð raftónlist
Morgunblaðið/Ómar
Silla, Heimir og Palli skipa þriðjung sveitarinnar Fræs en á myndina vantar taktsmiðinn Sigga.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
myspace.com/eydileggjumokkur
Leikaraparið Angelina Jolie ogBrad Pitt þakkar Namibíu-
mönnum fyrir að hafa leyft þeim að
vera í friði um það leyti sem dóttir
þeirra kom í heiminn og veittu þau í
fyrradag fyrsta sjónvarpsviðtal sitt í
landinu. Dóttir þeirra, Shiloh Nou-
vel, kom í heiminn með keis-
araskurði 27. maí sl.
Pitt sagði í viðtalinu að gestrisni
Namibíumanna væri mikil og fjöl-
skyldan hefði átt stórkostlegar
stundir í landinu, getað ferðast um
það og verið í friði þegar Shiloh kom
í heiminn. Jolie sagði að þau væru
yfir sig hrifin af landinu og hefðu
upphaflega leitað staðar þar sem
þau gætu átt dýrmætar stundir með
ættleiddum börnum Jolie, Zahara
og Maddox, og nú Shiloh. „Við erum
yfir okkur hrifin af þessum heims-
hluta. Dóttir okkar fæddist í Afríku
og því skiptir álfan okkur miklu,“
sagði Jolie.
Eftirnöfnum Zahara og Maddox
var breytt í Jolie-Pitt þegar Pitt til-
kynnti fjölmiðlum að hann myndi
ættleiða börnin. Jolie og Pitt nutu
aðstoðar stjórnvalda í Namibíu við
að halda fjölmiðlum og ljósmynd-
urum frá á síðustu vikum meðgöng-
unnar. Jolie hefur margsinnis heim-
sótt Afríku og er góðgerðarsendi-
herra flóttamannahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna.
Pitt er 42 ára og Jolie 31 árs, en
þau felldu saman hugi í fyrra við tök-
ur á kvikmyndinni um herra og frú
Smith, eða Mr. & Mrs. Smith eins og
hún heitir á ensku.
Fólk folk@mbl.is
Reuters