Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 11

Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR ZHANG Meiying, varaforseti kín- verska ráðgjafarþingsins, kom ásamt sjö manna sendinefnd í heimsókn hingað í vikunni. Með heimsókn sinni var frú Zhang að endurgjalda heim- sókn forseta og varaforseta Alþingis til Kína í fyrra og skipulagði Alþingi heimsókn varaforsetans hingað til lands. Á þriðjudag átti frú Zhang Meiying fund með Sólveigu Pétursdóttur, for- seta Alþingis, í Alþingishúsinu. „Frú Zhang bar mér kveðju kínverska þingforsetans, sem ég hitti í fyrra þegar sendinefnd Alþingis heimsótti Kína,“ sagði Sólveig. Ráðgjafarþing Kína á sér ekki beina hliðstæðu í ís- lenska stjórnkerfinu, en Kínverjar líkja því við efri deild þings, að sögn Sólveigar. Á ráðgjafarþinginu sitja yfir tvö þúsund fulltrúar ólíkra hópa þjóðfélagsins, en lúta samt allir for- ystu kommúnistaflokksins. Samskipti ríkjanna góð „Við minntumst þess að 35 ár eru frá því Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband og vorum sam- mála um að samskipti ríkjanna væru mjög góð. Pólitísk tengsl væru sterk og hefðu rutt brautina fyrir frekari samskipti á öðrum sviðum. Aukin við- skiptatengsl væru mjög jákvæð og mikill kraftur væri í þeim samskipt- um.“ Sólveig sagði að þær hefðu m.a. rætt um jafnréttismál, en frú Zhang hefur verið virk í kvennahreyfingunni í Kína. „Ég fagnaði því að fá hingað í fyrsta sinn fulltrúa frá kínverska ráð- gjafarþinginu. Það væri mikilvægt að fá upplýsingar um hvernig kínverska stjórnkerfið virkaði, því oft væri erfitt fyrir Íslendinga að skilja kerfi þeirra þar sem einn flokkur er allsráðandi. Ég tók upp mannréttindamál og lýð- ræðisþróun við sendinefndina og átt- um við gagnlegar umræður um þau mál. Við vorum sammála um að aukin skoðanaskipti á milli alþingismanna og stjórnmálamanna í Kína væru mjög jákvæð og lýstu báðir aðilar sig viljuga til að stuðla að frekari skoð- anaskiptum í framtíðinni.“ Forseti Alþingis hélt varaforsetan- um síðan hátíðarkvöldverð í Ráð- herrabústaðnum. Í heimsókn sinni fór frú Zhang Meiying varaforseti einnig til Þingvalla, í skoðunarferðir um Suðurland, Reykjanes og Reykjavík. Þá heimsótti hún, auk Alþingis, Þjóð- menningarhúsið, og átti fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, og Magnúsi Stefánssyni félags- málaraðherra. Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins í heimsókn hjá Alþingi Ræddu jafnréttismál og mannréttindi Morgunblaðið/Kristinn Zhang Meiying og Sólveig Pétursdóttir ræddust við í Alþingishúsinu. Fáðu úrslitin send í símann þinn iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN 20-80% afsláttur ÚtsalaÚtsala 20-80% afsláttur Kringlunni - sími 568 1822 – www.polarnopyret.is Útsalan er hafin ÚTSALA Laugavegi 25, sími 533 5500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.