Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HLUTHAFAFUNDUR
FL GROUP HF.
VERÐUR HALDINN
FÖSTUDAGINN 7. JÚLÍ 2006
AÐ NORDICA HOTEL, SUÐURLANDSBRAUT 2
OG HEFST FUNDURINN KL. 16.00.
Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA:
Reykjavík 28. júní 2006.
Stjórn FL Group hf.
1. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á hlutum í Straumi–
Burðarás Fjárfestingabanka hf. og hækkun hlutafjár í
tengslum við kaupin um allt að kr. 1.803.956.507
að nafnverði.
2. Kosning stjórnar.
3. Önnur mál löglega fram borin.
Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa
kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til
stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir
upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig
hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og önnur gögn munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir
hluthafafund. Ennfremur verður hægt að nálgast tillögurnar á
vefsíðu félagsins www.flgroup.is.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf
fundarins á fundarstað.
STAÐGENGLAR fjármála- og fé-
lagsmálaráðherra tóku í gærmorgun
við áskorun frá starfsmönnum á
svæðaskrifstofum fatlaðra sem eru í
Bandalagi háskólamanna, þess efnis
að þeir tryggi nægilegt fjármagn til
gerðar stofnanasamnings milli BHM
og Svæðaskrifstofu málefna fatlaðra.
25 þúsund krónum munar á launum
fólks í sömu störfum eftir því hvort
það starfar hjá ríki eða sveitarfélög-
um, samkvæmt upplýsingum Guð-
nýjar Jónsdóttur, þroskaþjálfa í að-
gerðarhópi vegna samninganna.
Samningafundur í kjaradeilunni
verður haldinn í dag og verði hann
árangurslaus má búast við að fjöldi
starfsmanna segi upp störfum á
morgun, föstudag, að sögn Guðnýj-
ar.
„Hvorki félags- né fjármálaráð-
herra gat mætt sjálfur og þeir sendu
staðgengla í sinn stað, en þeir tóku
samviskusamlega við áskoruninni og
þetta kemst vonandi til skila,“ sagði
Guðný.
Hún sagði að á samningafundum
undanfarið hefði ekkert þokast í
samkomulagsátt. Ákveðið hefði ver-
ið að gera þessa samninga fyrir ári
síðan og þeir hefðu átt að ganga í
gegn fyrir 1. maí síðastliðinn. Fundir
hefðu hafist í febrúar, en samning-
arnir ekki klárast fyrir 1. maí eins og
að hefði verið stefnt og í raun ekkert
gerst síðan þá.
Guðný sagði að þau væru að
þrýsta á um að háskólamenntun
þeirra yrði metin til jafns við það
sem annars staðar gerðist. Þannig
hefðu sveitarfélögin samið og það
munaði 25 þúsund krónum á launum
fólks í sömu störfum eftir því hvort
það starfaði hjá sveitarfélögum eða
ríkinu.
Félagar í BHM afhentu félags- og fjármálaráðherra áskorun
Morgunblaðið/Kristinn
Staðgenglar ráðherra tóku við áskoruninni í gærmorgun fyrir hönd fjármála- og félagsmálaráðherra.
Munað getur 25 þúsund kr. á
launum fólks í sömu störfum
ÞAÐ var Richard prins af Sayn-Wittgenstein, eig-
inmaður Benediktu prinsessu í Danmörku, systur Mar-
grétar Þórhildar drottningar, sem veiddi 19 punda lax-
inn í Þverá sem sagt var frá í vikunni. Er það stærsti lax
sem veiðst hefur í Þverá í sumar, og stærsti lax sem frést
hefur af í laxveiðiánum til þessa. Prinsinn veiddi þennan
stóra hæng á svarta Frances-keilutúpu í veiðistaðnum
Snasa og sleppti honum aftur að viðureign lokinni. Rich-
ard var að veiða í Þverá í fyrsta sinn en mun áður hafa
veitt lax á Íslandi. Prinsinn, sem er verndari Vernd-
arsjóðs villtra laxastofna (NASF) í Danmörku, veiddi vel
ásamt félögum sínum þessa daga í Þverá.
Ævintýri í Kjósinni
Tíu laxar veiddust í Laxá í Kjós á þriðjudagsmorgunn,
sem er ágætis veiði, en mestum sögum fer þó af ævintýr-
unum við löndum stærsta laxins sem veiðst hefur í ánni í
sumar.
Haraldur Eiríksson, ritstjóri fréttavefjar SVFR, var
þá við leiðsögn í ánni og rak augun í stórlax undir brúnni
á þjóðveginum. Segir hann söguna svo á vefnum:
„Þar sem verið var að aðstoða veiðimenn var einn
þeirra dreginn undir brú og rennt á þann silfraða með
stífu adrenalínflæði. Hvelltók sá stóri og upphófst gríð-
arleg barátta sem endaði á þann veg að 55 punda "Big
Game" girni sem ritstjóri hafði keypt í einni veiðibúðinni
nú í vor small í sundur. Nú var reynt að hafa upp á lax-
inum og fannst hann ofan við brúna með fjórar sökkur
og kokgleyptan maðkaöngul í sér.
Góð ráð voru nú sérlega dýr eða þar til Ásgeir Heiðar
fyrrum leigutaki árinnar greip stöng til þess að freista
þess að festa í sökkunum sem löfðu úr laxinum væna.
Eftir skamma stund tókst ætlunarverkið og í annað sinn
hófst baráttan sem lauk skömmu síðar er sakkan sem
fest hafði verið í gaf sig.
Töldu menn nú laxinn úr sögunni en hvimleitt er að
skilja við magatekinn lax sem þennan og líklegt að úr
honum blæddi eftir átökin sem voru mikil. Þar sem sá
sem þetta ritar stóð á brúnni rak hann augun í laxinn í
þriðja sinn og enn var rennt á færið sem lafði úr skolti
þess stóra. Og viti menn, galdrakarlinn Ásgeir Heiðar
festir aftur í laxinum og nú var alvöru hernaðarplan sett
í gang. Greinarritari tók sér stöðu undir brúnni og var
rétt stöngin niður að stólpunum. Tekið var á laxinum og
upphófst æsileg barátta þar sem ekki var vitað hversu
haldið væri gott í þeim stóra. Bárust leikar niður í svo-
kallaða Hökkla og sótti laxinn mjög stíft til hafs. Sem
dæmi um hraðann í rokunum þá mátti elta fiskinn brúar-
stólpa á milli þegar að hann tók rokur upp fyrir og niður
fyrir brúnna og á milli pytta. Í tvígang fór sá er þetta
skrifar kylliflatur í miðri ánni áður en laxinum var land-
að. Var þar á ferðinni 8.8 kílóa hængur, greinilega einn
af gamla Laxárstofninum vöðvastæltur og þykkur.“
Sex laxar fyrsta daginn í Hofsá
Sex laxar veiddust í Hofsá í Vopnafirði á mánudag,
þegar fyrstu veiðimennirnir tóku að kasta í hylji árinnar.
„Þetta er allt nýgenginn lax, átta til þrettán pund,“ sagði
Jóhann Gunnarsson leiðsögumaður. „Flestir koma upp á
miðsvæðinu en það er líka búið að sjá laxa efst þannig að
hann er að dreifa sér um ána.“
„Það komu 11 á land á svæði eitt í gærkvöldi og aðrir
11 í morgun,“ sagði Ingi Freyr Ágústsson, leið-
sögumaður við Blöndu, þegar rætt var við hann. Hann
sagði laxinn lítið vera að sýna sig enda væri mikið í ánni.
Laxinn er farinn að ganga upp laxastigann af ágætis
krafti en yfir 80 eru farnir gegnum teljarann. Þá hafa
nokkrir laxar þegar veiðst á svæðum tvö og þrjú. Um
160 laxar hafa nú veiðst í Blöndu.
Richard prins veiddi
stærsta laxinn í Þverá
Richard prins við veiðar í Þverá í Borgarfirði.
STANGVEIÐI
veidar@mbl.is
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi
á þriðudag tillaga samgönguráðherra
um að ferjulægi í Bakkafjöru verði
framtíðartenging milli Vestmanna-
eyja og lands, og að lokið verði nauð-
synlegum rannsóknum og undirbún-
ingi til að framkvæmdir geti hafist
sem fyrst. Tillagan er unnin í ljósi
lokaskýrslu starfshóps sem fjallaði
um framtíðarmöguleika í samgöngum
við Vestmannaeyjar. Í tillögu ráð-
herra er áætlað að á næsta ári fari
fram umhverfismat, hönnun og öflun
leyfa vegna framkvæmdarinnar.
Gera má ráð fyrir að heildarfram-
kvæmdatími við ferjuhöfn og mann-
virki henni tengd sé á bilinu 2 til 21⁄2 ár
frá því að hönnun og umhverfismat
liggur fyrir, og að áætlaður smíðatími
nýrrar ferju sé 15 til 18 mánuðir. Mið-
að við það verður því hægt að taka
höfnina í notkun árið 2010.
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra, segir að þrír kostir hafi verið í
stöðunni: jarðgöng til Eyja, nýr og
endurbættur Herjólfur, eða ferjulægi
í Bakkafjöru. „Það er ekki talinn
árennilegur kostur að fara í jarðgöng,
svo ég lít svo á að það sé út af borðinu.
Ég lagði það til í ríkisstjórninni að það
væri við það miðað að framtíðarkost-
urinn væri Bakkafjöruhöfnin.“
Stangast ekki á við
frestun framkvæmda
Þegar rannsóknir liggja fyrir verð-
ur svo hægt að taka endanlega
ákvörðun um hvort af uppbyggingu í
fjörunni verður, segir Sturla. Hann
segir þessi uppbyggingaráform á
engan hátt stangast á við áform rík-
isstjórnarinnar um að fresta fram-
kvæmdum ríkisins, ef af verði hefjist
framkvæmdir ekki fyrr en á árunum
2008-2010, þegar þensluáhrif vegna
framkvæmda á Austurlandi verði að
mestu gengin yfir.
„En það er mjög mikilvægt að eyða
óvissunni gagnvart Eyjamönnum, og
ég taldi nauðsynlegt að tefla strax
fram þessari niðurstöðu minni, þann-
ig að mönnum verði alveg ljóst að af-
staða samgönguráðherra sé að velja
Bakkafjöruna, og jarðgöngin verði
þar með úr sögunni,“ segir Sturla.
Tillaga samgönguráðherra um
Bakkafjöru samþykkt í ríkisstjórn
Mikilvægt að eyða
óvissu Eyjamanna
YFIR sex hundruð ökumenn voru
stöðvaðir af lögreglu á Suðvestur-
landi vegna áhersluverkefnis um ölv-
unar- og lyfjaakstur sl. helgi.
Lögreglan í Reykjavík kærði 13
ökumenn vegna ölvunar. Lögreglan í
Hafnarfirði og Kópavogi höfðu sam-
vinnu umrædda helgi og stöðvuðu 90
manns á föstudagskvöldið og var
einn ölvaður. Kvöldið eftir voru 163
stöðvaðir á Reykjanesbraut og 50
manns við Elliðavatnsveg og var
einn drukkinn. Þá stöðvaði lögreglan
í Árnessýslu 41 á laugardaginn og
voru allir allsgáðir, en 47 voru stöðv-
aðir kvöldið eftir og einn kærður.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli at-
hugaði ökumenn á leið frá Leifsstöð
og stöðvaði 136 ökumenn og var einn
grunaður um ölvun.
Lögregla stöðvaði mörg
hundruð ökumenn