Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 19

Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 19 MINNSTAÐUR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Hvað gerist þegar klassískur bílaframleiðandi sem rómaður er fyrir framúrskarandi öryggi og hönnun bíla sinna tekur að framleiða jeppa? Svarið er einfalt: Það verður til nýr afburða bíll! Fágun og klassi Saab 9-7X eru greinileg við fyrstu sýn og innra rýmið er einstaklega vel lagað að þörfum ökumannsins og dregur dám af stjórnklefum flugvéla. Saab 9-7X er frábærlega fjölhæfur og þægilegur í akstri, ákveðinn en mjúkur, einstaklega kraftmikill og skemmtilega lipur í senn. Splunkuný klassík! Jeppinn frá Saab Verð 5.790.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 2 0 Saab HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ EFTIR sveitarstjórnarkosningar í vor var mynduð ný bæjarstjórn á Seltjarnarnesi. Sæti í henni eiga fimm fulltrúar D-lista Sjálfstæð- isflokksins og tveir fulltrúar N-lista Bæjarmálafélags Seltjarnarness. Bæjarstjórnin hefur fundað einu sinni og á þeim fundi var Jónmundur Guðmarsson (D) ráðinn bæjarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir (D) kjörin forseti bæjarstjórnar. Ný bæjarstjórn Seltjarnarness REYKJAVÍKURBORG hefur fest kaup á húseign og lóð Landsnets við Hestháls í Reykjavík undir nýtt athafnasvæði Strætó bs. Nýja aðstaðan leysir af hólmi athafna- svæði Strætó við Kirkjusand. Um er að ræða framtíðarsvæði fyrir starfsemi Strætó í iðnaðarhverfi í námunda við gatnamót Vestur- landsvegar og Suðurlandsvegar, segir í tilkynningu. Húsnæðið, sem er að hluta til á tveimur hæðum og 2.500 fermetrar að grunnmáli, var byggt sem vöru- skemma og hentar starfseminni mjög vel. Það mun hýsa verkstæði Strætó en til þess að svo megi verða þarf að lyfta hluta af þaki hússins. Litlu þarf að breyta við aðra hluti þess, svo sem skrif- stofur, aðstöðu starfsmanna og mötuneyti. Eignin afhent í áföngum Lóðin er alls 32 hektarar og þar verður reist þvottastöð fyrir stræt- isvagnana. Þar er ennfremur nægjanlegt rými fyrir alla 80 strætisvagna byggðasamlagsins. Í tilkynningu kemur fram að svæðið verður mun umhverfisvænna en svæðið við Kirkjusand, því vagn- arnir verða allir tengdir við raf- magn og loft. Ekki verður því þörf á að láta þá ganga í lausagangi fyr- ir akstur, eins og nú er gert. Eignin verður afhent í áföngum. Strætó fær hluta lóðarinnar nú í september og verður þá hafist handa við að byggja þvottastöðina. Í apríl á næsta ári verður verk- stæðishluti hússins afhentur og þá verður unnið að endurbótum á því. Húsnæðið verður að fullu afhent 1. júní 2007 og stefnt er að því að starfsemi Strætó flytjist á Hest- háls í kjölfarið. Um 200 starfsmenn Strætó bs. munu starfa í nýrri bækistöð Strætó við Hestháls, vagnstjórar, starfsmenn verkstæðis, þvotta- stöðvar og skrifstofu rekstrarsviðs Strætó bs. Framtíð- arsvæði Strætó verður við Hestháls Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Strætó bs. flytur á næstu mánuðum af Kirkjusandi upp á Hestháls en Reykjavíkurborg hefur þar fest kaup á 32 hektara lóð ásamt stóru húsnæði af Landsneti og verður eignin afhent í áföngum. Allir vagnar Strætó munu rúmast á svæðinu sem verður umhverf- isvænna en svæðið við Kirkjusand. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.