Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 26
Ég varð svo áhugasöm umeldamennsku og fannsthún svo skemmtilegþegar ég komst upp á
lagið að ég í orðsins fyllstu merk-
ingu ýtti manninum mínum út úr
eldhúsinu,“ segir Ásta og hlær.
,,Ég mæli samt ekki með slíkri
stjórnsemi og síðustu árin hefur
eldhúsið í æ ríkara mæli orðið
staður okkar beggja og raunar
allra heimilismeðlima. Mér finnst,
eftir oft langan vinnudag, ákveðin
hvíld fólgin í því að vera í eldhús-
inu mínu og búa til mat og ekkert
tiltökumál að eyða einum til
tveimur tímum í það. Ég hlusta á
útvarpið á meðan, tala við fólkið
mitt og íhuga málin.“
Eldar úr fersku hráefni
Veltirðu mikið fyrir þér heilsu
og hollustu í matargerð?
,,Já, ég geri það. Ég er hjúkr-
unarfræðingur að mennt og er
mjög meðvituð um að gott mat-
aræði skiptir máli fyrir heilsuna.
Mín eldamennska byggist á því að
elda frá grunni úr fersku hráefni.
Ég nota mikið af grænmeti,
mögru kjöti eins og kjúklingum,
ferskum kryddjurtum en lítið af
smjöri og rjóma. Ég er sannfærð
um að það handverk sem liggur í
matargerð skilar sér.
Heimilisfólkinu finnst gott að
borða matinn minn en við leggjum
mikið upp úr kvöldmatnum, líka
sem samverustund.“
Þú ert með eigin heimasíðu.,
www.astamoller.is, þar sem þú
m.a. deilir matarupplifun þinni og
uppskriftum. Færðu einhver við-
brögð við þeim?
,,Ég hef fengið þónokkur við-
brögð og skemmtileg. Matarupp-
skriftirnar eru héðan og þaðan og
upphaflega ætlaði ég bara að
safna þeim saman fyrir sjálfa mig
og hafa þar mínar uppáhalds-
uppskriftir í nokkurs konar
gagnabanka. Ég hef hins vegar
orðið vör við að sífellt fleiri nota
þær og það finnst mér mjög
skemmtilegt. Ég prófa mikið af
uppskriftum, héðan og þaðan, en
aðeins þær bestu fara inn á
heimasíðuna.“
Matreiðslubók handa
tengdasyninum
Áttu einhver góð ráð handa
fólki í eldhúsinu? ,,Ég vil a.m.k.
ráðleggja ungum húsmæðrum að
taka ekki algjörlega völdin í eld-
húsinu eins og ég gerði. Fyrsta
gjöfin sem ég gaf tengdasyni mínu
var matreiðslubók. Hann varð yfir
sig hrifinn og nú elda þau
skötuhjúin bæði. Það er ef til vill
gott ráð til verðandi tengdamæðra
og húsmæðra,“ segir Ásta kank-
vís.
MATUR | Ásta Möller segir matargerðina vera stund fyrir íhugun
Tók völdin
í eldhúsinu
Ásta Möller alþingiskona kunni ekkert í matreiðslu
þegar hún byrjaði að búa en fékk þá eldlegan áhuga.
Hún lýsti því fyrir Unni H. Jóhannsdóttur hvernig
hún tók völdin í eldhúsinu og einokaði eldhúsið fyrstu
búskaparárin, nokkuð sem hún ráðleggur ungum
konum þó að gera ekki.
Morgunblaðið/Eyþór
Matur leikur í höndunum á Ástu Möller enda áhugamál hjá henni.
Miðnætursnarl í íslenskri sumarnótt er réttur á heimasíðu Ástu.
Höfundur er sjálfstætt
starfandi blaðamaður.
Miðnætursnarl
á íslenskri sumarnótt
ÞESSI uppskrift er tilvalin
málamiðlun á milli þeirra sem
vilja léttan málsverð og þeirra
sem vilja eitthvað bitastæð-
ara. Tilvísunin í titli upp-
skriftarinnar er í sænskt
tímarit en þaðan fékk Ásta
uppskriftina. Uppskriftin
hentar fyrir einn.
150 g nautalundir eða annað
meyrt kjöt
brauðsneið
smjörklípa
myntublöð
fersk basilíka
agúrka
gulrót
Kryddlögur
2 msk. sæt sojasósa, ketjab
manis 2 cm ferskur engifer,
rifinn
1 hvítlauksrif, marið
2 msk. safi úr límónu,
kreistur
Blandið öllu hráefninu vel
saman.
Salatsósa
¼-½ rauður chili, smátt
skorinn
2 msk. sæt sojasósa,
ketjab manis
2 msk. safi úr límónu,
kreistur
smávegis af hrásykri
Blandið öllu hráefninu vel
saman í sósuna.
Hreinsið sinar og himnur af
kjötinu og skerið það í ½ cm
þykkar sneiðar. Leggið kjötið
í kryddlöginn og látið vera
þar í um klukkustund. Steikið
síðan kjötið á pönnu eða grill-
ið og skerið það í um það bil 1
cm þykka strimla.
Kantskerið brauðsneiðina,
steikið létt báðar hliðar henn-
ar í litlu smjöri á pönnu og
setjið á disk. Leggið fersk
myntublöð ofan á sneiðina og
ferska basilíku og ef til vill
önnur salatblöð eftir smekk.
Skerið agúrku og gulrót í
þunna strimla á lengdina og
bætið ofan á. Einnig má nota
annað grænmeti eins og rauða
papriku eða lárperu. Raðið
kjötinu fallega ofan á græn-
metið og skreytið með basil-
íkublöðum. Hellið salatsós-
unni að lokum yfir allt.
Verðkönnun | 30 Daglegtlíf
júní