Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 27 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Í DAG fara sumarútsölurnar af stað í Kringlunni, Smáralind og Laugaveginum og þá er um að gera að athuga hvort ekki sé hægt að gera reyfarakaup og næla sér í flík, skó eða eitthvað annað á niðursettu verði og margir hugsa sér gott til glóðarinnar og gera fatainnkaup fyrir verslunarmannahelgina. Afslátturinn er misjafn eftir verslunum en þó lækka vörurnar meira eftir því sem líður á útsölutímann. Sérstök tilboð Í Smáralindinni eru einstaka stórverslanir með sér- stök tilboð ákveðna daga meðan á sumarútsölunum stendur, eins og t.d. Debenhams. Í Smáralindinni standa útsölurnar út júlímánuð en fyrstu vikuna í ágúst verður götumarkaður og prúttstemning. Útsölurnar í Kringlunni enda líka á götumarkaði, en hann verður frá 10.–13. ágúst og þá verður afslátt- urinn gríðarlegur eins og venjan er og margt um manninn. Á Laugaveginum er misjafnt eftir verslunum hve- nær útsölurnar hefjast, en flestar fara af stað í þess- ari viku. Þar verður líka langur laugardagur næst- komandi laugardag og opið til klukkan fimm og mikil hátíð vegna afmælis Landsbankans. Útsölurnar standa lengur en áður Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, fulltrúi markaðsstjóra í Smáralind, segir að landslagið í útsölum hafi breyst mikið og sé nú í meira samræmi við það sem er er- lendis. Nú fari útsölurnar fyrr af stað og standi leng- ur, einnig komi nýju vörurnar miklu fyrr inn í versl- anirnar eða um miðjan júlí, þannig að um leið og fólk kíkir á útsölurnar, þá er hægt að skoða og eða kaupa eitthvað af nýjum haustvörum. Morgunblaðið/RAX Sumarútsölurnar hafnar  NEYTENDUR Lítill munur er á gjaldeyrisverði hér á landi samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin gerðu á skrán- ingu kl. 9 í gærmorgun, taka verður tillit til þess að gengisbreytingar eru mjög örar. Á www.ns.is kemur fram að hægt er að kaupa gjaldeyri í öllum við- skiptabönkunum og í Forex, Banka- stræti. Munurinn er þó mjög lítill á milli lægsta og hæsta verðs eða 2,5%. Lægsta verð er hjá Forex en hæst í útibúi Landsbankans í Leifsstöð en þar er gengið 1% hærra en í öðrum útibúum Landsbankans. Ef peningar eru teknir út í hrað- banka erlendis með debetkorti gildir almennt gengi auk 2% þóknunar. Ef debetkort er notað í verslunum er- lendis er þóknunin lægri, eða 1%. Ef kreditkort er notað í versl- unum erlendis leggst engin þóknun á upphæðina. Ef kreditkortið er hins vegar notað í hraðbanka erlendis leggst 2,5% þóknun á upphæðina. Samkvæmt því er ódýrara að nota kreditkort í verslunum en að taka út úr hraðbanka og svo að segja er eng- inn munur á því að taka út peninga í banka á Íslandi og í hraðbönkum er- lendis. „Við höfum aldrei kannað gjald- eyrisverð hérna áður og það sem lá fyrir okkur var að vita hvort einhver munur væri á milli banka og hvaða munur er á að kaupa gjaldeyri í banka áður en lagt er af stað eða taka hann út í hraðbanka í viðkom- andi landi,“ segir Þuríður Hjart- ardóttir, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. „Við vildum sýna hvaða úrlausnir eru í boði því stund- um er erfitt að átta sig á þessu. T.d. ef maður notar kreditkort í útlönd- um þá er engin þóknun tekin fyrir að borga með korti út í búð en ef pen- ingurinn er tekinn út úr hraðbanka þá bætast 2,5% prósent ofan á, þannig að það er óhagstæðara. Það er í þessu sem munurinn liggur.“  KÖNNUN | Neytendasamtökin Lítill munur á gjaldeyrisverði Könnunina má sjá nánar á www.ns.is Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.