Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁKVARÐANIR ríkisstjórn- arinnar í ríkis- og skattamálum undanfarin ár endurspegla grund- vallarmun á ríkisstjórnarflokk- unum og Samfylkingunni. Ef að- gerðir ríkisstjórnarinnar í skatta- og velferðarmálum eru teknar saman kemur í ljós rauður þráður þar sem þrengt er að venjulegu fólki og eldri borgurum. Fjár- málaráðherra staðfesti nýlega í svari á Alþingi að skattbyrði hefur aukist hjá öllum lands- mönnum nema hjá þeim langtekjuhæstu. Skerðing skattleys- ismarka, sem að mestu hefur komið fram eftir að þessi ríkisstjórn tók við, er svo harkaleg að ríkissjóður hefur tekið tugum milljarða króna meira til sín en ef skattleysismörk hefðu haldið raungildi sínu. Fyrirhuguð hækkun á skattleysismörkum, sem náðist í gegn af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar þrátt fyrir mótþróa ríkisstjórnarflokkanna, er nánast helmingi minni en það sem hefði þurft til þess að skattleys- ismörkin yrðu jafnhá og þau voru þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum. Ný skattheimta af eldri borgurum Hafin er áður óþekkt skatt- heimta af eldri borgurum og ör- yrkjum. Landssamband eldri borg- ara hefur bent á að eldri borgari með 110.000 krónur í tekjur hafi nú þurft að greiða um 14% af tekjum sínum í skatt. En sami eldri borgari greiddi einungis 1,5% á árinu 1988. Öryrkjabandalagið bendir sömuleiðis á að lífeyrisþegi sem fær einungis greiddar bætur almannatrygginga greiði jafngildi tveggja mánaða útborgunar á ári hverju í beina skatta. Um 30.000 manns á landinu eru með tekjur undir 100.000 krónum og þeir greiða nú tvo milljarða í skatta sem þeir gerðu ekki áður en þessi ríkisstjórn tók við völdum. Almenningur borgar brúsann Nú hefur svo þessi kjaraskerðing rík- isstjórnarinnar til margra ára verið notuð sem skipti- mynt í kjara- viðræðum sem sýnir skipbrot hennar í efnahagsmálum. Eft- ir stendur að það er fólkið í landinu sem borgar brúsann og ríkisstjórnin mun hreykja sér af samn- ingum sem almenn- ingur greiðir sjálfur fyrir. Vinnuveitendur eru vitaskuld himin- lifandi yfir því að ríkið borgi kjara- samningana fyrir þá. En með þessari ákvörðun hefur rík- isstjórnin hins vegar ekki aðeins svikið sitt helsta kosning- arloforð um flata lækkun á tekju- skattsprósentunni heldur einnig viðurkennt að sú skattastefna hafi ekki þjónað hagsmunum venjulegs fólks í landinu heldur fyrst og fremst hinum útvöldu og efna- mestu. Ríkisstjórnin hyglar hinum efnamestu Hugmyndafræði ríkisstjórn- arflokkanna sést einnig vel í þeim skattaaðgerðum sem þeir lögfestu. Um 60% af lækkuninni áttu að renna til 25% tekjuhæstu ein- staklinganna en aðeins um 2% fara til lægstu 25%. Það þýðir í reynd að þeir allra tekjuhæstu fá mest og þeir allra tekjulægstu fá nær ekkert. Nærri 25% af heildarlækk- uninni áttu að fara til þeirra 5% tekjuhæstu. En einungis 0,1% af heildarlækkuninni átti að fara til 5% tekjulægstu. Sömu sögu er að segja frá eignarskattslækkuninni. Um 24% af eignarskatts- lækkuninni renna til 5% tekju- hæstu einstaklinganna. En ein- ungis 1,2% af eignarskattslækkuninni renna til 15% tekjulægstu einstaklinganna. Um 1% ríkustu Íslendinganna er með 88% af tekjum sínum sem fjármagnstekjur sem er í 10% skattþrepi. Þessir einstaklingar greiða að meðaltali um 12% af tekjum sínum í skatta á meðan fólk með meðaltekjur greiðir um 26%. Hinir efnamestu leggja því ekki fram sama hlutfall í þágu al- mannahags vegna skattakerfis rík- isstjórnarinnar. Þegar allar breytingar rík- isstjórnarinnar á skattkerfinu frá 1995 eru lagðar saman kemur í ljós að maður með milljón króna mánaðarlaun þarf að greiða einum mánaðarlaunum sínum minna í skatt á ári en á meðan þarf ellilíf- eyrisþeginn að borga einum mán- aðarlaunum sínum meira í skatt á ári. Víðtækar kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar Á fjölmörgum öðrum sviðum hefur ríkisstjórnin staðið fyrir víð- tækum kjaraskerðingum. Má þar nefna skerðingu á vaxtabótum og barnabótum en frá árinu 1995 eru útgjöld vegna barnabóta um 10 milljörðum lægri en þau hefðu ver- ið ef barnabætur hefðu fengið að halda raungildi sínu eins og það var á árinu 1995. Þá býr íslenskur almenningur við eitt hæsta mat- vælaverð í heimi vegna stefnu rík- isstjórnarinnar í skatta- og tolla- málum. Sömuleiðis er lyfjaverð hér með því hæsta í Evrópu og Íslend- ingar greiða nánast dýrasta bens- ínverð sem þekkist. Þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu og skólagjöld í ríkisreknum háskólum hafa hækk- að umtalsvert undanfarin ár. Og vegna slæmrar hagstjórnar rík- isstjórnarflokkana eru vextir hvergi jafnháir og á Íslandi og verðbólgan hefur verið yfir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans í tvö ár. Þetta er nú allur árangur rík- isstjórnarinnar. Ríkisstjórn hinna útvöldu Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um skattamál rík- isstjórnarinnar ’Á fjölmörgumsviðum hefur ríkisstjórnin staðið fyrir víð- tækum kjara- skerðingum ‘ Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. FYRR í þessum mánuði úrskurð- aði Hæstiréttur að forstjóra og lækningaforstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) hefði verið „óheimilt“ að víkja Tómasi Zoëga yf- irlækni úr starfi og að ákvörðun þeirra hefði verið „ólögmæt“. Áður hafði lækningaforstjórinn, Jóhannes Gunnarsson, sagt í fjölmiðlum að mál Tómasar væri „mikið prófmál“. Forstjórinn, Magnús Pétursson sagði að læknum væri „heim- ilt“ að skjóta máli sínu til ráðuneytis eða dóm- stóla til að fá úr því skorið hvort um ólög- mæta ákvörðun hefði verið að ræða. Fyrir héraðsdómi sagði lækningaforstjór- inn, Jóhannes M. Gunn- arsson, að Tómas „hafi ekki vanrækt starfskyldur sínar og hafi því ekki verið efni til að áminna hann eða víkja honum úr starfi.“ Með því viðurkennir lækninga- forstjóri að stofurekstur Tómasar hafi engin áhrif haft á hans skyldur á spítalanum og ekki skaðað hagsmuni spítalans. Jóhannes og Magnús hafa tapað þessu „mikla prófmáli“ fyrir þeim dómstólum sem þeir sjálfir vísuðu til. Viðbrögð þeirra eru einföld og skýr: þeir hunsa dóm Hæstaréttar og setja Tómasi sömu ólögmætu af- arkosti og áður. Beinn málskostnaður hleypur þegar á milljónum. Vinnutapið er ómælt. Meira að segja lögmaður spítalans viðurkennir að Tómas geti sett fram kröfu um miskabætur. Allt í allt gæti ákvörðun yfirstjórnar að víkja Tómasi úr starfi kost- að spítalann tugi, og jafnvel hundruð, milljóna króna. Í stuttu máli: Jó- hannes og Magnús hafa látið hæfan mann fara af engu tilefni, brotið með því lög og valdið spítalanum verulegu fjárhagslegu tjóni. En hver ber ábyrgðina? Samkvæmt heimasíðu LSH stjórnar forstjóri spítalanum „í um- boði stjórnarnefndar og ráðuneytis, skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn“. Í einkageiranum kæmi slíkt mál að sjálfsögðu til kasta stjórnar. Það væri á ábyrgð formanns að kalla hana skjótt saman og bregðast við því tjóni sem stjórnendur hefðu valdið hluthöfum. Í alvarlegu máli sem þessu hlyti stjórnin að ræða það úrræði að láta stjórnendurna fara. Niðurstöður stjórnarinnar væru svo kynntar eigendunum. En hvað hefur stjórnarnefnd LSH gert? Ekki neitt. Og hvað hefur ráðherra gert? Ekki heldur neitt. Landspítalinn er þjónustustofnun í eigu allra Íslendinga. Stjórnendur, stjórnarnefnd og ráðherra sitja í okkar umboði. Það er alvarlegt mál fyrir okkur öll ef gæslumenn þessa stærsta sjúkrahúss landsins sinna ekki skyldum sínum. Í réttarríki ber öllum að fara að niðurstöðum dómstóla, hvort sem er um opinbera eða einkaaðila að ræða. Hver ber ábyrgð á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi? Sveinn Valfells skrifar um „ólögmæti“ uppsagnar Tómasar Zoëga yfirlæknis úr starfi á LSH ’Með því viðurkennirlækningaforstjóri að stofurekstur Tómasar hafi engin áhrif haft á hans skyldur á spít- alanum og ekki skaðað hagsmuni spítalans.‘ Sveinn Valfells Höfundur er viðskipta- og verkfræðingur. Í SÉRKENNILEGRI grein Guðna Th. Jóhannessonar hér í blaðinu 19. júní sl., er fjallað um 200 mílurnar, auglýsingabækling styrkt- an af helstu fjármálastofnunum landsins sem hann skrifaði í og um- fjöllun ,,núverandi og fyrrverandi stjórn- málamanna“ eins og hann segir um málið, eins og aðrir en hann viti ekkert um málið. Þar sem hann hefur nú stigið fram á sjón- arsviðið á opinberum vettvangi verður ekki komist hjá því að fjalla um skrif hans í auglýs- ingabæklinginn. Á tíma Sovétríkjanna var al- gengt að taka myndir af forystu flokksins á múrum Kremlar. Síðan kom það fyrir að einhver sem þar var á mynd félli í ónáð. Málið var þá afgreitt með ein- földum hætti. Viðkomandi maður var klippur úr myndinni og hún skeytt saman að nýju, sovéska sagnfræðin í öruggum höndum flokksins. Sagn- fræðingurinn segir í umræddri grein: ,,Sjálfur skrifaði ég með glöðu geði stutt yfirlit um sögu landhelgismáls- ins í kálfinn umdeilda; annars vegar vegna þess að þar gafst frábært tæki- færi til að skrifa fyrir tugþúsundir lesenda og hins vegar vegna þess að mér finnst það nánast starfsskylda sagnfræðinga að svara kalli um stutt skrif fyrir almenning á sérsviði sínu.“ Í þessari grein ætla ég aðeins að taka fyrir umfjöllun Guðna um tíma- bilið 1973 til 1976, sem verður í skrif- um hans algjört bull. Ekki er einu orði minnst á tilurð 200 mílnanna og framgang þeirra. Í þessu samhengi, er sagnfræðingnum bent á grein Jón- ínu Michaelsdóttur í áðurnefndum bækling, en hún segir þar (um árið 1973): ,,… í júlímánuði skoraði hópur fimmtíu Íslendinga á alþingi og rík- isstjórn að lýsa því yfir nú þegar að Íslendingar myndu krefjast 200 mílna fiskveiðilögsögu á hafrétt- arráðstefnunni. Í þessum hópi voru margir þjóðkunnir forystumenn og sérfræðingar á svið sjávarútvegs og landhelgisgæslu og hafði þetta framtak um- talsverð áhrif.“, feitletr- un mín. Einnig bendi ég sagn- fræðingnum á að lesa grein mína hér í blaðinu þann 13. júní sl. Hér verður ekki heldur kom- ist hjá því að benda sagnfræðingum á þátt Morgunblaðsins í þessu máli, sem hefði áreið- anlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Þar voru í fararbroddi rit- stjórar blaðsins, Styrmir Gunn- arsson, Matthías Johannessen. Mér er enn þakklæti í huga til þessara tveggja manna fyrir frábær störf í þessu máli. Glæsileg blaðamennska af hæsta gæðaflokki þar á bæ, t.d. ætti sagnfræðingurinn að lesa blað- auka Morgunblaðsins á þeim degi, sem útfærslan í 200 mílur var 15. október 1975, þar er m.a. fjallað um 50 menninganna á blaðsíðum 18–19. Ég vil í þessu sambandi rifja upp við- tal við Magnús Sigurjónsson félaga minn og vin í blaðinu á 10 ára afmæli útfærslunnar 15. október 1985, en þar segir hann, eftir að segja frá fundi ríkisstjórnarinnar skömmu eftir áskorun 50-menninganna: ,,En á fundi ríkisstjórnarinnar fékk áskor- unin ekki sama hljómgrunn og stjórn- arblöðin reyndu að gera lítið úr henni. Þjóðviljinn reis upp á afturfæturna og úr varð hörð barátta og óvægin. Mér er sérstaklega minnisstætt Sovésk sagn- fræði á ís- lenskri grund Hreggviður Jónsson gerir athugasemdir við umfjöll- un Guðna um tímabilið ’73-’76 Hreggviður Jónsson S í m a r : 5 5 1 7 2 7 0 , 5 5 1 7 2 8 2 o g 8 9 3 3 9 8 5 Þjónustus ími utan skr i fs to fut íma 893 3985 Ferjubakki, 4ra herb. Til afhendingar fljótlega Lækkað verð Burknavellir, 3ja herb. í Hafnarfirði Nánast ný íbúð - Til afhendingar strax Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali hibyliogskip@hibyliogskip.is • www.hibyliogskip.is Mjög góð 4ra herb. íbúð á góðum stað í Breiðholtinu, alls 105,2 fm. Íbúðin er með góðu parketi á gólfum, með stórum og góðum herbergjum og góðum skápum. Björt og rúmgóð stofa, opið milli stofu og eldhúss sem er með mjög góðri innréttingu. Góðir skápar í holi. Stórt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Mjög áhugaverð eign. Tilbúin án gólfefna. Alls 85 fm íbúð á jarðhæð í jaðarbyggð með sérinngangi í mjög vönduðu húsi. Mjög vel skipulögð íbúð með vönduðum innréttingum. Vönduð tæki í eldhúsi. Glæsilegt flísalagt baðherbergi og þvotta- herbergi inn af baði. Sérverönd út frá stofu. Eign sem vert er að skoða og er á góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.