Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 37
hversu rætin skrif Svavars Gests- sonar, þáverandi ritstjóra blaðsins, voru, en hann hafði forystu um skrifin gegn 200 mílna stefnunni. Það var reynt að eyðileggja æru okkar sem stóðum að áskoruninni, enda var það eina ráðið til að hnekkja málinu. Úr þessu varð mikill slagur og ég á rit- stjórum Morgunblaðsins þökk að gjalda fyrir það hversu drengileg þeir studdu okkur í þessari orrahríð.“ Áð- ur hafði Magnús skrifaði bréf til rit- stjóra Morgunblaðsins 26. júlí 1978, sem m.a. sagði: ,,Í dag eru liðin fimm ár síðan áskorunin um 200 mílna fisk- veiðilögsögu fyrir Ísland kom fyrst fram. Þið hafið … frá fyrsta degi ver- ið málsvarar þeirra stefnu sem þá var mörkuð og Morgunblaðið frá upphafi beitt sér í orrustunni, en hún var lengi háð af fullum fjandskap gegn málinu. Í upphafi var við ramman reip að draga, en eins og laxinn brýst gegn straumnum og stiklar flúðir lét- uð þið aldrei deigan síga, og nú þegar litið er yfir sviðið má sjá að heill Ís- lands og hamingja hafa sigrað. Fyrir fáum dögum komu saman nokkrir ,,fimmtíumenninganna“. Þar var mér falið að flytja ykkur hamingjuóskir og þakkir fyrir drengilegan máltilbúnað og baráttuhug sem aldrei brást.“ Hópur 50 manna, Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn skópu 200 míl- urnar og gerðu yfirráð Íslands yfir 200 mílunum að veruleika. Sagnfræð- ingur, sem sleppir þessum þætti landhelgismálsins er í vondum mál- um, sem fræðimaður. Nægt er til af skriflegu efni um þetta tímabil. Ég spyr að lokum aftur eins og í fyrri greininni, værum við enn með 50 mílurnar, ef við 50 menn hefðum ekki bundist samtökum um 200 mílna áskorunina? Svar, já. ’Hópur 50 manna, Morg-unblaðið og Sjálfstæð- isflokkurinn skópu 200 mílurnar og gerðu yfirráð Íslands yfir 200 mílunum að veruleika. ‘ Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. hcjons@gmail.com MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 37 UMRÆÐAN Sagt var: Fréttamaðurinn spurði þingmanninn um álit sitt á málinu. RÉTT VÆRI: … um álit hans (um álit þingmannsins, ekki álit frétta- mannsins). Gætum tungunnar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ er sumar og margir Íslend- ingar því á faraldsfæti. Sumir fara til útlanda en aðrir ferðast um landið eins og gengur og gerist. Ég var að koma frá Mílanó um daginn sem er nú ekki í frásögur færandi nema á leiðinni inní landið var ég stoppaður af tollgæslunni ásamt samferðafólki mínu og allur farangur gegnumlýstur og leitað var í öllum fríhafnarpokum og öðru. Stelpan sem gerði þetta tók starfið sitt greinilega mjög alvar- lega. Það var allt verðlagt sem keypt var og allt áfengi tekið sam- an. Á endanum þurftum við að greiða í toll 12000 krónur sem er fáránlegt. Þegar maður kemur til annarra landa þá er hvergi svona ströng tollgæsla eins og á Íslandi. Tollareglurnar sem hér gilda eru úreltar. T.d. má bara koma inn með takmarkað magn af áfengi og tóbaki til landsins. Ekki má flytja inn neitt hrátt kjöt eða osta. Þetta er víst gert til að vernda íslenska landbúnaðinn. Ef maður myndi ætla að flytja inn soðið kjöt sem er leyfilegt þá þyrfti að greiða of- urtolla af því til að vernda þessar fáu bændahræður sem eftir eru í landinu. Hvenær ætla stjórnvöld að fara að vakna og breyta þessum reglum og laga aðeins að nútíman- um. Í öðrum löndum má t.d flytja inn meira magn af áfengi. Það mæti e.t.v auka magn áfengis sem leyfilegt væri að flytja inn, hækka verð á vörum sem má flytja inn o.sfrv. Þess skal líka getið að inn- flutningsbann á hrátt kjöt og hráa ósoðna osta er sett til að vernda íslenska landbúnaðinn og til að passa uppá að hér berist engir sjúkdómar til lands. Það er vitað mál að fyrst kjötið er selt úti þ.e. hráskinka, salamipylsur o.s.frv., þá eru engir sjúkdómar þar í gangi í dýrastofnum. Þá hlýtur hver að spyrja sig: Fyrst engir sjúkdómar eru í erlendum búfénaði, hví er þá ekki leyfilegt að flytja það inn til landsins, þ.e hrátt kjöt og hráa osta? Nú langar mig til að varpa þeirri spurningu til dómsmálaráðherra, er ekki kominn tími til að breyta þess- um tollareglum sem hér gilda og laga þær aðeins að nútímanum? Þessar reglur voru í fínu lagi fyrir 15–20 árum síðan en nú er 2006 og leyfi ég mér því að segja að þessar reglur sem hér gilda varðandi inn- flutning og toll af vörum séu úrelt- ar. Svar óskast frá hæstvirtum dómsmálaráðherra. TRYGGVI RAFN TÓMASSON, Fannafold 99, 112 Reykjavík. Tollgæsla á Íslandi Frá Tryggva Rafni Tómassyni: ferðabox ...og allur ferðabúnaður kemst á toppinn 430 lítra nr. 731846 380 lítra nr. 731446 380 lítra nr. 731816 NÝTT 23 76 /T A K TÍ K /6 .0 6. /3 X 30 Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Búlgaríu 6. og 13. júlí í 1 eða 2 vikur. Þú kaupir 2 flugsæti og greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Búlgaríu á einstökum kjörum. Fjölbreytt gisting í boði á Golden Sands. kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. Gisting frá kr. 3.400 Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Perla með morgunverði. 2 fyrir 1 til Búlgaríu 6. og 13. júlí frá kr. 19.990 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. mbl.issmáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.