Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 42

Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1930. Hún lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 20. júní sl. For- eldrar hennar voru Ólína Hróbjartsdótt- ir, f. 29. ágúst 1884 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 31. mars 1949 í Reykja- vík og Guðmundur Jónsson, f. 9. ágúst 1863 á Leirum undir Eyjafjöllum, d. 25. sept. 1937. Fyrsta að telja af systkinum Huldu er Svava tvíburasystir hennar. Síð- an eru Guðmundína Sigurveig, Guðlaugur Magnús, Árni Kristján, Sólveig Jósefína, Stefanía Sæ- björg, Guðmundur, Karólina, Jó- hanna Helga og Margrét Stefáns- börn. Systkin samfeðra; Sigurbjörg, Karólína og Guðjón Einar. Eftirlifandi systur eru Jó- hanna Helga, Margrét og Svava. Hulda giftist 4. sept. 1948 Har- aldi Jenssyni skipstjóra, f. í Reykjavík 9. júní 1923, d. 18. ágúst 2003. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík, en á Akranesi frá 1971 til 1988. Börn þeirra eru: 1) Svava, f. 20. des. 1948, gift Guð- mundi Jens Þorvarð- arsyni, f. 12. mars 1947. 2) Guðmundur, f. 21. maí 1950, kvænt- ur Rakel Kristjáns- dóttur f. 10. okt. 1951. 3) Erna, f. 8. mars 1957, gift Karli Eð- varð Þórðarsyni, f. 31. maí 1955. 4) Bjarni Óli, f. 27. mars 1968, kvæntur Árnýju Davíðsdóttur, f. 4. mars 1970. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin eru 8. Hulda lærði ung hárgreiðslu og lauk sveinsprófi hjá Fjólu Sig- mundsdóttur á Hárgreiðslustof- unni Píróla. Hulda var lengst af heimavinnandi húsmóðir, enda Haraldur í löngum siglingum. Flest árin sem þau bjuggu á Akra- nesi vann hún sem fiskverkakona hjá Haraldi Böðvarssyni. Útför Huldu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudag- inn 29. júní. Athöfnin hefst kl. 13. Nú er hún yndislega móðir mín horfin okkur. Það er erfitt að sætta sig við að sjá hana aldrei framar, en þó svo gott að eiga allar minningarn- ar um hana. Mamma var orðin tveggja barna móðir aðeins tvítug að aldri og pabbi stýrimaður á skipum Eimskipa, sem voru í þá daga í löngum ferðum. Al- gengt var á þessum árum að pabbi væri tvo til þrjá mánuði í burtu. Mamma þurfti því ein að sjá um heimilið og uppeldið á okkur börn- unum. Mamma var alla tíð mjög trúuð og sótti hún styrk í bænir. Hún bað fyrir öllum sem minna máttu sín, voru sjúkir, eða áttu bágt á einhvern hátt. Ef hún þurfti t.d. að henda mataraf- göngum, bað hún guð að fyrirgefa sér, vitandi að milljónir manna sultu úti í hinum stóra heimi. Mamma sá yfirleitt allt gott í öllu, meira að segja í veðrinu hér á Ís- landi, sem algengt er að fólk fárist út af. Hjá henni var alltaf yndislegt veð- ur, t.d. ef það var rigning, þá sagði hún gjarnan: „En það er samt samt svo milt veður.“ Ef það var frost og kuldi, þá var svo bjart úti og loftið svo ferskt. Það var sem sagt alltaf gott veður hjá henni, bara misjafnlega gott. Mamma og systkini hennar hafa alla tíð verið mjög náin og þá sér- staklega hún og Svava tvíburasystir hennar. Samband mömmu og Svövu var eitthvað sem ekki er hægt að út- skýra. Þær vissu alltaf hvor um sig hvernig hinni leið og gátu nánast les- ið hugsanir hvor annarrar. Mömmu var alltaf mikið í mun að afkomendur þeirra systkina héldu tengslum og grunar mig að hún eigi stærstan þátt í því að komið var á fót nokkurs kon- ar ættarmótum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 5 og 6 á kaffi- húsi í Kringlunni, þar sem þær syst- ur og afkomendur þeirra systkina koma saman yfir kaffibolla og bera saman bækur sínar. Þessi mót eru orðinn fastur hluti í tilveru margra og vona ég að þau verði áfram, þó svo að ég sé ekki sá duglegasti að mæta, en oft er ég úti á sjó eða upptekinn við annað. Blessuð sé minning hennar og bið ég guð að geyma hana. Guðmundur. Nú kveð ég mína yndislegu tengdamömmu sem ég er svo heppin að hafa kynnst. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég hitti Huldu, þá vor- um við Bjarni að slá okkur upp sam- an og fórum heim til hans. Hulda tók á móti mér með mikilli hlýju og gleði, það var eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Þá bar hún fram sína frægu og bestu jarðarberjakókostertu, sem sló alltaf í gegn. Hulda tók alltaf á móti okkur opnum örmum með sínum ein- staka hlýleika. Hún var ávallt öllum góð og mátti ekkert aumt sjá. Hulda var guðrækin, hún og Halli leituðu mikið í bænina, sem styrkti þau mikið. Við Bjarni lærðum mikið af þeim hjónum. Þau voru ávallt traust, báru mikla virðingu fyrir hvort öðru og elskuðu hvort annað út af lífinu. Sama er að segja um tví- burasystur Huldu, hana Svövu, þær hafa alltaf verið eitt. Það leið ekki sá dagur að þær ekki hittust eða hringdu hvor í aðra. Nánari systrum hef ég aldrei kynnst. Þær hugsuðu mjög oft nákvæmlega eins og það var svakalega gaman að þeim. Hulda var mjög flink í höndunum. Hún lærði hárgreiðslu og starfaði við það. Eftir að hún hætti að starfa hitt- ust allar systur hennar og mágkonur heima hjá Huldu á föstudögum og þar var slegið upp hágreiðslustofu. Hulda greiddi öllum og þá var sko fjör, mikið kjaftað og hlegið. Margir lögðu leið sína til þeirra til að upplifa fjörið og hitta þær allar. Hulda hekl- aði og saumaði mikið, mjög fallegt. Hulda kenndi börnum sínum og barnabörnum bænirnar og brýndi fyrir okkur öllum fallegar hugsanir og að sjá alltaf það jákvæða í lífinu, sama hvað gengi á. Hulda var rosa- lega sterk, jákvæð, hugulsöm og heil- steypt manneskja. Hún kvartaði aldrei undan neinu og þegar hún lá mikið veik á Landakoti, kvartaði hún aldrei, heldur dásamaði allt og alla, hvað allir væru góðir við hana og allt fyrir hana gert. Við erum rík að hafa fengið að njóta samvista Huldu. Minningin um hana mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ég veit að það verður tekið vel á móti henni hinum megin, Halli umlykur hana ást sinni og þau passa vel upp á hvort annað eins og þau hafa alltaf gert. Við Bjarni Óli, Tinna og Davíð Ým- ir söknum þín óendanlega mikið og elskum þig út af lífinu. Kysstu Halla frá okkur, far vel, ástin okkar, góða nótt og Guð geymi þig. Þín Árný. Hver getur siglt, þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt, þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.) Þetta eru hugrenningar mínar núna þegar Hulda okkar er farin yfir til Halla, já og ömmu og allra hinna. Hugrenningar mínar um stórfjöl- skylduna okkar þar sem hún Hulda var – eins og lítil stúlka sagði einu sinni um aðra manneskju – lím þeirr- ar fjölskyldu. Þegar einhver sem er okkur mikilvægur fer yfir móðuna miklu er svo mikilvægt að tala um til- finningar og rifja upp liðna tíð sem við höfum átt með þeim sem fer. Núna er það Hulda. Leyfa sorginni að tala og smám saman verða gleði- stundirnar það sem við tölum aftur og aftur um og rifjum upp. Mig langar að rifja upp með þeim sem lesa þetta hvernig það var að vita að hún var alltaf nálæg ef við þurftum á stuðningi að halda og gaf af sér bæði í gleði og sorg. Ég minn- ist þess, að eftir að foreldrar mínir féllu frá, með frekar stuttu millibili, þá hringdi hún reglulega til að heyra í mér og ég vissi alltaf að þó ég ekki hringdi fljótlega til baka hefði hún samband. Kveðjan hennar: „Bless Solla mín og guð geymi þig“, er nokk- uð sem er stór partur af minningum mínum um Huldu. Trúin var henni svo eðlileg og sönn. Ég fæddist í húsinu hennar ömmu og þar voru þær, tvíburarnir, yngst- ar barnanna hennar ömmu. Þær eru bara 6 árum eldri en ég og voru mér sem eldri systur. Ég naut þess að vera bara 6 árum yngri og fékk stundum að vera með í leikjum með stóru krökkunum og var þá „súkku- laði á hjólum“ það merkti víst að ég var ekki alveg að marka. En það skipti engu máli. Ég leit upp til þeirra þá og geri enn fyrir margra hluta sakir. Ég man hvað mér fannst flott að eiga þessar frænkur sem voru svo líkar að amma þekkti þær ekki í sundur, nýfæddar, og þær voru með merkiband þar til þær gátu sagt hvað þær hétu. Ég man þegar þær fóru að fara út á lífið og ég og vinkon- ur mínar stóðum í felum og tístum af spenningi. Svo fangaði Halli Huldu og þau byrjuðu búskap í húsinu hennar ömmu eins og svo margir í þessari ætt. Hulda mín, sjómanns- konan, sá um börn og bú meðan Halli var á sjó. Henni fórst það vel úr hendi eins og sjá má á börnunum hennar fjórum. Það er ekki langt síðan hún var heima hjá okkur Árna með systrum sínum, mági og bróður mínum og mágkonu. Lítill hópur sem skemmti sér vel þótt tvíburarnir okkar gengu ekki heilar til skógar. Þær gáfu okk- ur hinum ekkert eftir í léttu hjali um lífið og tilveruna. Ég varðveiti þessa dýrmætu eftirmiðdagsstund í sjóði minninganna. Í okkar fjölskyldu eru sterk fjöl- skyldubönd og því finnum við svo sárt til þegar einn hlekkurinn fer og hennar verður sárt saknað úr hinu mánaðarlega frændsystkinakaffi sem byrjar aftur í haust. Það verður stórt skarð, sem enginn fyllir, en við höfum þessi sterku tengsl og tilfinn- ingu fyrir því hvaða ríkidæmi felst í því að eiga góða að. Amma gaf okkur það og Hulda á ekki síst stóran þátt í því að við erum samheldin fjölskylda. Já, og nú er komið að okkur að halda utan um hennar nánustu. Ég treysti því að við stöndum okkur og minn- umst Huldu og þess sem hún hefur gefið okkur. Við Árni og mín fjölskylda vottum ykkur öllum, afkomendum hennar, okkar dýpstu samúð. Sólveig Guðlaugsdóttir. Hulda frænka er ein af ljúfustu manneskjum sem ég hef kynnst. Nú er hún farin frá okkur og í hugann koma minningabrot frá ýmsum tím- um. Hulda og Halli að byrja sinn bú- skap á Bergþórugötunni og ég nota oft tækifærið til að kíkja upp á næstu hæð. Seinna var ég eins og grár kött- ur á Rauðarárstígnum, þá er Hulda að greiða vinkonum og systrum eða setja í þær permanent og mér finnst að flottast í heimi sé að vera hár- greiðslukona. Miklar fjölskylduveisl- ur haldnar hjá tvíburunum í Safa- mýrinni og allt fullt af krökkum. Síðast en ekki síst eru minningar frá samveru okkar á Akranesi. Það var ekki slæmt að eiga svona móð- ursystur á staðnum þegar við ákváðum að flytja þangað. Hún var alltaf nálæg ef á þurfti að halda, með góð ráð, aðstoð eða smááminningu ef henni fannst tilefni til. Það var svo gott að koma til hennar í Hjarðar- holtið, fá kaffibolla og spjalla. Grjónagrautur í hádeginu á aðfanga- dag varð að hefð sem enn er við lýði. Svo fluttu þau suður, en alltaf var heitt kaffi á könnunni, eitthvað gott með og spjall í Álftamýrinni. Hulda hafði alltaf nógan tíma til að sinna öðrum. Hún bar umhyggju fyr- ir svo mörgum, eiginmanni, börnum, systkinum, frændfólki, vinum og samstarfsfólki. Stundum fannst mér að hún ætti að hugsa betur um sjálfa sig, en það átti ekki við hana. Það var alltaf bjart yfir henni Huldu móðursystur minni og ég heyrði hana aldrei hallmæla nokkr- um manni. Við götuna uxu ný og ný andlit sum sprungu út önnur fölnuðu og feyktust burt inn í ókunna vídd vertu vertu hjá mér þegar þú ert farin (Þuríður Guðmundsdóttir) Við Reynir og fjölskyldan erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni. Guðbjörg Árnadóttir Elsku frænka, þá er komið að kveðjustund. Þú varst alltaf mjög stór partur af lífi okkar systkinanna þar sem ein- stakt samband var á milli ykkar tví- burasystranna, samband sem í raun enginn getur skilið nema þið einar. Þið þurftuð varla að tala saman svo nánar voruð þið, hugskeytin dugðu stundum alveg. Þú varst svo einstaklega blíð og góð og sagðir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann en leitaðist við að finna það góða í öllum. Nú þegar við kveðjum þig, elsku frænka, hrúgast upp minningarnar. Margt var brallað og oft mikið fjör og gaman og stundum örugglega líka erfitt þegar þið systur bjugguð sam- an með eldri börnin á Rauðarárstígn- um þegar pabbi og Halli voru á sjón- um. Þið systur sváfuð saman í hjónarúminu og svo hrúguðust krakkarnir upp í á morgnana að vekja ykkur báðar því þeir þekktu ykkur ekki alltaf í sundur. Þolinmæði þín, frænka mín, var alltaf mikil, eins og þegar Hulda systir var að læra á skautum á stofugólfinu og skar að sjálfsögðu allt teppið á gólfinu og þegar Mummi og Hulda röðuðu öll- um vínylplötunum á gólfið og stukku á þeim í leik þar sem ekki mátti snerta gólfið og auðvitað brotnuðu margar plötur í þessum leik en aldrei skammaðir þú þau. Síðan fluttuð þið systur saman á Bræðraborgarstíg- inn með fjölskyldurnar, alls fimm börn þá og bjugguð þar saman í tvö og hálft ár í tveim herbergjum. 1962 flytjum við síðan öll saman í Safa- mýrina, í húsið sem þið höfðuð byggt saman. Þar bjugguð þið á efri hæð- inni og við á neðri hæðinni. Gekk sambúðin alltaf vel og lengi vel vissu nágrannarnir ekkert hver ætti hvaða krakka í húsinu því við vorum öll Haraldarbörn og myndaðist oft mik- ill ruglingur yfir þessu hjá fólki. Síðan takið þið Halli ykkur upp og flytjið á Skagann, þar sem þið voruð í 18 ár. Ég (Imba) var svo heppin að flytja á Skagann líka árið 1985 þar sem þið tókuð á móti mér og voruð mér eins og bestu mamma og pabbi. Þú varst alltaf tilbúin til að passa fyr- ir mig ef ég þurfti að vinna lengur, alltaf að bjóða okkur í mat og stóðst við bakið á mér og studdir við mig af mestu alúð. Síðan gerðistu hjóna- bandsmiðlari og lagðir þig alla fram við að kynna mig fyrir Halla mínum sem þú varst búin að þekkja síðan hann var barn og þú vildir mér bara það besta. Elsku frænka, það er svo margt sem kemur upp í hugann og gott að hafa þessar ljúfu minningar að ylja sér við núna þegar við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum þér fyrir að hafa verið eins og þú varst. Elsku Svava, Mummi, Erna, Bjarni Óli og fjölskyldur, ykkur vott- um við okkar dýpstu samúð og megi Guð geyma ykkur. Ingibjörg, Hulda og Ragnar. Ég kynntist Huldu þegar við vor- um báðar fimmtán ára gamlar og vorum að byrja í Iðnskólanum, hún í hárgreiðslu og ég í hattasaum. Það myndaðist strax góður vinskapur með okkur, en mig grunaði ekki þá að við ættum eftir að verða mágkonur. Fljótlega stækkaði vinkvennahópur- inn. Það voru þær Rut, Ossý, Gunna, Ella og að sjálfsögðu Svava tvíbura- systir Huldu. Það var margt sem við gerðum okkur til skemmtunar. Við fórum í Iðnskólaferðalögin, sem var árlegur viðburður í þá daga, skóla- dansæfingar, í bíó og margt fleira sem ungar stúlkur skemmtu sér við í þá daga. Við vorum ungar þegar við stofn- uðum saumaklúbb, mætt var reglu- lega í mörg ár eða þar til Hulda flutti á Akranes og Gunna til Hveragerðis. Þá hittumst við sjaldnar, en það var nú ekki alltaf bara saumað og prjón- að í saumaklúbbnum. Þar var líka verið að klippa hár, setja í rúllur og greiða enda þrjár hárgreiðsludömur, þær Rut, Ossý og Hulda, en alltaf var jafn gaman að hittast. Árið 1947 þegar við vorum sautján ára, var Halli bróðir minn nýútskrif- aður úr Stýrimannaskólanum og orð- inn 3. stýrimaður á Hvassafellinu. Það átti eftir að verða örlagaríkt að ég kynnti hann fyrir öllum vinkvenn- ahópnum. Hann varð strax svo hrif- inn af Huldu og langaði að kynnast henni betur sem og varð. Þau gengu í hjónaband þegar Hulda var átján ára en Halli tuttugu og fimm. Þegar Halli lést fyrir tæpum þremur árum, áttu þau að baki fimmtíu og fimm ára traust og hamingjuríkt hjónaband. Halli barðist í mörg ár við krabba- mein. Þá átti hann svo sannarlega góðan vin sér við hlið, sem studdi hann í gegnum þá erfiðleika sem hann barðist við. Hulda var heiðarleg og trygg, var alltaf yfirveguð og hafði gott viðmót. Hulda gerði svo sann- arlega sitt til að halda sem bestum fjölskyldutengslum. Eftir að við systkinin áttum hvert sína fjölskyldu urðu daglegar heim- sóknir ekki eins tíðar, en það leið aldrei vikan á enda án þess að við hefðum símasamband. Við Siggi vottum fjölskyldu Huldu samúð okk- ar og einnig Svövu tvíburasystur hennar sem nú er veik og á um sárt að binda. Að lokum þakka ég Huldu sextíu ára vináttu og tryggð. Guð blessi minningu elsku mág- konu minnar. Erna Jensdóttir (Edda). HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, DAGMAR JÓHANNESDÓTTIR, sem lést laugardaginn 17. júní, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 29. júní kl. 13.30. Atli Viðar Jóhannesson, Benna Stefanía Rósantsdóttir, Dagmar Ósk Atladóttir, Halldór Walter Stefánsson, Inga Sigrún Atladóttir, Eric Rubin Dossantos, Kristjana Atladóttir, Pétur Marinó Fredriksen, Júlía Rós Atladóttir, Hermann Sigurður Björnsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.