Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 43
MINNINGAR
✝ Dagmar Jó-hannesdóttir
fæddist á Akureyri
10. október 1911.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Grund
17. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhannes Júl-
iníusson, f. 8. ágúst
1879, d. 9. septem-
ber 1971, og Jórunn
Jóhannsdóttir, f. 24.
desember 1874, d. 1.
febrúar 1966. Systk-
ini Dagmarar eru
Jóhannes G., f. 1907, d. 1990, Ólöf
Áslaug, f. 1909, Sigurbjörg, f.
1914, d. 1973, og Júlíus Valdemar,
f. 1917, d. 1998.
Hinn 30. ágúst 1941 fæddist
hennar einkasonur Atli Viðar Jó-
hannesson, forstjóri á Eskifirði.
Hann giftist eiginkonu sinni,
Bennu Stefaníu Rósantsdóttir
kirkjuverði, 26. maí 1969. Börn
þeirra eru: 1) Dagmar Ósk Atla-
dóttir leikskólakennari, f. 23 októ-
ber 1969, sambýlismaður Halldór
Valter Stefánsson, börn þeirra
eru Katrín Mjöll, f. 1991, og
Hrannar Snær, f. 1997. 2) Inga
Sigrún Atladóttir, guðfræðingur
og deildastóri, f. 8 apríl 1971, eig-
inmaður Eric Rubin DosSantos líf-
fræðingur, barn þeirra er Guðjón
Armand, f. 2000, barn hennar er
Dagbjört Katrín, f. 1993. 3) Krist-
jana Atladóttir kennari, f. 14 jan-
úar 1975, eiginmaður hennar er
Pétur Marinó Frederiksson, börn
þeirra eru Atli Dagur, f. 1995,
Benna Sóley, f. 1999, og Olga
Snærós, f. 2003. 4) Júlía Rós Atla-
dóttir, lyfjatæknir
og verkefnastjóri,
gift Hermanni Sig-
urði Björnssyni,
börn þeirra eru
Hólmfríður, f. 2003,
og Björn Hermann,
f. 2004.
Dagmar bjó á Ak-
ureyri fram að
fermingu þegar hún
fór í kaupavinnu á
Svalbarðseyri í
nokkur ár. Eftir ár-
in á Svalbarðseyri
flutti hún aftur til
foreldra sinna á Akureyri. Árin
1930 til 1937 var Dagmar í vist hjá
læknahjónunum í Hafnarfirði og
lærði þar útsaum. Árið 1941 ól
Dagmar sinn einkason og síðar
gekk hún systur dóttur sinni, Jór-
unni, í móðurstað frá átta ára
aldri. 1948 fór Dagmar með son
sinn í kaupavinnu á Kirkjubóli í
Strandasýslu. Eftir að Dagmar
sneri aftur til Akureyrar bjó hún í
foreldrahúsum og annaðist veika
móður sína og vann í Gefjuni. Eft-
ir að foreldrar hennar létust hélt
hún heimili með bróðir sínum Júl-
íusi. Árið 1970 flutti Dagmar til
sonar síns og tengdadóttur á Ak-
ureyri og bjó þar til 1974, þá flutti
hún með þeim til Eskifjarðar og
bjó þar til 1985. Dagmar flutti þá
frá Eskifirði vegna veikinda og
bjó eftir það á Ási í Hveragerði og
þaðan fór hún á hjúkrunarheim-
ilið Grund þar sem hún bjó til dán-
ardags.
Útför Dagmarar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Kveðja til tengdamóður minnar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hafðu hjartans þökk fyrir allt og
allt.
Þín tengdadóttir
Benna.
Elsku amma mín. Þá er komið að
kveðjustund. Þú varst oft búin að
segja að þinn tími væri kominn og að
þú værir tilbúin að kveðja. Þegar
mamma hringdi í mig að morgni 17.
júní og sagði mér að þú værir búin að
kveðja brunaði ég af stað upp á
Grund. Ég hugsaði bara um að kom-
ast til þín. Þegar ég sá þig látna í
rúminu var svo mikill friður yfir þér,
það var svo gott að þú varst hætt að
berjast við að anda og loksins án
verkja sem hafa hrjáð þig í alltof
mörg ár.
Við mamma sátum yfir þér og grét-
um, við grétum af því að við vorum
þakklátar fyrir okkar minningar með
þér, en ég grét líka því mér fannst líf
þitt hafa verið ósanngjarnt. Mér
fannst oft lagt meira á þig en þú þold-
ir. Ég grét líka af því að ég hefði get-
að gert meira fyrir þig, verið duglegri
að heimsækja þig og lesa fyrir þig.
Samband ykkar mömmu var svo náið,
mamma saknar þín og talaði mikið
um hvað þú hefði létt mikið undir með
henni.
Ég man lítið eftir því þegar þú
bjóst heima hjá okkur í Fögruhlíð-
inni. Ég man þó að þegar ég kom inn í
herbergið þitt var eins og ég væri
komin inn í allt annað hús. Það var
svo allt annar stíll inni í herberginu
þínu en annars staðar í húsinu. Það
var líka svo heitt í herberginu þínu.
Ég man eftir rauða stólnum sem þú
sast í. Flestar minningar sem ég á um
þig eru frá því eftir að þú fórst á Ás
og síðan á Grund.
Ég hugsa oft um hve erfitt það hef-
ur verið fyrir þig að standa ein ólétt
að pabba, eftir að afi yfirgaf ykkur.
Pabbi þinn var mjög stjórnsamur og
harður við þig, hann gat ekki sætt sig
við að þú værir einstæð móðir. En þú
varst svo dugleg og barðist fyrir þig
og pabba við litla aðstoð. Þú vildir
aldrei heyra minnst á afa og vildir
ekki að við hefðum samband við hann
og það var ekki gert framan af. Síðan
barst okkur jólagjöf frá afa sem við
vissum ekki að við ættum. Ég var
ánægð með að eiga afa, nýja ömmu og
fullt af frænkum og frændum sem ég
hafði ekki hugmynd um. Ég gat ekki
beðið með að segja þér fréttirnar.
Ég skildi ekki þá að foreldrar mínir
þögguðu niður í mér og þá var ég
reið, síðar skildi ég þig betur. Undir
það síðasta fannst mér þú vera orðin
sátt, kannski búin að jafna þig. Ég
hugsaði um það þegar ég skírði dótt-
ur mína Hólmfríði hvernig þú myndir
bregðast við því en þú sagðir bara já.
Núna hugsa ég um það að kannski
hefði ég átt að ræða það við þig og
ræða við þig hversu vel ég tengdist
Hólmfríði. En ég valdi að gera það
ekki.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að verja miklum tíma með þér undir
lok lífs þíns, þá fékk ég tíma til að
hugsa um líf þitt og samband okkar.
Það er líka gott ef ég hef getað gert
síðustu dagana í lífi þínu léttari með
því að gefa þér að drekka, borða og
halda í höndina á þér. Þú varst með
svo fallegar hendur. Þú hafðir alla tíð
mikinn áhuga á tísku og ég man svo
oft eftir því að þú horfðir á mig rann-
sakandi augum þegar ég kom að
heimsækja þig og sagðir svo „Er
þetta móðins?“ Eftir að þú hættir að
geta lesið Morgunblaðið gastu enn
skoðað kjólana í Séð og Heyrt og
spurt „Er þetta móðins?“ Þetta höfð-
um við mamma í huga þegar við völd-
um föt á þig í þína hinstu för, við völd-
um sparifötin þín. Þú vildir alltaf vera
fín til fara.
Elsku amma, nú er allt endanlegt,
það verður aldrei neitt meira nema
minningar þangað til við hittumst aft-
ur. Núna ertu komin til Beggu systur
þinnar, sem þú hafðir alltaf svo mikl-
ar áhyggjur af. Kannski hefur þú náð
að ræða málin við afa.
Hafðu það gott elsku amma mín og
njóttu þess að finna hvergi til.
Ég elska þig.
Þín,
Júlía Rós.
Elsku amma. Eftir þrautagöngu
þína síðustu ár erum við öll fegin því
að þú hefur nú loksins fengið þína
langþráðu hvíld. Tilhugsunin um síð-
ustu árin þín vekja hjá mér vonleysi
og reiði yfir því tilgangsleysi sem líf
við stöðuga verki og þjáningu er. Til-
hugsunin vekur hjá mér ótal spurn-
ingar um lífið, um réttlæti þess og
misskiptingu, spurningar sem ég nú
reyni að sætta mig við að ekki er
hægt að svara.
En þú hafðir ekki alltaf verið veik.
Þegar við systurnar vorum að alast
upp á Eskifirði varst þú einn af föstu
punktunum í okkar lífi. Þú sast í
brúna stólnum þínum við gluggann í
herberginu þínu, prjónaðir sokka og
lopapeysur eða glímdir við krossgát-
ur. Þú gafst okkur nammi ef við kom-
um og báðum nógu kurteislega, ég
man að það var ekki alltaf mín sterka
hlið.
Ég man þegar þú last sögur fyrir
mig og Dagmar Ósk systur, það var
svo gott að liggja á mjúku öxlinni
þinni, ég man að þér fannst ég stund-
um liggja of fast því ég vildi sjá
myndirnar betur. Ég man þegar þú
kenndir okkur að ráða krossgátur og
alltaf þegar ég heyri orðin „ra“ og
„al“ á ég eftir að hugsa um þig. Ég
man þegar þú bjargaðir mér úr
prjónaskapnum þegar ég var búin að
bjástra við lopasokkana hálfan vetur-
inn, ég man að þér fannst ég nú aldrei
sérstaklega myndarleg í höndunum.
Elsku amma þegar ég lít yfir sam-
verustundirnar okkar finnst mér þú
hafa kennt mér margt. En fyrst og
fremst hefur þú kennt mér mikilvægi
þess að elska og fyrirgefa og allt sem
þú varst og gerðir hefur gert mig
staðfasta í að lifa lífi mínu án haturs
og hræðslu við það sem lífið hefur
upp á að bjóða.
Elsku amma Dagmar, takk fyrir
allt,
þín,
Inga Sigrún Atladóttir
DAGMAR
JÓHANNESDÓTTIR
!
"# $ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,
áður til heimilis í Álftamýri 24,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 21. júní.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 30. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hinnar látnu er bent á Kattavinafélag Íslands.
Erlendur Þórðarson,
Hrafn Björnsson, Guðrún Biering,
Arnar Hrafnsson, Dagný Laxdal,
Franklín Máni Arnarsson, Þröstur Hrafnsson,
Linda Udengård, Baldur Þorsteinsson,
Elín Anna Baldursdóttir, Þórður Hans Baldursson.
Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn, barna-
barnabarn og frænka,
ELFA GUÐRÚN REYNISDÓTTIR,
lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins þriðju-
daginn 20. júní síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn
29. júní kl. 14.00.
Jóna Björk Gunnarsdóttir, Reynir Hilmarsson,
Anna Mekkín Reynisdóttir,
Elfa Signý Jónsdóttir, Hannes Höskuldsson,
Gunnar J. Jóhannsson, Gunnlaug Árnadóttir,
Guðrún Anna Jónasdóttir, Hilmar Árnason,
Guðrún Helga Sörensdóttir,
Jón Arason, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Höskuldur A. Sigurgeirsson, Hólmfríður J. Hannesdóttir,
Jónas Ragnar, Guðrún, Reynir Aðalsteinn,
Sigþór,Erna Sigríður, Árni og Jóhann.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Stigahlíð 6,
síðar Viðarási 27,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. júní.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
30. júní kl. 11.00.
Halldór Jón Júlíusson,
Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir,
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson,
Lína Dögg Halldórsdóttir,
Hermann Hinriksson, Laufey Vilmundsdóttir,
Agnar Kristinn Hermannsson,
Hinrik Nikulás Hermannsson,
Alda Guðrún Hermannsdóttir
og barnabarnabörn.
Látin er hjartkær frænka okkar,
MARGRÉT MARKÚSDÓTTIR JONES.
Hún lést þriðjudaginn 13. júní á Eldorado Care
Center í San Diego.
Jarðarförin fór fram fimmtudaginn 22. júní í River-
side National Cemetery.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðmundur Svavarsson.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA EIRÍKSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 1,
áður Framnesvegi 16,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn
26. júní.
Hreinn Líndal Haraldsson,
Eiríka Haraldsdóttir,
Aldís Haraldsdóttir,
Sólveig Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson,
Sveinbjörg Haraldsdóttir,
Haraldur L. Haraldsson, Ólöf Thorlacius,
Ágúst Líndal Haraldsson, Valgerður Sigurjónsdóttir,
barnabörn og banabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal
senda í gegnum vefsíðu Morgun-
blaðsins: mbl.is (smellt á reitinn
Morgunblaðið í fliparöndinni – þá
birtist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frek-
ari upplýsingum).
Minningar-
greinar