Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ALCAN á Íslandi hélt í gær upp á 40 ára afmæli fyrirtækisins með veislu í álgeymslunni á hafn- arbakkanum í Straumsvík. Boðið var upp á tón- list og veitingar, þar á meðal afmælisköku af- henta af bakaranum Jóa Fel. Í tilefni af afmælinu voru styrkir úr sam- félagssjóði Alcan afhentir. Einnig var afhjúpað listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur, mynd- höggvara. Afmælisveislan sýndi að starfsmenn Alcan kunna sannarlega að brosa gegnum tárin. Fyr- irtækið varð fyrir miklu tjóni fyrir tíu dögum þegar loka þurfti fjölda kera vegna bilunar í spennum sem olli straumleysi í kerskálanum. „Við látum engan bilbug á okkur finna,“ sagði Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan þegar hann var spurður hvernig stemmning hefði ríkt í afmælisveislunni. Morgunblaðið/ÞÖK Afmælisveisla í Straumsvík SKÝRSLA starfshóps Almanna- varna á höfuðborgarsvæðinu frá í febrúar 2005 um áfallaþol gerði ráð fyrir mannskæðu klórgasslysi í miðri Reykjavík og hvernig bregðast skyldi við slíku stóráfalli. Klórgas- slysið á Eskifirði var því ekki atburð- ur af því taginu að hann kæmi við- bragðsaðilum algerlega á óvart þótt almenningi kynni að virðast þessi tegund slyss fjarlægur möguleiki, a.m.k. þangað til á þriðjudaginn var. Í skýrslunni sem ber heitið Val og hönnun björgunartilfella fyrir höfuð- borgarsvæðið eru búin til allnákvæm dæmi um stóráföll og viðbrögð við þeim. Þegar Eskifjarðarslysið varð tók samhæfingarstöð Almannavarna til starfa sem og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð. Enginn einn ræður við svona atburð Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík, segir að lykill- inn að góðu viðbragði hafi falist í því að allir lögðust á eitt um að hjálpa, bæði sérhæfðir viðbragðsaðilar og síðan almenningur. „Það ræður enginn einn við svona atburð og menn verða að sjá að þetta er verkefni fyrir heildina,“ bendir hann á. „Maður finnur að menn átta sig á að svona atburðir eru ekki bundnir við svæði, þar sem einn aðili leysir vandann, heldur heildin. Flæðið á mannskap milli svæða í dag, hvort sem er milli lögregluum- dæma eða sveitarfélaga, er alveg til fyrirmyndar. Fyrir 10–15 árum var stífni í þessum efnum en slíkt er ger- samlega horfið í dag,“ segir hann. Viðbragðsáætlun gerði ráð fyrir klórgasslysi  Viðbragð | 8  Afgreiddi | 6 SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur ógilt samruna Senu og Dagsbrún- ar en Dagsbrún keypti Senu af Degi Group í febrúar síðastliðnum. Er það mat Samkeppniseftirlits- ins að kaupin styrki markaðsráðandi stöðu beggja félaganna á ýmsum mörkuðum fjölmiðlunar og afþrey- ingar. Þá telur Samkeppniseftirlitið að í krafti þessarar stöðu geti félögin takmarkað samkeppni og hagað verðlagningu sinni, viðskiptakjörum og þjónustu án þess að taka tillit til keppinauta sinna og neytenda. Samkeppniseftirlitið telur að Baugur Group fari í skilningi sam- keppnislaga með yfirráð í Dagsbrún í ljósi hlutafjáreignar sinnar og tengsla við aðra stóra hluthafa í fé- laginu, en Baugur á um 31% hlut í Dagsbrún. Í yfirlýsingu sem Hreinn Lofts- son, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér í gær segir m.a. að þessi nið- urstaða komi verulega á óvart og sé henni með öllu hafnað. Samkvæmt tilkynningu frá Dags- brún mun ákvörðuninni verða skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála en kaupin voru gerð með fyr- irvara um samþykki samkeppnisyf- irvalda. Þar segir jafnframt að Dagsbrún telji að forsendur ákvörð- unarinnar séu í meginatriðum rang- ar. | B2 Samruni Dagsbrúnar og Senu ógildur „Það eru svo fáir ernir eftir í landinu“ SIGURBJÖRG Sandra Péturs- dóttir þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hún sá óflugfæran haförn hrapa í Kirkjufellslón skammt frá Grundarfirði, heldur stökk til og handsamaði fuglinn í því skyni að bjarga honum, þrátt fyrir að hann berðist um á hæl og hnakka. Sig- urbjörg, sem er aðeins tólf ára, var ein í útreiðartúr sl. þriðjudagskvöld þegar hún rakst á hinn ósjálfbjarga fugl. „Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að bjarga honum, því það eru svo fáir ernir eftir í landinu,“ segir Sigurbjörg sem fylgdi fugl- inum suður til Reykjavíkur þar sem hann var afhentur starfsfólki Náttúrufræðistofnunar Íslands til aðhlynningar. Þaðan var fuglinn síðan sendur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn, þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár, því örninn var illa grútarblautur og þarf því að fara í rækilegt bað nokkrum sinnum auk þess sem á hann vantar nánast allar stélfjaðr- irnar. Erninum verður komið fyrir í útibúri í Húsdýragarðinum eftir u.þ.b. tvær vikur og hann þá hafður almenningi til sýnis.  Óð óhrædd | 4 Meiri sam- þjöppun eignarhalds MEÐ kaupum FL Group á 24,2% hlut í Straumi-Burðarási fjárfest- ingabanka hf. hefur samþjöppun á eignarhaldi fjármálafyrirtækja auk- ist, að sögn Jafets Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra VBS fjárfestinga- banka. FL Group á nú stóran hlut í þrem- ur af þeim fjórum viðskiptabönkum sem skráðir eru í Kauphöll Íslands; eða 25,9% í Straumi-Burðarási, 24,3% í Glitni og um 3% í KB banka. „Sjálfur hefði ég kosið að sjá meiri dreifingu á eignarhaldinu,“ segir Jafet, en hann kveðst ekki halda að aukið krosseignarhald muni veikja bankana í augum erlendra greining- araðila. | B6 Morgunblaðið/ÞÖK Bónus með lægsta verðið BÓNUS var oftast með lægsta verðið og verslun Ellefu-ellefu með það hæsta í verðkönnun á mat- og drykkjarvörum sem verðlagseftir- lit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Oft reyndist lítill verð- munur í verslun Bónuss og Krón- unnar. Af 29 vörutegundum sem fáanlegar voru í báðum verslunum var einnar krónu verðmunur í 20 tilvikum og sama verð í einu tilviki. Mestur verðmunur í könnuninni var 124% á pakka af Toffypops kexi sem var ódýrastur, 98 kr, í Bónus og dýrastur, 219 kr, í Ell- efu-ellefu. Flestar óverðmerktar vörur í þessari könnun voru í versl- uninni Gripið og greitt í Skútuvogi, en þar voru 10 vörur af 53 ekki verðmerktar.  Daglegt líf | 30 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.