Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ér í sveitum Nýju Suð- ur Wales nægir að hafa bílskýli, bílskúr að mestu óþarfur nema fyrir þá sem vilja klappa bílnum sínum og nostra við hann. Þessa dagana minnast menn þess að 50 ár eru liðin síðan bíl- skúrshurðin, sem rúllast upp eins og rúlluterta, var fundin upp. Ástr- alir eigna sér þessa uppfinningu enda ýmislegt kúnstugt sem and- fætlingum dettur í hug. Leikið á dauðann Ekki aðeins heimsbyggðin hlýddi á fréttir af ævintýralegri björgun tveggja námumanna á Tasmaníu eftir að þeir höfðu lokast inni í gullnámu í næstum hálfan mánuð vegna grjóthruns held- ur fylgdust Ástr- alíubúar með björguninni með öndina í háls- inum. Einn nám- umaður lést í slysinu. Umræð- ur um öryggi námunnar urðu mikl- ar en þar sem verð á gulli hafði aldrei verið hærra var öryggis ef til vill ekki gætt sem skyldi. Eftir slys- ið missti fjöldi námuverkamanna vinnuna vegna tvísýnis við áfram- haldandi námugröft. Aðeins bætir úr að námumennirnir tveir fengu mjög vel borgað fyrir að koma fram í sjónvarpsþætti og stofnuðu þeir sjóð til styrktar félögum sínum í námubænum. Fyrir utan björgunina sjálfa vakti mesta athygli talsmaður verkalýðs- hreyfingarinnar á staðnum, Bob Shorten, sem ásamt fram- kvæmdastjóra námufélagsins, kom vel fyrir. Voru þeir stöðugt í fjöl- miðlum og naut Bob Shorten slíkr- ar lýðhylli að menn vilja fá hann til forystu í Verkalýðsflokknum. Mað- urinn er vel máli farinn og skýr í hugsun. Væri Verkalýðsflokkurinn vissulega vel settur með slíkan for- ingja. Svartasta leyndarmál Ástralíu Annað mál flaug um heimsbyggð- ina – stærsta leyndarmál Ástrala – nokkuð sem fær þá til að þagna þegar gestkomandi spyr. Fréttin varðaði kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum í (500–600 manna) afskekktum frum- byggjabyggðum Norður- og Mið- Ástralíu. Þar er víða mjög lítil lög- gæsla, ólíkt mörgum öðrum þorpum með hvítum íbúum, þar sem nánast ekkert er nema bensínstöð, krá og – lögreglustöð. Á næsta ári verða 40 ár liðin síð- an frumbyggjar Ástralíu fengu full borgararéttindi í sínu eigin landi. Þó höfðu þeir búið hér um tugþús- undir ára. Óréttlæti gagnvart þeim virðist engan enda ætla að taka enda kynþáttafordómar eins og sterk undiralda í þjóðfélaginu þótt lítið virðist bera á því á yfirborðinu. Stjórnarstefna síðustu 30 ára í málum frumbyggjanna, jafnt alrík- isstjórnarinnar sem stjórna ein- stakra fylkja, hefur mistekist að miklu leyti og jafnvel versnað. Fjár- hæðir, þeim sem veitt er til styrkt- ar hinum og þessum málum þeirra, virðast einfaldlega ekki komast til skila nema að mjög takmörkuðu leyti. Peningarnir hverfa í botn- lausa hít skriffinnsku og eitthvað sem kalla mætti spillingu stjórn- kerfa. Reyndar má alls ekki setja öll þorp eða byggðir frumbyggja undir sama hatt því sums staðar hefur gengið nokkuð vel að þróa málin. Lajamanu er nafn á frum- byggjabyggð á mörkum Tanami eyðimerkurinnar í Northern Terri- tory. Byggðin myndaðist þegar Warlpiri ættbálkurinn var hrakinn af landi sínu og frá hjartfólgnum sögustöðum (Dreaming places) til landsvæða sem þeir þekktu ekki og lífshátta sem voru ekki lengur frjálsir að hætti hirðingja. Þeir að- löguðust samt í krafti menningar sinnar. Skólinn fyrir eldri drengi í Lajamanu er tvítyngdur og börnin læra að lesa og skrifa á sínu eigin máli, Warlpiri. Þannig varðveitist menning þeirra, söngur, dans og hin aldagamla söguhefð sem er svo rík hjá frumbyggjum þessarar álfu. Hins vegar er ástandið víða óbjörgulegt. Algengt er að 13–16 manns búi í húskofa með 2 svefn- herbergjum, jafnvel allt upp í 30 manns í einu húsi. Uppflosnaðir ungir menn og unglingar hafa enga atvinnu, litla sem enga menntun og ekkert við að vera. Þeir mynda gengi þar sem ofbeldi og drykkju- skapur ráða ríkjum. Vegna þessa má nefna að af 800 börnum á einum stað þora aðeins 100 að sækja skól- ann sinn. Það vill gleymast að börnin tala oft tvö frumbyggjamál þegar þau hefja skólagöngu en öll kennsla fer fram á ensku í langflestum þorpum. Þetta gerir börnunum erfitt fyrir og þau flosna oft upp. Hjúkrunarkona af frum- byggjaættum hefur nýlega skrifað bók um reynslu sínu af kerfinu og kona sem gegnt hefur dóm- arastörfum hefur gefið út sérstaka skýrslu um áratugalangt starf sitt meðal frumbyggjanna. Reynsla sem fyrst nú sér dagsins ljós eftir ára- tuga óréttlæti og mismunun. Áfengi á stóran þátt í vandanum en samt er ekki hægt að skella allri skuldinni í þá hít. Sums staðar hef- ur áfengi einfaldlega verið bannað í þorpum og það gefist vel. Annars staðar eru foreldrar drukknir eða undir áhrifum eiturlyfja og öld- ungar ættbálksins látnir um ábyrgð barnanna. „Petrol sniffing“ er einn- ig risavaxið vandamál meðal barna og unglinga. Er nú verið að reyna að dreifa bensíni sem ekki er unnt að nota í þessu skyni í frum- byggjabyggðunum. „Menningaráhrif?“ Fjölmiðlar reyna að flækja málið með því að birta fréttir af miklum lestri klámrita og sýningu á klám- myndum í heimahúsum en þó slíkt eigi við rök að styðjast þá leiðir það aðeins athyglina frá þeirri mis- munun sem frumbyggjarnir búa við miðað við aðra íbúa álfunnar. Hin forna nýlendustefna virðist enn í gildi gegn þeim. Þeir dóu ekki út eins og til var ætlast og eru næstum tvö prósent af þjóðinni. Þessi lög sem sífellt er verið að setja og eingöngu miðast við vanda- mál frumbyggjana, virðast oft sett til höfuðs þeim. Lausnin er miklu einfaldari. Frumbyggjarnir þurfa að njóta al- gjörs jafnréttis á við aðra íbúa Ástralíu. Meðan litið er niður á þá og þeir lítils virtir á alla lund verð- ur ekki ráðin bót á daglegu lífi þeirra. Ef ekki verður leyst úr gíf- urlegum húsnæðisvanda, mennt- unarskorti og vöntun á heilsugæslu fyrir frumbyggjana verða þeir ef til vill um síðir ósýnilegir eins og ætl- ast var til hér áður fyrr. Fjármálaráðherra alríkisstjórnarinnar – Peter Costello Fyrir nokkrum vikum lagði fjár- málaráðherra fram fjárlaga- frumvarp sitt upp á 60 billjónir ástralska dollara. Þetta var ellefta fjárlagafrumvarp hans. Mikill af- gangur var og fengu flestir þjóð- félagshópar skattalækkun. Fólk var samt ekki ánægt. Það vildi pen- ingana frekar inn í menntakerfið eða heilsugæsluna, til að byggja upp barnaheimili, vegakerfi og í framkvæmdir til framtíðar miðaðar við breyttar þarfir nútímaþjóð- félags. Meðan John Howard forsætisráð- herra skrapp til Bandaríkjanna og snæddi sérstakan kvöldverð með forsetanum, sótti England og Kan- ada heim, fékk Peter Costello að gegna hlutverki forsætisráðherra. Hann gerði það með sóma – þó eru margir sem amast við glottinu sem hann beitir óspart þegar hann hefur náð í halann á einhverjum andstæð- inganna í umræðum á þinginu. Gerist nú Peter Costello óþol- inmóður í bið sinni eftir forsætis- ráðherrastólnum. Til marks um það hefur rétt nýlega komið í ljós að John Howard kvaðst á fundi árið 1994 myndi afhenda völdin í hendur Pétri að afloknum tveimur (eða einu og hálfu) kjörtímabilum. Þetta var þriggja manna fundur og staðfestir þriðji aðili (Ian McLockland) að þetta sé rétt. En John Howard kveður að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert og neitar. Má búast við að þessi deila valdi miklum óróa meðal samsteypustjórnarinnar og verður skemmtilegt að fylgjast með valdabaráttunni milli þessara tveggja manna. Annars hafa vinsældir alrík- isstjórnarinnar dalað nokkuð og má kenna hinum nýju lögum um sam- skipti atvinnurekenda og verkalýðs um. Heiður verklýðsfélaganna er í veði og ferðast fulltrúar þeirra nú um, berjast á móti lögunum og hvetja fólk til að ganga í félögin. Hefur Verkalýðsflokkurinn heitið því að nema lögin úr gildi nái hann meirihluta í næstu kosningum. Mörg mál hafa komið upp sem fara innan skamms fyrir dómstólana og verður spennandi að fylgjast með þeim. Mætti nefna að verkamönn- um er sagt upp en síðan boðið upp á endurráðningu með einkasamn- ingi sem býður upp á töluvert lægri laun og minni hlunnindi, heilli skipsáhöfn hefur verið sagt upp því ódýrara er að ráða erlenda áhöfn o.s. frv. Þá veldur það verkafólki erfiðleikum að engar atvinnuleys- isbætur eru greiddar fyrstu 8 vik- urnar eftir að fólk missir vinnuna. Mun greinahöfundur reyna að gera þessari baráttu nánari skil eftir því sem málið þróast. Til gamans má nefna skopmynd sem birtist í helgarblaði SMH 8.–9. júlí. Þar liggur hinn saklausi borg- ari undir áströlskum fána öruggur í rúmi sínu með mynd af forsætisráð- herra uppi á vegg. En undir rúminu leynast vágest- irnir: flóttamenn, hryðjuverka- menn, fulltrúi verkalýðshreyfing- arinnar og persóna frá Mið-Austurlöndum. (Byggt á hinni gömlu sögu: Þeir rauðu eru undir rúminu þínu („There are Reds under your beds“) úr kalda stríðinu.) Enginn vill atómstöð í bakgarðinum sínum Forsætisráðherra, John Howard, hefur sett í gang miklar umræður um úran sem mikið er til af hér í jörðu, sölu þess og nýtingu kjarn- orku til orkuveitu. Ian Campell um- hverfismálaráðherra er einn þeirra sem aðhyllist atómorkuna en á önd- verðum meiði er Peter Garrett þingmaður, sem ýmsir munu kann- ast við sem fyrrverandi hljómsveit- armann úr Midnight Oil. John Howard vill að fólk ræði málin og má heyra hina ýmsu aðila skegg- ræða fram og til baka í fjölmiðlum. Margir vilja halda því fram að stjórnin sé með þessu einungis að dylja að þeir hafa lítið gert til að leysa mengunarvandamálin en eins og Íslendingar vita undirrituðu Ástralir ekki Kyoto samninginn. Flestir eru þó einskorðaðir við að vera algjörlega með eða á móti kjarnorkunni. Þeir sem eru á móti hafa mestar áhyggjur af úrgang- sefnunum. Framkvæmdir til framleiðslu raf- orku með kjarnorku er afar kostn- aðarsöm en Áströlum standa marg- ar dyr opnar. Þeir geta valið úr ýmsum möguleikum svo sem sólar- eða vindorku og enn er nóg af kol- um og gasi í iðrum álfunnar. Enginn hefur fengist til að nefna staði þar sem reisa ætti kjarn- orkuver enda vill almenningur ekki búa nálægt slíkum fagnaði. Ein besta lausnin virðist vera að nota fleiri en eina leið og gera til- raunir en Ástralir hafa sýnt litla viðleitni í þá átt. Evrópubúar standa miklu framar í slíkum til- raunum. Svo vona auðvitað allir að ekki hvarfli að nágrannalöndunum að Ástralir hyggist nota kjarnorkuna til einhvers annars en raforku til heimilisnota. Atómstöð, svart leyndarmál og Úr kvikmyndinni Tíu barkarbátar sem fékk frábærar viðtökur á Cannes-hátíðinni og enginn sem hefur áhuga á sögu frumbyggjanna í Ástralíu, kvik- myndum sem segja góða sögu og eru frábrugðnar öðrum kvikmyndum, ætti að láta hana fram hjá sér fara. Sólveig Kristín Einarsdóttir FRÉTTABRÉF Sólveig Kristín Einarsdóttir skrifar frá Ástralíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.