Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR ✝ Jóhann MagnúsGuðmundsson vélvirki fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. apríl 1924. Hann andaðist á Líknardeild Landakotsspítala 30. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Kristján Guðnason sjómaður frá Suðureyri, f. 19.12. 1897, d. 4.8. 1973, og kona hans Elín Magnúsdóttir, f. 19.3. 1889, d. 22.8. 1970. Þau bjuggu á Suðureyri við Súganda- fjörð allan sinn búskap. Jóhann átti níu systkini. Þau eru: Kristín, Guðni og Fanney eru látin, eftirlifandi eru Þorvarður Stefán, Guðrún Guðríð- ur, Kristrún, Guðmunda, Kristjana Helga og Jakobína Jóhanna. Jóhann tók vélstjórapróf á Þing- eyri 1942, meistarapróf 1949 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1956. Gjösund; Geir Magnús; Björg Elísa- bet, maki Martin Hermannsen; Jó- hanna Kristín, búsett í Noregi. 2) Elín Guðmunda, myndlistamaður og kennari, f. 6.3. 1954, maki Gylfi Björgvinsson. Dóttir Elínar er Guð- rún Björg Brynjólfsdóttir, maki Sigurður Kolbeinsson, og eiga þau eina dóttur, Díönu Sól, og eru þau búsett í Danmörku. Stjúpbörn El- ínar eru Sigurbjörg Lilja, María Bó- el og Sigmundur Hjörvar. 3) Inga blómaskreytir, f. 8.7. 1956, maki Hendricus E. Bjarnason, og eiga þau fjögur börn. Þau eru: Daði, maki Ása Ingólfsdóttir, og eiga þau eina dóttur, Diljá, búsett í Kópa- vogi; Rita Björg, maki Jeroen Berg- mann; Finnur; og Sara, búsett í Hol- landi. 4) Magnús Jóhann, húsasmíðameistari, f. 14.4. 1959, maki Inga Birna Davíðsdóttir, og eiga þau þrjú börn, Hannes og El- ínu, búsett í Noregi; og Maríu og á hún eina dóttur, Kolbrúnu Kemala, búsett í Kópavogi. Fyrir átti Magn- ús eina dóttur Nínu Björgu og maki hennar er Pálmi Másson og eiga þau eina dóttur Vigdísi, búsett í Hafnafirði. Útför Jóhanns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann var vélstjóri hjá ýmsum aðilum m.a. Einari Steinþórs- syni, Björgvini Bjarnasyni, Rafveitu Ísafjarðar, Bæjarút- gerð Reykjavíkur, Gísla Árna RE 375 og á farþegaskipi frá Fredrikstad í Noregi. Hann var síðan vél- virki í Vélsmiðjunni Héðni og lét af störf- um fyrir aldursakir 1994. Hinn 24. desember 1949 kvæntist Jóhann Björgu Sig- urðardóttur, f. 14.2. 1930. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Kristjáns- son húsgagnasmíðameistari og listmálari, f. 14.2. 1897, d. 28.11. 2001, frá Miðhúsum í Garði, og Kristjana Bjarnadóttir f. 3.9. 1910, frá Hraunsmúla í Staðarsveit. Börn Jóhanns og Bjargar eru: 1) Krist- jana, hjúkrunarfræðingur og kenn- ari, f. 8.12. 1950, hún á fjögur börn, Jóhann Bernhard, maki Chatrin Það koma upp í huga mér ljóð- línur sem ég lærði. Mér hefur allt- af fundist að pabbi hafi lifað eftir þeim. Þessi texti, sem ég rifja hér upp og þýði lauslega úr norsku er eftir A. Vassbotn: Að lifa það er að elska það besta sem sál þín sér. Að lifa það er að vinna af alúð og eflast hér. Að lifa það er að finna það stærsta í lífinu. Að lifa það er að vinna að sannleika á sinni ferð. Að lifa það er að leggja allt óréttlæti og lygi í gröf. Að lifa það er eins og hafið sem speglast Guðs himni í. Pabbi var elskulegur, vinnusam- ur, réttlátur, bindindismaður. Hon- um þótti gaman að tefla dansa, spila, veiða, ferðast og synda. Hann fæddist veikburða og var strax skírður. Síðan hefur trúin verið honum styrkur í gegn um margar lífsraunir. Eins og þegar hann tíndist og villtist í þokunni, lítill strákur í sveit. Seinna þegar bandamenn skutu á fiskibátinn sem hann var á við Ísafjarðardjúp og hoppaði út af annarri hæð í brennandi húsinu þar sem hann bjó á Ísafirði. Eða þegar hann barðist við eldinn á ólgandi hafi úti sem vélstjóri í litlu vélarkompunni. Líka þegar árin brotnaði á bátn- um hans á Þingvallavatni og vind- inn lagði frá landi. Með honum voru þá maðurinn minn og synir okkar tveir. Þá báðu þeir, og þeim var bjargað af einstöku snarræði Garðars og Magnúsar. Pabbi ræktaði kartöflur alla tíð, mest meðan við krakkarnir vorum lítil og við fórum oftast öll fjöl- skyldan með. Fyrst á milli Suð- urgötu og Norræna hússins, svo fyrir ofan Ártúnsbrekku í nokkur ár, uppi í Skammadal og seinast í sumarbústaðarlandinu á Þingvöll- um. Hann krossaði yfir hverja kartöflu sem hann lagði niður og fékk ríkulega uppskeru. Allavega til að gefa með sér vinum og ætt- ingjum sem þóttu þær langbestar. Sjálfur valdi hann sér litlu kart- öflurnar fyrir okkur enda voru þær góðar. Þeir sem ekki vildu borða hýðið urðu svo frábærir að skræla. Berjaferðirnar okkar út um landið voru dásamlegar. Einu sinni voru berjaföturnar næstum því eins stórar og litli bróðir. Pabbi fór yfir holt og hæðir, ég fór stutt og passaði litla bróður, hin voru hing- að og þangað. Svo þegar öllu var safnað saman voru fleiri olíufötur fullar af krækiberjum, sem þau gerðu saft úr og allt varð blátt. Ferðirnar á Snæfellsnes undir jökul voru sérstakar. Þær enduðu með baði í Lýsuhólslaug sem er einstök heilsulind með kraftinum frá Snæfellsjökli í ofanálag. Þá sváfum við líka í tjaldi í Búða- hrauni og fengum pylsur. Stundum vorum við hjá frænku og fjölskyldu á Sandi. Stundum fyrir norðan eða vestan hjá ættingjum þar. Það var ósjaldan verið að vinna mikinn og góðan mat í eldhúsinu heima, eins og slátur sem unnið var frá grunni. Hvalrengi þegar það fékkst og síld og þetta var súrsað og saltað. Þetta var hans uppáhald með hafragrautnum á kvöldin. Pabbi sagði að þetta væri hollt og við yrðum hraust og falleg og viti menn hver varð ekki feg- urðardrottning 68 önnur en frænka okkar frá Sandi sem var í kennaraskólanum og borðaði með okkur kvöldmat einn vetur. Pabbi hjólaði á Möve reiðhjóli í vinnuna áður en hann keypti bíl. Hann vann í Héðni í 40 ár. Það var dágóður spotti frá blokkinni í Hjarðarhaga. Samt kom hann heim í hádegismat, en þá var hann búinn að vera þar frá kl. 4, 5 eða 6 um morguninn, allt eftir því hversu kalt var úti, því hann byrjaði á að kynda upp áður en hinir kæmu. Hann var vélvirki og stoltur af að vera Héðins mað- ur. Á vegum þeirra voru haldin jólaböll og þá bauð pabbi frænk- unum og frændunum sem gátu komið með börnin sín, með okkur á ógleymanleg jólaböll. Hann hjálpaði mér með reikn- ingsdæmin ef ég átti í erfiðleikum, þó hann kæmi oft seint heim en þá bara var ég þolinmóð og beið. Á föstudögum kom hann oftast heim um kvöldmat og þá með kassa aft- an á reiðhjólinu sem hann hafði verslað í hjá „Búbót“ í Héðni, og þá var handagangur í öskjunni því við krakkarnir leituðum að Siríus súkkulaði, og það skrjáfaði í bréf- inu. Svo fengum við krakkarnir út- borgað úr umslaginu og mamma fékk matarpeninga. Pabbi var eig- inlega óvenjulega hress eftir lang- an vinnudag. Hann kvartaði aldrei en fékk kvef einu sinni á ári. Hann var ekki mikið fyrir lestur en hlustaði alltaf á útvarpið og talaði við fólk, var félagsvera og lærði norskuna með því að æfa sig. Hann var farin að tala hana svo vel að Norðmennirnir sögðu með undrun „jasaa“ íslenskan er bara ekkert ólík norskunni. Tvö sumur var hann vélstjóri á Hvaler ferj- unni í afleysingum. Síðan var sá bátur friðaður, enda einn af þess- um afargömlu, sem pabbi gat gert við vélina í, aftur og aftur enda vanur vélvirki. Skemmtilegur tími það, hér hjá fjölskyldunni minni. Pabbi var svo góður, glaður og hjálplegur alla tíð, með mömmu sér við hlið. Og eftir að veikindin fóru að herja á hann fyrir rúmum tveimur árum, var hún honum sannkölluð hjúkrunarkona nótt sem dag alla daga með elsku sinni og umhyggju. Guð blessi þig, elsku mamma, og minningu þína, elsku pabbi minn. Kristjana Jóhannsdóttir. Með kveðju frá fjölskyldunni í Noregi Kristjana Jóhannsdóttir. Minn ástkæri faðir hefur nú fengið hvíldina eftir löng veikindi. Á slíkri stund leita minningar á hugann. Efst er mér þó í huga þakklæti fyrir frábært föðurhlut- verk. Nú kveðjustund er komin, elsku pabbi minn. Á kinnum mínum glitra tár er strýk ég vanga þinn því minningarnar streyma frá löngu liðnum árum er litla stúlku leiddir þú framhjá lífsins bárum. Í huga mér og hjarta ég ávallt dái þig þó höndin þín sé kólnuð sem áður leiddi mig. Ég bið að vel þér líði á Drottins dýrðar slóð. Djúpa þökk ég sendi þér frá minni hjartaglóð. (Gylfi Björgvinsson) Elín G. og fjölskylda. Fyrir nokkrum vikum heyrði ég síðast í Jóhanni, eða Jóa eins og hann var oftast kallaður, og heyrði ég vel á honum að hann vissi hvert stefndi. Við kynntumst fyrir 32 ár- um þegar ég, þá nemandi í Versló, var að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans Elínu. Ekki lán- aðist samband okkar en við eign- uðumst þó dótturina Guðrúnu Björgu sem nú syrgir afa sinn. Jói var alltaf hreinn og beinn. Kom til dyranna eins og hann var klæddur. Alþýðuflokksmaður í húð og hár. Óréttlæti hugnaðist honum ekki. Hann skildi ekki þann launa- mun sem var manna á milli, hvað þá græðgina, sem nú tíðkast í of- urlaunum. Jói taldi ekki eftir sér að stunda sína vinnu í 80 tíma á viku ef því var að skipta. Ef ein- hver þurfti smá aðstoð þá var því bætt við vinnuvikuna. Aldrei heyrði ég hann nota orðin þreyttur eða slappur eins og nú heyrist svo oft. Jói ræktaði sínar kartöflur og hafði sérstakar geymslur fyrir þær á Hjarðarhaganum. Það var alltaf sérstök tilfinning að borða með Jóa og Björgu. Allt vel útilátið. Slátur og hafragrautur var hans uppáhald og læri í ofni. Hann kom sér upp þaki yfir höfuðið á þeim tímum þegar 90% lán voru ekki til. Var stoltur af sínu fólki og alltaf til staðar ef aðstoðar var þörf. Jói stundaði sund af miklu kappi í Vesturbæjarlauginni og fór tvisv- ar á dag á tímabili. Fékk skömm í hattinn frá vinnuveitendum fyrir vikið. Það var fyrir tíma Glitn- ishlaupa og íþrótta fyrir alla. Þingvellir áttu stóran sess í hans stóra hjarta. Og fiskinn var hann með afbrigðum. Vildi helst stóra urriða. Vissi alltaf hvar þeir földu sig þeir stóru. Síðustu árin fóru Jói og Björg margar góðar ferðir til Kanaríeyja og Noregs. Þar stundaði Jói sólböð af kappi og kom endurnærður til baka. Ég sendi öllum aðstandendum hans samúðarkveðjur. Brynjólfur Guðjónsson, Guangzhou í Kína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku tengdapabbi, með þessum orðum kveð ég þig. Inga Birna Davíðsdóttir. Elsku afi minn, það eru svo margar fallegar minningar sem við höfum átt saman. Í barnæsku var ég mikið hjá ömmu og afa. Ég man eftir öllum sundferðum okkar. Við fórum alltaf í sund um leið og þú varst búinn í vinnunni. Þá komstu heim og náðir í okkur á rauða fal- lega bílnum þínum sem var ávallt vel bónaður. Við fórum annað hvort í Seltjarnarnes- eða Vest- urbæjarlaugina. Ég man svo vel eftir þessum sundferðum og hvað þú þekktir marga í sundinu enda varstu alltaf mjög félagslyndur, þú syntir alltaf 500m í lauginni og ég og amma með þér. Ég varð mjög fljótt flugsynd því að þú varst svo góður að fara með mig í sund og kenna mér að meta góða sundferð sem ég nýt í dag. Ég á svo margar góðar minningar frá þessum ferð- um. Aldrei mun ég gleyma hve nota- legt það var að fá að gista hjá ykk- ur ömmu á Hjarðarhaga. Það var alveg sama hvað mikið var að gera hjá þér, alltaf áttir þú til tíma fyrir mig. Þú varst alltaf svo góður við mig þegar ég svaf hjá ykkur, þú sýndir mér alltaf kærleik og góð- vild. Í þau 25 ár sem ég hef lifað hef ég nánast alltaf verið á aðfanga- dagskvöld og jóladag heima hjá ömmu og afa. Við fórum alltaf í Neskirkju í messu á aðfangadag og svo komum við heim og borðuðum hangikjöt með beini og svo opn- uðum við pakkana. Þú varst alltaf svo kærleiksríkur og mér leið allt- af svo vel á jólunum með þér. Það var alltaf þessi fallega festa sem þú hafðir alla tíð í kringum þig sem mér þótti svo vænt um og met enn þann dag í dag svo mikils. Þar sáðir þú fræjum sem lifa með mér alla tíð. Ég á eftir að sakna þess að þú verðir ekki með okkur næstu jól. Það var alltaf jafnnotalegt að koma heim á Hjarðarhagann, fólk var alltaf velkomið. Allaf áttir þú eitthvað gott með kaffinu, það klikkaði aldrei enda gerðir þú góð- ar kökur og brauð. Þú varst svo myndarlegur að baka og þú varst alltaf að prófa nýjar uppskriftir og ég fékk að smakka. Enda varstu kokkur á Hesser í gamla daga og notaðir óspart þann frasa. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú sást ætíð björtu hliðarnar á öllum málum og vildir þínu samferðafólki vel. Þú spurðir og hlustaðir, sýndir mér áhuga og virðingu sem per- sónu, sama hvort ég var 12 eða 25 ára. Þú varst alltaf fullur áhuga á því sem ég var að gera og spurðir mig spjörunum úr og gafst mér ráðleggingar og hvattir mig áfram. Þú varst ekki feiminn við að segja hversu stoltur þú varst af mér. Þú sagðir það oft við mig og mér þótti svo vænt um það. Eftir stendur falleg og björt minning um heil- steyptan mann sem gaf mikið af sér. Minning um góðan mann sem mun lifa með okkur öllum. Á kveðjustund er ég þakklát fyr- ir allar samverustundirnar með afa. Þær hafa gefið mér heilbrigt lífsviðhorf og verið mér skóli sem ég hef oft leitað í. Þú varst alltaf svo reglusamur, drakkst aldrei eða reyktir. Svo fórstu í sund allavega einu sinni á dag. Þú passaðir vel upp á heilsuna og að borða ekki of mikið og stundaðir líkamsrækt. Garðurinn umhverfis sumarbú- staðinn á Þingvöllum var afa yndi og tómstundagaman. Þessi garður var annálaður fyrir fegurð enda fékk afi allt til að vaxa og dafna. Þú varst alltaf að fara með græð- linga til Þingvalla og setja þá nið- ur. Svalirnar þínar á Hjarðarhaga voru fullar af blómum og trjám sem þú varst að hugsa um áður en þú fórst með þá austur. Ég vil þakka þér, afi, fyrir það veganesti sem þú hefur fært mér í gegnum árin. Með söknuði kveðj- um við þig í hinsta sinn. Minningu þína munum við halda í heiðri um ókomin ár, elsku afi. Takk fyrir öll árin sem við fengum að hafa þig. Þitt afabarn Guðrún Björg Brynjólfsdóttir. Það er svo óraunverulegt að sitja hérna núna og skrifa minn- ingargrein. Alls konar góðar minn- ingar rifjast upp fyrir okkur og við varla trúum því að þær verði ekki fleiri. Þú barðist hetjulega, það eitt er víst. En það er víst þannig að þegar kallið okkar kemur, verðum við öll að lúta því. Þú varst góð fyrirmynd og árin sem við áttum saman voru yndisleg. Það er svo skrýtið að vera núna á Þingvöllum. Allar myndirnar af þér og ykkur ömmu uppi á vegg og peysan þín hangir enn þá á herðatré í her- berginu ykkar ömmu. Okkur finnst eins og hún sé að bíða eftir að þú gangir inn, farir í hana, klórir þér í hausnum og spyrjir af hverju allir séu svona hissa. En það gerist víst ekki. Það er erfitt, en við getum ekki annað en verið sátt því þú hefur loksins fengið frið og skilur eftir þig svo margar fallegar minn- ingar. Okkur fannst orð prestsins í gær svo falleg. Hann sagði okkur að fara út í sumarið með bros á vör, full af fallegum minningum um þig, og lifa lífi okkar þannig að við komum til með að fá eins fal- lega athöfn og mætingu frá fólki sem við elskum og elskar okkur, þegar okkar kall kemur. Elsku afi, þetta var svo fallegur hópur í gær heima hjá ömmu. Við gátum grátið saman, hlegið saman og skipst á minningum. Það er ljúft að vera hluti af fjölskyldu sem stendur saman í gegnum allt. Hún væri ekki til nema fyrir þig og ömmu. Það var svolítið skrýtið að þú sætir ekki í stólnum þínum eins og vanalega, en gaman var að sjá barnabarnabörnin fjögur sitja þar fyrir þína hönd. Elsku afi, við elskum þig og gleymum þér aldrei og vonum að það fari vel um þig núna á góðum stað, þar sem allir eru heilbrigðir og öllum líður vel. Elsku amma, þú hefur staðið þig eins og sönn hetja. Við tökum þig til fyrirmyndar í öllu því sem þú gerir. Við biðjum Guð og englana hans um að passa þig, og láta þér líða vel. Þú átt það skilið. María, Hannes, Elín og Nína Björg. JÓHANN MAGNÚS GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.