Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 31 MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, VILBORG ÓLAFSDÓTTIR, Sléttuvegi 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 8. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun. Kristrún Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Jónas Lúðvíksson, Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Einarsson, Ólafur H. Jónsson, Guðrún Árnadóttir, Jón Pétur Jónsson, Jónína Rútsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN INDRIÐADÓTTIR, Hringbraut 50, áður Skúlagötu 40, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 29. júlí. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. ágúst, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum veittan stuðning og samúð. Indriði Th. Ólafsson, Silvía Rossel, Ragnhildur Kr. Ólafsdóttir, Ægir Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Vilborg Ólafs-dóttir fæddist á Skólavörðustíg 20A í Reykjavík 27. október 1919. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Krist- inn Teitsson sjó- maður, f. 1891, d. 1974, og Vilborg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 1892, d. 1983. Systkini Vil- borgar eru: Ingibjörg, kaupkona, f. 1915, d. 2006; Gróa, húsmóðir, f. 1916; Ólafur Kristinn, sjómað- ur, f. 1918, d. 1938; Hlöðver, sjó- maður, f. 1921, d. 1944; Haf- steinn, sjómaður, f. 1923; og Eggert, prófastur, f. 1926, d. 1969. Vilborg giftist Jóni Pétri Andr- éssyni, f. 10.10. 1919. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristrún Ólöf, húsmóðir, f. 1943, maki Magnús Hjaltested bóndi, f. 1941, d. 1999. Börn þeirra: Þorsteinn, f. 1960, Vilborg Björk, f. 1962, Marteinn Þórarinn, f. 1964, Sigurður Krist- ján, f. 1972. 2) Valgerður, svæf- ingahjúkrunarfræð- ingur, f. 1945, maki Jónas Lúðvíksson, f. 1950. Börn þeirra: Lúðvík, f. 1974, og Hrannar, f. 1978. 3) Bryndís, myndlist- armaður, f. 1947, maki Guðjón Ein- arsson ritstjóri, f. 1946. Börn þeirra: María Rán, f. 1975, Margrét Sara, f. 1978, og Vilborg Ása, f. 1981. 4) Ólaf- ur H., fram- kvæmdastjóri, f. 1949, maki Guð- rún Árnadóttir sálfræðingur, f. 1950. Börn þeirra: Kristín, f. 1972. og Arnar, f. 1978. 5) Jón Pétur, framkvæmdastjóri, f. 1953, maki Jónína Rútsdóttir bókari, f. 1955. Börn þeirra: Inga Rut, f. 1976, María Vilborg, f. 1980, og Snorri Ólafur, f.1985. Vilborg útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík 1935. Hún starfaði alla sína ævi sem hús- móðir. Afkomendur hennar eru í dag að nálgast fimmta tuginn. Útför Vilborgar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á einum fallegasta degi sumarsins kvaddi tengdamóðir okkar, Vilborg Ólafsdóttir. Vilborg fæddist fyrir tæpum 87 árum á Skólavörðustíg 20A í Reykjavík. Fyrstu kynni okkar af Vilborgu voru á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar, þegar við kynntumst sonum hennar og Jóns Péturs Andréssonar, þeim Ólafi og Jóni Pétri, eiginmönnum okkar. Ef lýsa ætti Vilborgu í fáeinum orðum, ættu orð eins og sterkur per- sónuleiki, stór sál, höfðingi, þolin- mæði, dugnaður, þrautseigja, um- hyggja, útsjónarsemi, gjafmildi og glæsileiki vel við. Börnin hennar og fjölskyldan öll voru Vilborgu allt og sambandið þeirra á milli sérlega kærleiksríkt. Hún var stolt af sínu fólki og hvatti þau til náms og góðra verka með sínu einstaka jákvæða hugarfari. Við tengdadæturnar höf- um líka heyrt ófáar sögurnar af heimsóknum vina og vandamanna til Vilborgar í gegnum tíðina, fólki sem leitaði ráða, fékk styrk og einnig tækifæri til að njóta stundarinnar með henni og dást að fallegum hann- yrðum hennar. Allt sem Vilborg gerði gerði hún af vandvirkni og virðingu. Það var sama hvort í hlut áttu samskipti hennar við aðra, hannyrðir, hússtörf eða íslenskt mál. Handverk hennar liggja víða hjá fjölskyldu og vinum. Einna frægastir eru fallegu ung- barnasokkarnir hennar sem hún prjónaði í tugatali fyrir öll nýfæddu börnin í kringum hana. Að ógleymd- um öllum dúkunum, serviettunum, húfunum, páska- og jólaskrautinu og mörgu öðru sem hún gerði. Allt var þetta gert af einstakri vandvirkni og smekkvísi. Vilborg fylgdist vel með því nýjasta í tískunni og var fljót að taka eftir því þegar einhver kom í heimsókn í nýjum fötum eða með nýjan háralit. Við tengdadæturnar þáðum ófá húsráð frá Vilborgu. Hennar húsráð einkenndust af ein- földum og umfram allt umhverfis- vænum aðferðum. Enda var Vilborg um margt langt á undan sinni sam- tíð, til dæmis hvað varðar holla og næringarríka fæðu, sem hún gaf ávallt börnum sínum. Vilborg bar mikla virðingu fyrir íslenskri tungu og hafði góða málvit- und. Hún mátti ekki heyra minnst á að konur væru óléttar, ófrískar eða vanfærar þegar þær voru barnshaf- andi. Hún átti einnig erfitt með að umbera uppnefni á fólki eða stytt- ingu eiginnafna. Sjálf var hún oft kölluð Bodda. Á síðari árum bað hún okkur vinsamlega um að taka upp skírnarnafn sitt. Þessa ósk hennar reyndum við af fremsta megni að uppfylla, en gleymdum okkur stund- um, skömmuðumst okkar og flýttum okkur að leiðrétta. Eitt dæmi um virðingu hennar fyrir nöfnum fólks, var þegar önnur okkar kom í heim- sókn til hennar með sonarson sinn, Ólaf Árna, á líknardeild Landakots- spítala, þar sem Vilborg dvaldi síð- ustu tvö ár ævi sinnar. Við vorum að kveðja hana og sagði amman við son- arsoninn: ,,Jæja, Óli minn, nú skul- um við kveðja langömmu.“ Þá horfði Vilborg á ömmuna og sagði ákveðin: ,,Þessum dreng voru gefin tvö falleg nöfn, hvers vegna notar þú þau ekki?“ Þetta var mjög góð áminning og henni mun amman seint gleyma. Vilborg var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir og lét í sér heyra ef henni var misboðið á einhvern hátt og hún lét ekki sitt eft- ir liggja til að ná sínu fram þegar á þurfti að halda. En alltaf gerði Vil- borg þetta án nokkurs yfirgangs og með virðingu fyrir þeim sem hún átti samskipti við. Vilborg var einstaklega glæsileg kona og tignarleg með sína fallegu framkomu. Hún þurfti að gera lítið til að líta út eins og drottning, til dæmis nægði aðeins varalitur eða bleikur klútur og voru fáir sem kom- ust með tærnar þar sem hún var með hælana í þeim efnum. Vilborg þurfti að nota hjólastól stóran hluta ævinnar til að komast ferða sinna. Hún hafði einstakt lag á að tileinka sér ýmsar nýjungar sem hún þurfti að nota í daglegu lífi, margvíslega tækni sem unga fólkinu í dag er tamara að nota en þeim sem eldri eru. Hún var fljót að læra á raf- knúnu stólana sína, ýmsar fjarstýr- ingar, nýja síma og önnur tæki. Vilborg leysti öll sín verkefni af aðdáunarverðum styrk. Hún þurfti að takast á við stærri verkefni en flestir aðrir hafa þurft að gera á lífs- leiðinni, mörg hver mjög erfið, og það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún sigraði hvert þeirra með æðruleysi, miklum krafti og lífsvilja. Það vottaði aldrei fyrir neinni taugaveiklun eða sjálfsvor- kunn, þau orð voru ekki til í orðabók hennar. Vegna veikinda þurfti Vilborg stundum að draga sig í hlé og safna orku, en kom síðan aftur tilbúin til að gefa af sér og gleðjast með öðrum eins og henni einni var lagið. Ef ein- hver hefði átt skilið orðu fyrir allt það sem hún sigraðist á í lífinu, var það tengdamóðir okkar, og það margar. Fyrir hönd fjölskyldunnar viljum við þakka kærlega öllu því góða fólki sem aðstoðaði Vilborgu í gegnum ár- in. Einn hópur er okkur þó efstur í huga þessa stundina, kannski vegna þess hversu nálægur hann er í tíma, en það er starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala. Þetta fólk annað- ist Vilborgu af þvílíkri nærgætni og alúð að unun var að fylgjast með. Hún þurfti mikla umönnun síðustu árin og virðingin sem þau sýndu henni var aðdáunarverð. Þetta fólk skynjaði líka hversu stóra sál hún hafði að geyma og naut þess að vera með henni. Mörgum þótti óendanlega vænt um þessa stóru konu og margir munu sakna hennar. Það gerum við líka. Takk fyrir allar stundirnar og allt sem þú kenndir okkur, elsku Vil- borg. Hvíl í friði. Þínar tengdadætur, Guðrún og Jóna. Elsku amma mín. Það er sárt að sjá þig yfirgefa þennan heim. Samt svo gott að vita að þú ert ennþá hjá okkur – í anda. Og í minningum okk- ar. Ég á eftir að sakna svo mikið stóra og mjúka faðmsins þíns og hlýju handanna sem var svo gott að halda í við hvert tækifæri. Þann kraftmikla styrk sem þú barst alltaf með þér hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í mínu lífi, þó að langt sé í land að ég öðlist hann í sama mæli og þú. Það var eins og ekkert kæmi þér á óvart, eins og þú byggir yfir eins konar yfirnátt- úrulegri visku sem ekki allir hafa að- gang að. Oft ef maður kom til þín og leitaði ráða þá var það ávallt mikill léttir þegar þú rólega sannfærðir mig um að allt myndi fara vel. Ein- hvern veginn vissir þú alltaf betur þó að þú bærir það sjaldan á borð. Ég er ævinlega þakklát fyrir okk- ar samverustundir hvort sem þær voru á Vatnsenda, Sléttuvegi eða Landakoti. Áhugi þinn á hvers kyns prjónavinnu og fatahönnun varð til þess að ég átti það til að klæða mig upp þegar ég kom í heimsókn til að gleðja þig og ýta undir skemmtilegar og fróðlegar umræður um ýmiss konar mynstur, liti og þróun í text- ílgerð nútímans. Þú þreyttist aldrei á að grannskoða það sem ég var í hverju sinni og komst með hug- myndir um hvernig útfærslu þú hefðir viljað sjá. Sem dæmi um þína góðu nærveru þá þótti mér svo innilega vænt um þegar Daníel, ekki orðinn eins árs, skreið alltaf upp í faðm þinn á sjúkrahúsinu með bros á vör og lagði höfuð sitt á bringuna þína. Fyrir mér var það merki um þína sterku út- geislun og ómetanlegt að Daníel hafi fengið að eyða stundum með þér þrátt fyrir 85 ára aldursmun. Að lokum vil ég nefna hvað þú varst innilega ánægð og þakklát fyr- ir allan þá aðhlynningu, stuðning og hlýju frá konunum á líknardeild Landakotsspítala. Mér leið betur að vita af þér í svona góðum höndum síðustu tvö æviár þín og þrátt fyrir tíðar heimsóknir allra afkomenda, sem eru komnir á fimmta tuginn, þá var gott að vita af svona yndislegri hjálp. Hún er ekki sjálfgefin. Mínar mestu þakkir til þeirra og ég veit ég ber líka kveðju þína. Ég veit af þér hjá mér, elsku amma. Megir þú hvíla í friði í hönd- um guðs og engla. Að eilífu þín, Kristín. VILBORG ÓLAFSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Vogatungu 28, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi fimmtudagsins 3. ágúst. G. Ríkey Einarsdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, Sigurgeir Höskuldsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Pétur Yngvi Yamagata, Halla Magnúsdóttir, Hlífar S. Rúnarsson, Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. Faðir okkar, HREINN H. NIELSEN, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. ágúst kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Garðar Hreinsson, Ellert Hreinsson, Karl Hreinsson. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. DÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Dóra Sigurjóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 1. október 1956. Hún lést á heimili sínu á Einivöllum 7 í Hafn- arfirði hinn 19. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 26. júlí. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða, og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hvíl þú í friði. Ástvinum Dóru sendum við samúðar- kveðjur. Úlfar, Guðfinna og synir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.