Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BLÓÐSTRÍÐIÐ
ER HAFIÐ!
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
eeee
P.B.B. DV
VELKOMIN TIL SILENT HILL.
VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR!
S.U.S XFM 91.9
Það hefur ekki verið svikari
í leyniþjónustunni í 141 ár...
þangað til núna!
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára
The Sentinel LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
Over the Hedge m.ensku tali kl. 3, 5 og 8
Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3 og 5
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
Click kl. 10 B.i. 10 ára
Rauðhetta m.ísl.tali kl. 3
The Sentinel kl. 6, 8 og 10 B.i. 14.ára.
Stormbreaker kl. 8.
Silent Hill kl. 10 SÍÐUSTU SÝN. B.i. 16.ára.
Stick It kl. 6 SÍÐUSTU SÝN.
Mögnuð
spennum
ynd
í anda „2
4“
eeee
„Einfaldlega frábær spennu-
mynd með toppleikurum“
K.M. - Sena
HVERSDAGSLEG stund undir hundrað
metra háum hamraveggnum innst í Ásbyrgi er
yndisleg í góðu veðri. En þegar tvö stórbrotin
náttúrufyrirbæri – Ásbyrgi og Sigur Rós –
verða eitt um stund getur útkoman ekki orðið
annað en ógleymanleg; allt að því ólýsanleg.
Föstudagskvöldið síðasta viðraði vel til tón-
listarlegra loftárása í náttúruperlunni í Keldu-
hverfi þó svo hann mígrigndi skammt vestar á
Tjörnesinu nokkru áður. Um 20 stiga hiti var í
byrginu um kvöldmatarleytið.
Áður en rökkva tók drógu krakkar rauða
flugdreka á loft eða léku sér í fótbolta í góða
veðrinu og ekki bærðist hár á höfði þegar Sig-
ur Rós hóf leik um klukkan hálf tíu.
Talið er að um fjögur þúsund manns hafi
verið saman komnir til þess að hlýða á meist-
arana í þessari mögnuðustu hljómsveit sam-
tímans hérlendis og þótt víðar væri leitað.
Í forrétt hafði verið boðið upp á þriggja
stundarfjórðunga göngutúr frá tjaldstæðinu
yst í byrginu og sama leið á tveimur jafn-
fljótum til baka var svo í eftirrétt laust eftir
miðnætti.
Aðalrétturinn var framborinn undir hamra-
veggnum, í landsins besta tónlistarsal ef að lík-
um lætur. Sal sem kostaði ekki krónu! Og því-
líkar kræsingar; fimm stjörnur fyrir hráefni,
matreiðslu og þjónustu. Ein að auki fyrir „sal-
inn“ og sú sjöunda fyrir veðrið! Fullkomin
kvöldstund.
Þetta voru síðustu tónleikar Sigur Rósar á
rúmlega eins árs löngu ferðalagi um gjörvalla
heimsbyggðina, en þreyta var ekki merkjan-
leg. Tónlistarmennirnir virtust njóta stund-
arinnar eins og þeir sem utan sviðsins stóðu.
Lög af Ágætis byrjun, ( ) og Takk hljómuðu í
rúmar tvær klukkustundir. Einhvers konar
friðar- og sælutilfinning hríslaðist um áhorf-
andann. Ég hugsaði með mér: Hvernig er eig-
inlega hægt að búa til svona fallega músík? Ár-
um saman smíða erlendir starfsbræður
strákanna tónlist sem mér finnst öll hafa
heyrst áður, en svo verður þessi dásemd til hér
heima.
Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dag-
ur, syngur Jónsi í laginu „Viðrar vel til loft-
árása“. Það var samið vegna stríðsins á
Balkanskaga og á jafnvel við í dag og þá; al-
menningur í Líbanon og Ísrael ætti a.m.k. að
geta tekið undir það.
Þarna er kannski fundin íslensk friðar-
gæslusveit? Friðargæsluhljómsveit! Sendum
Sigur Rós suður að botni Miðjarðarhafs og eft-
ir tvö, þrjú lög dettur ekki nokkrum manni í
hug að sprengja frekar.
Takk. Þetta var Ágætis endir.
Ágætis endir
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sæll er sá byrjandi sem færað kynnast íslenskumóbyggðum í góðum hönd-um þrautreyndra leið-
sögumanna og
úrvals ferða-
félaga. Og hann
verður ekki
samur eftir
fyrstu ferð.
Fyrir
skemmstu var
fjallað í Tímariti
Morgunblaðsins
um þátt leið-
sögumannanna Óskar Vilhjálms-
dóttur myndlistarmanns og Ástu
Arnardóttur leikkonu í því að opna
öræfin norðaustur af Vatnajökli
fyrir gangandi ferðalöngum. Nú er
byrjandinn sem þetta skrifar komin
í hóp forréttindafólksins sem hefur
farið í slíka ferð, og ómetanlegt efni
hefur bæst í reynslubankahólfin.
Áhrifin af landinu, náttúrunni í
blíðu og stríðu, nýr lærdómur um
góð og gleðileg mannleg samskipti
og nýr lærdómur um sjálfan sig.
Fyrir byrjandann er svonaferð tilraunastarfsemi.Til dæmis: hvað geturhann gengið langt? Og
svarið fæst ekki nema með því að
prófa. En í minni ferð, sem Ósk
stjórnaði, fékk hver að ganga á sín-
um hraða. Margrét Blöndal, mynd-
listarkona og leiðsögumaður, gætti
þess að hinir síðustu drægjust ekki
endanlega afturúr. Öll var farar-
stjórnin mjúk og áreynslulaus,
jafnvel þegar tjaldað var við illan
leik undir Snæfelli í slagviðri, og
eldhústjald næstum fokið. Þar drifu
Hanna og Rósa upp veislumat á
mettíma, og haldið var uppi stemn-
ingu í samkomutjaldinu með
suðrænum söngvum á borð við
Tondeleyjó undir nokkurri ágjöf.
Þetta er þurrasta svæði landsins,
en við vorum samt minnt á hvað
rigningin getur verið blaut.
Kringilsárrani er eitt þeirra
dýrðarsvæða sem gengið var um,
eftir salibunu í kláfferjunni sem
Guðmundur bóndi á Vaði í Skriðdal
kom fyrir. Mig rámaði í að Kringils-
árrani væru friðlýstur og því kom
ég af fjöllum þegar ég heyrði að
einn fjórði svæðisins fer undir
væntanlegt Hálslón. „Já, en er
þetta ekki friðlýst?“ spurði ég,
„hvernig er það hægt?“ En það var
þá hægt með því að „affriðlýsa“
einn fjórða svæðisins, eins og Siv
Friðleifsdóttir þáverandi umhverf-
isráðherra gerði, og það reyndar
þann hluta sem talinn er hafa
mesta verndargildið. Yfir þessu
mátti klóra sér mikið í hausnum, og
það voru hæg heimatök því ekki var
húfuveður þann daginn. Er það í
samræmi við hugsunina á bak við
friðlýsingu að hún sé til einnar næt-
ur? Leyfa alþjóðareglur og lög um
friðlýsingu lands að svona sé farið
að? Eða birtist hér skýrast landlæg
moðhugsun íslenskra ráðamanna
um náttúruna, að það sé hægt að
vernda hana með vinstri hönd og
eyðileggja hana með þeirri hægri?
Ástæða er til að hvetja alla sem
vettlingi geta valdið til þess að
skoða hina fjölbreyttu og óviðjafn-
anlegu náttúru sem á að fara undir
Hálslón (sem er á stærð við
Reykjavík) í bak og fyrir, og drífa
sig strax, því samkvæmt fram-
kvæmdaáætlun eru nú síðustu for-
vöð.
Þessi dýrðarnáttúra er ekki að-
eins stórkostleg fyrir augað og ein-
stök, heldur er hún voldug og ill-
beislanleg enda reynist hún
virkjunarmönnum óþægur ljár í
þúfu. Til dæmis mátti ekki miklu
muna 2004 að Jökla skolaði bráða-
birgðastíflunni við Kárahnjúka
burt, og þurfti ekki annað til en
nokkra heita ágústdaga.
Þá vill svo illa til að vettvangur
stærstu framkvæmdar Íslandssög-
unnar er mjög sprunginn og mis-
genginn. Jafnvel auga gangandi
leikmanns nemur stórkarlaleg
brotin, til að mynda við Sauðárfoss.
Ástæða hefði verið til að kortleggja
sprungur vandlega áður en ákvörð-
un var tekin um Kárahnjúkavirkj-
un, en það var ekki fyrr en árið
2005 sem ítarlegt sprungukort var
gert, þegar hin risavaxna ríkis-
tryggða framkvæmd var komin
langleiðina. Veldur verklag þetta
óneitanlega furðu. Sprungukortið
er ekki uppörvandi plagg og það
vekur að nýju spurningar um ör-
yggi Kárahnjúkastíflu og Desj-
arárstíflu, en undir þeim eru
sprungur sem teljast virkar, þar
sem þær hafa hreyfst á síðustu 10
þúsund árum. Ekki skal efast um
ágæti mannvirkjanna sem slíkra,
en það er sama hvað stíflan er góð
ef sprungur makka ekki rétt, hvað
þá hinn framhleypni Brúarjökull
sem lengist um átta kílómetra ef
honum liggur á, og úr verður ham-
farahlaup í Jöklu. En afleiðing af
stíflurofi yrði í versta falli sú að
Jökuldalur legðist í eyði.
Það er því sanngjörn ogeðlileg krafa að sérfræð-ingur óháður virkjunar-aðilanum, Landsvirkjun,
rýni með meiru í hið síðbúna
sprungukort og kynni sér nýjar og
mikilvægar upplýsingar sem fram
hafa komið á virkjunartímanum.
Það er skylda stjórnmálamanna að
kalla eftir óháðu áliti á áhættunni
sem því fylgir að hleypa vatni á
Hálslón. Stjórnmálamaður sem
eitthvað er spunnið í þarf að vera
fljótur að átta sig eftir nýjum upp-
lýsingum, að hlusta á sérfræðinga
sem eru virtir og óháðir, að hafa
sveigjanleika og þor til þess að end-
urskoða ákvarðanir ef nauðsynlegt
er – þess þá heldur ef þær varða
heill og öryggi þegnanna í bók-
staflegri merkingu.
Öræfaferð byrjandans
Morgunblaðið/RAX
Neðsti hluti Kringilsárrana sem fer undir Hálslón.
Eftir Steinunni Sigurðardóttur