Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 41
DAGBÓK
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá á Hin-segin dögum í Reykjavík dagana 9. til 13.ágúst. Meðal viðburða er bókmennta-ganga á vegum Borgarbókasafnsins þar
sem hinsegin bókmenntum verða gerð sérstök skil.
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur er leið-
sögumaður í göngunni ásamt Felix Bergssyni:
„Borgarbókasafnið hefur staðið fyrir bókmennta-
göngum í þrjú ár og hafa þær gert mikla lukku,“
segir Úlfhildur. „Göngurnar eru hluti af kvöldgöng-
um úr Kvosinni sem allar menningarstofnanir borg-
arinnar standa fyrir, og þar sem komið var að Borg-
arbókasafninu í hátíðarviku Hinsegin daga þótti
okkur tilvalið að helga gönguna hinsegin bók-
menntum.“
Úlfhildur hefur, ásamt kollegum sínum Kristínu
Viðarsdóttur og Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, und-
irbúið efni göngunnar: „Með góðri aðstoð frá Þor-
valdi Kristinssyni og Rögnu Guðmundsdóttur, sem
bæði eru ákaflega vel að sér um hinsegin bók-
menntir, höfum við sett saman dagskrá fyrir göng-
una,“ segir Úlfhildur. „Við lögðum á það áherslu að
einblína ekki eingöngu á hinsegin höfunda, heldur
skoða einnig hvernig hommar, lesbíur og tvíkyn-
hneigðir eru túlkaðir út frá sjónarhóli gagnkyn-
hneigðra í bókmenntum. Meðal höfunda sem ekki
ættu að koma gestum í göngunni á óvart eru t.d.
Kristín Ómarsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, og Guð-
bergur Bergsson, sem hafa öll skrifað á mjög op-
inskáan hátt um samkynhneigð. En við fjöllum líka
um minna augljósa texta um samkynhneigð og
hlakka ég til að heyra Felix Bergsson lesa upp úr
völdum verkum við ýmis kennileiti í miðborginni.“
Úlfhildur vill ekki ljóstra of miklu upp um dag-
skrá göngunnar fyrirfram, en segir að um auðugan
garð sé að gresja í íslenskum bókmenntum og hæg-
lega hefði mátt hafa gönguna tvöfalt lengri: „Þetta
verður fjarri því tæmandi úttekt, enda er það ekki
ætlunin. Markmið bókmenntagangna Borg-
arbókasafnsins er að fjalla um borgina sem svið
bókmennta, og um leið birta göngufólki borgina á
nýjan hátt. Við ætlum að gefa innsýn í borgina sem
svið hinsegin bókmennta en óhætt er að segja að
höfundar sem hafa fjallað um hinsegin mál í bókum
sínum hafi verið gífurlega áhrifamiklir í íslenskum
bókmenntum,“ segir Úlfhildur. „Á undanförnum ár-
um hefur orðið til ný fræðigrein, hinsegin fræði,
sem tekur meðal annars til bókmennta og kannar
hvernig heimsmynd, nálgun á viðfangsefni og per-
sónur er oft gerólík öðrum bókmenntum. Það sem
hefur heillað mig sérstaklega við þennan kima bók-
menntanna er upplausn markalína samfélagsins:
Mörk kynja og kynhlutverka bjagast og það los sem
verður smitast yfir á önnur svið. Þannig verður oft
einhver umsláttur tungumálinu sem getur verið of-
boðslega hrífandi.“ Þátttaka í göngunni er ókeypis
og öllum heimil. Gengið verður frá Grófarhúsi
fimmtudaginn 10. ágúst og hefst gangan kl. 20.
Söfn | Borgarbókasafnið býður til göngu um miðborgina í hátíðarviku Hinsegin daga
Hinsegin bókmenntaganga
Úlfhildur Dagsdóttir
fæddist í Reykjavík 1968.
Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við
Sund 1988, BA-prófi í al-
mennri bókmenntafræði
frá HÍ 1991 og meist-
araprófi frá sama skóla
árið 2001. Úlfhildur var
stundakennari við HÍ frá
1996 til 2002 og við
Listaháskóla Íslands frá 2002 til 2006. Hún
hefur frá árinu 2000 starfað sem bókmennta-
fræðingur við Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Úlfhildur er einnig sjálfstætt starfandi fræði-
maður hjá ReykjavíkurAkademíunni.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
Fornar slóðir.
Norður
♠K752
♥Á1073
♦Á3
♣ÁG5
Vestur Austur
♠109863 ♠G
♥86 ♥KG2
♦10872 ♦KDG4
♣D8 ♣109654
Suður
♠ÁD4
♥D954
♦965
♣K92
Gylfi Baldursson þekkir vel til í kan-
adíska bridsheiminum, enda bjó hann í
landinu um árabil, spilaði mikið og rit-
stýrði bridsfréttabréfi. Gylfi skrapp
vestur um haf fyrir stuttu og tók þá þátt
í svæðamóti með gömlum félaga sínum,
Gary Brown að nafni. Brown er reyndar
Ástrali, þar sem hann starfar sem brids-
kennari og fararstjóri – siglir um heims-
ins höf með túristahópa, sem gera sér
það tvennt til skemmtunar að skoða
fornar rústir og spila brids. Brown var í
Perú þegar hann hringdi í Gylfa og
stakk upp á að þeir tækju slag á fornum
slóðum.
Í spilinu að ofan voru Gylfi og Brown í
vörn gegn fjórum hjörtum suðurs. Gylfi
kom út með spaðatíu og sagnhafi tók
með ás heima. Sagnhafi ekki ástæðu til
annars en að fara í trompið, spilaði út
drottningunni lét hana rúlla til austurs.
Brown drap og skipti yfir í tíglukóng.
Sagnhafi var með allan hugann við
tvísvíninguna í hjarta – hann drap strax
á tígulás, fór heim á laufkóng og spilaði
hjarta á tíuna. Þann slag fékk Brown á
gosann, en síðan spilaði hann tígulfjarka
undan litlu hjónunum yfir á tíu Gylfa!
Spaðastunga fylgdi í kjölfarið og sagn-
hafi nagaði sig í handarbökin fyrir að
dúkka ekki tígulkónginn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3
Be7 5. 0–0 0–0 6. c3 d6 7. He1 Ra5 8.
Bb5 a6 9. Ba4 b5 10. Bc2 c5 11.
Rbd2 Rc6 12. Rf1 He8 13. a4 Bb7 14.
Rg3 Dc7 15. Rf5 h6 16. R3h4 Bf8 17.
He3 Re7 18. Hg3 Kh8 19. Df3 Rxf5
20. Rxf5 He6 21. Hh3 c4 22. dxc4
bxc4 23. Bg5 Rh7 24. Bd2 a5 25. De2
Hb8 26. Hd1 Ba6 27. Bc1 Hg6 28.
Re3 Be7 29. Rd5 Dd7 30. f4 exf4 31.
Rxf4 Hg5 32. e5 Da7+ 33. Be3 Da8
34. exd6 Bf8 35. Bxh7 Kxh7 36. Re6
Hd5
Staðan kom upp á norska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Moss. Kjetil Lie (2.523) hafði hvítt
gegn Jon Ludvig Hammer (2.306).
37. Bxh6! Hxd1+ svartur hefði orðið
mát eftir 37. … fxe6 38. Bg5+ Kg6
39. Dxe6+ Kxg5 40. Hg3+. 38. Dxd1
gxh6 38. … fxe6 hefði verið svarað
með 39. Bxg7+ og sókn hvíts hefði
orðið óstöðvandi. 39. Dc2+ Kg8 40.
Hg3+ Kh8 41. Df2 Bg7 42. Hxg7
De4 43. Hxf7 Dxe6 44. Dd4+ og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik
90 ára afmæli. Í dag, 8. ágúst, erÞórleif Sigurðardóttir, iðnrek-
andi, Haukanesi 18, Garðabæ, níræð.
Af því tilefni býður hún ættingum, vin-
um og samferðarfólki til fagnaðar í
dag. Verður hann haldinn milli 14 og
17, í veislusal Hrafnistu í Hafnarfirði á
5. hæð.
Brúðkaup | Þau Harpa Geirsdóttir og
Björn Valur Ellertsson voru gefin
saman af séra Einari Eyjólfssyni 22.
júlí síðastliðinn.
Bát stolið
Þessum bát var stolið úr smábáta-
höfninni í Hafnarfirði 2. til 3.
ágúst þar sem hann lá við bryggju.
Báturinn er harðbotna plastbátur
með gólfi úr samlitu plastefni, á
honum var nýlegur Suzuki 15
hestafla utanborðsmótor. Báturinn
hefur annað lag að aftan en aðrir
slöngubátar og er því auðþekktur.
Ef einhver hefur séð þennan bát
vinsamlegast hringið í Bjarna í
síma 864-4192.
Kettlingur fæst gefins
Yndislegur kisustrákur fæst gefins
á gott heimili. Kassavanur og kel-
inn. Upplýsingar í síma 567-0410.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. handav. kl.
9–12, leikfimi kl. 9, boccia, púttvöll-
urinn opinn kl. 9–16.
Bólstaðarhlíð 43 | Ferð í Fljótshlíðina
17. ágúst kl. 12.30. Kaffiveitingar á
Kaffi Langbrók, leiðsögumaður Helga
Jörgensen. Upplýsingar í síma
535 2760. Skráning fyrir 15. ágúst.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta-
aðgerð, opin handavinnustofa, pútt. 18
holu púttvöllur. Dagblöðin liggja
frammi.
Dalbraut 18–20 | Bridge mánudag kl.
14, félagsvist þriðjudag kl. 14. Bónus
miðvikudag kl. 14, blöðin liggja frammi.
Hádegisverður og síðdegiskaffi. Uppl.
um sumarferðir í síma 588 9533.
Félag eldri borgara Kópavogi | Ferð
FEBK um Fjallabaksleið syðri 10.
ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 8 og
Gjábakka kl. 8.15. Leið: Keldur –Lauf-
afell – Álftavatn (þar snætt eigið nesti)
–Hvanngil – Markarfljótsgljúfur –
Emstrur – Fljótshlíð. Kvöldmatur Hótel
Örk í Hveragerði. Skráningarlistar í fé-
lagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrif-
stofa FEB verður lokuð til 8. ágúst.
Dagsferð 16. ágúst: Skjaldbreiður –
Hlöðufell – Hagavatn. Ekið til Þingvalla
og um Hlöðufellsveg yfir á Kjalveg,
þaðan að Hagavatni. Flateyjardalur –
Fjörður 19. ágúst, 4 dagar: Ekið norður
um Sprengisand og til baka um hring-
veginn. Uppl. og skráning frá 8. ágúst í
síma 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa opin og þriðjudagsgangan
er kl. 14. Kaffiveitingar.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sum-
arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og
þjónusta niður til 15. ágúst. Sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, sími
557 5547, eru á mánud. kl. 10.30 og
miðvikud. kl. 9.30. Strætisvagnar S4,
12 og 17. wwwgerduberg.is.
Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún
1, Furugerði 1 og Hæðargarður 31. Farið
verður á Safnasvæðið á Akranesi 15.
ágúst. Kaffiveitingar í Garðakaffi. Lagt
af stað frá Norðurbr. 1, kl. 12.30 og síð-
an teknir aðrir farþegar. Skráning í
Norðurbrún í s. 568 6960, í Furugerði
í s. 553 6040 og í Hæðargarði í s.
568 3132.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin. Kl. 10 boccia, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 12.15 ferð í Bónus og kl. 15
kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há-
degi. Hádegisverður kl. 11.30, fótaað-
gerðir 588 2320, hársnyrting
517 3005/849–8029. Blöðin liggja
frammi.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil
miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga
kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu-
hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn
laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn.
Sumarferð 15. ágúst. Nánari upplýs-
ingar 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handavinna.
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–
16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hand-
mennt alm. kl. 11–15, félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Garðasókn | Opið hús í sumar kl. 13 –
16. Spilað lomber, vist og bridge og
rabbað. Vettvangsferðir mánaðarlega,
auglýstar að hverju sinni. Akstur fyrir
þá sem vilja, uppl.sími: 895 0169.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð-
arstundir í Hjallakirkju kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58,
9. ágúst kl. 20. Ræðumaður er Hall-
dóra Lára Ásgeirsdóttir. Kaffiveitingar
eftir samkomuna.