Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Árið 1982 kom út bókin Stjórn og sigling skipa og 1989 bókin Sigl- ingareglur – stjórn og sigling skipa, báðar gefnar út af Ísafold- arprentsmiðju h/f. Og núna í júní sl., 2006, gaf Siglingastofnun Ís- lands út bókina Stjórn og sigling skipa – siglingareglur. Allar eru þær skrifaðar af Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni, fyrrverandi skóla- meistara Stýrimannaskólans í Reykjavík. Þessi síðasta bók, sem hér er til umfjöllunar, er því 3. útgáfa en ný og umsamin bók, byggð á þeim fyrri. Tileinkar höfundur hana ís- lenskum sjómönnum. Jóhann Jónsson, listamaður í Vestmannaeyjum, teiknaði um 400 skýringarmyndir í bókina. Skipa- myndir hans líkjast þeim íslensku skipum sem við þekkjum best í dag og eru til mikilla bóta. Þegar fyrsta bókin kom út höfðu stýrimannaskólakennarar, nem- endur þeirra og skipstjórnarmenn íslenskra skipa, beðið hennar og sama má segja um hinar tvær. Þessi bók er 379 blaðsíður, full af efni, sem varðar störfin á stjórn- palli við hinar ýmsu aðstæður. Aðalkaflaheiti bókarinnar eru 15 og skiptast þeir í marga und- irkafla, svo allt efnið og framsetn- ingin er afmörkuð og góð. Sér- staklega vil ég geta hér 12. kaflans, Viðvaranir, tilkynningar og upplýsingar, sem er alveg nýr. Þar er skýrð sú mikla breyting sem orðið hefur í fjarskiptum, sendingu neyðarkalla og viðvör- unum hverskonar til sjófarenda. Hið nýja enska kerfi GMDSS vakt- ar nú allt hafsvæðið umhverfis Ís- land. Þarna er um að ræða bylt- ingu í öryggi sjómanna. Fyrri bækurnar bættu úr mikilli þörf og hafa verið ómissandi síðan þær komu út. Þessi nýja bók veitir enn betri leiðbeiningar og verður öllum sem á þurfa að halda nauð- synlegt hjálpartæki. Hún mun bæta alla siglingu og öryggi um borð. Skipstjórnarmenn þurfa að kynna sér efni hennar og hún verður góð viðbót við það kennslu- efni sem fyrir er. Engum hefði ég treyst betur en Guðjóni Ármanni til þess að skrifa svona bók. Hann hefur mikla þekkingu á efninu. Stýrimanna- skólakennari í 40 ár þar af og jafn- framt skólastjóri og skólameistari í Stýrimannaskólunum í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík í 33 ár. Það er auðfundið við lestur bókarinnar að hann hefur virkilega lagt sig fram um að gera hana sem besta úr garði, að hún komi að sem bestum notum á stjórnpalli hverju sinni. Allir sem til þekkja hafa kynnst dugnaði hans og vand- virkni sem glöggt kemur fram í þessari bók. Myndir Jóhanns Jónssonar gefa efninu mikið gildi. Þær eru fal- legar og vel gerðar og hljóta að auðvelda kennurum og nemendum að tileinka sér efni hennar á auð- skilinn hátt. Ég óska þeim báðum til hamingju með þetta verk. Þessi ágæta bók er því miður aðeins til sölu á einum stað, Sigl- ingastofnun í Kópavogi. Það finnst mér ekki nógu gott hjá útgefanda. Hún á að vera til sölu víðar á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi þar sem útgerð og sjómennska eru stunduð. Það er lágmark þegar um svona góða og nauðsynlega bók er að ræða sem sjómenn þurfa að eiga, kynna sér og lesa. Önnur útgáfa Siglingastofnunar Í júní í fyrra, 2005, gaf Sigl- ingastofnun út fræðsluritið Sigl- ingareglur með undirtitlinum Al- þjóðasiglingareglur, Vaktreglur á farþega- og flutningaskipum, Vakt- reglur á fiskiskipum, Stjórnskip- anir í brú og vélarúmi. Efnisflokkar þessa rits eru: 1. Alþjóðasamningur um alþjóða- reglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, með breyt- ingum, 2. Reglugerð um vakt- stöður um borð í íslenskum far- þega- og flutningaskipum, 3. Alþjóðasamningur um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa, 1995, (STCW – F) og 4. Stjórnskipanir í brú og vélarúmi. Staðlaðar setningar á sjómannamáli. Í þessu riti eru þýddar síðustu breytingar á siglingareglunum frá 2001. Þetta var unnið af Helga Jó- hannessyni, lögfræðingi, forstöðu- manni stjórnsýslusviðs Sigl- ingastofnunar, Sverri Konráðssyni, löggiltum skjalaþýðanda, sérfræð- ingi hjá sömu stofnun og Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni, fyrrverandi skólameistara. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til hjá þessum mönnum. Rit- ið er á góðu íslensku máli sem allir íslenskir sjómenn þekkja vel. Það mun eins og bók Guðjóns Ár- manns, sem sagt er frá hér að framan, stuðla að öryggi íslenskra sjómanna og bæta sjómennsku um borð í íslenskum skipum. Ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um áætlun í ör- yggismálum sjómanna, leiddi til þess að ráðuneyti hans fól Sigl- ingastofnun framkvæmd hennar og þar af leiddi útkoma bókar Guð- jóns Ármanns og fræðsluritið sem hér hefur verið sagt frá. Strax við útkomu þess var því dreift um borð í öll íslensk skip. Frábær ákvörðun samgöngu- ráðherrans í málefnum sjómanna mun bæta öryggi þeirra til muna. Hafi hann bestu þakkir fyrir. FRIÐRIK ÁSMUNDSSON, fyrrverandi skólastjóri Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum. Stjórn og sigling skipa – Siglingareglur Frá Friðriki Ásmundssyni: ATHUGASEMD við grein Guð- rúnar Magnúsdóttur. Eftir 12 ára látlausa skothríð Hizbollah/Írans og ögranir suður yfir landamæri Ísraels og Líbanons, svöruðu Ísraelsmenn loks fyrir sig eftir að Íranir létu herdeild sína Hizbollah handtaka tvo Ísraelska hermenn og drepa 5 Ísraelsmegin við landamærin. Tilgangur Írans er talin sá að beina athygli Alþjóðasamfélagsins frá kjarnorkuvæðingu Írans. Óvenju mikið mannfall óbreyttra borgara þykir mikið þótt það sé þó lítið miðað allt það fólk sem féll í London í síðari heimsstyrjöldinni, en fyrstu loftárásarnóttina féllu 4– 500 manns. Því miður beita múslimar þeirri einkennilegu hernaðartækni að skjóta á andstæðingana, ef þeir koma því við með góðu móti, frá brúðkaupsveislum, jarðarförum, samkomum, hverfum kristinna manna, nágrenni kirkna, einnig þykir þeim snjallt að fela vopn í rauðakrossbílum, kjöllurum íbúð- arblokka, spítölum, skólabygg- ingum og álíka, þar sem þeir vonast til að andstæðingurinn láti þá í friði. Þessi hertækni múslima (Hizbolla, Talibana, Hamas eða hvað sem þeir kjósa að kalla sig) hefur reynst ágætlega í áratugi, en því miður hafa Ísraelar ekki efni á að skjóta ekki á þessi skotmörk nú í dag, þó að konum og börnum sé raðað upp til varnar. Jan Egeland, yfirmaður neyð- arhjálpar Sameinuðu þjóðanna, hef- ur sakað liðsmenn Hizbollah- hreyfingarinnar í Líbanon um að felast af hugleysi á meðal almennra borgara í Líbanon og leiða með því til dauða hundraða manna í hern- aðaraðgerðum Ísraela gegn þeim á undanförnum tveimur vikum. „Skilaboð mín til Hizbollah-manna hafa alltaf verið þau að þeir þurfi að hætta að sýna hugleysi með því að fela sig meðal kvenna og barna,“ sagði hann. „Ég hef heyrt að þeir séu stoltir af því hversu fáir liðs- menn þeirra hafa fallið og að al- mennir borgarar skuli bera hitann og þungann af þessu. Mér finnst ekki að nokkur maður geti verið stoltur af því að mun fleiri konur og börn hafi látið lífið en vopnaðir menn,“ var haft eftir Egeland í frétt í Morgunblaðinu 26. júlí. SKÚLI SKÚLASON, forstjóri og verslunarmaður Kópavogi. Þjóðarmorð í Líbanon? Frá Skúla Skúlasyni: Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.