Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÓLI Gneisti Sóleyjarson skrifaði
grein í Morgunblaðið hinn 20. júlí sl.
og brást þar við grein minni Trú og
vísindi sem birtist 8. júlí sl., en þar
svaraði ég gagnrýni
Richard Dawkins á trú
og trúarbrögð. Hann
gerir nokkuð stóryrtar
athugasemdir við
grein mína. Þó það sé
vont þegar málefni
taka að snúast um per-
sónur er rétt að svara
Óla Gneista.
Óli Gneisti gagn-
rýnir þá skoðun mína
að málflutningur
Dawkins miði að því
meira eða minna að
kenna trú(arbrögðum)
um allar misfarir
mannsins. Þó Dawkins
tæki ekki svo beint til
orða tel ég þá ályktun
ekki oftúlkun á orðum
hans heldur í hlutfalli
við þau. Dawkins sagði
trú hættulega fáfræði
sem ali á óvild milli
fólks andstæðrar trú-
ar, leiði af sér sundr-
ungu, ófrið og styrj-
aldir.
Óli Gneisti heldur
því ranglega fram að
ég reyni „að sýkna
trúarbrögð af áhrifum
á stríð og illvirki“. Ég gerði aðeins
athugasemdir við fullyrðingar
Dawkins þess efnis sem ég tel al-
rangar og minnti á að ekki er hægt
að alhæfa um trú á grundvelli mis-
beitingar hennar. Vont fólk misbeit-
ir oft góðum málstað, kristnum sem
öðrum.
Það er lélegt dæmi skv. Óla
Gneista að segja að ekki beri að
skoða gyðingahatur Hitlers í trúar-
legu ljósi því það eigi sér „aðallega
rætur í kristni“. Óli Gneisti vitnar í
Gísla Gunnarsson sagnfræðiprófess-
or er segir í pistli um antísemitisma
að Hitler og nasistar „smíðuðu gyð-
ingahatur sitt úr gömlum arfi krist-
innar hefðar“. Óli Gneisti nefnir and-
gyðinglegt rit Marteins Lúthers
máli sínu til stuðnings. Hér gerir Óli
Gneisti ekki greinarmun á trú og
hefð og tekur sögulega staðreynd úr
samhengi sínu. Gísli Gunnarsson
ræðir ekki um kristna trú heldur
kristna hefð. Að sönnu hefur margt
misgott fylgt kristinni hefð en krist-
in hefð er ekki kristin trú. Andúð í
garð gyðinga hefur fylgt kristinni
hefð en það hefur ekkert með
kristna trú að gera. Þá stendur
kristin trú ekki né fellur með orðum
Lúthers. Antísemitismi Hitlers og
nasista hefur ekkert með kristna trú
að gera. Nasistar voru guðleysingjar
andsnúnir kristindómi og grundvöll-
uðu margþættan antísemitisma sinn
á hatursfullri kynþáttahyggju. Án
þess að sýkna kristna trúarhefð má
þó nefna hér að sósíalískur darw-
inismi, sem grundvallast á vís-
indahyggju, var stór áhrifavaldur
þar sem lögmálinu um afkomu hins
hæfasta var misbeitt á mannlegt
samfélag.
Óli Gneisti segir mig misskilja
hvað Dawkins á við með trú. Dawk-
ins grundvallar gagnrýni sína á því
að trú, þ.e. guðstrú, verði ekki rök-
studd. Ég minnti á það í grein minni
að guðstrú verður ekki rökstudd.
Það telur Óli Gneisti furðulegt af
mér því gagnrýni Dawkins sé í því
fólgin. Þessa staðreynd tel ég þó
ekki gagnrýni verða því trú er ein-
faldlega þannig farið. Að ræða trú út
frá forsendum Dawkins jafnast á við
að rýra guðstrú eðli sínu. Ekki er
hægt að afsanna né sanna tilvist
Guðs; þar kemur til kasta trúar.
Rökstudd guðstrú er ekki til! Ég tel
því Dawkins byggja málflutning
sinn á afar takmörk-
uðum trúarskilning
sem hann alhæfir út
frá.
Óli Gneisti gerir
„hlaðborðskristni“ að
umtalsefni; að fólk velji
sér sjálft það besta úr
Biblíunni og því sé hún í
raun „tilgangslaus“.
Mér virðist Óli Gneisti
hrapa að ályktunum og
skipa sér rökfræðilega í
flokk með bókstafs-
trúarmönnum. Hann
virðist vilja að hvert orð
Biblíunnar sé gjörnýtt
sem er óneitanlega
öfgafull afstaða. Fær
Biblían tilgang á ný í
hans huga ef trúað fólk
gengur á eftir öllu sem í
henni stendur? Ábyrg
nálgun til Biblíunnar
krefst túlkunar. En það
hefur ekkert með
grundvöll kristinnar
trúar að gera sem er
verk Guðs í Jesú Kristi.
Jesús talaði sjálfur
gegn óbilgjarnri bók-
stafstúlkun á boðum
ritningarinnar.
Óli Gneisti segir mig gera Dawk-
ins upp skoðanir þar sem ég haldi
því fram að hann tali gegn trú-
fræðslu barna og segir Dawkins að-
eins neikvæðan í garð trúarlegrar
boðunar. Ég varð ekki var við þann
greinarmun og spyr ég mig í hverju
slík fræðsla á að vera fólgin. Dawk-
ins kennir í brjósti um trúað fólk
vegna fávísi þess og telur að bæta
þurfi gæði menntunar þess. Hvernig
fellur trúfræðsla í jákvæðri merk-
ingu að slíku markmiði?
Óli Gneisti segir mig afneita trú-
leysi Dawkins þar eð ég held fram að
„traust á aðferðir vísinda sé svipað
því að treysta (eða trúa) á ósýni-
legan Guð“. Þetta er rangur skiln-
ingur hjá Óla Gneista. Ég hafna trú-
leysi en ég hafna ekki guðleysi
Dawkins né legg ofangreint að jöfnu.
Rangtúlkun Óla Gneista leiðir af
ólíkum skilningi okkar á trúleysi og
guðleysi en ólíkt mér álítur hann að
um samheiti sé að ræða.
Ég ræði um trú í ljósi þess hvern-
ig ég nálgast trú persónulega sem
fræðilega. Í mínum huga er trú
traust og ekki eingöngu á „hand-
anveruleika“. Ég tel fólk trúað í
merkingu þess að bera traust til ein-
hvers sem hefur skilgreinandi áhrif
á og afleiðingar fyrir líf þess, orð,
hugsanir og breytni. Misjafnt er þó í
hverju slík trú felst og hvernig hún
kemur fram í lífi fólks. E.t.v. lýsir
Dawkins trúleysi sem vantrú á „yf-
irnáttúruleg fyrirbrigði“ eins og Óli
Gneisti. Ég geri aðeins athugasemd-
ir við skilgreiningu Dawkins á trú.
Ég reyni ekki að hengja á hann
guðstrú; það væri rangt og máli
mínu ekki til framdráttar. Í þeim
anda vil ég vitna í ágætan prest sem
sagði: „Ég á ekki sannleikann, en ég
vil að sannleikurinn eigi mig.“ Undir
það tek ég fyllilega.
Lengri útgáfu af þessari grein má lesa á
www.mbl.is/greinar
Enn um prófessor
Richard Dawkins
Gunnar Jóhannesson svarar
grein Óla Gneista Sóleyjarson-
ar um trú og vísindi
Gunnar Jóhannesson
’Ég tel fólk trú-að í merkingu
þess að bera
traust til ein-
hvers sem hefur
skilgreinandi
áhrif á og afleið-
ingar fyrir líf
þess, orð, hugs-
anir og breytni.‘
Höfundur er sóknarprestur
Hofsóss- og Hólaprestakalls.
Mér varð á að segja: Báðir málstaðirnir eru góðir.
RÉTT VÆRI: Hvortveggi málstaður er góður.
(Orðið málstaður er ekki til í fleirtölu.
Þess vegna ekki: tveir málstaðir, heldur tvennur málstaður;
ekki margir málstaðir, heldur margur málstaður.)
Gætum tungunnar
FLUGVERND á Keflavík-
urflugvelli er á ábyrgð og forræði
flugvallarstjóra, sem ræður aðila til
verksins. Það er í samræmi við út-
vistunarreglur ríkisins að fela
einkafyrirtækjum þessa starfsemi.
Þegar grípa varð til þess með
litlum fyrirvara að auka örygg-
isgæslu á Keflavíkurflugvelli ákvað
flugvallarstjóri í samræmi við út-
vistunarstefnu ríkisstjórnarinnar að
fela einkafyrirtækjum
þennan starfa. Athygl-
isvert er að háttsettir
embættismenn, sem
eiga að sjálfsögðu að
starfa samkvæmt út-
vistunarstefnu rík-
isins, skuli hafa borið
nokkra ábyrgð á ótrú-
legri orðræðu um mál-
ið í fjölmiðlum.
Málsatvik
Flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli
ákvað í júní sl. að ráða
tvö einkarekin öryggisfyrirtæki,
Securitas og Öryggismiðstöð Ís-
lands, til að annast skimun á komu-
og skiptifarþegum frá þriðju lönd-
um og þjálfa í því sambandi a.m.k.
40 starfsmenn til verksins. Um er
að ræða samning til nk. áramóta.
Allir umræddir starfsmenn fengu
þjálfun í samræmi við Flugvernd-
aráætlun Íslands og reglugerð um
flugvernd. Þeir þurftu að þreyta og
standast bæði verkleg og skrifleg
próf. Þetta er sama þjálfun og
starfsmenn Sýslumannsembættisins
á Keflavíkurflugvelli, sem ekki eru
lögreglumenn en annast örygg-
isgæslu, hafa fengið.
Allir sem vinna við flugvernd á
Keflavíkurflugvelli eru undir stjórn
og á ábyrgð Flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli en hún getur fal-
ið öðrum að framkvæma leit á
mönnum og farangri. Fjórir starfs-
menn frá þeirri stofnun starfa ætíð
við verkið. Á Keflavíkurflugvelli er
það flugvallarstjóri sem í umboði
utanríkisráðherra ræður, stjórnar
og ber ábyrgð á flugvernd á flug-
vellinum. Vakni grunur um ólöglega
háttsemi flugfarþega er lögregla
ætíð kölluð til.
Eftirlitsaðilar sáttir
Öryggisleit einkafyrirtækjanna á
Keflavíkurflugvelli hefur staðist
prófanir og fengið góða einkunn.
Flugöryggissvið Flugmálastjórnar
Íslands hefur eftirlit með fram-
kvæmd flugverndar hérlendis. Eft-
irgrennslan SVÞ sýndi, að sá sem
ber ábyrgð á flugvernd getur ráðið
hvern þann aðila sem hann óskar til
starfans svo fremi að sá uppfylli
þær kröfur sem gerðar
eru til fólks sem ann-
ast öryggisgæslu.
Starfsmenn Securitas
og Öryggismiðstöðvar
Íslands hlutu nákvæm-
lega sömu skoðun og
þjálfun sem reglur
kveða á um og sem
aðrir aðilar hafa hlotið
sem gegna sömu störf-
um. Engar at-
hugasemdir hafa verið
gerðar af hálfu flug-
öryggissviðsins við
störf fólksins. Emb-
ættinu er kunnugt um úttektir er-
lendra eftirlitsaðila sem hafa verið
á sama veg.
Útvistunarstefna ríkisins
Í formála að útvistunarstefnu rík-
isins segir m.a.: „Viðhorf til rekstr-
ar hins opinbera hafa breyst á und-
anförnum árum hérlendis sem
erlendis. Lengi var litið svo á að að-
eins ríkið gæti annast tiltekin verk-
efni, á þeirri forsendu að það eitt
byggi yfir nægjanlegri þekkingu og
mannafla og nauðsynlegu skipulagi
til að stýra verkefnum. Nú hefur
það sýnt sig að samkeppni og
einkarekstur eiga erindi á ýmsum
sviðum sem áður voru alfarið í
höndum hins opinbera … Eðlileg
krafa til ríkisstofnana er að skoðað
sé með reglulegum og skipulegum
hætti hvort verkefni séu leyst með
hagkvæmari hætti innan stofnunar
en með því að kaupa þjónustuna á
almennum markaði. Ástæða er til
að beina sjónum jafnt að verkefnum
þar sem þegar ríkir samkeppni en
ekki síður að því að útvistun stuðli
að nýsköpun á markaði og auki fjöl-
breytni. Sé rétt að málum staðið
skapar það möguleika á nýjum
lausnum og leiðir til aukinnar sam-
keppni að fela einkamarkaði að
annast tiltekin verkefni.“
Um markmið stefnunnar segir:
„Markmið útvistunarstefnunnar er
að efla samkeppni, auka fjölbreytni
og stuðla að nýsköpun á þjón-
ustumarkaði. Með skipulagðri út-
vistun á verkefnum ríkisins er unnt
að veita betri þjónustu og ná hag-
kvæmari rekstri. Útvistun varðar
jafnt þjónustu sem ríkið tryggir al-
menningi og atvinnulífi sem og
þjónustu sem ríkið styðst við í
rekstri sínum.“
Fordæmin
Mörg dæmi eru um útvistun ör-
yggisverkefna til einkafyrirtækja:
Lögreglustjórar fela dyravörðum að
framfylgja ýmsum reglum á
skemmtistöðum, einkarekin örygg-
isfyrirtæki annast siglingavernd í
höfnum t.d. skimun á farþegum
skemmtiferðaskipa, starfsmenn
Flugþjónustunnar á Keflavík-
urflugvelli skoða vegabréf flug-
farþega, starfsmenn verksmiðjanna
í Straumsvík og á Grundartanga
hafa eftirlit með tollsvæðum, starfs-
menn öryggisfyrirtækja annast eft-
irlit með ýmsum ráðuneytum, eft-
irlit með sóttvörnum er hjá
einkafyrirtækjum og einkareknar
skoðunar- og vottunarstofur annast
eftirlit með öryggi bifreiða og mæli-
tækja.
Á flestum flugvöllum í Evrópu er
öryggisgæsla, miðað við almennt
viðbúnaðarstig, framkvæmd af
einkafyrirtækjum sem annaðhvort
reka flugvellina sjálf eða hafa ráðið
öryggisfyrirtæki til að sinna þessu.
Það er einungis þegar sérstakar að-
stæður kalla á hærra viðbún-
aðarstig sem her eða sérstökum ör-
yggissveitum er fenginn sá starfi.
Útvistun rétt ráðstöfun
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu hafa ætíð lagt áherslu á að rík-
ið eigi ekki að vera í samkeppn-
isrekstri og jafnframt að útvistun
verkefna með gegnsæjum hætti
skili jafnan bestu kaupum. Sam-
tökin styðja því heils hugar útvist-
unarstefnu ríkisins og telja þá
ákvörðun flugvallarstjóra að fela
einkafyrirtækjum öryggisgæslu á
Keflavíkurflugvelli hárrétta og
tímabæra. SVÞ hvetja alla embætt-
ismenn ríkisins til að kynna sér út-
vistunarstefnu ríkisins og haga
störfum sínum í samræmi við hana.
Krafa atvinnulífsins og skattborg-
ara er gegnsæi, hagkvæmni og skil-
virkni.
Öryggisgæsla á Keflavíkur-
flugvelli í öruggum höndum
Sigurður Jónsson fjallar
um útvistun flugverndar á
Keflavíkurflugvelli ’… og telja þá ákvörðunflugvallarstjóra að fela
einkafyrirtækjum örygg-
isgæslu á Keflavík-
urflugvelli hárrétta og
tímabæra.‘
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú, vísindi og kenningar
Richards Dawkins prófessors.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar