Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 29 MINNINGAR ✝ Elín GuðrúnGísladóttir fæddist á Ölkeldu í Staðarsveit 22. ágúst 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni þriðjudaginn 25 júlí. Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson, f. 12. júlí 1886, d. 20. sept. 1962, og Vil- borg Kristjánsdótt- ir, f. 13. maí 1893, d. 26. des. 1993. Systkini Elínar eru: Þórður, f. 1916, d. 1994; Alexander, f. 1918, d. 1991; Kristján Hjörtur, f. 1923; Ólöf Fríða, f. 1927; Guð- bjartur, f. 1930, d. 1984; og Lilja, f. 1934. Elín giftist 24. júlí 1943 Þórði Kárasyni fyrrv. lögregluvarð- stjóra, f. 26. janúar 1917, d. 29. ágúst 1994. Börn þeirra eru: 1) Vilborg, f. 1943, maki Sigurjón Torfason, þau eiga tvo syni, Torfa og Þórð Þór, og fjögur barnabörn. 2) Kári, f. 1945, maki Rósa V. Guðmundsdótt- ir, þau eiga þrjá syni, Þórð, Ólaf og Alexander, og átta barnabörn. 3) Gísli Þórmar, f. 1948, maki Ulla Juul Jörgensen, þau eiga tvö börn, El- ínu Guðrúnu og Magnús, og tvö barnabörn. 4) Elm- ar, f. 1951, maki Ólafía Sigurðar- dóttir, þau eiga þrjá syni, Gísla, Snorra og Mána, og fjögur barnabörn. Elín ólst upp á Ölkeldu í Stað- arsveit. Hún fluttist með eig- inmanni sínum til Reykjavíkur 1943 og var mestan hluta ævi sinnar húsmóðir. Hún starfaði lengi í Félagi framsóknar- kvenna í Reykjavík. Útför Elínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elín Gísladóttir tengdamóðir mín var fædd og uppalin á Ölkeldu í Staðarsveit. Hún elskaði og virti Snæfellsjökul og kenndi börnum sínum og barnabörnum að virða hann. Þegar þau hjónin byggðu sér sumarbústað á bakka Staðarár sat hún við gluggann og horfði á Jökul- inn sinn. Þá leið henni vel og þann- ig vil ég minnast hennar. Snæfellsjökull við ský þú skín yfir skrúðgrænni brosandi sveit. Fornaldarhetjur fluttu til þín. Þar fundu þær indælan reit. Hjá þér vaxa upp hraustir menn er hræðast ei torsóttan stig. Og Bárður Snæfellsás blessar enn byggðirnar umhverfis þig. Sem glæstur konungur gnæfir þú einn við græðis ólgandi djúp, dýrðlega fagur djarfur og hreinn í drifhvítum mjallarhjúp. Landvættir hétu þér hollustu og trú í hafinu speglast þín mynd og kórónu glitrandi krýnist þú er kvöldsólin gyllir þinn tind. Því sólin vefur þinn fannafeld í faðm sinn hvert einasta kvöld. Hún veit að þú dylur ólgandi eld þótt ásýnd þín virðist köld. Hún kyssir hlýlega kaldar brár. – Kærleikur megnar allt. – Við sólkossinn falla silfurtár um svellað brjóstið þitt kalt. (Oddfríður Sæm. frá Elliða) Þegar ég var 16 ára kynntist ég Kára 18 ára syni Elínar og Þórðar manns hennar. Faðmur Ellu var alltaf opinn og hlýr og hún tók á móti mér eins og ég væri dóttir hennar. Við Kári bjuggum hjá þeim hjónum fyrstu tvö ár sambúðar okkar á Sundlaugavegi 28 og þar fæddist Þórður elsti sonur okkar. Alltaf var Ella jafnkát, glöð og þol- inmóð við að segja mér ungri og óreyndri til við móðurstörfin. Þau hjónin voru líka alltaf tilbúin að hjálpa okkur og styðja við að koma undir okkur fótum í baráttu lífsins. Seinna þegar við Kári vorum flutt til Akureyrar var alltaf húsrúm á Sundlaugavegi 28 fyrir barnabörnin um lengri og skemmri tíma. Ella og Þórður voru afskaplega samhent og dugleg hjón, gestrisin og vinamörg. Þau voru líka mjög dugleg að ferðast innan lands og utan og skrifaði Þórður margar skemmtilegar ferðasögur frá þeim ferðalögum. Meðal annars voru tengsl þeirra hjóna við Vestur-Ís- lendinga mikil og alltaf var nóg pláss á Sundlaugavegi 28 fyrir gesti og gangandi. Það er ekki ætlun mín að vera langorð um ævi tengdaforeldra minna en mig langar til að votta þeim virðingu og flytja þeim þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hlýju við okkur hjónin og fjölskyldu okkar. Far þú í friði, elsku Ella, til feg- urri heima, til ástvina þinna sem bíða þín þar. Elsku Vilborg, Gísli, Elmar og fjölskyldur. Við Kári og fjölskyldan vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum ykkur blessunar. Rósa. Elín Guðrún, eða Ella amma eins og ég kallaði hana, hefur kvatt okk- ur og því langar mig til að minnast hennar með örfáum orðum. Sagt er að hver maður sé ein- stakur út af fyrir sig og það var amma svo sannarlega. Ella amma var jákvæð og hlý kona sem sá allt það góða í kring- um sig. Hún var glæsileg með vandaðan smekk og persónulegan stíl. Það var gaman að skoða í fata- skápinn hennar og sjá falleg föt og muni sem hún hafði sankað að sér á ferðalögum sínum. Hún var dugleg að ferðast og hafði brugðið fæti víða niður í okkar stóru veröld. Við Ella amma áttum margar yndislegar stundir saman, en þær allra dýrmætustu voru án efa í El- ínarlundi á Snæfellsnesi. Þar vörð- um við ófáum notalegum stundum saman í rólunni og nutum fegurðar og náttúrulegra afla Snæfellsjökuls. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við mig. Takk fyrir allar góðu minningarnar og samverustundirn- ar sem við áttum saman, þú varst mér mikil fyrirmynd. Minningarnar um þig munu hvíla að eilífu í huga mér. Þín Karen. Nú hef ég búið um mig aftur á Sundlaugaveginum ykkar og hef sofið í herberginu þínu síðastliðin tvö ár og hugsa ávallt mikið til þín og afa og um þau forréttindi að hafa átt ykkur að. Það er skrítið að hugsa til baka og rifja upp allar þær minningar sem ég á um þig og afa sem bjugg- uð hér á undan mér og byggðuð þetta hús og mótuðuð mína fjöl- skyldu, minningarnar eru hér alls staðar og mér finnst ég enn heyra þig raula lagstúf þegar þú gekkst um, og heyri hlátur þinn … en nú bý ég hér í annað sinn en án ykkar beggja og Þórunnar. Hér hafa átt sér stað kynslóðaskipti. Ég sat og horfði á þig, amma, í kapellunni. Það var kyrrðar– og friðarstund helguð þér í kærleika, þú hefur kvatt þennan heim og ert farin til þinnar kynslóðar því ný hefur ný tekið við, og það rifjaðist upp fyrir mér þá hversu lík þú varst Vilborgu langömmu, í fasi og undir lokin í útliti. Það var þessi sterki Ölkeldusvipur, nef og haka, ég strauk mína höku og fann að hún er eins og ég sé einnig þetta svipmót hjá börnum mínum, Þú varst falleg kona, amma. Nú er ég hugsa til þín og skoða í gestabókina sem þið afi áttuð, sé ég að fyrst er þar skrifað jólin 1965 en þá er ég sex mánaða og þar er mitt nafn skrifað. Þú og afi vilduð ávallt láta skrifa í gestabókina, þótt svo heimsóknin væri bara stutt innlit. Ykkur þótti afar vænt um gesta- bókin. Gaman er að sjá hversu marga gesti bar að á Sundlaugaveginum og má sjá um 2.000 nöfn skrifuð og oft þeir sömu í stuttri heimsókn og svo aftur í stórum veislum eða mannfagnaði. Ég sé að Refur-bóndi kvittar fyrir heimsókn með vísum sínum, oftast þó ortar til þín: Kosti með sér ber og bar blómarósin slynga Elín bæði er og var úrval Snæfellinga (Refur-bóndi) Síðar birtast svo ný nöfn í gesta- bókinni, því að fjölskyldan var í blóma og ört stækkandi, Óli bróðir, Alexander bróðir, mín fyrsta sjálf- skrift, konan mín og loks mín eigin börn … lífið sannarlega í hnotskurn og í heimsókn hjá þér og afa … Hinn 22. ágúst 1992, þegar þú varst 75 ára, urðu kaflaskipti í gestabókinni ykkar, við bræðurnir gáfum þér heiðursorðu úr gulli og nýja gestabók, við skrifuðum á tit- ilsíðu: Elín nefnd er kona móðir þriggja sona að auki dóttur eina naut aðdáunar sveina. Elín amma gæskurík amman góða er engum lík. Heiðursorðu sæmd er nú fyrir mildi og sanna trú. Ég man hve ánægð þú varst með gjöf okkar og uppákomuna sem henni fylgdi, því gaman var að gleðja þig, amma mín, og engin tak- mörk eru fyrir þeim uppátækjum okkar sem við fengum í vöggugjöf frá þér og afa. Tíminn stendur ekki í stað. Nú er komið að kveðjustund. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingr.Thorst.) Í dag ertu borin til grafar, elsku amma – þú hefur kvatt þetta líf sem þú lifðir einlæg og elskandi, með góðri nærveru – sátt við Guð og menn. Síðustu ár hvarfstu smám saman í þína veröld og að lokum varstu ferðbúin. Nú getur andi þinn frjáls – risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns! Þið afi hafið náð ævitindinum og margir aðrir samferðarmenn ykkar, sem kvittuðu í gestabókina, og síð- ar mun ég sjálfur koma og þið afi bíðið mín þar, eins og svo oft áður hér, en þangað til veit ég að þú munt vilja fylgjast með mér – ráða mér heilt og vaka yfir mér og mín- um og ástvinum ykkar. Gestabókina góðu passa ég eins og fjársjóð í minningu ykkar afa og áfram munu ,,gestir“ nýrrar kyn- slóðar skrifa í hana. Minningin um ykkur afa er ljós í lífi okkar – Guð geymi þig, elsku amma. Lítil bæn til Ellu-ömmu, frá Leó, Agli Kára, Ellen Huld og Eiði Sölva: Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. (G. Ingi.) Hinsta kveðja. Þórður Kárason og fjölskylda. Heiðurskonan Elín G. Gísladóttir er látin í hárri elli. Eftir langa bið eftir Lausnara sínum fékk hún loks hvíldina södd lífdaga. Elín G. Gísladóttir var Snæfell- ingur, fædd og uppalin á Ölkeldu í Staðarsveit á Snæfellsnesi. For- eldrar mínir, Guðmundur Ólafsson og Valborg Emilsdóttir, bjuggu á Dröngum á Skógarströnd. Tengsl okkar urðu þó nánari þegar Rósa systir mín giftist Kára syni Elínar og manns hennar Þórðar Kárason- ar frá Haga í Staðarsveit. Góður vinskapur varð á milli foreldra minna og Elínar og Þórðar, en þau voru á líkum aldri. Elín og Þórður settust að í Reykjavík og þegar for- eldrar mínir brugðu búi fluttust þau í Kópavog. Rætur þeirra allra stóðu þó fastar alla tíð í frjórri jörð á Snæfellsnesi og það fór ekki á milli mála að þau voru alltaf Snæ- fellingar. Það er mér í fersku minni hversu glöð og kát Elín var alltaf. Ég sé þau fyrir mér hjónin, Þórð háan, dökkhærðan og glæsilegan og Ellu fínlega konu, ljóshærða, alltaf glað- lega, og létta í spori. Þau voru af- skaplega félagslynd og gestrisin hjón. Það var sem faðmur þeirra væri alltaf opinn og fullur hlýju og kærleika til allra sem til þeirra leit- uðu, enda var mikill gestagangur hjá þeim hjónum og oft mikið að gera hjá Ellu. Heimili Þórðar og Ellu geymdi marga muni frá fjarlægum löndum þar sem þau hjónin höfðu verið á ferð, því þau voru dugleg að ferðast og ferðuðust víða bæði utanlands og innan. Lífið heldur áfram göngu sinni og óðum vex ættboginn frá þeim hjónum, en þau bera stolt svipmót og merki sinna foreldra, afa og ömmu. Á myrkum næturhimni lýsir stjarna og vísar okkur veginn heim. Á köldum vordegi grær vetrarblóm og boðar sumar og betri tíð. Í svartri mold á nýju leiði vex lítið blóm og boðar nýtt líf. (K. E. G.) Við kveðjum Elínu G. Gísladóttur með þakklæti fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með henni og biðjum henni blessunar í nýjum heimkynnum. Börnum hennar, barnabörnum og öllum fjölskyldumeðlimum sendum við samúðarkveðjur. Valborg, Jón og Emilía og fjölskylda frá Dröngum. ELÍN GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR af á sama stað og fórum með text- ann og það fékk þig alltaf til að hlæja. Einnig lastu oft fyrir okkur Láka og Rauðhettu og Úlfinn sem þú gafst mér þegar ég var ung- barn. Alltaf hafðir þú eitthvað gott að borða þegar ég kom í heimsókn, ef ekki sendir þú mig út í búð til að kaupa eitthvað gott með kaffinu. Það var svo gott að koma til þín og borða nýbakaðar heitar lummur. Þú bjóst til þær bestu lummur sem ég hef á ævinni smakkað. Þú hugs- aðir alltaf um velferð allra, vildir t.d. alltaf að ég labbaði með Köllu heim til sín er hún kom í heim- sókn. Það var oft svo mikið vesen á okkur Köllu, við vildum alltaf fá að gista saman heima hjá þér og vor- um þá að leika okkur í barbie til tvö eða þrjú á næturnar. En svo flýttum við okkur undir sæng er við heyrðum fótatakið þitt nálgast þegar þú varst að fara að segja okkur að nú væri komið nóg í bili og að við ættum að fara að sofa. Ég man að ég fór oft út á Eið- istorg með tombólu. Oftar en ekki voru hlutirnir á tombólunni fengn- ir úr hillunum frá þér þar sem þú varst alltaf að láta mig fá eitthvað. Það fyndna við þetta allt var að þú komst svo út á torg og keyptir aft- ur af mér það sem þú hafðir látið mig fá. Oft var ég ekki mjög hress með það en núna þegar ég lít til baka fer ég bara að hlæja. Þú elskaðir að hlusta á mig spila á píanóið, þú hrósaðir mér alltaf fyrir allt. Alveg sama hversu lélegt eða fáránlegt það var. Þú varðst sár þegar ég hætti að spila. En ég ætla að gera það fyrir þig, amma mín, að byrja aftur og er að fara aftur í skóla eins og þú vildir. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig og ég get því miður ekki skrifað þær allar niður, þær eru endalausar. Þú varst klettur- inn í lífi mínu og munt alltaf verða það. Þótt ég sjái þig ekki veit ég að þú ert að passa og fylgjast með okkur öllum. Þú sagðir einu sinni við mig að eftir að þú værir farin myndir þú koma og klípa í mig þegar ég væri að gera eitthvað af mér. Ég mun alltaf muna þetta og hugsa mig tvisvar um áður en ég geri hlutina. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og barnið mitt. Allar þessar yndislegu stund- ir frá því að ég man eftir mér og þú varst alltaf tilbúin að rétta mér þína hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Þú stóðst með mér í gegn- um súrt og sætt og ég man þegar þú komst upp á spítala til mín og sást Gunnar í fyrsta skiptið. Gleðin geislaði af þér og þannig mun ég ávallt minnast þín. Elsku afi, missir þinn er mikill, ég votta þér og börnunum þínum mína dýpstu samúð. Karitas. Með örfáum orðum langar mig að minnast föðursystur minnar Karolínu Aðalsteinsdóttur. Kalla, eins og hún var alltaf köll- uð, var næstyngst þeirra barna ömmu minnar og afa sem komust til fullorðinsára, en þau voru: Ragnar sem dó ungur, Stefanía, Marinó, faðir minn, Kalla og Guð- laugur yngstur. Öll eru þau nú lát- in en þau fæddust öll og ólust upp á Fáskrúðsfirði. Þar fæddist ég einnig og ólst upp til fimm ára ald- urs er foreldrar mínir skilja og ég fluttist brott og ólst upp á Garð- skagavita. Við slíkar aðstæður er hætta á að samband barns við systkini for- eldra sinna dofni en mín gæfa var sú að Kalla lét sig mig varða og hélt sambandi, fylgdist með mér og gaf mér hluta af sinni hjarta- hlýju. Kalla var og er í mínum huga eins konar ættmóðir, sem fylgist með öllum, deilir með þeim gleði og sorg og styður alla með hvatningu og væntumþykju. Ung giftist Kalla eftirlifandi eiginmanni sínum Sveinbirni Gíslasyni og eiga þau saman fjögur börn og stóran hóp afkomenda. Núna þegar ég set þessi fátæk- legu kveðjuorð á blað sé ég í hug- skoti mínu Köllu fyrir mér, kvika í hreyfingum með geislandi bros og mér finnst ég heyra hennar dill- andi hlátur. Þannig var Kalla, dug- leg, glaðlynd, með stórt hjarta og óspar á að miðla af sinni hjarta- hlýju. Fyrir þá ræktarsemi og um- hyggju sem Kalla sýndi mér alla tíð vil ég nú að leiðarlokum þakka. Ég bið góðan Guð að styrkja Svenna og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg, því missir þeirra er mikill. Kalla mín, hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Valgerður Marinósdóttir. Ég og Kalla frænka vorum bræðradætur. Feður okkar voru frá Höfðahúsum við Fáskrúðsfjörð. Gott var að koma á heimili þeirra Köllu og Svenna á Seltjarnarnesi. Þar voru hlýjar móttökur og gest- risni í fyrirrúmi. Fyrir tveimur ár- um kom hún í sína seinustu ferð á Fáskrúðsfjörð þar sem voru Franskir dagar. Auðvitað keyrði Svenni Köllu sína þessa löngu leið. Ég minnist sérstaklega þegar þau sátu saman á bekk í garðinum mín- um og hún lét aðdáun sína í ljós á fjöllunum og þeirri fegurð sem fjörðurinn býr yfir á fallegum og lygnum sólskinsdegi sem þessum. Kalla hringdi svo til okkar í Hveragerði þar sem ég bý núna deginum áður en hún lést til að athuga hvernig manninum mínum liði, þrátt fyrir að hún væri þá sjálf á sjúkrahúsi. Svona var Kalla, alltaf að hugsa um aðra. Það voru orð að sönnu sem gömul vinkona sagði nýlega: „Hún var góð kona hún Kalla.“ Við Jón sendum Svenna, börnum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðríður Karen Bergkvistsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.