Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 15 ERLENT EÞÍÓPÍSKUR hermaður stendur vörð við veg sem næstum eyðilagðist í miklum flóðum í hverfinu Afetesia í borginni Dire Dawa í austurhluta landsins. Talið er að a.m.k. 206 manns hafi látið lífið í flóðinu sem hófst á sunnudag. Óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka mjög en um 300 manns er ennþá saknað. Afetesia- hverfið er afar þéttbýlt og hefur það gert allt hjálparstarf erfiðara. AP Á þriðja hundrað fórst í Eþíópíu Bónus-vinningur 2 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! 60 100 160 1. vinningur MILLJÓNIR Fá›u fl ér mi› a fyrir kl. 16 á mi›v ikudag inn e› a taktu s éns á a › miss a af fle ssu! MILLJÓNIR Á LAUSU! E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 8 7 3 Potturinn stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 60 milljónir og bónusvinningurinn í 2 milljónir. Tvöfald ur pottur2 Mexíkó. AFP. | Kosningayfirvöld í Mexíkó höfnuðu um helgina þeirri beiðni forsetaframbjóð- andans Andres Manuel Lopez Obrador að öll atkvæði í kosning- unum 2. júlí yrðu endurtalin. Þess í stað var ákveðið að end- urtelja um níu prósent atkvæða frá um 130.000 kjörstöðum. Obrador, sem tapaði afar naumlega í kosningunum fyrir hægrimanninum Felipe Calderon, mótmælti ákvörðuninni þegar í stað. „Við munum halda mótmæla- göngunum áfram,“ sagði Obrador við stuðningsmenn sína í Mexíkó- borg á sunnudag. „Við munum ekki gefast upp. Við samþykkjum ekki endurtalningu hluta at- kvæða. Við viljum endurtalningu atkvæða frá öllum kjörstöðum. Við viljum 100 prósent lýðræði.“ Stuðningsmenn Obradors hafa sett upp tjöld í miðborg Mexíkó- borgar og þannig lamað umferð og viðskipti á svæðinu. Versl- unarráð Mexíkóborgar hefur gagnrýnt mótmælin og sagt þau kosta borgina um 36 milljónir Bandaríkjadala á dag, eða um 2.545 milljónir króna, og ógna störfum þúsunda manna. Fullri endur- talningu hafnað í Mexíkó Ósló. AFP. | Fjöldi þeirra Norð- manna sem er hlynntur inngöngu í Evrópusambandið fer vaxandi, að því er fram kemur í nýrri könnun sem birt var í dagblaðinu Nationen í gær. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem er and- vígur aðild stendur í stað miðað við fyrri kannanir. Alls segjast 47 prósent þátttak- enda ekki vilja ganga í ESB, eða litlu fleiri en þau 43 prósent sem eru nú hlynnt inngöngu. Dregið hefur saman á milli fylkinganna en í svipaðri könnun í júní höfðu andstæðingar aðildar 10 prósenta forskot í svipaðri könnun. Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæða- greiðslum, árin 1972 og 1994. Nú- verandi vinstristjórn er klofin í afstöðu sinni til ESB og hefur úti- lokað að skref verði stigin í átt til aðildar áður en kjörtímabili hennar lýkur árið 2009. Um 1.000 manns tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd dagana 25. til 31. júlí. Fleiri vilja ganga í ESB í Noregi GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki búast við því að leiðtogar Hizbollah-hreyfingar- innar og Ísraelsmanna myndu sam- þykkja öll atriði nýs uppkasts í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um hlé á vopnuðum átök- um í Líbanon. „Markmið ályktunarinnar er að styrkja líbönsk stjórnvöld svo að Ísraelsmenn hafi félaga í friðarum- leitunum,“ sagði forsetinn í gær. „Hvað svo sem mun gerast hjá Sameinuðu þjóðunum megum við ekki skapa tómarúm sem Hizbollah og stuðningsmenn hreyf- ingarinnar geta notað til að flytja meira af vopnum.“ Þá lagði Bush, sem tjáði sig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs frá búgarði sínum í Crawford, Texas, áherslu á að „átökunum yrði að linna“ sem fyrst. Enn fremur beindi hann orðum sínum til stjórnvalda í Dam- askus og Teheran. „Sýrlendingar og Íranar styðja aðgerðir Hizbollah til þess að skapa glundroða, allt til þess að nota hryðjuverk til að stöðva fram- rás lýðræðisríkja.“ Vilja breyta uppkastinu Um helgina náðu samningamenn Bandaríkjamanna og Frakka sam- komulagi um uppkast að ályktun þar sem þess er krafist að Hizbollah hætti tafarlaust árásum og að Ísraelsher stöðvi sókn sína í Líbanon. Er álykt- uninni þannig ætlað að skapa skilyrði fyrir aðra ályktun öryggisráðsins sem myndi heimila flutning alþjóðlegs herliðs til suðurhluta Líbanon. Háttsettir embættismenn í Ísr- aelsstjórn eru almennt sáttir við upp- kastið. Líbönsk stjórnvöld vilja hins vegar að ályktunin kveði á um tafar- laust vopnahlé og brottflutning ísr- aelskra hermanna, en hún hefur einn- ig samþykkt að senda 15.000 manna herlið að landamærunum dragi Ísr- aelsher lið sitt í burtu. Þá hafa tals- menn Hizbollah hafnað uppkastinu með þeim rökum að það feli í sér áframhaldandi dvöl ísraelskra her- manna í Suður-Líbanon. Styðja tillögur Líbana Búist er við að fulltrúar nokkurra helstu ríkja Arababandalagsins verði viðstaddir umræður um uppkastið í öryggisráðinu í dag. Eru þeir hlynntir breytingartillögum líbanskra stjórn- valda, en talið er að samþykkt upp- kastsins muni frestast vegna krafna stjórnarinnar í Beirút um endurskoð- un á ákvæðum þess. Fari svo að öryggisráðinu mistakist að komast að samkomulagi um álykt- un á næstu dögum er næsta víst að framhald verði á átökunum. Þannig fyrirskipaði Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, í gær hernum að undirbúa hertar aðgerðir gegn Hizbollah ef niðurstaða fengist ekki innan skamms í öryggisráðinu. Á sama tíma táraðist Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, á fundi með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í Beirút í gær og sagði ein- staklega brýnt að koma á friði. Mikið mannfall varð í Líbanon í gær þegar allt að 57 menn létu lífið í árásum Ísraelshers. Hizbollah hélt árásum sínum einnig áfram og lét á annað hundrað flugskeytum rigna yf- ir norðurhluta Ísraels. Mikill stuðningur við Hizbollah Mikill meirihluti Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza styðja að- gerðir Hizbollah gegn Ísraelsmönn- um og eru andvígir skilyrðislausri lausn ísraelskra fanga, sem eru í haldi hreyfingarinnar, til að flýta fyrir endalokum átakanna, að því er fram kemur í nýrri könnun sem birt var í gær. Alls sögðust 97 prósent þátttak- enda í könnuninni, sem var fram- kvæmd fyrir Near East Consulting Group, styðja Hizbollah, á meðan þrjú prósent sögðust henni andvígir. Bush þrýstir á um vopnahlé í Líbanon Stjórnvöld í Beirút ósátt við uppkast öryggisráðsins og vilja breytingar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is George W. Bush

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.