Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karólína Aðal-steinsdóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 9. júní 1927. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ottó Aðal- steinn Stefánsson, útvegsbóndi frá Höfðahúsum á Fá- skrúðsfirði, f. 12.10. 1898, d. 6.8. 1987, og Valgerður Júlía Jónsdóttir frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum, f. 1.7. 1899, d. 11.9. 1961. Systkini Karólínu voru Ragnar, f. 22.6. 1921, d. 25.12. 1941; Stefanía, f. 1.11. 1922, d. 12.1. 1999; Marinó, f. 11.10. 1925, d. 9.1. 1979; og Guðlaugur, f. 26.12. 1929, d. 23.6. 1999. Karól- ína átti einnig tvo yngri bræður, Garðar og Björgvin, sem dóu í barnæsku. Hinn 21. arpíl 1949 giftist Kar- ólína eftirlifandi eiginmanni sín- um, Sveinbirni Sæ- dal Gíslasyni, f. 17.12. 1926. For- eldrar hans voru Gísli Gíslason, f. 12.12. 1904, d. 21.7. 1972, og Helga Guð- björg Sigurbjörns- dóttir, f. 28.8. 1891, d. 25.7. 1973. Karól- ína og Sveinbjörn eignuðust fjögur börn. Þau eru: Helgi, f. 29.12. 1947, Ragna, f. 12.7. 1951, Edda, f. 6.4. 1953, og Valur, f. 11.9. 1961. Barna- börnin eru 18 talsins og tvö af þeim eru látin. Barnabarnabörnin eru níu. Karólína ólst upp á Fáskrúðs- firði. Sextán ára gömul fór hún til Reykjavíkur í vist til Stefaníu systur sinnar. Hún vann lengst af í Ísbirninum og síðan Granda. Útför Karólínu verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði. Elsku mamma mín er dáin, fékk loksins hvíld eftir langvarandi veikindi. Það kemur manni alltaf jafnmikið á óvart þegar einhver nákominn fellur frá. Ég var ekki tilbúin að missa hana, ég vonaði alltaf að henni myndi batna. Hún var sú kona sem ég leit alltaf mest upp til. Allt sem ég kann lærði ég af henni. Líf mömmu var ekki allt- af dans á rósum. Hún vann utan heimilis nánast allt sitt líf, en alltaf var hreint heima og alltaf var eld- aður matur og bakað, bestar voru lummurnar hennar og sandkökurn- ar fyrir utan allt annað sem hún gerði. Hún vann í Ísbirninum, síð- an Granda í 30 ár, einnig við skúr- ingar í hjáverkum. Bestu tímar mömmu voru efalaust þegar hún fór á sjóinn með pabba á hverju ári þegar hann var hjá Eimskip. Mamma fór einnig með mér sem þerna tvo túra á gömlu Herðubreið og Esju, það voru góðir tímar. Mamma var létt og kát kona sem gat komið öllum í gott skap. Það eru ótal góðar minningar sem ég geymi í hjarta mér. Barnabörnin og barnabarnabörnin eiga núna um sárt að binda að vera búin að missa ömmu sína. Þau voru henni alltaf efst í huga. Alltaf þegar þau komu í heimsókn spurði hún hvort þau væru ekki svöng, sendi þau út í búð til að kaupa snúða eða gaf þeim það sem þau langaði í. Elsku pabbi minn á núna mjög erfitt, mamma var hans stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Þau voru gift í tæp 60 ár. Missir hans er því mjög mikill. Ég bið algóðan Guð að taka mömmu í faðm sér, varðveita hana og geyma þar til við hittumst á ný. Ég bið Guð að varðveita pabba minn og umvefja hann örmum sínum í hans miklu sorg. Einnig bið ég hann að lina sorg og missi okkar systkina, tengdasonar, barnabarna og barnabarnabarna. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku mamma, Guð geymi þig. Þín Edda. Ég gat vart trúað því þegar fað- ir minn hringdi í mig að kvöldi 26.7. og tilkynnti mér að móðir mín væri látin. Ég var ekki tilbúin að fá þessar fréttir, þó svo að hún væri búin að vera lengi veik og lægi á sjúkrahúsi. Mamma sem var alltaf svo sterk og dugleg, kona sem hafði unnið mikið og staðið sig eins og klettur í gegn um súrt og sætt. Ég hafði heimsótt hana kvöldið áður og þá fannst mér hún vera með hressara móti, við spjölluðum mikið saman um barnabörnin og langömmubörnin sem voru henni ávallt efst í huga, hvernig þeim gengi og liði, hvenær þau væru fædd og hvenær þau ættu afmæli. Ég á svo margar góðar minn- ingar um mömmu mína að það er erfitt að velja eitthvað sérstakt úr, það mundi þurfa mörg Morgunblöð fyrir þær allar. Hún var einstök kona, heiðarleg og trúuð mjög og það var það veganesti sem hún gaf okkur systkinunum út í lífið. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni, hún hafði mjög gaman af öllum íþróttum og það stytti henni stundirnar að horfa á góða bolta- leiki. Hún hafði líka mjög gaman af allri músík og góðum dægurlög- um og hún fylgdist spennt með Idolinu. Það eru þrjú langömmubörn á leiðinni og hún talaði um að það væri leitt að geta ekki séð þau. Ég sagði henni að svona mætti hún ekki hugsa, henni mundi batna og hún kæmi aftur heim og um jólin væri hópurinn aldeilis orðin stór, fjögur uppkomin börn, 18 barna- börn, tvö af þeim látin, og níu barnabarnabörn og þrjú á leiðinni, það er aldeilis stór fjölskylda. Mamma! Þú breyttir því sem var venjulegt og hverstaklegt og fyrir bragðið léstu mér finnast ég vera sérstök. Hvað sem gerist, á hverju sem gengur, veit ég að eitthvað er í mig spunnið, þökk sé þér. Ég hugga mig við að ég veit að það verður vel tekið á móti mömmu og bið góðan Guð að styrkja pabba minn í sorg sinni og söknuði. Þín Ragna. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur, farin til himna til Guðs. Mér finnst erfitt að viðurkenna það að þú sért ekki lengur til stað- ar þegar eitthvað bjátar á, því það varst þú, elsku amma mín, sem maður gat alltaf leitað til og þú fannst ráð við hverjum vanda. Það er svo margt sem ég á eftir ógert sem ég vildi að þú hefðir get- að séð og ég hefði séð enn og aftur að þú værir stolt af mér þótt ég viti að þú varst alltaf stolt af okk- ur, sama hvað við völdum okkur. Ég óska þess svo heitt að þú hefðir getað verið hjá mér þegar verð sjálfráða, útskrifast, giftist og eignast börn. Síðasta skiptið þegar ég sá þig var þegar ég og Karitas komum til þín á spítalann og eins og vanalega sagðir þú að þér liði ágætlega þótt þér liði ekki vel. Þú varst búin að vera svo lengi veik en það var sama hversu slöpp þú varst, alltaf þegar ég kom í heimsókn fórstu af stað og vildir að ég fengi mér að borða og ég varð að grátbiðja þig að leggjast aftur niður og hvíla þig. Fyrir mér varstu fallegasta og yndislegasta manneskja á jarðríki, alltaf svo góð við alla, þú safnaðir pening fyrir vesalings fátæku börnin í heiminum og vildir alltaf gefa manni smápening fyrir gotti. Bros þitt var svo bjart og aldrei var langt í hláturinn sem olli því að mér hlýnaði um hjartarætur. Þegar ég hugsa til þín man ég eftir þegar ég, Karitas og Matti komum í heimsókn til þín á spít- alann og þú vildir gefa okkur 500 kall en við sögðum öll: ,,Nei, amma mín, þú hefur miklu meira að gera við peninginn en við,“ en þú gafst ekki upp og vildir gefa okkur hann samt þar sem hann var svo krump- aður og þú nenntir ekki að hafa hann í veskinu þínu. Ég sagðist þá skipta við þig því við vildum hann ekki og ég fékk krumpaða 500 kall- inn þinn og ég lét þig fá annan í staðinn og þú gafst loksins upp á að reyna og við hlógum öll. Alltaf var ég velkomin að gista hjá þér sama hvaða dagur var og varstu með kvöldsnarl handa okk- ur Karitas sem voru melónur, app- elsínur og fleiri ávextir. Ein minningin um þegar ég gisti hjá þér var þegar ég var búin að vera lasin lengi og nýrisin upp úr flensunni og okkur Karitas langaði svo út að labba um kvöldið en þú tókst það ekki í mál. ,,Kalla mín gæti orðið veik aftur,“ sagðir þú og við læddumst þá út og vorum þar í smátíma og þegar við læddumst inn aftur heyrðist í þér úr stofunni ,,Eruð þið að læðast út?“ og við sprungum úr hlátri og neituðum því sem var reyndar sannleikurinn því við vorum að koma inn. Okkur Karitas þótti gaman að stríða þér aðeins því þú tókst öllu svo vel eins og þegar þú hringdir heim og vildir fá að tala við Karit- as sagðist ég vera hún. Þú þekktir okkur ekki í sundur í símanum og byrjaðir að tala um eitthvað sem ég vissi ekkert um og þá áttaðir þú þig á því að þetta væri ég og þú hlóst svo dátt yfir að við hefðum gabbað þig. Ég bið þig, elsku amma mín, að vaka yfir okkur á þessum erfiðu tímum. Megir þú hvíla í friði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Elsku afi, Helgi, Ragna, mamma og Valur. Við verðum vera sterk og halda þétt utan um hvert annað fyrir ömmu af því ég veit að hún vill bara sjá okkur hamingjusöm. Þín Karólína (Kalla). Amma mín er dáin. Ég trúði því varla er mér var sagt frá því að Kalla amma væri dáin og enn á ég erfitt með að trúa því. Hún var bú- in að vera lasin en samt ekki þann- ig að við héldum að hún væri alveg að fara að deyja. Kalla amma var alltaf svo hlý og góð kona. Það var stutt í hláturinn hjá henni og það var alltaf gaman að grínast við hana. Hún var prakkari í sér og fannst gaman að gera góðlátlegt grín að öðrum. Henni fannst gaman að fá gesti til sín og bauð alltaf upp á það besta sem hún átti. Og ef ekkert var til að bjóða vildi hún fara út í búð eða senda einhvern okkar til að kaupa eitthvað með kaffinu. Við erum mörg barnabörnin og nú komin þó nokkur barnabarnabörn sem hún hafði mikið dálæti á og fylgdist vel með okkur öllum og einnig barna- barnabörnum sínum. Amma hafði mikinn áhuga á öll- um boltaíþróttum og fylgdist þar vel með. Gísla, manninum mínum, þótti amma mjög merkileg kona þar sem hann gat rætt við hana um körfubolta, fótbolta og hand- bolta. Við minnumst þess mjög er hún og afi komu á Akureyri vorið 2000 til þess að vera við útskrift mína frá Háskóla Akureyrar og eyddu þau þar með okkur einni helgi. Hún vakti svo langt fram eftir nóttu með Gísla yfir NBA- körfuboltaleik og var alveg inni í öllu. Gísla fannst sérstaklega gam- an að því að hún gat jafnvel nafn- greint leikmennina og átti sér meira að segja einn uppáhaldsleik- mann sem hún kallaði „hann Kalla minn“, (Carl Malone). Þegar við Gísli vorum tiltölulega nýbyrjuð saman var hann að keppa í körfu- bolta og átti eitt sinn leik við Gróttu á Nesinu. Amma frétti af því að hann væri að koma að keppa og gerði sér lítið fyrir og mætti á leikinn og hvatti hann og hans lið meira að segja. Þetta voru lið í 2. deild og ekki ýkja margir áhorf- endur þannig að það tóku flestallir eftir ömmu í stúkunni að hvetja þá til dáða gegn sínu heimaliði. Óskar sonur minn (fjögurra ára) var svo heppinn að eiga langömmu og hún var honum svo góð og til- litssöm. Hann er feiminn og þarf sinn tíma til að kynnast fólki. Hann var stundum feiminn við langömmu sína og þurfti sinn tíma til að byrja að tala við hana og hún gaf honum bara þann tíma sem hann þurfti. Eftir að amma veiktist og var lögð inn á spítala fórum við Óskar nokkrum sinnum til hennar og hann spurði mikið um hana og hugsaði greinilega oft til hennar. Velti fyrir sér hvort henni væri batnað, hvenær hún mætti fara heim til sín aftur og fleira. Svo kvöldið áður en hún dó sat hann við tölvuna okkar og var að pikka inn stafi. Hann sagði mér svo að hann hefði verið að senda sms til ömmu og segja henni að hann elsk- aði hana. Ég hélt að hann væri að tala um Rögnu ömmu því hann er svo mikill ömmustrákur og sagði við hann: „Ragna amma verður ánægð með það.“ En þá sagði hann mér að hann væri ekki að senda Rögnu ömmu sms heldur Köllu langömmu á spítalanum. Ég vildi að ég hefði getað sagt ömmu frá þessu því ég veit að henni hefði þótt svo vænt um þetta. En hún var dáin áður en ég komst til hennar til að segja henni þetta. Margar fleiri góðar minningar á ég um Köllu ömmu en geymi þær í hjarta mínu og minnist þeirra með fjölskyldu minni og vinum. Ég trúi því að ömmu líði nú betur og á þannig auðveldara með að sætta mig við að ég hitti hana ekki oftar í þessu lífi. Elsku afi minn. Við Gísli og Ósk- ar viljum senda þér okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þig og okkur öll í sorg okkar. Ingibjörg. Ég vil þakka ömmu minni fyrir allan þann hlýhug sem hún hefur borið til mín og allar bænirnar um ósk um bata sem hún hefur sent mér í veikindum mínum í gegnum árin. Amma og afi lögðu á sig að mæta upp á Keflavíkurflugvöll kl. 5 að morgni þegar ég kom úr minni fyrstu hjartaaðgerð frá Boston árið 1997. Ömmu langaði svo að sjá mig sjálf og vita að það væri í lagi með mig. Þótti mér mjög vænt um það. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa á Eiðistorgið. Amma stjanaði við okkur og bjóð- andi okkur kræsingar og mat. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni og gaman að segja henni brandara, hún veltist alltaf um af hlátri. Ég minnist jólaboðanna hjá þeim þegar allir í fjölskyldunni voru saman komnir og þá var alltaf glatt á hjalla. Ég bið góðan Guð að styrkja afa í sorg sinni og söknuði. Björgvin. Elskuleg amma okkar er dáin. Okkur bræðurna langar til að minnast þín með nokkrum fátæk- legum orðum. Þú varst stór hluti af lífi okkar, uppvexti og uppeldi. Þú reyndist okkur ósegjanlega vel og varst ávallt til staðar, reiðubúin að fæða, klæða og leika við „vesa- lingana og aumingjana“ þína. Með- al fyrstu minninga okkar eru boltaleikir í litla húsinu á Hæð- arenda þar sem þú sýndir mark- vörslu á heimsmælikvarða í dyra- gættinni við mikla kátínu okkar. Það var auðvelt að hlæja og gleðjast með þér og alveg ógleym- anlegt þegar þú hlóst svo mikið að þú náðir ekki andanum. Við áttum hjá þér annað heimili í æsku. Það voru alltaf nægar veitingar handa skítugum skæruliðum sem voru látnir þvo sér „framaní höndurnar“ áður en þeim var hleypt í lumm- urnar. Þú vildir allt fyrir okkur gera og lagðir mikið á þig til að geta boðið okkur í siglingu um heimshöfin með ykkur afa fermingarárin okk- ar. Þú hafðir yndi af því að gefa og veita vel eins og jólaboðin á Eið- istorginu vitna um og lagðir alúð og metnað í það, enda vakti það ekki miklar vinsældir hjá þér að kalla „súkkulaðið“ kakó. Það voru ófáar gleðistundirnar á Nesinu, enda kunnir þú sannarlega þá list að láta þínu fólki líða vel. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur, umhyggju þína, gæsku og gjafmildi. Þínir Sveinbjörn, Þorbergur og Sæþór. Elsku amma mín. Ég er en að átta mig á hlutunum. Sjokkið var svo mikið þegar að ég frétti að þú værir farin. Ég, Kalla, pabbi og Ben vorum að horfa á grínmynd og Gunnar litli var að æfa sig að labba um allt gólf. Ég hélt að þetta yrði yndislegt kvöld, en þá hringir sím- inn hans pabba og hann fer fram að tala í símann. Svo kemur pabbi fölur inn í stofu og grípur utan um mig og fer að háskæla og segir: „Karitas mín, hún amma þín er dá- in.“ Ég varð stjörf og fór svo að gráta. Síðar um kvöldið fórum við Kalla út í göngutúr með Gunnar til að átta okkur á hlutunum og fá okkur frískt loft eftir allan grátinn og höfuðverkinn. Við gengum um Laugardalinn og grétum og hugs- uðum og töluðum bara um þig. Um hvað þú varst yndisleg manneskja. Þú hefur alltaf verið mér og öllum svo góð. Þú varst mér sem móðir eftir að mamma mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var níu ára gömul. Þú huggaðir mig þegar að mér leið illa og grést með mér þegar ég grét. Þú hlóst og varst með í gríninu þegar að ég var ánægð og hlæjandi. Þegar ég bjó hjá þér og afa gat ég verið mjög erfið, sérstaklega þegar þú varst að reyna að vekja mig og koma mér í skólann. Ég sagði alltaf 5 mínútur lengur, þá tókst þú til hreina sokka og bol og lést á ofn- inn og eldaðir hafragraut með sykri og rjóma. Svo komstu aftur inn í herbergið til mín og klæddir mig í heitu sokkana og straukst á mér fæturna og sagðir: „Karitas mín, nú verður þú að vakna,“ og komst svo með heitan bol og lést mig fá. Þessa minningu um góð- mennsku þína mun ég alltaf geyma og varðveita, elsku amma mín. Ég, Kalla og Matti fórum oft niður í fjöru að leika okkur, þá stóðst þú alltaf á svölunum og gættir að okkur og kallaðir á okk- ur að passa okkur á bílunum og labba ekki á steinunum svo við dyttum ekki og meiddum okkur. En þrátt fyrir aðvörunarorð þín vorum við alltaf að stelast til þess. Þá komstu og náðir í okkur óþekktarormana. Ég man eftir því að þegar að ég var lítil þá gafstu mér fötu og skóflu og þegar að það rigndi fór ég út og tíndi fulla fötu af ormum handa þér. Þér fannst það bara fyndið og slepptir þeim þegar ég sá ekki til. Ég elskaði að fá að skríða upp í rúm til þín þegar ég gat ekki sofn- að, það var alltaf svo hlýtt og nota- legt og svo tókstu alltaf utan um mig. Þú kenndir mér faðirvorið, trúarjátninguna og að signa mig, og alltaf fórstu með bænirnar með mér áður en við sofnuðum. Ég man þú last oft fyrir mig og Matta þeg- ar við gistum hjá þér. Uppáhaldið hjá okkur var Snúður og Snælda og kunnum við hana orðið svo vel að við gripum fram í fyrir þér allt- KARÓLÍNA AÐAL- STEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.