Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 43
Safnið er opið virka daga kl. 9–17, laug- ardaga kl. 10–14. Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar byggðar á Vetrarborginni eftir Arnald Indr- iðason. Teikningar Halldórs eru til sölu. Opið mán.–fösd. kl. 9–17, laugard. kl. 10–14. Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúð- kaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminja- safn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10– 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Víkin-Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við- burðaríka sögu togaraútgerðar og draga fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið. „Úr ranni forfeðranna“" er sýning á minja- safni Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadóttur. Molakaffi í boði og frábært út- sýni yfir höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönnun sem sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraft- inn í tískugeiranum og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna um Ísland og Íslend- inga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á hand- ritasýningunni og Fyrirheitna landið. Leiklist Iðnó | The best of Light Nights öll mánu- dags- og þriðjudagskvöld í ágúst. Sýningar hefjast kl. 20.30. Efnisskrá flutt á ensku (að undanskildum þjóðlagatextum og rímum), þjóðsögur færðar í leikbúning, þættir úr Ís- lendingasögum, dansar og fleira. Nánari uppl. á www.lightnights.com Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir aðstand- endur fólks með geðraskanir kemur saman öll þriðjudagskvöld í húsi Geðhjálpar að Tún- götu 7 í Reykjavík. Frekari upplýsingar eru að finna á vefnum www.gedhjalp.is Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði og leikföngum á mið- vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla sama dag kl. 15–17 að Eskihlíð 2–4 v/ Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár- hagslega, geta lagt inn á reikning 101-26- 66090 kt. 660903-2590. JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís- lands stendur yfir. Keppnin er opin öllum áhugaljósmyndurum og verða úrslitin kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19. ágúst. Þemað í ár er Höfuðborgin í ýmsum mynd- um. Veitt verða fern verðlaun frá Ormsson og ljosmyndari.is. Sjá nánar www.jci.is. Frístundir og námskeið Árbæjarsafn | Boðið er upp á örnámskeið tengd sýningunni „Diskó & pönk – ólíkir straumar?“ Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7–12 ára. Hvert námskeið stend- ur í 3 klukkustundir og verða nokkur und- irstöðuatriði í pönk-tónlist og diskó-dansi kennd. Nánari upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Útivist og íþróttir Viðey | Örlygur Hálfdanarson, bókaútgef- andi og Viðeyingur, stýrir gönguferð í Viðey í kvöld. Gengur Örlygur um æskuslóðir sínar í þorpinu á Sundbakka og litið verður inn í skólann og tankinn. Gangan hefst með sigl- ingu úr Sundahöfn kl. 19 og er ferjutollur 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 43 DAGBÓK 50% Helmingsafsláttur 50% 50% af öllum sumarvörum 50% v/Laugalæk • sími 553 3755 Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ALÞJÓÐLEGA orgelsumarið, tón- leikaröðin í Hallgrímskirkju sem ef rétt er skilið gegndi til skamms tíma hinu gustminna nafni „Sum- arkvöld við orgelið“, tefldi á sunnu- dag fram einum af færustu org- anleikurum Dana af yngri kynslóð. Þ.e.a.s. ef leiða mátti af líkum, því Bine Katrine Bryndorf hefur þegar gegnt prófessorsstöðu við Kon- unglega tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn í fimm ár, og kvað hafa verið reynt að fá hana hingað til leiks allt frá aldamótum. En loksins tókst það, og verður að segjast að frúin var biðarinnar virði. Því þótt kosti spennufall í lestri þá má alveg eins afhjúpa strax að leikur hennar náði fylli- lega háum gæðastaðli tónleikarað- arinnar og vel það. Jafnframt rann upp fyrir mér (að ég held) hvers vegna svo margir gestaspilendur kjósa að leika fyrri hluta tónleika uppi úr augsýn en hinn seinni niðri við kirkjugólfsspilborðið – a.m.k. þeir er minnst gera út á glæstar hreyfingar og spilfettur. Nefnilega til að verða fyrst dæmdir af eyrum (s.s. fyrir tónræna inntakstjáningu) fremur en af framkomu! Alltjent virtist það augljóst í þessu tilviki, því öll sjónræn virtúósaleikbrögð Bryndorfs gjörsamlega „glitruðu við fjarveru þeirra“ eins og sagt er á dönsku. Það voru ár og dagar síðan mað- ur hafði augum litið jafnhverfandi fyrirferð og áreynslu og þegar org- anistinn leyfði hlustendum loks að sjá sig að verki í tveimur síðustu og erfiðustu atriðum dagskrár. Gamla kennisetning hljóðfærakenn- ara – að forsenda nákvæmni og snerpu sé fólgin í sem mestri ráð- deild í limaburði – opinberaðist hér svört á hvítu. Bine Bryndorf virtist hafa nákvæmlega ekkert fyrir neinu. Prelúdíur Dideriks („Dietrichs“ utan Danmerkur) Buxtehudes (1637–1701) í byrjun og lok voru organistanum skyldar að fleira en að einu leyti, þar sem hvorttveggja var að Bryndorf er frá Hels- ingjaeyri, fæðingarbæ mikla Dan- ans, og hefur undanfarin ár hljóð- ritað orgelverk þessarar kunnu fyrirmyndar Bachs. Sú fyrri í D (BuxWV 139) var vellandi fjörug og litríkt raddvalin, og stórsópaði að þeirri seinni í d (BuxWV 140). Þar á milli fóru kliðmjúkt og háskreytt Sanctus eftir François Couperin og tvö svipmikil númer úr Les Corps glorieux eftir Messiaen. Andante Mozarts í F K616 tísti á alhæsta tónsviði, líkt og til að herma eftir spiladósinni sem það var frum- samið fyrir, svo verjast varð brosi út í annað. Þættirnir sex í Contrasti per organo (1972) eftir Vagn Holmboe hröpuðu að mínu viti talsvert úr innblæstri eftir vænlegan fyrri hluta þrátt fyrir ljómandi flutning. Hins vegar hélt 5. Tríósónata J.S. Bachs í C (BWV 529) fullum glampa sínum í meistaralegri túlk- un Bryndorfs, og kom raunar lítt á óvart að sjá á útleið hljómdisk hennar með öllum þessum sex org- elgimsteinum fyrir músíkalskasta (en því miður jafnframt drykkfelld- asta) son snillingsins, Wilhelm Friedemann. Tríósónöturnar þykja annars með erfiðustu orgelverkum fyrr og síðar í flutningi. En í sveifl- andi laufléttum flutningi Bryndorfs var bókstaflega eins og Fimman væri aðeins kálfskinn eitt. Slíkan galdur fremja engir au- kvisar. Hið fullkomna áreynsluleysi TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Buxtehude, Fr. Couperin, Messiaen, Mozart, Holmboe og Bach. Bine Katrine Bryndorf orgel. Sunnudag- inn 30. júlí kl. 20. Alþjóðlegt orgelsumar „Það voru ár og dagar síðan maður hafði augum litið jafnhverfandi fyrirferð og áreynslu ,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson um orgelleik Bine Bryndorf. Ríkarður Ö. Pálsson Í SUMAR hefur auk fastra úti- listaverka í Viðey mátt skoða verk eftir nokkra erlenda listamenn. Sýn- ingin er sú síðasta í listverkefninu Site Ations: Sense in Place sem átt hefur sér stað víða um heim með þátttöku erlendra og íslenskra lista- manna, en átta íslenskir listamenn hafa sýnt verk sín erlendis í tengslum við verkefnið. Það er myndhöggv- arafélagið sem skipulagði sýninguna í Viðey og sýningarstjórar eru Hannes Lárusson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Sum verkin á sýningunni voru í gjörningsformi og eru því eðlis síns vegna ekki sýnileg í Viðey nú, en sjá má verk eftir Philippu Lawrence frá Wales, Sarah Brown frá Írlandi, Mariusz Soltysik frá Póllandi, Krist- aps Gulbis frá Lettlandi og Monicu Foster frá Spáni. Markmið sýning- arinnar er meðal annars að tengjast umhverfi sínu en samtímalistamenn leggja gjarnan mikla áherslu á það í verkum sínum, hvort sem nálgunin er menningarleg, söguleg, landfræðileg, fagurfræðileg eða eitthvað enn ann- að. Listaverkið sem mætir farþegum ferjunnar þegar lagt er að í Viðey vekur athygli margra en hér er um að ræða skilti sem auglýsir byggingu íbúðar- og skrifstofuhúsnæðis í Við- ey, 700 íbúðir. Þetta verk hittir í mark á tímum mikillar þenslu og margir hafa brugðist ókvæða við í símanúmeri því sem upp er gefið á skiltinu.Verkið er eftir Kristab Gul- bis frá Lettlandi. Listaverk Philippu Lawrence er að finna í smáhýsi skammt aftan við Við- eyjarstofu, ljóðrænt verk með tilvís- unum í menningu og tækni samtím- ans. Utan á gamla skólahúsinu er síðan einnig að finna verk eftir Phil- ippu, skondið útlits en merkingin er dýpri, eins konar efnisgerð hugleið- ing um vatn í landi hreins vatns fyrir alla. Sarah Browne frá Írlandi leggur út af hugmyndinni um fyrirmynd- arþjóðfélagið. Hún sýnir inni í skóla- húsinu og velur persónulega útfærslu á íslensku lopapeysunni hugmynd sinni til myndbirtingar, auk hefð- bundins mynsturs má sjá texta á borð við „high taxes (háir skattar“, „rotten politics“ (spillt stjórnmál), „the banks own us“ (bankarnir eiga okkur) og „awesome daycare“ (ótrú- leg daggæsla) prjónaða í peysurnar. Textarnir eru fengnir úr skoð- anakönnun sem listakonan gerði á því hvað fólki fyndist verst og best á Ís- landi. Útkoman er nokkuð sönn, en um leið yfirborðsleg mynd af sam- félagi okkar, sérstöðu þess, kostum og göllum. Í fjörunni neðan við skólahúsið er að finna rýmisverk Mariusz Soltysik frá Póllandi. Afmarkað rými undir nafninu Búningsherbergi á að skapa áhorfandanum tækifæri til hugleið- ingar, eins konar viðkomustaður sem minnir á hverfulleika mannlífsins. Monica Fuster frá Spáni sýnir verk sitt utandyra en hún hefur látið reisa byggingu, sem minnir á vörðu, úr grjóti úr fjörunni. Samhliða er álíka form en úr plasti og uppblásið, það rís og hnígur. Hér spila saman ólík efnistilfinning, andstæður menn- ingar og náttúru og rytmi sem minnir á sjávarföllin, ris og hnig. Nálgun listamanna við umhverfið er mjög áhugaverð og margir lista- menn ferðast um heiminn og skapa myndverk út frá ólíkri menningu og landsvæðum. Sú spurning vaknar þó hvort ekki væri líka áhugavert að færa sína eigin menningu inn í annað umhverfi, nálgun af þessum toga á það á hættu að verða yfirborðsleg. En hér vinna listamennirnir af aug- ljósum heilindum og eftir að skoða verk þeirra fær áhorfandinn þá til- finningu að hann hafi séð meira en virðist við fyrstu sýn. Myndir af landi og þjóð MYNDLIST Viðey Sýningin stendur út sumarið og er opin alla daga. Site-ations Alþjóðleg samsýning, Myndhöggv- arafélagið skipulagði. Morgunblaðið/ÓmarEitt verkanna sem verða á vegi sýningargesta í Viðey. Ragna Sigurðardóttir MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.