Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 29 MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Stóru dan hvolpar til sölu. Hvolpar undan Emblu og Blue, fyrsta og eina got Emblu. Hvolp- arnir verða skráðir hjá HRFÍ. Uppl. í síma 662 2700. Nudd Klassískt nudd. Árangursrík olíu- og smyrslameðferð með ívafi ísl. jurta. Opið alla daga í sumar. Steinunn P. Hafstað félagi í FÍHN, s. 692 0644, Húsgögn Til sölu Ísskápur 170 cm á hæð á 5.000 kr. Svalavagn með neti, kerru- poka og regnneti á 5.000 kr. Sófa- borð, vel með farið 3.000 kr. Gas- helluborð og gasskynjari 15.000 kr. Upplýsingar í símum 866 0329 eða 565 2846. Húsnæði í boði Einbýli til leigu í Grindavík. 135 fm hús með 33 fm bílskúr til leigu í Grindavík. Verð 100 þús. á mán. Uppl. í síma 847 9893. Húsnæði óskast Óska eftir 2ja-3ja herbergja íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu eða í Hafnarfirði. Upplýsingar hjá Margin í síma 693 3510 milli klukkan 9 og 20. Hjálp! Erum á götunni! Reglu- samt par bráðvantar íbúð. Há- marks greiðslugeta 70 þ. Skilvís- um greiðslum heitið. Elín 865 9325, Hörður 849 4776. Atvinnuhúsnæði Lagerhúsnæði í Höfðahverfi. Rúmlega 300 fm lager eða geymsluhúsnæði til leigu í Höfða- hverfi. Lofthæð 3,50 m. Hentar fyrir þungavörur. Góð aðkoma. Símar 861 8011 og 699 5112. Sumarhús Til sölu, sumar/gestahús 24 fm. Húsið er mjög vandað og fallegt harðviðarhús með 12 fm palli, til- búið til flutnings, staðsett í Hvera- gerði (við Bónusverslunina). Ásett verð 2,5 millj. Uppl. í síma 893 9503 og 482 2362, Jóhannes. Sjá einnig: www.kvistas.is Sumarhús til sölu. Sumahús við Eyrarskóg í Svínadal, sem af- hendist fullbúið að utan en tilbúið til innréttingar að innan, 62 m² að flatarmáli, bjálkaklæðning. Glugg- ar og hurðir úr harðviði. Upplýsingar í síma 893 2329. Rotþrær Framleiðum rotþrær, 2.300-25.000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör og tengistykki í siturlögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Borgarplast, Borgarnesi, sími 437 1370. Heimasíða: www.borgarplast.is Námskeið Upledger höfuðb.- og spjald- hryggjarmeðf. Kynningarnám- skeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðf. verður haldið 26. ágúst næstkomandi í Rvík. Upplýsingar í síma 466 3090 eða á www.upledger.is. Microsoft kerfisstjóranám á haustönn Frá 4.9 til 31.1.2007. Ítarlegt, vandað og hagnýtt nám á mjög hagstæðu verði. Bættu Microsoft í ferilskrána. Rafiðnað- arskólinn, www.raf.is, s. 86 321 86. Óska eftir Vörubrettu. Vantar ca 800 notaða EURO palla. Verða að vera hreinir og í góðu standi. Uppl. onedin@simnet.is Þjónusta Smágrafa (1,8 t) til allra smærri verka, t.d. jafna inn í grunnum, grafa fyrir lögnum, múrbrot (er með brothamri og staurabor) og almenn lóðavinna. Einnig öll al- menn smíðavinna og sólpalla- smíði. Halur og sprund verktakar ehf., sími 862 5563. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Heilbrigðsráðgjöf Sólhildar. Stuðningsviðtöl og lífsstílsbreyt- ingar. Hef opnað nýja stofu í Síðu- múla 15. Tímapantanir í síma 568 3750 (e. kl. 17) og á netfangi: sol- hildur@vortex.is Sólhildur Otte- sen, hjúkrunarfræðingur BSc. Ýmislegt Týndur páfagaukur, tegund Gári, flaug út um glugga í Grafarvogi fimmutdaginn 3. ágúst. Er gæfur, blár og hvítur, svarar nafninu Eddi. Ef einhver hefur fengið hann inn um gluggann vinsam- lega hringið í síma 894 0394. Sími 4 200 500 www.plexigler.is Plexigler fyrir fiskverkendur, skiltagerðir, fyrirtæki og einstaklinga. Sérsmíði og efnissala. Glæsilegir dömuskór úr leðri. Litir: Turkis, brúnt og beige. Verð: 7.600. Glæsilegir dömuskór úr leðri. Litir: Svart, hvítt og turkis. Verð: 4.985. Glæsilegir dömuskór úr leðri. Litir: Turkis, brúnt og beige. Verð: 7.600. Misty skór, Laugavegi 178. Sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar MMC Montero Ltd árg. '04, ek. 90 þús. km. MMC Montero Ltd 2004, ek. 90 þ. km. Sjálfsk., leður, topplúga, litað gler, 7 manna, gullsans, 3800cc. Verð 3.100 þ. S. 899 2307. Mercedes Benz árg. '95, ek. 194 þús. km. Til sölu vegna flutnings. M. Benz E220. Ásett verð 850 þ. Tilboð 590 þ. Nýskoðaður. Upp- lýsingar í síma 691 7143. Jeppar Land Cruiser LX 2000. Land Cruiser 90 LX árg. 2000. Ekinn 136.000 km. Beinsk. Upphækk. 33". Dráttarkúla. Tilboð. Uppl. í síma 899 0844. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '05 892 4449/557 2940. Fellihýsi Fellihýsi óskast. Óska eftir felli- hýsi fyrir allt að 300 þ. kr. stað- greitt. Þarf að vera með miðstöð. S. 554 0338/691 0338/693 0138. Smáauglýsingar sími 569 1100 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn gekk betur þannig og þá gátum við líka fengið góðan tíma til að spjalla á eftir. Ekki það að hún Inga væri að gera lítið úr mér, nei, það var öðru nær, hún vissi bara að það var margt annað sem ég gerði betur. ,,Komdu þegar þú nennir eða hefur tíma, það er alltaf gaman að fá þig,“ sagði Inga alltaf þegar við kvöddumst, engin skilyrði bara væntumþykja. Stundum kom ég vikulega og stundum liðu mánuðir á milli heimsókna en alltaf fékk ég sömu hlýju og góðu móttök- urnar. Hún samgladdist mér svo inni- lega í lífinu bæði í stóru og smáu. Ég var ekki ein um það að vera velkomin til Ingu og Jóa. Hjá þeim var stöð- ugur gestagangur og ég vitna hér í ljóð sem pabbi, bróðir Ingu, orti til hennar sjötugrar: Margir sárir – síst er skyldi – sækja til þín bros og mildi. Stofan þín hún ilmar öll. Börnin hennar og þeirra fjölskyld- ur var hennar auður í lífinu. Hún sagði mér að bæn hennar til Guðs hafi fyrst og fremst verið sú að hún fengi að koma börnunum sínum til manns. Þegar svo Gunnar, yngsta barnið, var orðinn 16 ára þakkaði hún fyrir bæn- heyrslu og sagðist tilbúin að fara. Við, aðstandendur og vinir, erum afar þakklát fyrir að Guð kallaði hana ekki strax til sín heldur fengum að njóta hennar rúmlega þrjátíu árum lengur! Ég veit að Inga frænka var ekki rík af veraldlegum auð en enginn var samt ríkari en hún að mínu mati; alltaf sátt og ánægð með sitt. Ég get sagt með sanni að foreldrar mínir og Inga frænka séu þær manneskjur sem ég hef litið mest upp til, þau hafa verið mér sannar fyrirmyndir í lífinu. Öll hafa þau verið heilsteypt og sam- kvæm sjálfum sér, laus við ágirnd og öfund og leitast við að vera sönn í samskiptum sínum við fjölskyldur sínar og samferðamenn. Inga átti við heilsuleysi að stríða undanfarin ár og dvaldi á Skjóli síð- ustu árin. Þar var hún ekki skilin eftir ein því börn hennar voru einstök í umhyggju sinni og kærleika og þá má sérstaklega nefna Herdísi og Gerðu að öðrum ólöstuðum. Ég þakka þeim innilega fyrir að fá að vera með Ingu síðasta spölinn. Með þakklæti fyrst og fremst en einnig söknuði kveð ég Ingu frænku mína, hún var mér afar kær. Við Jónsi og börnin okkar, Hákon og Inga Hrönn, sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hennar og Jóa (frænda) og gefi þeim frið. Anna. Lífsgöngu Ingu föðursystur minn- ar er lokið. Hún hefur gengið inn í fögnuð herra síns þar sem lífsbók hennar, skráð gullnu letri, fær heið- urssess. Saga Ingu frænku er einstök fyrir þá lífsgleði, örlæti og þjónustulund sem einkenndi hana alla tíð þrátt fyrir að hafa aldrei haft úr miklum verald- legum auði að moða. Hún var öllum sem henni kynntust ógleymanleg. Að umgangast Ingu kom í veg fyrir veru- leikafirringu. Sá andlegi auður sem hún var nestuð út í lífið af skapara sín- um og bernskuheimili var óvenju mikill. Þann auð náði hún að ávaxta allt sitt líf af ótrúlegri kostgæfni. Arð- semi eigin fjár stærstu fjármálastofn- ana landsins bliknar við þann árangur sem Inga náði við að ávaxta sitt pund. Inga fæddist og ólst upp á Eskifirði við kröpp kjör. Hún kynntist því fljótt að lífið var enginn dans á rósum en viðhorf hennar til lífsins sem hún ung nam af móður sinni gerði það að verk- um að hún fór brosandi í gegnum allt sitt líf. Ung kynntist hún Jóa sínum. Gagnkvæm og ótakmörkuð ástin ylj- aði þeim í óhrjálegum húsakynnum á fyrstu búskaparárunum og alla tíð síðan. Samband þeirra var í mörgu sérstætt. Oft var stutt í stríðnina hjá Jóa en það var hans aðferð til að flytja henni ástaróð og Inga tók því eins og til var ætlast. Sagt er að Inga hafi erft eðliseig- inleika móður sinnar. Hún var ósér- hlífin dugnaðarforkur, alltaf til staðar tilbúin að þjóna, leiðbeina og rétta hjálparhönd öllum þeim sem til henn- ar leituðu. Margir komu til hennar þegar rétta þurfti af kúrsinn og af hennar fundi komu allir einhvers bættari. Inga var einstaklega örlát mann- eskja. Heimili Ingu og Jóa stóð öllu frænd- og vinafólki alltaf opið og þangað var eftirsóknarvert að koma. Heimili þeirra var aldrei stórt í fer- metrum talið og erfitt var að átta sig á því hvort þröngt væri í búi eða ekki. Glaðværðin og glettnin í fasi hennar og elskulegt viðmót mætti manni allt- af og heima hjá Ingu leið manni eins og í höllu drottningar. Það var auðvelt að gleyma stund og stað í samræðum við Ingu. Ættrækin var hún með af- brigðum og lét sig varða líðan skyld- menna sinna. Inga var einstakur uppalandi og bar ótakmarkaða virðingu fyrir börn- um og talaði við þau í samræmi við það. Það voru ekki einungis börnin hennar sem nutu leiðsagnar hennar. Öll barnabörnin dvöldu hjá ömmu sinni um lengri eða skemmri tíma. Þau eru öll dugnaðarforkar og bera þess glöggt merki að hafa notið ást- ríkis og lífsgleði Ingu. Systkinabörn Ingu og fjölmargir aðrir ættingjar fengu uppeldislegar leiðbeiningar á heimili hennar matreiddar á þann hátt að ekki gleymast. Fyrir það er nú þakkað með fátæklegum orðum. Hún var aðdáunarverð sú ást sem dætur hennar endurguldu henni með einstakri umhyggju og umönnun hin síðustu ár þegar Inga þurfti þess með. Megi minningin um óendanlega gefandi móður og ömmu verða börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum Ingu frænku styrkur um ókomin ár. Halldór Árnason. FRÉTTIR SVIFFLUGFÉLAG Íslands fagnar 70 ára afmæli á morgun, fimmtudag- inn 10. ágúst, og verður félagið með fagnað á Sandskeiði á afmælisdaginn kl. 20. Agnar Kofoed Hansen stóð að stofnun félagsins ásamt fleiri mönn- um. Tilgangur með stofnuninni var að rækta upp innlenda þekkingu á flugi og gefa áhugasömum kost á að læra flug á ódýran og einfaldan hátt. Allar götur síðan hefur meginmarkmið Svifflugfélagsins verið að sjá um svif- flugkennslu sem öll er unnin í sjálf- boðavinnu og á félagið nú búnað og flugflota til kennslu. Flestir af frum- kvöðlum flugsins lærðu í upphafi svif- flug og enn eru fjölmargir sem stíga sín fyrstu skref í svifflugi. Svifflug- félagið er félagsskapur sem á sér langa sögu enda félagið elsta starf- andi flugfélag landsins. Svifflugfélag- ið hefur ávallt verið með flugaðstöðu sína á Sandskeiði við Bláfjallaveg og á þar flugvöll, flugskýli og klúbbhús. Einnig á félagið 10 flugvélar. Þá er svifflugfélagið einnig íþróttafélag og stunda félagsmenn svifflugsíþróttina með því að fljúga um Suður- og Vest- urland þegar veður leyfir, segir í fréttatilkynningu. Næstkomandi laugardag, 12. ágúst (sunnudagurinn 13. til vara), verður flugafmælishátíð á Sandskeiði og hefst hún kl. 13. Sýnd verða tæki fé- lagsins og aðrar svifflugur og munu margar þeirra fljúga um loftin. Einn- ig verður sýnt listflug. Þá verður boð- ið upp á svifflug fyrir gesti eins og kostur er. Svifflugfélag Íslands 70 ára FUNDUR Landverndar og sex nor- rænna náttúruverndarsamtaka sem haldinn var í Færeyjum nýverið sendi ríkisstjórn Íslands orðsend- ingu vegna brottfarar Bandaríkja- hers frá Íslandi þar sem segir að tryggja þurfi hagsmuni Íslendinga varðandi umhverfisgæði. Beina Landvernd og systursamtök á Norð- urlöndum því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegar rannsóknir fari fram og að menguð svæði verði hreinsuð með fullnægjandi hætti á kostnað mengunarvalds. „Herinn hefur haft umsvif víðs vegar á Íslandi í hartnær sextíu ár. Víða um heim þar sem herstöðvar hafa verið starfræktar hefur slík starfsemi valdið umtalsverðri meng- un í jarðvegi og grunnvatni. Ísland er engin undantekning í þeim efnum þar sem fundist hefur mengun sem rakin hefur verið til starfsemi Bandaríkjahers á nokkrum svæðum á landinu,“ segir í orðsendingu og að fjölmörg svæði séu órannsökuð hvað þennan þátt varðar. „Rannsóknir af þessu tagi eru vandasamar, dýrar og tímafrekar en engu að síður ber ís- lenskum stjórnvöldum að tryggja að þær verði framkvæmdar af óháðum aðilum undir yfirumsjón Íslendinga.“ Orðsending til ríkis- stjórnar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.