Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 6
6|Morgunblaðið
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300
Næsta námskeið byrjar 23. ágúst
Meirapróf – Nýir tímar
Nýlegir kennslubílar sem uppfylla
Euró 2 mengunarstaðal
Lærðu í nútímanum
Námskeiðið er haldið af endur-
menntunardeild Landbúnaðarhá-
skólans í samstarfi við Skógrækt-
arfélag Íslands.
Dr. Alexander Robertsson er
Skoti en hefur búið og starfað í ára-
tugi á Nýfundnalandi.
Hann er skógfræðingur að mennt
og hefur unnið fyrir ríkisskógrækt-
ina í Kanada og sem sjálfstætt starf-
andi ráðgjafi. Á námskeiðinu í sept-
ember mun hann fjalla um
áhugasvið sín, þ.e. áhrif vinds, skjól-
myndun við þéttbýlið og skjólbelti
og landslag.
Íslandsvinur
Dr. Alexander Robertsson er Ís-
lendingum að góðu kunnur og hefur
verið ráðgjafi í mörgum skógrækt-
arverkefnum hér á landi.
Námskeiðið sem hann heldur nú
er einkum ætlað skógræktarfólki,
landslagsarkitektum, skipulags-
fræðingum, náttúrufræðingum,
garðyrkjufræðingum og umhverf-
isstjórnendum.
Meðal þess sem fjallað verður um
er skipulag skógarsvæða þar sem
mikilvægt er að þekkja samspil
vinda, landslags og skjóls. Vaxandi
áhugi og athygli beinist að þessum
þáttum þegar um skógrækt-
arframkvæmdir og skjólbeltafram-
kvæmdir er að ræða. Talið er mik-
ilvægt að auka þekkingu
fræðimanna jafnt sem áhugamanna
á þessu samspili hvort sem um er að
ræða í dreifbýli eða í þéttbýli.
Vaxandi endurmenntun
Á námskeiðinu mun dr. Alexander
Róbertsson taka áhrif veðurfars fyr-
ir, skjólmyndun, uppbyggingu skjól-
belta, hönnun í sátt við umhverfið,
líffræðilegan og jarðfræðilegan fjöl-
breytileika og menningarlandslag.
Á vegum Landbúnaðarháskóla Ís-
lands er rekin vaxandi endurmennt-
unardeild og á komandi vetri er
markmiðið að auka enn frekar við
fjölbreytileika og úrval námskeiða.
Allar nánari upplýsingar um nám-
skeið haustannarinnar má finna á
heimasíðu Landbúnaðarháskóla Ís-
lands.
Námskeið um ræktun skjólskóga
Í september er dr. Al-
exander Robertsson
væntanlegur til lands-
ins frá Kanada og mun
halda veigamikið nám-
skeið á Hvanneyri um
ræktun skjólskóga.
Nemendur við vinnu á Landbúnaðarháskóla Íslands
Leikur með lego-kubbum er líka leyfður á landbúnaðarháskólanum
Ræktun krefst bæði þolinmæði og kunnáttu.
www.lbhi.is
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur nú
starfað frá árinu 1999 og í ljós hefur komið að mik-
il þörf er fyrir stofnun sem þessa. Ekki er útlit fyr-
ir annað en sú þörf fari vaxandi þar sem ein-
staklingar og atvinnulíf gera sér æ betur grein
fyrir því að menntun úreldist fljótt nú á dögum og
fólk er aldrei fulllært. Hlutverk Símenntunarmið-
stöðvarinnar er margþætt, en greinist þó í vissa
flokka eins og einstaklinga, hópa og ekki síst at-
vinnulífið.
Símenntunarmiðstöðin sinnir sí- og endur-
menntun að frumkvæði atvinnurekenda og stétt-
arfélaga, sinnir verkefnum sem stuðla að nýsköpun
í atvinnulífinu, oft sem þátttakandi í innlendum eða
erlendum samvinnuverkefnum.
Símenntunarmiðstöðin
er miðstöð kjördæmisins um fjarkennslumál;
heldur saman upplýsingum um fjarnámsframboð,
kynnir þessa námsleið, reynir að fá nám og nám-
skeið í fjarnámsformi til Vesturlands og reynir að
fá kennara á svæðinu til að kenna á þennan hátt.
Miðstöðin stuðlar að aukinni tölvufærni Vestlend-
inga til að auðvelda þeim að fara í fjarnám og
vinna fjarvinnslustörf. Í vetur hefur áhersla verið
lögð á upplýsingatækni og fjöldi tölvunámskeiða
hefur verið haldinn vítt og breitt um Vesturland
auk þess sem Símenntunarmiðstöðin tók þátt í fjöl-
þjóðlega samstarfsverkefninu CEEWIT, sem skilaði
mjög góðum árangri. Einnig er Símenntunarmið-
stöðin prófmiðstöð fyrir Evrópska tölvuöku-
skírteinið (TÖK) þannig að fólk geti fengið tölvu-
færni sína vottaða á viðurkenndan hátt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Horft inn í Englendingavík úr Brákarey í Borgarnesi, þar sem Símentunarmiðstöð Vestfjarða er staðsett.
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi