Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 12
12|Morgunblaðið „Við erum alltaf á höttunum eftir fleiri men- torum, þó við séum skiljanlega mjög glöð yfir hvað margir hafi sýnt verkefninu áhuga,“ seg- ir Þórunn. Fleiri og fleiri eru með Verkefnið hófst fyrir sex árum í samstarfi við Kennaraháskólann og Háskóla Íslands og grunnskólana í Reykjavík. Nú hefur verkefnið aldeilis stækkað og breitt úr sér. „Núna erum við með fjóra háskóla og fram- haldsskóla og sex grunnskóla í verkefninu. Auk HÍ og KHÍ eru Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík komnir með verkefnið á sínar námskrár. Menntaskólinn á Ísafirði er að velta málunum fyrir sér en við vitumekki enn hvort þeir verða með eða ekki,“ segir Þór- unn. En að setja verkefnið á námskrá er ekki það sama og að tryggja að mentorar hefji störf við verkefnið. „Þó skólarnir séu með verkefnið á námskrá er ekki öruggt að það komi mentorar þaðan, til að mynda var enginn frá Kennaraháskól- anum með í fyrra. En verkefnið er samt alltaf að dafna og vaxa, til dæmis ætlar Flensborg í Hafnarfirði að kenna þetta námskeið.“ Vinur fyrir veturinn Þetta er tveggja eininga námskeið sem er kennt bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og þó munur sé á skólastigunum er grunn- hugmyndin sú sama. „Þetta er samfélagsverkefni þar sem lagt er upp með að hlúa að börnum í samfélaginu og koma á tengslum milli barna og framhalds- skólanema,“ segir Þórunn. Hún segir að það sé gert með þeim hætti að börnin eignist fullorðinn vin yfir skólaveturinn og reynslan hafi sýnt að þetta gagnist af- skaplega vel. Þátttakendur í verkefninu frá upphafi eru orðnir 900, ef bæði mentorar og börn eru reiknuð með. „Þettta hefur alltaf verið að stækka. Árið 2000 til 2001 byrjuðum við með 35 mentor-pör en nú erum við með um það bil 90 þátttak- endur.“ Studd af Velferðasjóði Það er Velferðarsjóður íslenskra barna sem kostar mentor-verkefnið og hefur rekið þetta með sóma. Sennilega hafa um það bil 60 millj- ónir króna verið lagðar í verkefnið frá upp- hafi. Stofnandi verkefnisins hérna á Íslandi er Valgerður Ólafsdóttir en hún er áfram vernd- ari þess. Skrifstofa mentorverkefnisins er til húsa að Krókhálsi í Reykjavík í skrifstofuhúsnæði Velferðarsjóðs. Framkvæmdastjóri er Ingi- björg Þórðardóttir. „Við vinnum hérna saman, en ég sinni men- torverkefninu alfarið. En það er glæsilegt að hafa þessa aðstöðu og geta sótt aðstoð ef þörf er á,“ segir Þórunn. Þórunn byrjaði sem umsjónarmaður og hafði umsjón yfir 15 til 20 mentorum. Nú hef- ur hún tekið við verkefnastjórninni og hún segir að stöðugt sé verið að leita nýrra leiða og reyna að sjá fyrir hvernig þróun verkefn- isins verður. Gæðaverkefni „Við teljum okkur samkvæmt öllum stöðl- um vera vel stödd og á réttri leið. Samkvæmt öllum skilgreiningum á verkefnum af þessu tagi, þá uppfyllum við þau þannig að þetta getur talist gæðaverkefni. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera jafnaðarlega mat á verkefninu og skrifa skýrslur. Útkoman úr matinu hefur í heildina verið mjög góð,“ segir Þórunn. Þórunn segir að sjálfsögðu sé alltaf hægt að finna vankanta, en matsgerðin hjálpiverkefn- inu til þess að geta leiðrétt slíka vankanta og þróað verkefnið áfram. „Það er mikil eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu af hálfu grunnskólabarna og grunnskólarnir hafa sýnt þess mikinn áhuga og við önnum ekki eftirspurninni. Það sem við höfum gert til að geta boðið þetta sem flest- um, höfum við dálítið skipt út skólum og boðið grunnskólunum þátttöku í eitt til tvö ár og svo tekið nýja skóla inn. Það eru vissulega sumir skólar sem hafa verið lengur í verkefninu. Austurbæjarskóli og Háteigsskóli hafa mót- tökudeildir fyrir erlend börn og verkefnið tók mið af því að sinna þeim sérstaklega alveg frá byrjun til að þau gætu aðlagast íslensku þjóð- félagi,“ segir Þórunn. Fyrstu árin var hlutfall erlendra barna mun hærra en það sem það er í dag, sem skýrist af því að fleiri skólar eru komnir inn í verkefnið. „Við höldum okkur samt ennþá við þetta markmið. Tíu grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Akureyri eru með í verkefninu. Við reynum að skipta svolítið út þannig að allir sem vilja geti verið með.“ Orsökin er bæði fjármagnsskortur og skortur á mentorum, svo fleiri mentorar eru alltaf velkomnir til starfa í verkefninu,“ segir Þórunn. Þórunn vonast til að geta sett mentorverk- efnið á námskrá hjá öllum framhaldsskólum landsins, en það myndi gefa möguleika á miklu fleiri mentorum en verkefnið hefur í dag. „Við erum komin áleiðis með þetta, að minnsta kosti sex framhaldsskólar eru með og von til þess nýir bætist í hópinn,“ segir Þór- unn Þörfin fyrir mentora, ef anna á eftirspurn- inni og haldið vel utan um verkefnið eins og það er núna, segir Þórunn vera um það bil 100, og bætir við a’ alla vega væri það ósk- astaða fyrir verkefnið. Fleiri mentorar velkomnir Þórunn Steindórsdóttir er verkefnastjóri fyrir Mentor- verkefnið. Þrátt fyrir vaxandi vinsældir verkefnisins og þátttöku æ fleiri skóla er samt þörf á fleiri mentorum. Menntun tók hana tali til að skoða málin. Morgunblaðið/Ásdís Þórunn Steindórsdóttir er verkefnastjóri hjá mentor-verkefninu. Hún óskar sér fleiri mentora. Kvöldskóli BHS Innritun í málmiðndeild kvöldskóla Borgarholtskóla verður eftirfarandi daga: miðvikudag 23. ágúst kl. 17-19 fimmtudag 24. ágúst kl. 17-19 föstudag 25. ágúst kl. 17-19 laugardag 26. ágúst kl. 11-14 Upphaf kennslu: mánudaginn 28. ágúst frá kl. 18:10-22:30. Lok kennslu: laugardaginn 2. desember frá kl. 8:10-12:30. Innritunargjald er kr. 14.000. Verð á bóklega einingu er kr. 1.500 og verklega einingu kr. 3.000. Hámarksgreiðsla er kr. 40.000. Sími: 535 1716 í málmdeild • Sjá nánar: www bhs.is Bóklegt efni Fagbóklegt efni Teikningar Verklegt BÓK - 102 bókfærsla ÁTM - 102 áhalda- og tækjafræði CAD - 113 tölvuteikning HSU-102/202 verkleg suða DAN - 102 danska EFM - 212 efnisfræði málms GRT - 103 grunnteining LSU-102/202 verkleg suða EÐL - 102 eðlisfræði IRB - 253 iðnreikningur GRT - 203 grunnteining RSU-102/202 verkleg suða ENS - 102 enska IVT - 112 iðnvélatækni ITB allir áfangar iðnteikning bygg. RLS-162 verkleg suða ENS - 202 enska STÝ - 102 stýritækni ITM - 114 iðnteikning REN-103/203 verkleg rennism. ÍSL - 102 íslenska MRM - 102 mælingar ITM - 213 iðnteikning REN-303/313 verkleg rennism. ÍSL - 202 íslenska RAT - 102 rafeindatækni TTÖ - 102 tölvuteikning REN-403/413 verkleg rennism. STÆ -102 stærðfræði RÖK - 102 rökrásir VVR-123 verkleg rennism. STÆ -122 stærðfræði VHM -102 bókl. vélahlutafræði HVM-203 handavinna VTB - 253 verktækni pípara VVR-104/204 smíðar VVR - 101 vélsmíði bókleg VVR-113 verkl. vökvalagnir Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir almennt bóknám og allar málmiðngreinar. Tilvalið fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Kenndar eru allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða. Þá eru í boði allir áfangar í rennismíði, handa- og plötuvinnu, ásamt aflvélavirkjun og áfangar fyrir pípulagnir o.fl. Námskeiðið fjallar um framkomu á vett- vangi þar sem andlát eða aðrir hörmulegir atburðir hafa átt sér stað og fjölskyldu- meðlimir, vinir og/eða aðrir eru viðstaddir. Streituþættir Helstu umfjöllunar- efni eru m.a: Leið- beiningar og tilmæli frá landlækni um umönnun látinna og aðstandenda þeirra, hvernig á að tilkynna andlát, fyrstu sorg- arviðbrögð, sérstök tilvik (sjálfsvíg, vöggudauði, um- ferðarslys o.fl), sorg barna og ung- linga, orsök og afleiðingar streitu og hvað er rétt og hvað er ekki rétt að segja. Andlát á vettvangi er mikill streituvaldandi þáttur í starfi heil- brigðisstarfsfólks en námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni þess í að takast á við slíkar aðstæður þannig að álag verði minna í starfi. Stuðningur við- bragðsaðila í kjölfar andláts á vett- vangi er mjög mikilvægur en jafn- framt erfiður og viðkvæmur þegar til staðar eru fjölskyldumeðlimir, vinir og/eða aðrir aðstandendur. Viðstaddir muna venjulega um langan tíma eftir góðum og/eða slæmum samskiptum við viðbragðs- aðila. Vellíðan í starfi Markmiðið með námskeiðinu lýt- ur að vellíðan í starfi með því að þjálfa fólk í viðeigandi stuðningi (mannlegum og fagmannlegum) fyrir viðstadda syrgjendur (börn jafnt sem fullorðna), en sú kunn- átta sem fæst við þjálfun í að „segja hið rétta og gera hið rétta“ getur komið sér vel í hvaða mann- legum samskiptum sem er. Leiðbeinandi: Haraldur Guð- jónsson slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður Tími: Mánudagur 16. október kl. 16:30 – 21:00 Framvegis með námskeið um rétt viðbrögð Morgunblaðið/Sverrir Hörmungar á borð við flóðbylgjuna í Tælandi geta valdið mikilli streitu fyrir þá sem vinna að björgunarstörfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.