Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 16
16|Morgunblaðið
Einnig er boðið upp á greiningu á
námserfiðleikum svo sem dyslexíu,
námsráðgjöf og námsmat. Skólinn
er nú til húsa í Álfabakka 12 í
Mjóddinni.
Námsaðstoð við skólanema
Fræðsludeildin veitir skólanem-
um aðstoð við nám í flestum þeim
námsgreinum sem kenndar eru í
almennum skólum.
„Mikilvægur hluti kennslunnar
er aðstoð við nemendur með dys-
lexíu og sértæka námserfiðleika.
Kennt er á stuttum (6 kennslu-
stunda) námskeiðum og/eða miss-
erisnámskeiðum. Stuttu nám-
skeiðin eru ætluð þeim sem eiga
við afmarkaða erfiðleika að etja í
námi. Misserisnámskeiðin eru hins
vegar ætluð þeim sem þurfa að
byggja upp grunn í viðkomandi
námsgrein og þurfa til þess tölu-
verðan tíma,“ segir Hallur Skúla-
son, skólastjóri Nemendaþjónust-
unnar.
Auk almennrar yfirferðar á
námsefni er bæði á stuttum og
misserisnámskeiðum veitt aðstoð í
því námsefni sem verið er að fara
yfir í skóla nemandans hverju
sinni. Kennararnir meta náms-
þarfirnar og hvers konar kennsla
henti nemandanum best. Símati er
beitt í kennslunni til að meta
framfarir og byggist framvindan í
náminu á því.
„Við höfum frá upphafi lagt
áherslu á einstaklingsmiðað nám
samkvæmt atferliskenningum og
vegna þess er kennslan hnitmiðuð
með mikilli áherslu á sérþarfir
hvers nemanda. Þetta hjálpar
nemendum að vinna upp margra
ára námsefni. Farið er í gegnum
próftöku til að draga úr áhrifum
prófgerðarinnar á próftökuna. Sí-
fellt fleiri nýta sér þjónustu okkar
til að halda utan um nám barna
sinna til að fyrirbyggja námserf-
iðleika í framtíðinni. Kennararnir
gjörþekkja námsefnið í almenna
skólakerfinu og hjá okkur starfa
kennarar sem kennt hafa bekkjum
í almenna skólakerfinu og náð þar
mjög góðum árangri með nem-
endur á samræmdum prófum,“
segir Hallur.
Nemendur koma ýmist að eigin
frumkvæði eða eftir ábendingum
frá skólum. Fræðsludeildin sér
einnig um fullorðinsfræðslu fyrir
fólk sem er ekki í almenna skóla-
kerfinu en vill rifja upp fyrri
kunnáttu sína í tilteknum náms-
greinum sér til ánægju og/eða
með frekara nám í huga. Starfs-
menntunarsjóðir ýmissa fagfélaga
styrkja nám þeirra aðildarfélaga
sinna sem njóta fullorðinsfræðslu
skólans.
Nemendur sem
koma erlendis frá
Meðal nemenda skólans frá upp-
hafi hafa verið grunn- og fram-
haldsskólanemendur sem nýfluttir
eru til landsins eftir lengri eða
skemmri dvöl erlendis.
„Lögð er sérstök áhersla á að
sinna námsþörfum þessara ein-
staklinga. Auk aðstoðar við 10.
bekkinga má nefna kennslu í ýms-
um greinum fyrir nemendur sem
komu úr erlendum skólum og
hefja nám í grunnskóla nú í haust.
Í upphafi námskeiðs er fram-
kvæmd greining á stöðu nemand-
ans með tilliti til væntanlegs náms
hans í íslenskum skóla. Í þeirri
greiningu felst meðal annars mat
á því hverju hann hefur þegar lok-
ið af því námsefni sem hann kem-
ur til með að læra í íslenska skól-
anum og hvar hann þarf að bæta
við kunnáttu sína til að geta kom-
ist á eðlilegt ról í íslenska skól-
anum,“ segir Hallur.
Sumir nemendur sem komið
hafa erlendis frá hafa átt í nokkr-
um erfiðleikum með að komast inn
í íslenska námsefnið nógu fljótt.
Þeir hafa því leitað aðstoðar skól-
ans eftir að þeir eru byrjaðir í síð-
asta bekk grunnskóla hér og hefur
það reynst mörgum aukaálag sem
þeir eiga erfitt með að standa
undir.
„Við leggjum því áherslu á að
nemendur hugi að stöðu sinni
strax og þeir koma til landsins en
geymi það ekki. Kennslan fer
fram í Álfabakka 12 í Reykjavík.
Einnig eru sérhönnuð námskeið
haldin í fyrirtækjum og opinber-
um stofnunum eftir pöntun
þeirra,“ segir Hallur.
Nemendaþjónusta í 22 ár
Morgunblaðið/ Jim Smart
Skóli Nemendaþjónustunnar er til húsa að Álfabakka 12 í Mjóddinni.
Skóli Nemendaþjónustunnar er nú að hefja 22.
starfsár sitt. Á þeim tíma hefur hann veitt um
16.000 grunn-, framhalds- og háskólanemum að-
stoð við skólanám.
Nemendaþjónustan
www.namsadstod.is
HP mælir með Windows XP Professional
www.fartolvur.is
Komdu og skoðaðuHP fartölvurá fartölvuhátíðinni
í Kringlunni 18. - 20. ágúst