Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 22
22|Morgunblaðið Fjöltækniskólinn er meira en bara bóknám. Þetta er nýr skóli sem er reistur á traustum grunni Stýri- mannaskólans í Reykjavík og Vél- skóla Íslands. Um þessar mundir býður skólinn fleiri svið, meðal annars tæknisvið og sjávarútvegssvið auk þess sem fjarmenntun er möguleg í fleiri námskeiðum við skólann. Bóklegt og verklegt „Í aðalatriðum skiptist skólinn niður í tvö svið, skipstjórn og vél- stjórn. En við bjóðum líka tækni- svið, sem er nýtt af nálinni auk sjáv- arútvegssviðs. Við tæknisviðið geta nemendur lokið stúdentsprófi á fjór- um árum og fá samhliða skipstjórn- arréttindi eða vélstjóraréttindi,“ segir Jóhannes Ómar Sigurðsson, sviðsstjóri vélstjórnar- og tækni- sviðs. Jóhannes Ómar segir að námið sé erfitt og krefjist mikils aga, enda sé um tækninám að ræða og ekki bara bóklegt nám. „Það fer fram símat meðan á menntuninni stendur og skýrslu- gerð er fastur þáttur í náminu. Hér eru fá vinnubrögð sem minna á það sem tíðkast í verkfræðideildum há- skólanna, þetta er meira ferilsnám, hlutirnir eru skoðaðir á fræðilegan hátt og samtímis er hægt að sjá hvernig þeir virka í raun,“ segir Jó- hannes Ómar. Ekki bara fyrir sjómenn Þótt Fjöltækniskólinn eigi bak- grunn í stýrimanna- og vél- stjóranámi er námið alls ekki bara fyrir sjómenn og reyndar er það svo að flestir þeir sem mennta sig við skólann fá sér vinnu í landi, að sögn Sigríðar Ágústsdóttur, sviðsstjóra endurmenntunar skólans. „Kælitækni og rafmagnsfræði ryðja sér til rúms og verða sífellt mikilvægari, enda eru þetta vinsæl- ar greinar hjá okkur. Samtenging ljósa og framleiðsla rafmagns með gufu og dísel eru til dæmis mjög mikilvægar í nútímaþjóðfélagi,“ seg- ir Sigríður. Jóhannes Ómar segir að ekki sé nauðsynlegt að velja verkfræðinám að námi loknu við Fjöltækniskólann. „Nemendur geta alveg eins sér- hæft sig í raftæknifræði eða í orku- málum almennt,“ segir Jóhannes Ómar. Lánshæft nám Sigríður segir að námið sé láns- hæft eftir tveggja ára nám og að nemendur geti líka sótt um náms- mannaíbúðir eins og aðrir stúd- entar. „Það er hins vegar svo að nem- endurnir okkar vinna oft svo mikið að tekjur þeirra gera að þeir koma aftarlega í röðina þegar sótt er um húsnæði,“ segir Sigríður. Af 300 nemendum skólans eru venjulega um það bil 10 stelpur og strákar þar af leiðandi í yfirgnæf- andi meirihluta. „Aldursdreifingin er ekki ýkja stór, sumir koma beint grunnskóla aðrir hafa lokið sveinsprófi og koma svo hingað til náms. Ætli meðalald- urinn sé ekki nokkuð hærri en í venjulegum framhaldsskólum. En þessi blanda bóklegs og verklegs náms gerir Fjöltækniskólann að einu best geymda leyndarmáli skólakerfisins,“ segir Sigríður. Sigríður segir að við skólann hafi skapast öflugt tæknisamfélag og að það opni margar dyr fyrir nem- endum, bæði á landi og á sjónum. „Hér við fjöltækniskólann er til dæmis meira stærðfræðinám en við aðra framhaldsskóla og það auð- veldar nemendum að sækja um nám við tækniháskóla eða verk- fræðideildir háskólanna síðar meir,“ segir Sigríður. Nefna má að með kjörsviði geta nemendur sem velja stærðfræði lok- ið 24 einingum meðan einingafjöldi við flesta framhaldsskóla er kring- um 20 einingar eða minna. Best geymda leyndarmál skólakerfisins Morgunblaðið/Ásdís Jóhannes Ómar Sigurðsson og Sigríður Ágústsdóttir fyrir framan anddyri Fjöltækniskólans. Morgunblaðið/Árni Torfason Gamli Stýrimannaskólinn, eða Fjöl- tækniskólinn eins og hann heitir nú, gnæfir hátt yfir umhverfi sitt. Morgunblaðið/Golli Gamli Stýrimannaskólinn við Öldugötu. Hér byrjaði ævintýrið í húsi ssem var byggt 1898. Fjöltækniskóli Íslands heldur til í tignarlegum húsakynnum Stýrimannaskólans við Háteigsveg í Reykjavík. Þangað fór blaðamaður Menntunar til þess að kynna sér starfsemi skólans nánar. MYN DLIS T MYN DLIS T Innritun hefst á skrifstofu skólans, Fannborg 6, mánudaginn 4. september. Skrifstofutími kl. 15:00-18:00 mánud.-fimmtud., sími 564 1134 og 863 3934. MYNDLISTARNÁM Haustönn Myndlistarskóla Kópavogs hefst 25. september. 13 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið í leirmótun, málun, vatnslitamálun, teiknun, módelteiknun og módelmálun. Barna- og unglinganámskeið, sjá stundaskrá á vefsíðu skólans www.mmedia.is/myndlist Hugræn atferlismeðferð byggist á tengslum hugsanamynsturs, tilfinn- inga og hegðunar en skilningur á samspili þessara þátta getur opnað möguleika á að brjóta upp hugs- anamynstur sem valda mönnum vanlíðan. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á grunnhugtökum og aðferðum hug- rænnar atferlismeðferðar, fái betri skilning á sálrænum viðbrögðum við sjúkdómum og læknismeðferð og geti byrjað að beita nálgun hug- rænnar atferlismeðferðar við ákveðin verkefni innan heilbrigð- iskerfisins. Farið er í mikilvæg hugtök, kenningar og aðferðir hug- rænnar atferlismeðferðar og fjallað m.a. um þunglyndi og kvíða, sálræn viðbrögð við líkamlegum sjúkdóm- um, erfiðum læknismeðferðum út frá hugrænni atferlismeðferð og hvernig heilbrigðisstéttir geta hag- nýtt sér aðferðir hennar. Auður R. Gunnarsdóttir lærði sálfræði við HÍ og Háskólann í Bergen og er sérfræðingur í klín- ískri sálfræði. Hún hefur starfað á geðdeild Landspítalans, sál- fræðideild skóla og er nú sálfræð- ingur hjá Námsráðgjöf HÍ auk þess sem hún rekur eigin sálfræðistofu og er formaður Félags um hug- ræna atferlismeðferð. Auður hefur sérhæft sig í að beita hugrænni at- ferlismeðferð við sálrænum vand- kvæðum. Námskeið hennar Hug- ræn atferlismeðferð hafa verið mjög vinsæl hjá Framvegis. Auður segir að aðferðin hafi í upphafi ver- ið þróuð í tengslum við meðferð á þunglyndi. ,,Sá árangur sem náðst hefur í meðferð á þunglyndi með hugrænni atferlismeðferð hefur vakið athygli heilbrigðisstétta og meðferðin hefur einnig verið þróuð við ýmsum kvíð- aröskunum með góðum árangri. Aðferðirnar virðast henta vel í margvíslegu samhengi í heilbrigð- isþjónustu þar sem andlegur og fé- lagslegur stuðningur er nauðsyn- legur þáttur í meðferð skjólstæðinga og sjúklinga,“ segir Auður. Námskeið í hugrænni atferlismeðferð Morgunblaðið/Ásdís Hægt er að beita hugrænni atferlismeðferð við sálrænum vandkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.