Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 28
28|Morgunblaðið
Fjölmargir vefir eru á vefsíðu
Námsgagnastofnunar. Einn
þeirra er vefurinn Tónlist í tím-
ans rás en hann er námsefni ætl-
að eldri nemendum grunnskólans.
Vefurinn er að hluta til gagn-
virkur og býður upp á sjálfstætt
nám og sjálfstæð vinnubrögð á
sviði tónmenntar undir góðri leið-
sögn kennara. Efnið er hannað
með það í huga að það henti vel
til fjarkennslu.
Almennur fróðleikur er settur
saman úr brotum almennrar
mannkynssögu, listasögu, bún-
ingasögu og tónlistarsögu. Ekki
er þó hægt að gera þessum þátt-
um full skil í svo takmörkuðum
texta en megintilgangurinn er að
vekja áhuga.
Tónsmíðaleiðbeiningarnar
byggjast á vandlega völdum að-
ferðum frá ýmsum tímum. Að-
gerðum nemenda er skipt niður á
þrep og er þeim ætlað að feta sig
gegnum sköpunina stig af stigi
með aðstoð og ábendingum í efn-
inu og frá kennara.
Mikilvægt er að átta sig á því
að ekki er ætlunin í tónsmíðunum
að endurskapa stílbrigði fyrri
alda heldur aðeins kynnast að-
ferðum frá þeim tíma og verkum
sem á þeim byggjast. Síðan eru
aðferðirnar notaðar á annan efni-
við og með breyttum hætti til að
móta verk nemenda.
Auðvitað gefa aðferðirnar
stundum mjög sterkt stílbragð.
En verk nemenda verða ekki
metin með tilliti til þess hve þau
líkjast fyrirrennurum sínum held-
ur því hvað nemandinn hefur lagt
sjálfur af mörkum við vinnu sína.
Tónlist í rás tímans
Veffang: www.nams.is
Meðal margra skemmtilegra
vefsíðna er Listavefur krakka.
Á þessum vef geta krakkar
skoðað íslenska myndlist og
fræðst um listamennina sem
hafa skapað hana. Hér er líka
sagt frá því hvernig litir og
form eru notuð í myndum og
aðferðum við að búa til mynd-
verk Á vefnum má finna
skemmtileg verkefni um ýms-
ar tegundir myndlistar.
Þótt það sé bæði gaman og
gagnlegt að skoða myndlist á
vef er ennþá skemmtilegara
að fara á listasafn. Þarna er
einnig að finna vefsíðu um alla
fugla íslands, öll íslensku hús-
dýrin, stuðningsvef við stærð-
fræði, Um fjöruna og hafið og
þannig mætti lengi telja.
Velkomin á
Listavef krakka!
www.nams.is
Þarfagreining
fræðslu og
þjálfunar
Fræðsla og þjálfun er
öflugt vopn í samkeppni
sé tekið mið af þörfum
vinnustaðarins og
viðskiptavina hans.
Minerva – fræðsla og
frammistaða sér um
greiningu þarfa og kemur
með tillögur að lausnum.
www.minerva.is
Það eru kannski ekki allir sem
hugsa um Námsgagnastofnun sem
útgáfufyrirtæki. Þrátt fyrir það
hefur stofnunin 27 fasta starfs-
menn og að auki yfir 200 manns,
sem teikna og skrifa.
„Ætli virkir titlar á lager hjá
okkur séu ekki um 1700 og þar að
auki kemur gífurlegt magn af
hljóðefni. Í fyrra voru gefnir út
108 titlar í 250 þúsund eintökum,
20 titlar í 68 þúsund eintökum
voru gefnir út endurskoðaðir og
230 titlar í 500 þúsund eintökum
voru endurprentaðir. Alls gerir
þetta nær 800 þúsund eintök, sem
dreift var til skóla landsins,“ segir
Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri
Námsgagnastofnunar.
Öflug vefsíða fyrir alla
Starfsmenn stofnunarinnar rit-
stýra, stjórna, gefa út og dreifa
námsgögnum en að auki rekur
stofnunin öfluga og fjölþætta vef-
síðu, sem allir geta notað, jafnt
kennarar sem nemendur og fjöl-
skyldur þeirra.
„Verkefni okkar er fyrst og
fremst að gefa út og dreifa náms-
efni til grunnskólanna, en þetta er
lögbundið verkefni. Stundum er
okkur líka falið af ráðuneytinu að
gera námsefni fyrir framhalds-
skólana,“ segir Tryggvi.
Það er menntamálaráðuneytið
sem semur og endurskoðar aðal-
námskrá grunnskólans, en Náms-
gagnastofnun sér svo um útgáfu-
starfsemina.
„Námskráin var endurnýjuð al-
gerlega 1999 og nýjar breytingar
eru væntanlegar í sambandi við
fyrirhugaða styttingu framhalds-
skólans.“
„Aðalmarkhópur stofnunarinnar
er kennarar, en bæði foreldrar og
nemendur geta nýtt sér námsefni
á vefnum okkar,“ segir Hrafnhild-
ur Hafsteinsdóttir, kynningarstjóri
stofnunarinnar.
Sem dæmi nefnir hún nýgert
efni um íslenska fugla og aðrar
síður um íslensk húsdýr.
„Svo eru aðrir vefir sem eru
stuðningur við annað efni, til dæm-
is stærðfræði, en þar eru lagðar út
alls konar æfingar og dæmi. Við
gefum reyndar líka út fræðslu-
myndir, sem spanna mjög vítt svið,
ætli það séu ekki um það bil 600
myndir, allt frá landafræði til líf-
fræði. Stundum eru þetta lengri
heimildamyndir og svo höfum við
látið gera örfáar bíómyndir,“ segir
Tryggvi.
Stafræn dreifing í bígerð
Að sögn þeirra Tryggva og
Hrafnhildar er verið að vinna að
stafrænni dreifingu á ýmiss konar
efni yfir netið um þessar mundir.
„Við vonumst til að þetta geti
verið komið á netið í haust, en
maður verður alltaf að reikna með
einhverjum aðlögunartíma,“ segir
Tryggvi.
Hugbúnaðurinn, sem notaður
verður, heitir DRM og er frá
Microsoft.
„Þegar þetta er komið í gagnið
getur fólk annaðhvort halað niður
myndefnið eða skoðað myndirnar á
netinu,“ segir Hrafnhildur.
Að sögn Tryggva eru skólarnir
misbúnir til þess að nýta sér þessa
Útgáfufyrirtækið sem
allir Íslendingar nota
Námsgagnastofnun er eitt af stærstu
útgáfufyrirtækjum landsins. Stofnunin dreifir
nærfellt 800.000 eintökum til allra skóla landsins
árlega. Við kynntum okkur starfsemina nánar.
Morgunblaðið/Sverrir
Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kynning-
arstjóri Námsgagnastofnunar.
nýjung, en hann vonar þó að
breyting verði þar á með tímanum.
Hrafnhildur segir að hinn nýi
hugbúnaður muni geta auðveldað
kennsluna verulega, en þó er ekki
áætlað að dregið verði úr hefð-
bundinni útgáfustarfsemi, alla
vega ekki um fyrirsjáanlega fram-
tíð.
Vilja koma
vefsíðunni á framfæri
Fjarnám er ekki beinlínis meðal
verkefna stofnunarinnar, en þó
hefur fjarnám verið nýtt í kennslu
fyrir íslensk börn sem búa erlend-
is.
„Hins vegar getur fólk nátt-
úrulega nýtt sér vefsíðuna okkar
óháð hvar í heiminum það býr, en
við viljum gjarnan kynna vefsíðuna
okkar betur af þeim sökum. Fólk
sem býr erlendis getur bæði nýtt
sér prentað efni, sem við gefum út,
og eins vefsíðuna og vonandi verð-
ur það síðastnefnda í auknum
mæli,“ segir Hrafnhildur.
Um þessar mundir er verið að
gera átak í ritun, útgáfu og dreif-
ingu kennsluefnis um kynlíf, en í
haust koma tvö hefti um kynlíf –
annað fyrir stráka en hitt fyrir
stelpur – og auk þess verða gefin
út sex myndbönd og meðfylgjandi
leiðbeiningahefti fyrir kennara.
„Það kemur líka út bók hjá okk-
ur, sem heitir Um stelpur og
stráka, glænýtt íslenskt efni til
kynfræðslu og allt þetta efni er
væntanlegt í haust og verður notað
sem námsefni,“ segir Hrafnhildur.