Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 30
30|Morgunblaðið
�
�
�
�
�
��
�
�������� �� �� ����� � ������ ����� ����
������������� � ��������
������������� ������ �� �������������
Enn eru laus pláss í meistaranám fyrir bakara, framreiðslumenn,
kjötiðnaðarmenn og matreiðslumenn.
Nánari upplýsingar og innritun hjá áfangastjóra verknáms:
Baldri Sæmundssyni og fagstjóra meistaranáms,
Guðlaugu Ragnarsdóttur, í síma 594 4000 frá kl. 9:00 til 15:00.
Netföng: bs@mk.is - gr@mk.is
���� ��������������������������
Ráðstefna EECERA verður haldin við Kenn-
araháskóla Íslands dagana 30. ágúst til 2. sept-
ember. Evrópusamtök um menntarannsóknir
á sviði yngri barna (European Early Childho-
od Education Research Association) standa að
ráðstefnunni í samvinnu við Kennaraháskóla
Íslands.
Fyrsta sinn á Íslandi
Ráðstefnan er haldin í 16. sinn og nú í fyrsta
sinn á Íslandi. Yfirskrift hennar er: Lýðræði
og menning í menntun yngri barna. Jóhanna
Einarsdóttir prófessor er formaður undirbún-
ingsnefndar en auk hennar skipa nefndina
Arna H. Jónsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir,
Kristín Dýrfjörð og Þröstur Brynjarsson. Í ár
stefnir í metþátttöku en um 560 manns frá 43
löndum hafa nú þegar skráð sig. Yfir 300 er-
indi verða flutt í málstofum en undirbúnings-
nefndin hefur skilgreint ellefu þræði sem mál-
stofuerindi heyra undir:
Sjónarhorn barna
Menntun og umönnun
Þátttaka fjölskyldunnar
Leikurinn
Fjölbreytileiki
Fagmennska
Námskrár, námsefni og námstilhögun
Leiðtogahlutverkið
Skil skólastiga og samfella í námi
Samþætting þjónustu
Kynferði
Lýðræði í leikskólum
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru 5 virtir
fræðimenn í menntarannsóknum á sviði yngri
barna. Barbara Rogoff frá Bandaríkjunum
mun fjalla um hvernig börn læra í samvinnu
við aðra og hvernig menning hefur áhrif á nám
og kennslu. Peter Moss frá Lundúnaháskóla
talar um lýðræðislegt starf í leikskólum, að
hlusta á börn og leiðir til þess. Lars Dencik frá
Háskólanum í Hróarskeldu er með fyrirlestur
um samskipti ungra barna og foreldra þeirra í
velferðarsamfélögum samtímans. Joseph Tob-
in frá Bandaríkjunum fjallar um samanburð-
arrannsókn á milli landa um börn innflytjenda
og viðhorf bæði foreldra og kennara í þeim
efnum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor
við Kennaraháskólann, fjallar um hlutverk
menningar í þroska barna með tilliti til nið-
urstaðna máltökurannsókna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Haldin verður alþjóðleg ráðstefna um börn og lærdómsferli barna við Kennaraháskólann í lok mánaðarins.
Alþjóðleg ráðstefna haldin
í Kennaraháskóla Íslands
Hugmyndir manna um stjórnun
hafa breyst mikið á undanförnum
árum og nýjar aðferðir og hugtök
hafa litið dagsins ljós.
Jafnframt hafa margir vinnu-
staðir orðið að litlum fjölmenning-
arstöðum þar sem fólk með ólíkan
bakgrunn vinnur saman.
Hæfileikinn til að fá fólk með sér,
skapa gott andrúmsloft og veita
endurgjöf á þau verkefni sem verið
er að vinna eru því orðin eitt af lyk-
ilatriðum nútímalegrar stjórnunar
en þetta eru þau atriði sem nám-
skeið sem haldið er hjá Iðn-
tæknistofnun um nýjustu aðferðir
við stjórnun, teymisvinnu og hvatn-
ingu fjallar um.
MARKMIÐ: Að þátttakendur
þekki helstu aðferðir við nútíma
stjórnun og geti nýtt sér ýmis form
og eyðublöð sem hjálpartæki við
stjórnun.
ÁHERSLUR: Að auka fræði- og
faglega þekkingu þátttakenda á
stjórnun með því að benda á nýjar
og praktískar leiðir við stjórnun og
tengja þær eigin reynslu þátttak-
enda. Um er að ræða leiðir sem
bæta yfirsýn við stjórnun, sam-
skipti og sjálfsmynd starfsmanna á
vinnustaðnum og framleiðni starfs-
manna.
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa
mannaforráð og reynslu í stjórnun.
Jafnframt er gott ef þátttakendur
hafa sótt önnur stjórnunarnám-
skeið.
Teymisvinna
og hvatning
Morgunblaðið/Brynjar Gauti