Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 49
Morgunblaðið |49 „Það kom fljótlega í ljós að eft- irspurnin var mikil, en hins vegar kom líka fljótlega í ljós að mörg fyrirtæki höfðu ekki á að skipa fólki sem hafði næga þekkingu á gæðastjórnun til að taka við ráð- gjöfinni, en það er algerlega nauð- synlegt,“ segir Kristín Björns- dóttir hjá fyrirtækinu Focal sem rekur skólann. Örar breytingar Stærri fyrirtæki eins og Bakka- vör, Össur og Marel höfðu fengið vottun þá þegar, en á þeim tíma var fyrst og fremst litið á gæða- vottun sem nauðsynlega fyrir fyr- irtæki sem voru í útflutningi eða í geirum þar sem gerðar eru strang- ar kröfur innbyrðis, eins og til dæmis í lyfjageiranum eða flugi. „Nú er þetta að breytast mjög ört, til dæmis hjá verktökum, verkfræðingum og hönnuðum. Þar fá menn helst ekki verkefni nema þeir geti sýnt fram á gæðakerfi og helst vottun eða svokallað ISO 9001-vottorð,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, sem er for- stöðumaður ráðgjafasviðs Focal. Kröfur alþjóðlegs iðnaðar og þjónustu til vottaðra gæðakerfa hafa aukist hratt á síðustu árum. Svala Rún nefnir sem dæmi að í Svíþjóð og Danmörku hafi ein- ungis um 40 til 50 fyrirtæki haft vottað gæðakerfi 2001. Nú séu þau orðin um 1800. „Þessi þróun er núna í gangi á Íslandi og stígandinn á eftir að vera mjög hraður,“ segir Svala Rún. Skortur á þekkingu Kristín segir að Focal hafi upp- götvað að í mjög mörgum fyr- irtækjum hafi ekki verið til fólk sem gat tekið við gæðastjórn- unarverkefnum og rekið þau af hálfu fyrirtækjanna. „Þetta varð til þess að Focal byrjaði að bjóða styttri námskeið og þá sáum við fljótt að þörf var fyrir heilsteypt nám og um síðustu áramót buðum við það. Við vorum með tvö slík námskeið á síðustu önn og bæði námskeiðin voru full, þannig að það er ljóst að þarna er gríðarleg þörf fyrir þekkingu inni í fyrirtækjunum,“ segir Kristín. Námskeiðin standa í tíu vikur og byggjast upp líkt og háskólafag, en tímafjöldi og umfang verkefna eru sambærileg þótt nám í Gæða- stjórnunarskólanum sé ekki við- urkennt sem háskólanám, allavega ekki ennþá. „Fagið er nýtt og þarf að þróast, en við höfum fullan hug á að stefna að viðurkenningu,“ segir Svala Rún. Ráðgjöf til fyrirtækjanna strandaði oft á því að tenglarnir í fyrirtækjunum töluðu ekki sama mál og ráðgjafarnir. Eina leiðin, að mati Svölu Rúnar, var því að þjálfa upp fólk til þess að það gæti tekið við ráðgjöfinni. Það varð til þess að Gæðastjórnunarskólinn var settur á laggirnar. Fyrir hvern er gæðastjórnun? Gæðastjórnun er fyrir alla; fyr- irtæki, stofnanir og ekki síst starfsmennina sjálfa. Svala Rún segir að hugmyndin sé í raun mjög einföld. „Bestu vinnubrögðin eru skjal- fest samkvæmt ISO-staðlinum í heildarrekstri fyrirtækisins. Út- koman er fyrirmyndarfyrirtækið þar sem allir starfsmenn vinna með samræmdum hætti og lág- marka þannig mistakakostnað í rekstrinum. Kannanir hafa sýnt að mistakakostnaður getur verið 15– 35 prósent af veltu rekstrar, það er svolítið mismunandi eftir starfs- greinum. Með innleiðingu á gæða- kerfi þurfa fyrirtækin að innleiða nýja hugsun og áherslur með því að endurskoða stefnu og mark- mið,“ segir Svala Rún. Í mörgum atvinnugreinum eru ekki veitt staðarleyfi nema hægt sé að sýna fram á að starfsemin uppfylli ákveðna staðla og mörg einkafyrirtæki fá ekki verkefni eða samninga nema þau uppfylli kröfu um gæðastaðla. Þess vegna ryður gæðastjórn sér rúms í vaxandi mæli um allan heim. Heilsteypt nám Hið hefðbundna skólakerfi býð- ur ekki upp á neitt heilsteypt nám í gæðastjórnun, kannski vegna þess að gæðastjórnunarbylgjan er tiltölulega ný á Íslandi. „Focal Consulting býður nú upp á slíkt heilsteypt nám í gæða- stjórnun á tíu vikna námskeiðum sem eru sambærileg við áfanga á háskólastigi. Við sérhæfum okkur í ráðgjöf í gæðastjórnun hjá op- inberum stofnunum og einkafyr- irtækjum. Við teljum okkur vera að mæta þörf á markaðinum, þar sem skortur hefur verið á slíkri ráðgjöf, með því að stofna Gæða- stjórnunarskólann,“ segir Svala Rún. Í náminu er meðal annars farið í hugtök eins og gæðakostnað, ferla- stjórnun og hagnýt vinnubrögð í stefnumótun og stjórnun gæða- mála. „Markmiðið með náminu er að veita nemendum heildaryfirsýn yf- ir aðferðafræði gæðastjórnunar, bæta ánægju viðskiptavina og starfsmanna og auðvelda rekstr- areiningum að ná betri árangri án aukinna auðlinda. Auk gæðanáms- ins býður skólinn upp á smærri hagnýt námskeið á sviði gæða- stjórnunar, eins og til dæmis nám- skeið í gerð verksreglna,“ segir Kristín. Námið byggir á einstaklings- og hópverkefnum og lýkur áfanga með lokaprófi. Kennarar skólans hafa mikla reynslu af gæðastjórn- un sem stjórnendur, ráðgjafar og kennarar á háskólastigi. Nýr gæðastjórnunarskóli í Kópavogi Focal hefur framleitt eigin hugbúnað í ellefu ár og aðallega sérhæft sig í gæða-, skjala- og mannauðsstjórnun, en þetta eru kerfi sem halda ut- an um ferli sem snúa að gæðastjórnun. Fyrir tveimur árum setti svo fyrirtækið upp ráðgjafasvið sem síðan þróaðist í Gæðastjórnunarskól- ann. Menntun leit við til að kynna sér málin. Morgunblaðið/Eyþór Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Focals og Kristín Björnsdóttir starfa hjá Gæðastjórn- unarskólanum í Kópavogi Viltu læra eitthvað nýtt og spennandi? Viltu gæða kennslu? Viltu styrkja undirstöðuna? Skelltu þér þá í skemmtilegt og fjölbreytt nám hjá okkur. Öldungadeild MH Innritað verður dagana 16.-18. ágúst í skólanum frá kl. 16-19, í síma frá kl. 9-15 og yfir netið allan sólarhringinn. Áfangar í boði á haustönn 2006 Danska DAN1036 Eðlisfræði NÁT 1336 EÐL 1036 Efnafræði EFN 2036 NÁT 1236 Enska ENS 1036 ENS 3036 ENS 4036 Félagsfræði FÉL 1036 (dreifnám) FÉL 2036 (dreifnám) FÉL 2636 Franska FRA 1036 FRA 3036 Hagfræði ÞJÓ 1036 Sænska SÆN 1036 SÆN 2036 SÆN 3036 Tölvufræði TÖL 1036 (Dreifnám) TÖL 1136 (Dreifnám) Þýska ÞÝS 1036 ÞÝS 3036 ÞÝS 5136 Íslenska ÍSL 1036 ÍSL 2036 ÍSL 3036 ÍSL 3224 ÍSL 3736 ÍSL 4036 ÍSL 4224 ÍSL 5036 Ítalska ÍTA 1036 ÍTA 3036 ÍTA 4036 Jarðfræði NÁT 1136 NÁT 1036 Líffræði NÁT 1036 LÍF 1036 Náttúrufræði NÁT 1036 NÁT 1136 NÁT 1236 NÁT 1336 Norska NOR 1036 NOR 3036 Saga SAG 1036 SAG 3036 SAG 3836 Sálfræði sál 1036 sál 2036 Spænska spæ 1036 spæ 3036 Stærðfræði STÆ 1036 STÆ 2636 STÆ 3036 STÆ 5036 STÆSTO (Stoðtími) Nánari upplýsingar á heimasíðu MH www.mh.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.