Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
BATNAR MEÐ ALDRI
BOB DYLAN ER GOÐSÖGN SEM VEX OG DÝPKAR
OG NÝJASTA AFURÐIN VEKUR HRIFNINGU >> 38
SATTÓSATT
UNGLINGAR Í
DAGLEGU LÍFI
HVAÐ ER TIL RÁÐA? >> 20
BÆKLUNARLÆKNAR og fleiri sérgreina-
læknar, sem starfa sjálfstætt utan stofnana,
íhuga að fara að dæmi hjartalækna og segja sig
af samningi við Tryggingastofnun ríkisins.
Læknar gagnrýna harðlega langan biðtíma
sjúklinga og lélega þjónustu, sem hljótist af því
að TR úthluti læknum „kvóta“, tiltekinni upp-
hæð sem iðulega klárast fyrir lok ársins. Þá
þurfa læknar að veita TR afslátt af þjónustu
sinni það sem eftir er árs og endurgreiða TR á
næsta ári.
„Menn ganga hérna um haltir og skakkir og
geta ekki leitað sér lækninga svo mánuðum
skiptir vegna þvingunaraðgerða stjórnvalda,“
segir Sveinbjörn Brandsson, formaður samn-
inganefndar bæklunarlækna. „Það er tími til
kominn að sú trygging sem fólk greiðir til rík-
isins sé í fullu gildi,“ segir Sveinbjörn og vísar til
þess að ríkinu beri lögum samkvæmt að veita
þegnum sínum heilbrigðisþjónustu.
Sveinbjörn segir að ekki sé fyrst og fremst
um kjaramál hjá læknum að ræða. „Auðvitað
viljum við fá kaup fyrir okkar vinnu eins og allir
aðrir en þetta snýst um það að þjónustustigið er
lágt og læknarnir fá skömmina og við sættum
okkur ekki við það mikið lengur,“ segir hann.
Þórarinn Guðnason, formaður Félags sjálf-
stætt starfandi hjartalækna, segir að eftir að
hjartalæknar sögðu sig af samningi við TR,
þurfi þeir ekki lengur að draga saman seglin
seinnipart árs. Kerfið sé hins vegar langt frá því
að vera gallalaust.
Sjúklingar sækja endurgreiðslu
Þeir sem þurfa aðstoð hjartalæknis þurfa til-
vísun frá heimilislækni til hjartalæknis til þess
að TR taki þátt í endurgreiðslu lækniskostn-
aðar. Eftir heimsókn til hjartalæknis þarf sjúk-
lingurinn, sem oft er háaldraður, að fara til TR
og sýna starfsfólki pappíra frá báðum læknum,
áður en hann getur fengið það endurgreitt sem
hann lagði út fyrir þjónustunni.
„Þetta tilvísanakerfi var sett á án nokkurs
samráðs við okkur og við teljum að það sé þeirra
sem setja kerfið á að svara fyrir það að hjarta-
sjúklingar séu ekki sjúkratryggðir með sama
hætti og aðrir sjúklingar,“ segir Þórarinn.
Bæklunarlæknar og fleiri sérfræðingar íhuga að segja sig af samningi við TR
Segja sjúkratryggingu
fólks ekki í fullu gildi
NÝSKIPAÐUR formaður
samninganefndar heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra, Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson, segir
að ástand sérgreinalækna
sé betra en oft áður og ekk-
ert gefi tilefni til að óttast
að umframkeyrsla verði
mikil meðal þeirra í ár. Jón
telur kerfið sem læknar og
sjúklingar búa við það far-
sælasta eins og sakir standa, en tekur fram að
ráðuneytið sé opið fyrir hugmyndum þeirra
sem starfa innan geirans.
Kerfið farsælt
Jón Sæmundur
Sigurjónsson
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Sérgreinalæknar | 4
TALSVERÐUR straumur ferða-
manna var við Öskjuvatn um
helgina þrátt fyrir að skyggni
væri ekki mikið við dýpsta vatn
landsins. Að sögn skálavarðar við
Drekagil, sem er skammt frá
vatninu, hefur sumarið verið
nokkuð gott. Frá og með síðustu
helgi hafi farið að hægjast um.
Þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins kom að vatninu um
helgina var þessi íslenski ferða-
langur á gangi við Víti, sem er við
Öskjuvatn. Hann lét skýjaþykknið
ekkert á sig fá og naut fegurð-
arinnar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þungbúin fegurð við Öskjuvatn
SLÖKKVILIÐSMÖNNUM í Frederiksberg í
Danmörku tókst í gærkvöldi að slökkva eld sem
blossaði upp í sólbaðsstofu eftir öfluga spreng-
ingu. Rýma þurfti íbúðir í grenndinni, en lög-
reglan sagði að enginn hefði farist eða slasast.
„Húsið nötraði og við heyrðum mikinn hvell
og dynk,“ sagði Breki Karlsson, sem býr í um
700 metra fjarlægð á Nimbusparken með fjöl-
skyldu sinni, en þrjár íslenskar fjölskyldur búa
í húsinu.
„Þegar við skoðuðum aðstæður þá lágu sól-
bekkir úti á götu, rúður voru brotnar í búðum
við hliðina á sólbaðsstofunni og það var verið að
rýma bygginguna. Húsið er svart upp allar sex
hæðir þess frá sólbaðsstofunni. Ég las það á vef
Politiken að menn hefðu lýst ástandinu rétt eft-
ir sprenginguna eins og ragnarökum.“
Sjónarvottar sáu til þriggja manna hlaupa af
vettvangi skömmu eftir sprenginguna, sam-
kvæmt frétt Politiken, og segist Breki hafa séð
lögreglumenn leita í hverfinu.
Mikill hvellur og húsið nötraði
EIÐUR Smári Guðjohnsen gerði sér lítið
fyrir og skoraði sigurmark Barcelona í
leik liðsins gegn Celta. Leikurinn var
fyrsti deildarleikur Eiðs Smára með
Barcelona en hann sat á varamanna-
bekknum fram á 73. mínútu leiksins. Þá
var staðan jöfn 2:2 en Eiður Smári gerði
sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið á 88.
mínútu. Markið var glæsilegt en Eiður
fékk sendingu frá Deco, tók knöttinn nið-
ur á brjóstið og skaut á markið. Knött-
urinn fór í varnarmanninn Angel Lopez og
aftur til Eiðs Smára, sem var fljótur að
senda knöttinn laglega fram hjá Jose
Manuel Pinto, markverði Celta. | Íþróttir
AP
Skoraði sigur-
mark Barcelona
Boulder. AFP. | Saksóknarar í Colorado í
Bandaríkjunum sögðust í gærkvöldi hafa
ákveðið að falla frá ákæru á hendur John
Mark Karr, kennara sem
játaði á sig morð á sex
ára stúlku, „fegurðar-
drottningunni“ JonBen-
et Ramsey, fyrir tíu ár-
um.
Saksóknararnir tóku
þessa ákvörðun eftir að
niðurstaða DNA-rann-
sóknar benti til þess að
Karr hefði ekki verið á
morðstaðnum í Colorado
þegar morðið var framið 26. desember 1996.
Fjölskylda Karrs lagði einnig fram óbeinar
sannanir fyrir því að hann hefði verið í Atl-
anta í Georgíu á þessum tíma.
Karr var handtekinn í Taílandi 16. ágúst
og játaði að hafa orðið stúlkunni að bana. Er
þetta eitt af þekktustu morðmálum Banda-
ríkjanna. Þótt stúlkan væri aðeins sex ára
hafði hún tekið þátt í mörgum fegurðarsam-
keppnum.
Fallið frá
morðákæru
John Mark Karr
♦♦♦
♦♦♦
Peking. AP. | Illt er að kenna gömlum hundi
að sitja – og líka að aka bíl.
Kona í Innri-Mongólíu í Norður-Kína
lenti í árekstri á dögunum þegar hún
reyndi að kenna hundinum sínum að aka.
Konan sagði að hundinum þætti „gaman
að hnipra sig saman á stýrinu“ og hefði
sýnt akstri mikinn áhuga. „Hún ákvað að
láta hundinn prófa að keyra,“ sagði kín-
verska fréttastofan Xinhua. „Þau komust
ekki langt og lentu í árekstri við bíl sem
kom úr gagnstæðri átt.“
Enginn slasaðist en bílarnir skemmdust.
Illt er að kenna
hundi að aka