Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BÆKLUNARLÆKNAR og aðrir
sérgreinalæknar sem starfa sjálf-
stætt utan stofnana, íhuga alvarlega
að segja sig af samningi sínum við
Tryggingastofnun líkt og hjartalækn-
ar gerðu í vor. Sveinbjörn Brandsson,
formaður samninganefndar bæklun-
arskurðlækna, segir að biðtímar séu
skammarlega langir allt árið um
kring auk þess sem þjónustustigið sé
lágt, einungis vegna þess hversu kerf-
ið er meingallað. „Menn ganga hérna
um haltir og skakkir og geta ekki leit-
að sér lækninga svo mánuðum skiptir
vegna þvingunaraðgerða stjórn-
valda,“ segir Sveinbjörn.
Fyrir hvert ár semja sérgreina-
læknar og heilbrigðisyfirvöld um
hversu miklu opinberu fé skuli varið
til meðhöndlunar sjúklinga sem leita
til sérgreinalækna. Sérgreinalæknum
er ætlað að veita þjónustu sem jafnast
yfir árið og fari svo að fjármagn sem
veitt er til tiltekinnar sérgreinar fari
umfram heimildir þurfa læknar að
veita afslátt af þjónustu sinni og end-
urgreiða TR þann hlut næsta ár.
Greiða sjálfir hlut TR
Algengt er að sérgreinalæknar
dragi verulega úr þjónustu sinni í
nóvember og desember þegar ljóst er
að þeir muni keyra fram úr heimild-
um ársins haldi þeir uppi fullum um-
svifum. Einnig hafa læknarnir brugð-
ið á það ráð að greiða sjálfir hlut
Tryggingastofnunar ríkisins þegar
sjúklingar koma til minniháttar heim-
sókna sem þeir bera mestan kostn-
aðinn af. „Þegar kostnaðarþátttaka
sjúklingsins er 75–85%, þá er hag-
stæðara fyrir lækninn að taka það
sem eftir er á sig og sleppa því að
senda reikningana til TR, í stað þess
að eiga á hættu síðar á árinu að keyra
fram úr heimildum og þurfa að veita
mikinn afslátt af störfum sínum í
formi endurgreiðslu til TR,“ segir
Kristján Guðmundsson, formaður
samninganefndar Læknafélags
Reykjavíkur, sem annast samnings-
gerð fyrir sérgreinalækna á lands-
vísu. Hann segir það óviðunandi að
læknar þurfi að vinna við þau skilyrði
að þurfa að greiða helminginn af því
sem þeir vinna inn til baka til Trygg-
ingastofnunar. Kristján segir að árið
2005 hafi sérgreinalæknar þurft að
borga til baka 1,2% af veltunni þar
sem þeir hafi farið 2,3% fram úr fjár-
heimildum.
Kerfið gengið sér til húðar
Sveinbjörn Brandsson telur að nú-
verandi kerfi sé gengið sé til húðar og
í raun ekki þegnum velferðarríkis
bjóðandi. „Sjúklingar eiga erfitt með
að skilja hversu lágt þjónustustigið er
og hversu langir biðlistarnir eru. Það
er tími til kominn að sú trygging sem
fólk greiðir til ríkisins sé í fullu gildi,“
segir Sveinbjörn og vísar til þess að
ríkinu beri lögum samkvæmt að veita
þegnum sínum heilbrigðisþjónustu.
„Þetta er ekkert kjaramál hjá okkur.
Auðvitað viljum við fá kaup fyrir okk-
ar vinnu eins og allir aðrir en þetta
snýst um það að þjónustustigið er lágt
og læknarnir fá skömmina og við
sættum okkur ekki við það mikið
lengur,“ segir Sveinbjörn. Hann segir
að sú leið sem að hjartalæknar hafi
farið hafi reynst vel og þótt enn séu
biðlistar hjá hjartalæknum þá geti
þeir unnið undir árslok þar sem þeir
fái ætíð greitt fyrir vinnu sína og þurfi
ekki að óttast skerðingu enda ekki
lengur háðir ákveðinni heimild, eða
kvóta eins og sérgreinalæknar kalla
fjárheimild hverrar sérfræðigreinar.
„Ef að við fáum ekki svör við þessu
frá ráðuneytinu er staðan einfaldlega
sú að einstakir bæklunarskurðlæknar
íhuga að segja sig af samningi við
Tryggingastofnun. Eftir það verður
sambandið aðallega á milli sjúklinga
og TR og við læknar verðum í hlut-
verki þjónustuaðila en ekki húskarla
Tryggingastofnunar,“ segir Svein-
björn. Hann segir að innan stéttar-
innar hafi menn beðið eftir því með
eftirvæntingu að sjá hvernig hjarta-
læknum gengi utan kerfis og þegar
ljóst er að vel hafi tekist til sé mikill
skriður kominn á umræður innan
raða bæklunarlækna sem og annarra
sérgreinalækna.
Ekki gallalaust
Þórarinn Guðnason, formaður Fé-
lags sjálfstætt starfandi hjartalækna,
segir að frá því að hjartalæknar sögðu
sig af samningi við Tryggingastofnun,
hinn 1. apríl sl., þurfi þeir ekki lengur
að draga saman seglin þegar líða tek-
ur á árið til þess að koma í veg fyrir að
veita afslátt af þjónustunni. Hann tel-
ur kerfið eins og það er í dag hins veg-
ar langt frá því að vera gallalaust.
Þeir sem leita sér aðstoðar hjarta-
lækna þurfa að fá tilvísun frá heim-
ilislækni á hjartalækni til þess að TR
taki þátt í endurgreiðslu lækniskostn-
aðar. Þegar heimsókn til hjartalæknis
er lokið þarf sjúklingurinn, sem oft er
háaldraður, að fara til Trygginga-
stofnunar og sýna starfsfólki pappíra
frá báðum læknum, áður en endur-
greiðsla getur átt sér stað. „Þetta til-
vísanakerfi var sett á án nokkurs
samráðs við okkur og við teljum að
það sé þeirra sem setja kerfið á að
svara fyrir það að hjartasjúklingar
séu ekki sjúkratryggðir með sama
hætti og aðrir sjúklingar,“ segir Þór-
arinn. Hann kveður hjartalækna hafa
staðið frammi fyrir því að þurfa að
draga verulega úr þjónustu í gamla
kerfinu og því orðið ofan á að segja af
sér samningum. „Við töldum þetta ill-
skárri kostinn. Hann tryggir sjúk-
lingum þjónustu og okkur greiðslu
fyrir hana, þannig að við getum haldið
áfram að reka stofurnar. Þegar skiln-
ingur heilbrigðisyfirvalda á breyttum
forsendum og aukinni þörf á þjónustu
er lítill er þetta betri kostur, þótt
hann sé vissulega mörgum sjúkling-
um erfiður,“ segir Þórarinn og árétt-
ar að hjartalæknar hafi fullan skiln-
ing á þeim erfiðleikum sem fylgja
núverandi kerfi fyrir marga sjúk-
linga.
Ástandið alls ekki slæmt
Haft var samband við Jón Sæmund
Sigurjónsson, sem tók við for-
mennsku samninganefndar heilbrigð-
is- og tryggingarmálaráðherra í gær,
eftir að Garðar Garðarsson lét af
störfum. Jón telur að ástandið að því
er varðiumframkeyrslu sérgreina-
lækna sé langt frá því að vera slæmt,
oft hafi sést tölur sem gefið hafi tilefni
til þess að óttast umframkeyrsluna en
nú væri í heildina séð ekki ástæða til
þess að bera ugg í brjósti vegna stöðu
samningsins. „Það er ekkert sem
bendir til þess að að sérgreinar séu að
fara stórkostlega yfir kvótann“ segir
Jón og bendir á að þótt sumar greinar
séu í örum vexti og taki til sín meira
en þeim er ætlað bjóði kerfið upp á að
jafna stöðu greinanna út, þannig að
þær greinar sem meira hafi tekið til
sín fái umframkvóta hinna sem ekki
ekki nýttu heimildir sínar að fullu.
Hann telur að þótt kerfið sé ekki full-
komið sé það farsælasta lausnin í
flóknu umhverfi. „Við erum hins veg-
ar opnir fyrir nýjungum á þessu
sviði,“ segir Jón og telur að sú leið
sem hjartalæknar fóru, að rjúka út og
láta sjúklinga greiða fullt verð fyrir
þjónustuna, sé ekki til þess fallin að
leiða til sátta í deilum lækna við yf-
irvöld. „Eftir á að hyggja þá held ég
að margir sjái eftir því hvernig fór
með hjartalækna, bæði þeir og við að
hluta,“ segir Jón. Hann telur að stífni
hafi verið komin í málið og menn
orðnir óhæfir til að semja og vonar að
aðrir sérfræðilæknar séu ekki að
keyra sig upp í sömu stöðu og hjarta-
læknar voru í.
Mikil óánægja meðal sérgreinalækna sem eru farnir að renna hýru auga til samningslausra hjartalækna
Sérgreinalæknar íhuga að
segja sig af samningi við TR
»Sérgreinalæknar sem starfasjálfstætt sömdu til þriggja ára
við Tryggingastofnun árið 2004
»Margir læknanna telja núver-andi samning gallaðan og vilja
ráða bót á fyrirkomulaginu, sem
hefur að þeirra mati leitt til langs
biðtíma eftir þjónustu auk annars
óhagræðis fyrir sjúklinga
»Hjartalæknar sögðu sig afsamningi við TR hinn 1. apríl sl.
og í kjölfar þess hefur komist skrið-
ur á umræður annarra sér-
greinalækna um að fylgja í fótspor
hjartalækna og segja sig af samn-
ingum
Í HNOTSKURN
LOKATÓNLEIKAR hinnar
íslensk-sænsk ættuðu
reggí-hljómsveitar Hjálma
voru haldnir á Skriðu-
klaustri síðastliðinn sunnu-
dag. Meðlimir hennar sex
hafa nú ákveðið að halda
hver sinn veg að því er
fram kemur í tilkynningu
frá hljómsveitinni í gær-
kvöldi.
Hjálmar hefur verið
starfrækt í um þrjú ár og
hefur gefið af sér tvær
hljómplötur, Hljóðlega af
stað og Hjálmar, sem báðar
fengu mikið lof hlustenda
og tónlistargagnrýnenda.
Hjálmareggíið hljóðnar
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
LJÓST er að fyrsta neyðarkall frá skipverjum
á Sigurvini GK á föstudagskvöld barst aldrei til
Vaktstöðvar siglinga eins og til var ætlast en
báturinn sökk síðar um kvöldið norðvestur af
Rifi á Snæfellsnesi. Skipverjunum þremur var
bjargað um borð í sportbát kl. 21.40 en neyð-
arkallið úr hinum sökkvandi báti hafði verið
sent kl. 18.30. Það var síðan kl. 20.53 sem flug-
vélar heyrðu neyðarkall úr björgunarbáti Sig-
urvins og sendu boðin til Flugmálastjórnar
sem kom neyðarkallinu áleiðis til Vaktstöðvar
siglinga. Það var ekki fyrr en þá sem björg-
unarstarfið fór í gang.
Málið skoðað í heild sinni
Vaktstöð siglinga og Rannsóknanefnd sjó-
slysa hafa nú til skoðunar hvað fór úrskeiðis en
skýringar liggja ekki fyrir enn.
Ásgrímur Ásgrímsson yfirmaður Vaktstöðv-
ar siglinga segir málið verða skoðað í heild
sinni út frá upplýsingum sem munu berast í
framhaldi slyssins. „Það er ljóst að neyðar-
skeyti í gegnum sjálfvirka tilkynningaskyldu-
kerfið barst aldrei hingað,“ segir hann. „Við
eigum eftir að skoða hvers vegna það barst
ekki. En um leið og ljóst var að bátur væri í
neyð á svæðinu gekk björgunarstarf fljótt og
vel fyrir sig,“ segir hann og á þar við neyð-
arkallið úr björgunarbátnum.
Ásgrímur segir það alþekkt að bátar detti út
úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu af ýms-
um ástæðum og það sé stór hluti starfs vakt-
manna að komast í samband við þá á ný. Dag-
inn sem slysið varð var gott veður til sjósóknar
og því margir á sjó. Af þeim sökum var mikið
annríki hjá vaktmönnum Vaktstöðvar við að
leita uppi báta sem á einn eða annan hátt vant-
aði í sjálfvirku tilkynningaskylduna. Spurður
um hvort mögulegt geti verið að neyðarkallið
kl. 18.30 frá skipverjum Sigurvins hafi farið
fyrir ofan garð og neðan vegna annríkis hjá
vaktmönnum í landi, segir Ásgrímur að atriði
málsins verði skoðuð ofan í kjölinn. „Það var
mjög mikið að gera hjá okkur um helgina
þannig að þetta er hlutur sem við munum
skoða og komast að því hvers vegna við urðum
ekki varir við bátinn.“
Ásgrímur segir að ekki hefði farið framhjá
vaktmönnum ef neyðarkallið hefði borist. Þá
hringir viðvörunarbjalla og tölvubúnaður þysj-
ar inn á viðkomandi bát.
„Við viljum náttúrlega veita sem mesta og
besta öryggisþjónustu og ef eitthvað er hægt
að laga, þá munum við fara í saumana á því. En
sem betur fer eru íslensk og erlend skip búin
varaleiðum, í þessu tilviki neyðarsendi í björg-
unarbátnum. Skipin eru búin blysum og neyð-
arflugeldum og heilmikið eftirlitskerfi sem fer
tiltölulega fljótt í gang við að leita að bátum
sem saknað er. Við erum fegnir að í þessu til-
viki hafi þeir getað komið frá sér neyðarboðum
í gegnum leið tvö og fljótt var hægt að bregðast
við.“
Jón Ingólfsson formaður RNS segir nefnd-
armenn ekki hafa skoðað skýrslur um málið
eða hafa fengið skýringu á því. Verið er að
safna gögnum vegna málsins. Hann segir það
ekki eðlilegt hversu löng bið varð á björguninni
en eitt af því sem rannsakað verður er hvað átti
sér stað frá því klukkan 18.30 allt þar til flug-
vélar heyrðu neyðarkallið úr björgunarbátnum
kl. 20.53.
Vaktstöð fékk
aldrei neyðarkallið