Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STANGVEIÐI í Veiðivötnum í
sumar gekk mjög vel. Aflinn nú
var 16.278 fiskar sem er litlu færri
fiskar en á síðasta ári en þá veidd-
ust 16.766 fiskar sem var metár í
stangveiðinni. Veiði á urriða var
minni framan af sumri en und-
anfarin ár en glæddist þegar leið
á. Skýringin er líklega kuldi í
vötnunum framan af sumri. Bleikj-
an gaf aftur á móti vel í kuldanum
og var tæplega 50% af heildar-
veiðinni í sumar, sem er hærra
hlutfall en áður hefur sést í Veiði-
vötnum. Síðustu tvær vikurnar var
mjög góð veiði, betri en áður hef-
ur sést á þeim tíma, segir á vefsíð-
unni veidivotn.is. Norðurá í Borg-
arfirði hefur verið frábær í sumar,
að því er fram kemur á vefsíðu
Stangveiðifélags Reykjavíkur,
svfr.is. Sumarið 2002 var met
slegið í ánni þegar 2.217 laxar
voru skráðir í veiðibækur en það
met var slegið með glæsibrag síð-
astliðið sumar. Það má því segja
að góð veiði í sumar falli í skugg-
ann af metveiði síðasta árs því um
er að ræða annað besta veiðisum-
arið frá því að skráningar hófust
og annað árið í röð er farið yfir
fyrrum metveiðitölur.
Á hádegi laugardags fór að-
alsvæði árinnar yfir 2.000 laxa
veiði en holl sem þá var við veiðar
fékk 22 laxa. Að sögn Bjarna Júl-
íussonar formanns SVFR, sem var
við veiðar í umræddu holli, er
mikið af laxi í Norðurá en að-
stæður ákaflega erfiðar sökum
vatnsleysis. Tíðarfarið undanfarið
hefur verið með ólíkindum og sem
dæmi var hellirigning um tíma í
höfuðborginni um helgina án þess
að hún skilaði sér svo mikið sem
upp í Kjós þar sem að Laxá og
Bugða nánast renna ekki sökum
vatnsleysis, hvað þá að rigningin
næði upp í Norðurárdal.
Á sunnudag stóðu veiðitölur
þannig að Norðurá I hafði gefið
2.006 laxa, Norðurá II var í 164
löxum, Stekksbók sýndi 44 laxa
auk þess sem Flóðatangi hefur
gefið að minnsta kosti fjóra laxa.
Þetta gera 2.218 laxar sem er ein-
um laxi meira en sumarið 2002 en
enn eru nokkrir dagar til stefnu
til að bæta við veiðitölur sumars-
ins, segir á vefsíðunni svfr.is.
Illa gekk í Flekkudalsá
Veiðimenn sem voru í Flekku-
dalsá í síðustu viku gekk illa að fá
laxinn til að taka, enda dagarnir
bjartir og áin vatnslítil. Í fartesk-
inu höfðu þeir nýjasta tölublað
tímaritsins Veiðimannsins, þar
sem er grein um veiðar í Flekk-
unni, skreytt myndum af banda-
rískum manni sem sækir ána heim
árlega. Á einni myndinni situr
hann við ónefndan hyl ofarlega í
viðkvæmri þveránni Tunguá, og
kastar á laxa sem hann sá þar.
Veiðimennirnir ákváðu að finna
þennan stað, og með fulltingi
myndarinnar gekk það eftir. Og
þeir fundu ekki bara staðinn, held-
ur voru þar laxar. Náðu þeir fimm
úr hylnum – öllum fiskunum sem
veiddust í hollinu.
Maríulax á heimagerða flugu
Í sumar hafa, sem endranær,
margir veiðimenn veitt maríulax-
inn. Einn þeirra var Kristján Geir
Gunnarsson, sem er nýorðinn 11
ára og var við veiðar með föður
sínum. Í Árbæjarhyl fékk hann í
maríulaxinn; hann kastaði sjálfur,
setti í fiskinn og landaði á eigin
spýtur. Að auki tók fiskurinn á
flugu sem hann hannaði sjálfur og
kallar Florida Frog. Hafði hann
áður veitt bleikju og urriða á sínar
eigin flugur en þetta var fyrsti
laxinn.
STANGVEIÐI
Morgunblaðið/Golli
Annað besta veiðisumarið Óskar Páll Sveinsson landar laxi í Svalbarðsá.
Góð veiði í Veiðivötnum síðsumars
veidar@mbl.is
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
EKKERT nýtt kemur fram í end-
urskoðuðu áhættumati Kára-
hnjúkavirkjunar, sem fjallað var
um á fundi stjórnar Landsvirkjun-
ar (LV) í gær, segir Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, stjórnarformaður.
Hann segir að haldið verði áfram
með framkvæmdir við virkjunina
eins og ráðgert var.
„Við sjáum ekkert í þessu sem er
ástæða til að óttast. Hins vegar
hefur stjórnin lagt áherslu á að
allrar varúðar sé gætt,“ segir Jó-
hannes. Í niðurstöðu endurskoðaðs
mats á áhættu vegna mannvirkja
Kárahnjúkavirkjunar segir að
„áhættan sé ekki meiri en áður var
talið og því innan viðunandi
marka“.
„Menn geta haft mismunandi
skoðanir á þessu verkefni í heild,
en ég veit að ég tala fyrir hönd
fleiri stjórnarmanna þegar ég segi
að okkur hefur ekki þótt gott að
sitja undir því að hætta lífi þeirra
sem búa í nágrenni við þessa stíflu.
Ég tel að með þessu hafi verið al-
gerlega sýnt fram á að svo er ekki,“
segir Jóhannes.
„Hættan, ef hið ómögulega ger-
ist, og það verður stíflurof, þá er
hættan sem fólki stafar af vegna
þess minni en sú áhætta sem talin
er ásættanleg hér í dag vegna snjó-
flóðahættu,“ segir Jóhannes. „Ég
held að menn verði að skoða þetta
út frá þessu sjónarhorni. Við get-
um ekki gert annað en að reiða
okkur á þá sérfræðinga sem eru
fengnir til þessarar vinnu.“
Fyrir stjórn LV í gær lá ályktun
frá flokksstjórn og þingflokki
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, þar sem skorað var á
ríkisstjórnina og stjórn LV að
fresta fyrirhugaðri fyllingu. Jó-
hannes segir að það hafi verið rætt,
niðurstaðan hafi verið sú að halda
áfram með verkið, og hafi sú nið-
urstaða verið byggð á endurskoð-
uðu áhættumati.
Hann segir fyllingu lónsins
verða hæga, og hlé verði á henni í
vetur þegar hæð lónsins verði
komin í 50–60 metra. Þá muni næg-
ur tími gefast til að fylgjast með og
fara enn einu sinni yfir stöðuna, og
þrýstingur á stífluna afar lítill.
Í endurskoðuðu áhættumati,
sem unnið var af Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen, kemur fram
að enginn einn atburður geti orðið
til þess að ein af stíflunum rofni,
heldur þurfi að koma til röð ólík-
legra atburða sem tengjast, eða
gerast samhliða.
Gert sé ráð fyrir því að stíflur
þoli leka, jarðskjálftaálag, og
stærstu möguleg flóð vegna úr-
komu eða leysinga án þess að
rofna. Nokkur reynsla sé til staðar
af áhrifum jarðskjálfta á stíflur á
Suðurlandi. Ekkert hafi komið
fram sem bendi til skaða af þeirra
völdum, þrátt fyrir að hröðun af
völdum skjálfta þar hafi verið svip-
uð eða jafnvel meiri en búast má
við á Kárahnjúkasvæðinu, sem
liggur utan hefðbundinna skjálfta-
svæða.
Viðvörunartími langur
Ef hins vegar kemur til rofs í
eina eða fleiri stíflur á Kárahnjúka-
svæðinu er ljóst að áhrifin yrðu
mjög alvarleg, bæði á líf fólks og
umhverfið á mögulegu flóðasvæði.
Einnig yrðu áhrifin alvarleg á
rekstur Landsvirkjunar, Alcoa
Fjarðaáls og þjóðarbúið í heild.
„Þegar litið er til rofs stíflna
Kárahnjúkavirkjunar er viðvörun-
artími „langur“ hvort sem um nátt-
úruhamfarir er að ræða eða inn-
anrof. Merki um hættu eru augljós
svo sem jarðskjálftar, ísjakar á
lóni, aukið innrennsli, eldgos, auk-
in vatnshæð í lóni og upplýsingar
frá mælibúnaði,“ segir í endur-
skoðuðu mati.
Viðvörunartími er sá tími sem
líður frá því að vitað er um hættu á
stíflurofi og þar til flæðir að fyrsta
byggða bóli. Reynslutölur sýna að
verulegu máli skiptir fyrir dánar-
líkur manna að viðvörunartími sé í
það minnsta 90 mínútur. Þegar tal-
að er um „langan“ viðvörunartíma
er átt við að hann er mældur í
klukkustundum eða dögum.
Einnig er lagt gróft mat á fjár-
hagslegt tjón af völdum stíflurofs,
en það getur orðið afar breytilegt.
Tjón á húsum geti þannig verið á
bilinu 10–1.500 milljónir króna, og
tjón á ræktuðu landi, bústofni o.fl.
á bilinu 25–370 milljónir króna.
Tjón á samgöngu- og veitumann-
virkjum er áætlað á bilinu 710–
1.650 milljónar króna.
Stíflurof getur haft áhrif á
landslag og gróðurfar
Áætlaður kostnaður Landsvirkj-
unar við endurbyggingu stíflna er
á bilinu 840 milljónir til 18 millj-
arðar, misjafnt eftir því um hvaða
stíflu er að ræða. Einnig komi þá til
tekjumissir vegna stöðvunar á
orkusölu, sem geti verið á bilinu 2
milljónir til 18 milljarðar króna, þó
þessar upphæðir gætu hugsanlega
fengist bættar frá tryggingum.
Að auki má gera ráð fyrir því að
mögulegt stíflurof hafi áhrif á
landslag, gróðurfar og jarðfræði-
minjar. „Áhrif á sjaldgæfar teg-
undir verða nokkur, einkum á
fálkavarp meðfram Jöklu og eins
verða mikil áhrif á búsvæði graf-
andar á Úthéraði. Mikil áhrif verða
á selalátur, svo og byggðir mikil-
vægra tegunda á borð við lóm,
skúm, kjóa, grágæs, heiðagæs og
jafnvel spóa. Heildaráhrif rofs
Desjarárstíflu eða Sauðárdalsstíflu
og rof flóðvars Hálslóns eru í meg-
inatriðum þau sömu og ef Kára-
hnjúkastífla brestur, en heldur
minni,“ segir í endurskoðuðu
áhættumati.
Ekkert nýtt í endurskoðuðu áhættumati vegna Kárahnjúkavirkjunar segir stjórnarformaður LV
Áhættan innan marka
TENGLAR
............................................
Sjá nánar www.mbl.is/itarefni
Morgunblaðið/Golli
Stjórnarfundur Landsvirkjun fjallaði um endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar í gær.
ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, stjórnarmaður í
Landsvirkjun, segir að hið nýja áhættumat
varðandi Kárahnjúkastíflu sé ekki trúverð-
ugt enda sé það ekki unnið af óháðum aðila.
„Ég er upphafsmaður
að þessu endurskoðaða
áhættumati og lagði á
sínum tíma fram tillögu
um að það yrði unnið
nýtt, alvöru áhættumat
vegna nýrra aðstæðna
og upplýsinga sem fyrir
lágu um jarðfræðilega
eiginleika svæðisins.
Það voru mér því mikil
vonbrigði þegar í ljós
kom að þessi endur-
skoðun var algjörlega í höndum sömu ein-
staklinga og fyrirtækja og eru bæði að
hanna og hafa eftirlit með framkvæmdum á
virkjanasvæðinu. Ég hafði ekki gert mér
grein fyrir því og fyrir vikið finnst mér
skýrslan ekki trúverðug. Hún stenst ekki
kröfur sem gera verður til óhæfis,“ segir
hún og bætir við að hönnuðir að stíflu geti
vart talist óhæfir varðandi mat á slíkum
þáttum.
Erlendar stíflur skoðaðar
Aðspurð hvort hún telji eitthvað í nýju
áhættumati efnislega ámælisvert segir hún
svo vera. Hún hafi viljað að kannað yrði
hvers vegna sambærilegar stíflur og
Kárahnjúkastífla, Campos Novos-stíflan og
stíflan í Mohale í Leshoto, hafi brostið en
slík athugun hafi ekki verið gerð.
Haft var eftir Sigurði Arnalds, upplýs-
ingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar, í Morg-
unblaðinu á fimmtudaginn að í ljósi upplýs-
inga um misgengi á svæðinu og vegna
frétta af brestum í steypukápu Campos No-
vos-stíflunnar hafi verið ráðist í breytingar
á Kárahnjúkastíflu og að kostnaður við þær
breytingar nemi um 500 milljónum króna.
Þegar Álfheiður er spurð hvort ekki
megi líta svo á að brugðist hafi verið við
fréttum af brestum í Campos Novos-
stíflunni segir hún að þessar breytingar á
Kárahnjúkastíflunni hafi gerst löngu fyrr,
á árinu 2005, en að brestir hafi komið í ljós í
brasilísku stíflunni í júní á þessu ári. „Það
er ekkert samhengi þar á milli. Í áhættu-
matinu eru stíflur af þessari gerð ekki
skoðaðar,“ segir hún.
Tillaga Álfheiðar á stjórnarfundinum í
gær um að setja á fót óháðan hóp jarðvís-
indamanna og verkfræðinga sem fari yfir
hvað fór úrskeiðis við systurstíflurnar og
að áhættan af fyllingu Hálslóns verði end-
urmetin, hlaut ekki stuðning stjórnar.
Áhættumat
ekki unnið af
óháðum aðila
Álfheiður
Ingadóttir
» Í endurskoðuðu áhættumativegna Kárahnjúkavirkjunar
kemur fram að afar ólíklegt sé að
stíflur á Kárahnjúkasvæðinu
bresti, til þess þurfi marga ólík-
lega atburði sem tengist eða ger-
ist samhliða.
»Ef stífla rofnar getur það ein-ungis verið afleiðing svo mik-
illa hamfara að það ætti að gefast
einhverjar klukkustundir eða
dagar til aðvörunar og aðgerða, í
öllu falli lengri tími en 90 mín-
útur.
»Vegna þessa langa viðvör-unartíma má gera ráð fyrir
því að björgunarsveitir myndu
fara um svæðið og sjá til þess að
það yrði að fullu rýmt.
»Ekki er hægt að útiloka aðeinhver verði eftir á svæðinu,
eða fari aftur inn á það eftir að
það hefur verið rýmt, en lang-
líklegast er að svæðið verði mann-
laust komi til þess að stífla bresti
og flóðbylgja skelli á.
Í HNOTSKURN