Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 11

Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 11 ÚR VERINU Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Umboðsmenn um land allt Borgarbíll og fjallafari: 1.990.000 kr. SUBARU IMPREZA SUMARTILBOÐ: STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 160 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 16” ÁLFELGUR, KASTARAR Í STUÐARA... OG MARGT FLEIRA. Subaru Impreza er á lygilegu tilboði í ágúst og er fyrir vikið á mun betra verði en bílar í sama flokki, þ.m.t. Volkswagen Golf. Gerðu verðsamanburð. Núna er rétti tíminn til að fjárfesta í Subaru Impreza. 1.990.000 kr. 2.140.000 kr. 2.060.000 kr. 2.190.000 kr. Beinskiptur Sedan Sjálfskiptur Sedan Beinskiptur Wagon Sjálfskiptur Wagon Aukahlutir á mynd: 17” álfelgur „EF VIÐ viljum á annað borð fá eins mikið út úr sjávarútveginum, sem atvinnuvegi, eins og mögulegt er og jafnframt að vera ekki að sólunda peningum, þá er bezt að sjávarút- vegurinn stjórni sér sjálfur. Það leið- ir til þess að útgjöld ríkisins minnka og tekjur sjávarútvegsins aukast,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ragnar hélt erindi á ráðstefnu Rannsóknarmiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál um eignar- rétt í sjávarútvegi í gær. Nægilega öflugur eignarréttur „Ef af þessum hugmyndum yrði, myndi sjávarútvegurinn verða eins og flestir aðrir atvinnuvegir. Hann myndi borga allan þann kostnað sem af starsemi hans stafar, eftirlit, rannsóknir og fleira. Hann myndi þá gera allt sem hann getur til þess að hann geti skilað góðum arði. Hann mun stunda rannsóknir að því marki, sem það borgar sig fyrir hann. Það má ekki gleymast að hann mun ekki stunda rannsóknir sem nýtast öðrum á sviði sjávarútvegs. Jafnvel þótt sjávarútvegurinn tæki yfir öll þessi stjórnunarhlutverk í sjávarútvegi, þarf enn að huga að því að það eru rannsóknasvið í sjónum, sem snerta aðra starfsemi og hafa líka gildi fyrir þjóðina alla,“ segir Ragnar. Hve mikilvægur í þessu sambandi er skýr eignar- eða afnotaréttur? „Skýr réttur er auðvitað mikil- vægur en ég er á því að kvótakerfið sem við höfum í dag með öllum sín- um göllum, myndi nægilega öflugan eignarrétt til þess að sjávarútvegur- inn geti gert þetta. Tökum sem dæmi að það sé í gangi togstreita milli mismunandi greina í sjávarútvegi, til dæmis þeirra sem eru að veiða þorsk og annan botnfisk og þeirra sem eru að veiða loðnu og annan uppsjávarfisk vegna þess samhengis sem er á milli þessara stofna. Uppsjávarfiskurinn, sérstaklega loðnan, er mikilvæg fæða fyrir botnfiskinn. Í dag verður ríkisvaldið að taka ákvörðun um það hvernig beri að skipta þessari köku og gerir það samkvæmt sínum lög- málum. En ég er nærri því viss um að væri sjávarútvegurinn sjálfur með þetta á sinni könnu, myndu út- gerðarmenn koma sér saman um það, sem væri bezt fyrir heildina. Þeir myndu bæta hver öðrum upp hugsanlegar skerðingar og þeir myndu gera þetta á miklu fljótvirk- ari og skilvirkari hátt heldur en rík- isvaldið gæti gert. Jafnvel þegar rík- isvaldið hefur uppi réttu sjónarmiðin, sem er ekki alltaf, því það þarf að svara pólitískum skil- yrðum, sem eru ekki endilega hag- kvæm fyrir land og þjóð.“ Hvað myndi ríkið spara, ef sjávar- útvegurinn tæki þessi mál yfir? „Það er sennilega um þrír millj- arðar í heild sinni. Eins og við vitum var veiðigjaldið réttlætt með því að sjávarútvegurinn væri þar að mæta þeim kostnaði sem felst í stjórnun fiskveiðanna. Þetta þýðir þá í raun og veru, að taki sjávarútvegurinn þetta yfir, er þessum bagga á skatt- greiðendur létt af þeim. Umsvif hins opinbera minnka þá að sama skapi, sem hugsanlega er mikill fengur. Það má aldrei gleyma því að hið op- inbera, þótt það sé erfitt að sjá fyrir sér að einhverjir aðrir geti leyst verkefni þess, er í eðli sínu óhag- kvæmur rekstraraðili. Það er í raun engin ósýnileg hönd samkeppninnar, sem leiðir hið opinbera inn á þær brautir, sem eru hagkvæmastar fyr- ir land og þjóð.“ Höfum við einhverja fyrirmynd að svona auðlindastjórnun? „Við höfum eina í okkar eigin landi, sem menn virðast gleyma, því hún gengur svo vel. Það eru veiði- félögin í laxveiðiánum. Þar er tals- verður fjöldi réttarhafa, sem hafa komið sér saman um það að nýta þessa auðlind á grundvelli löggjafar, svo sem viðurlaga, refsinga og eft- irlits. Þessi veiðifélög voru stofnuð á grundvelli vatnalaga á sínum tíma. Þau hafa rekið þessar laxveiðiár með góðum arði fyrir sig og alla aðra sem að málinu koma, líka veiðimennina. Ég býst við því að stjórnun í íslenzku laxveiðiánum sé til fyrirmyndar víða um heim. Þannig eru þær miklu verðmætari auðlind en myndi vera ef laxveiðinni væri stjórnað með sama hætti og gert er í Bandaríkj- unum og Kanada, þar sem ríkið á flestar ár og selur veiðileyfi fyrir fimm dollara og veiðimenn eru öxl við öxl að dorga í ánum og enginn veiðir neitt.“ Reyna sjálfsstjórn á Nýja-Sjálandi Hafa Nýsjálendingar ekki verið að reyna slíka auðlindastjórnun? „Þeir hafa verið að reyna nokkra sjálfsstjórn í fiskveiðum, sérstaklega þeim, sem kalla má nýjar. Það er ákveðinn munur á Íslandi og Nýja- Sjálandi, eða sá að við Ísland eiga flest allar fiskveiðar sér talsvert langa sögu. Við Nýja-Sjáland eru veiðar á nokkuð mörgum tegundum alveg ný til komnar og ennþá að verða til. Í þessum nýju veiðum hef- ur sjálfsstjórnaraðferðinni verið beitt frá upphafi. Þeir hafa stundað grunnrannsóknir á veiðiþoli, þeir hafa lagt þær fyrir stjórnvöld, sem hafa fallizt á það að um nýtanlega stofna sé að ræða. Síðan hafa menn fengið leyfi til að nýta sér þessa stofna, yfirleitt með framseljanleg- um aflaheimildum. Þessir aðilar hafa gjarnan komið saman í fiskveiði- stjórnunarfélögum sem, hafa tekið ákvarðanir um hve mikið megi veiða, hvar, hvenær, hvaða veiðarfæri megi nota og svo framvegis. Þetta tel ég að íslenzkur sjávarútvegur eigi líka að gera, en þetta er auðvelt á Nýja- Sjálandi, því þar byrjuðu menn með hreint borð í þessum tilfellum. Í eldri fiskveiðum er miklu erf- iðara að koma sjálfsstjórninni við, vegna þess að þar eru þegar ýmsir hagsmunir, sem þegar hafa verið skilgreindir og eru varðir með lög- um. Þar koma til sögunnar í mörgum tilfellum réttur frumbyggja og sportveiðimanna og réttindi á land- notkun fyrir fiskeldi, sem flækir málið mjög mikið. Það er líka spurn- ing gagnvart nýsjálenzkum lögum, sem eru byggð á engilsaxneskri hefð, að hve miklu leyti félög fiski- manna geti framfylgt ákveðnum reglum gagnvart sínum eigin fé- lögum. Það getur brotið í bága við þeirra persónuréttindi, sem eru mjög sterk. Þessi réttindi eru ekki eins sterk á Íslandi. Því held ég að þegar við komum að þessum fiskveiðum standi Nýsjálendingar verr en við,“ segir Ragnar Árnason. Ráðstefnunni veruð haldið áfram í dag, en í lok hennar verður opinn . Fundurinn hefst kl. 15.30 og stendur til 17.00. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn. »1976 til 1983 Fiskveiðumstjórnað með leyfilegum heildarafla og ýmsum öðrum tak- mörkunum. 1984 Kvótakerfið sett á. Framsal aflaheimilda takmarkað. » 1985 til 1990 Gefinn kostur ásóknardagakerfi samhliða kvótakerfinu. » 1990 Núverandi lög um kvóta-kerfið sett. Framsal aflaheim- ilda og aflahlutdeildar frjálst. » 2006 Herör skorin upp við sjó-ræningjaveiðum og rætt um sjálfsstjórn í sjávarútvegi. Skapa meiri verðmæti fyrir land og þjóð Ragnar Árnason telur sjálfsstjórn í sjávarútvegi skila miklum sparnaði hins opinbera og auka jafnframt tekjur útvegsins Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Morgunblaðið/ Jim Smart Sjávarútvegur Ragnar Árnason, prófessor, sýnir að það er hagkvæmara að sjávarútvegurinn stjórni sér sjálfur. Í HNOTSKURN „VIÐ erum að fjalla hér um mikilvæga þætti í stjórnun sjávarútvegs. Niðurstöðum okkar þurfum við að koma til skila. Þar treystum við meðal annars á fjölmiðla. Það er góð þátttaka á ráðstefnunni af fólki úr sjávarútveginum og skyldum sviðum, bæði frá fyrirtækjum, samtökum og hinu opinbera. Vonandi skapar það því umræðu. Við munum síðan gefa erindin út á bók og ákveðið úr- val þeirra fer vonandi í alþjóðleg fræðitímarit á sviði fiskihagfræði. Þegar litið er á mikilvægi umræðu af þessu tagi, er rétt að líta til baka og sjá hve mikið við höfum bætt okk- ur með kvótakerfinu. Það spratt upp úr svona um- ræðum, bæði heima og erlendis, ráðstefnum, greinum og öðru slíku. Kvótakerfið hefur skilað gríðarlegum tekjum, miklum fjárhæðum. Nú erum við að tala um það á þessari ráðstefnu, hvernig við getum endurbætt núver- andi eignarréttarkerfi. Þar eru ýmis þemu í gangi, svo sem stjórnun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum, sjálf- stjórn fiskveiða og ýmislegt fleira. Þetta getur skilað miklum fjárhæðum, því við erum að reyna að skapa auk- in verðmæti fyrir fólkið í landinu. Það snýst ekkert um að gera einstaka útgerðarmenn ríka, heldur að skapa meiri verðmæti fyrir land og þjóð,“ segir Ragnar Árna- son. Skapar vonandi umræðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.