Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENSKU bankarnir eru hagkvæmari í rekstri og arðbærari en norrænu bankarnir, sem aftur eru hægkvæmari og arðbærari í samanburði við banka í löndum Evrópusambandsins. Er þetta meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem norrænu seðlabank- arnir gerðu í sameiningu og birtu í gær. Hvað varðar hagkvæmni sýnir skýrslan að hlut- fall kostnaðar á móti tekjum var að meðaltali 45% hjá íslensku bönkunum árið 2004. Sama ár var kostnaðarhlutfall allra norrænu bankanna hins veg- ar 54% að meðaltali og í Evrópusambandslöndun- um (EU 15) var hlutfallið 59%. Hlutfallið var enn hagstæðara hjá íslensku bönkunum árið 2005 eða 32%. Skýrsluhöfundar segja þessi lágu hlutföll ís- lensku bankanna árin 2004 og 2005 til komin vegna hagstæðs umhverfis á norrænum fjármálamörkuð- um og söluhagnaðar. Arðsemi eiginfjár íslensku bankanna árið 2004 var að meðaltali 27%, að því er segir í skýrslunni. Sama ár var hlutfalli 17,6% að meðaltali hjá nor- rænu bönkunum, en hlutfallið hjá bönkum í löndum Evrópusambandsins var 12,4%. Árið 2005 var arð- semi eiginfjár íslensku bankanna 35% sem er tölu- vert hærra en hjá bönkum hinna Norðurlandanna. Í skýrslunni sést að íslensku bankarnir eru einn- ig frábrugðnir hinu norrænu bönkunum þegar hlut- fall eigna miðað við verga landsframleiðslu þjóð- anna er skoðað. Hlutfallið er langhæst hjá íslensku bönkunum eða 4,3. Lægst er það í Finnlandi eða 1,4 og næsthæst í Danmörku eða 3,3. Hið háa hlutfall eigna miðað við landsframleiðslu er í skýrslunni skýrt með aukningu lána og fjárfestingum erlendis. Íslensku bankarnir hafi verið duglegir við að bjóða almenningi lán til húsnæðiskaupa og sömuleiðis aukið lán til fyrirtækja. Hins vegar segir í skýrsl- unni að almenningur hafi notið góðs af samkeppni bankanna og eftirspurn eftir lánum hafi aukist. Þá séu lán sem íslensku bankarnir hafi veitt almenn- ingi erlendis einnig meðtalin í þessum tölum. Ísland er einnig hæst á lista þegar samþjöppun á markaði er skoðuð. Samkvæmt svokallaðri CR5- vísitölu, sem mælir markaðshlutdeild fimm stærstu banka hvers lands, er stuðullinn á Íslandi yfir 80% og hér hefur samþjöppunin verið mest undanfarin ár, en lægstur er stuðullinn í Noregi eða 50% og síst hefur samþjöppunin verið á finnska bankamark- aðinum. Framtíðarhorfur Í skýrslunni segir ennfremur að norrænu fjár- málakerfin séu stöndug, en þó stafi einhver hætta af hinum hraða útlánavexti. Þá er harðari sam- keppni meðal þess sem skýrsluhöfundar telja að kunni að hafa áhrif á bankakerfið til lengri tíma. Einnig er breytt aldurssamsetning þjóðanna meðal þess sem gæti breytt umhverfi bankanna í framtíð- inni. Íslensku bankarnir frábrugðnir Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Skýrsla norrænu seðla- bankanna segir mesta samþjöppun á íslenskum bankamarkaði                                   !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5        &#   6 *  7 *   894  :;## #/ 2 !2   <   !2        ! 03=# 02*  "#  $% 7>?@ 0A2   2 2                   ; # 3 ;  2 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 B 1 CD B 1CD B 1CD B CD B 1 CD B 1CD B 1CD B 1 CD B 1CD B 1 CD B 1CD B 1CD B CD B 1CD B 1CD B 1CD 1 1 1 1 1 1 B 1CD 6 * 2   *#  : $2 A  *# E ( 0                          1   1                            1                           1    < 2   A )%   :6 F #  &4!*  2           1   1  8 *G 0H-      C C &:0? " I      C C > >  J,I 0K/      C C J,I (! 8     C C 7>?I "L M      C C ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● EXISTA hf. hefur aukið hlut sinn í Bakkavör og á nú 38,73% hlut í fé- laginu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands síðastliðinn föstudag var greint frá því að Exista hefði aukið hlut sinn um 6,66%, sem eru 142,2 milljónir hluta. Miðað við lokaverð á hluta- bréfum í Bakkavör á föstudag, 54,2 krónur á hlut, má ætla að kaupverðið hafi verið um 7,7 milljarðar króna. Exista með tæp 39% í Bakkavör ● BREYTINGAR urðu á stjórn útgáfu- félagsins Árs og dags, sem gefur út Blaðið, á fyrsta aðalfundi félagsins í gær. Hallgrímur B. Geirsson og Guð- brandur Magnússon viku úr stjórn- inni en Stefán P. Eggertsson og Einar Sigurðsson komu í þeirra stað. Þá var á fundinum samþykkt heimild til hlutafjáraukningar í allt að 200 millj- ónir króna. Breyting á stjórn Árs og dags ● JÓN Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, hefur áhuga á að bæta bresku skartgripaversl- anakeðjunum H Samuel og Ernest Jones í stækkandi eignasafn sitt í Bretlandi en keðjurnar eru nú í eigu Signet Group. Frá þessu greinir Financial Times en í frétt blaðsins segir að þessar bresku keðjur séu orðnar eftirbátar versl- anakeðja Signet í Bandaríkjunum, sem eru reknar undir nöfnunum Kay og Jared. Lélegra gengi verslanakeðjanna í Bretlandi er einnig sagt hafa vak- ið áhuga Gerald Ratner, frum- kvöðuls sem stofnaði H Samuel fyrir 15 árum. Í frétt á vefútgáfu Times segir að Ratner hafi tvíeflst eftir að einkahlutafélögin KKR og Apax ákváðu að leggja ekki fram yfirtökutilboð í Signet eins og ráð hafði verið gert fyrir. Baugur sýnir áhuga á keðjum Signet ÞENSLAN í hagkerfinu virðist vera í rénun eftir að gengislækkun krón- unnar fyrr á árinu setti í gang aðlög- un sem er farin að skila árangri. Þetta kemur fram í nýju riti grein- ingardeildar Landsbankans um efnahagsmál og skuldabréfamarkað. Í ritinu spáir greiningardeildin minni verðbólgu en seðlabankinn á næstu misserum. Segir deildin að fremur lítil hætta sé á því að verð- bólgan verði 8–10% á næstu 12 mán- uðum. Samdráttur í byggingaiðnaði vegi á móti hækkun launa og dragi úr hættu á launaskriði, auk þess mun kólnun á fasteignamarkaði heldur virka til lækkunar á vísitölu neyslu- verðs. Jákvæðari umfjöllun og vísbend- ingar um að ákveðnu jafnvægi sé náð í efnahagslífinu virðist hafa aukið tiltrú fjárfesta á krónunni og ólíklegt er að innlausn jöklabréfa muni hafa veruleg áhrif á gengi krónunnar til lækkunar, að mati Landsbankans. „Svo lengi sem vaxtamunur gagn- vart útlöndum helst viðunandi hár og eftir því sem fleiri jákvæðar fréttir berast af íslensku efnahagslífi og að- lögun að auknu jafnvægi virðast lík- urnar meiri á því að krónan styrkist en hún veikist,“ segir í ritinu. Þenslan virðist vera í rénun ● TAP af rekstri Landsvirkjunar var 6.490 milljónir króna á fyrri helm- ingi ársins, en á sama tímabili árið 2005 var 2 milljarða króna hagn- aður af rekstri félagsins. Gengistap vegna langtímaskulda í erlendri mynt nam 24,9 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta var 4.654 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 5.588 milljónum króna. Heild- areignir fyrirtækisins í lok júní voru 219 milljarðar króna og eiginfjár- hlutfall var 23,3%. Landsvirkjun tapar 6,5 milljörðum ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 0,59% og var 5.899 stig við lok viðskipta, en velta á hlutabréfamarkaði nam 2,9 millj- örðum króna. Þar af 985 milljónum með bréf Straums-Burðaráss. Bréf Atlantic Petrolium hækkuðu um 2,65% og bréf Avion um 0,3%. Bréf Tryggingamiðstöðvarinnar lækkuðu um 6,33% og bréf Atorku um 1,61%. Hlutabréf lækka NOKKRIR hluthafar House of Fraser munu hafna yfirtökutilboði Baugs og tengdra aðila í keðjuna, samkvæmt frétt Sunday Telegraph. Segir blaðið að uppreisnin sé leidd af Robin Geffen, fjárfestingarstjóra hjá Neptune Investment Manage- ment en sjóðurinn á tæplega 4% í HoF. Geffen segir í samtali við Sunday Telegraph að yfirtöku- tilboðið sé ekki sanngjarnt heldur sé um að ræða tilboð frá hópi ríkra stráka sem hafi verið myndaður til að ná hlutabréfum smárra hluthafa á hálfvirði. Hann segir tilboðið móðgun. „Þeir eru að koma saman til að hreinsa allt fé út úr fyrirtæki sem er offjármagnað. Þetta er alveg það sama og CVC gerði við Debenhams. Eftir þrjú ár mun Baugur endur- skrá HoF á hlutabréfamarkað en þá verður allt gottið horfið.“ Yfirtökutilboð Baugs og tengdra aðila hljóðar upp á 148 pens á hlut. Geffen heldur því fram að Baugur og skildir aðilar gætu dregið 205 pens á hlut út úr fyrirtækinu á inn- an við þremur mánuðum. „Við munum berjast til síðasta manns í þessu máli,“ segir Geffen í samtali við Sunday Telegraph. Uppreisn í HoF? »Arðsemi eiginfjár íslenskubankanna er meiri að með- altali en hjá bönkum á hinum Norðurlöndunum. »Hlutfall eigna miðað viðverga lansframleiðslu hæst hjá íslensku bönkunum. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.