Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 15 ERLENT Tækniþróunarsjóður kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 30. ágúst Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins , Borgartúni 35 miðvikudaginn 30. ágúst kl. 8:30-10:00 Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. september. Dagskrá: ● Ragnheiður Héðinsdóttir Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri. ● Sveinn Þorgrímsson formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs gerir grein fyrir hlutverki sjóðsins. ● Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson starfsmenn Rannís fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Katmandú. AFP. | Fjöl- skylda fjórtán ára gamals nepalsks drengs, sem er aðeins 50 sentimetrar á hæð, hefur lagt fram um- sókn til heimsmeta- bókar Guinness um að hann verði skráð- ur sem minnsti maður í heimi. „Við fundum út að jórdanskur drengur á metið í heims- metabókinni og hann er um 65 sentimetrar á hæð. Khagendra er um 14 sentimetrum lægri en jórdanski pilturinn, svo að við lögðum fram umsókn til bókarinnar,“ sagði Min Bahadur Rana, forseti sérstakra sam- taka sem safna fé fyr- ir hinn dvergvaxna Khagendra Thapa Magar. Drengurinn vegur aðeins um 4,5 kíló og verður farið með hann í sýningarferð um Nep- al til að safna fé fyrir uppeldi hans, heilsu og menntun. Frekari upplýsingar um piltinn og lífs- hlaup hans má nálgast á vefsíðu stuðningsmanna hans, www.kha- gendratma.org. Sagður minnsti maður í heimi EKKERT lát er á óöldinni í Írak þrátt fyrir aukna öryggisgæslu í Bagdad og víðar. Að minnsta kosti 16 manns féllu þar í gær í sjálfs- morðsárás rétt við innanríkisráðuneytið og á fjórða tug manna féll í átökum milli sveita sjíta og stjórnarhermanna í Diwaniyah í Suður-Írak. Þá féllu sjö bandarískir hermenn í Bagdad og nágrenni í fyrradag. Árásin við innanríkisráðuneytið var gerð í þann mund er Jawad Bolani innanríkisráðherra ætlaði að halda þar fund með lögreglustjórum í öllum 18 héruðum Íraks og daginn eftir að 62 Írakar féllu í mörgum árásum skæruliða. Þá kom einnig til átaka milli skæruliða og her- manna í Dura, einu hverfi Bagdadborgar. Flestir þeirra, sem létu lífið í árásinni við innanrík- isráðuneytið, voru lögreglumenn og hátt í 50 særðust. Bandaríkjamenn hafa fjölgað mikið í liði sínu í Bagdad og hefur það trúlega breytt einhverju um ástandið í borginni. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir dagleg hryðjuverk og átök og svo virðist sem þau áföll, sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa orðið fyrir, til dæmis fall Abu Mu- sab al-Zarqawis, leiðtoga þeirra í Írak, hafi ekki breytt miklu. Sjö bandarískir hermenn féllu í og við Bagdad á sunnudag, þar af fjórir er þeir óku yfir vegs- prengju rétt norðan við borgina. Segir átökin ekki vera borgarastyrjöld Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við CNN-fréttasjónvarpsstöðina á sunnu- dag, að heldur væri að draga úr ofbeldinu í land- inu og hann fullyrti, að engin hætta væri á, að þar brytist út borgarastyrjöld. Á sama tíma bár- ust fréttir víðs vegar að af landinu um átök og árásir á fólk, sem tilheyrir þremur helstu fylk- ingunum, súnnítum, sjítum og Kúrdum. Í bænum Khalis norður af Bagdad féllu 14 og nokkrir tugir særðust er hópur manna lét kúl- unum rigna yfir fólk, sjíta, á markaðstorgi og annars staðar í nágrenninu féllu sex. Í olíuborginni Kirkuk í norðurhlutanum, sem er byggð Kúrdum, aröbum og fólki af ýmsu öðru þjóðerni, féllu 11 manns í þremur sjálfsmorðs- árásum og í Basra í suðurhlutanum féllu sjö. Mannskæðustu átökin í gær stóðu í borginni Diwaniyah í Suður-Írak en þar áttust við stjórn- arhermenn og vopnaðar sveitir sjíta, liðsmenn í svokölluðum Mahdi-her hins róttæka sjítaklerks Muqtada al-Sadrs. Lágu að minnsta kosti 34 menn í valnum áður en yfir lauk og enn fleiri særðust. Vaxandi valdaítök Mahdi-hersins Diwaniyah er að mestu byggð sjítum og þar hefur Mahdi-herinn verið að taka völdin í sínar hendur. Hann er líka við völd í Sadr-borg, hverfi sjíta í Bagdad, og er þar í raun með sína eigin ríkisstjórn við hlið alríkisstjórnarinnar. Svo virðist sem al-Maliki forsætisráðherra og ríkisstjórninni hafi ekkert orðið ágengt með að koma böndum á vopnaðar sveitir og al-Maliki á augljóslega erfitt um vik gagnvart trúbróður sín- um, al-Sadr. Hefur flokkur hans 30 menn af 275 á þingi, er með fimm ráðherraembætti og átti sinn þátt í, að al-Maliki fékk forsætisráð- herraembættið. Al-Sadr stóð fyrir tveimur uppreisnum gegn Bandaríkjamönnum 2004 en síðan hafa þeir síð- an reynt að forðast bein átök við hann og Mahdi- herinn, einkum vegna ítaka hans í ríkisstjórninni og mikils stuðnings meðal sjíta. Það kom þó fram hjá William Caldwell hershöfðingja og tals- manni Bandaríkjahers í gær, að bandarískir og íraskir stjórnarhermenn hygðust láta til sín taka í Sadr-borg. Tugir manna í valnum eftir hörð átök í Írak AP Götumynd frá Bagdad Maður hrópar á hjálp eftir að sprengja sprakk í bíl við hótel í miðborginni. Sex manns létust og 16 særðust. Um svipað leyti féllu 16 í árás við innanríkisráðuneytið. » Síðan verulegar skemmdir voru unnar á ein-um mesta helgistað sjíta í febrúar sl., hafa sjítar og súnnítar borist á banaspjót svo jaðrar við borgarastyrjöld. »Talið er, að um 100 Írakar falli daglega ogóvissan og óttinn eru svo mikil, að áætlað er, að um fjórðungur fullorðins fólks í Bagdad þurfi á andlegri aðstoð að halda. »Sjö bandarískir hermenn féllu í og við Bag-dad á sunnudag og hafa Bandaríkjamenn þá alls misst 2.626 hermenn frá upphafi innrás- arinnar í mars 2003. Í HNOTSKURN Tilraunir stjórnvalda til að hafa hemil á vopn- uðum sveitum virðast lítinn árangur bera Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BOLIR og límmiðar til stuðnings Plútó sem áður var reikistjarna en hefur nú verið sviptur þeim titli, selj- ast nú sem aldrei fyrr á netinu. Plútó hefur verið nokkurs konar vandræðagemlingur í heimi stjörnu- fræðinnar. Skilgreiningunni á sól- kerfinu var nefnilega síðast breytt árið 1930 þegar Plútó fannst og var sagður níunda reikistjarnan og síð- an nú á fimmtudag þegar varð uppi fótur og fit vegna Plútós þegar hann var lækkaður úr tign og skil- greindur sem dvergpláneta. Og það eru ekki bara stjörnufræð- ingar sem velta vöngum yfir Plútó. Á netinu getur almenningur keypt varning til stuðnings Plútó, meðal annars boli með áletruninni „Plútó er reikistjarna“ fyrir 25 dollara eða 1750 krónur, að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Fyrir fjóra doll- ara eða 280 krónur er hægt að fá límmiða til að setja á stuðarann á bílnum sínum þar sem stendur: „Flautaðu, ef Plútó er pláneta.“ Til stuðn- ings Plútó Teheran. AFP. | Lögregluyfirvöld í Teheran, höfuðborg Írans, hafa gefið út alls um 64.000 aðvaranir til kvenna sem þykja ekki hylja sig nægilega vel á almannafæri, í sér- stakri sumarherfð gegn klæðaburði sem þykir ganga gegn íslamskri menningarhefð. „Í síðasta mánuði hafa 69.963 konur í Teheran fengið aðvaranir [...] og sumar hafa lagt fram skrif- leg heit um að klæðast með viðeig- andi hætti,“ sagði Mohammad Reza Alipour, talsmaður lögreglunnar í höfuðborginni. Ætlast er til að sérhver kyn- þroska kona í íslamska lýðveldinu hylji hár sitt og líkama á almanna- færi og herferðin í sumar á sér for- dæmi á heitustu mánuðum ársins þegar margar konur kjósa léttari klæðaburð. Aðvara konur vegna klæðaburðar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.