Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AUSTURRÍSKA táningsstúlkan,
Natascha Kampusch, sem slapp frá
mannræningja á miðvikudag eftir að
hafa verið átta ár í haldi, segir að
hún hafi verið búin að sætta sig við
að maðurinn sem rændi henni væri
hluti af lífi hennar. Hún sagðist
skilja áhuga fjölmiðla á máli sínu en
bað þá að sýna sér biðlund og gefa
henni frið þar til hún væri tilbúin að
segja sögu sína.
„Hann var hluti af lífi mínu. Þess
vegna syrgi ég hann á vissan hátt,“
sagði hún í yfirlýsingu sem sálfræð-
ingur hennar las á fréttamanna-
fundi, en mannræninginn, Wolfgang
Priklopil, svipti sig lífi með því að
henda sér fyrir lest nokkrum
klukkustundum eftir að hún slapp
frá honum. Kampusch er sögð hafa
grátið mikið þegar henni var sagt að
hann væri dáinn en sérfræðingar
segja að hún kunni að þjást af hinu
svokallaða Stokkhólmsheilkenni, þar
sem fólk, sem er rænt, fer smám
saman að standa með mannræningj-
unum sem hafa það í haldi.
Borðuðu morgunverð
saman og gerðu húsverk
Í yfirlýsingunni sagði Kampusch
lítillega frá því hvernig daglegt líf
hennar með Priklopil hefði verið,
meðal annars kom fram að þau hefðu
borðað saman morgunmat og unnið
húsverk í sameiningu á heimilinu.
Hins vegar neitaði hún að ræða sam-
skipti þeirra nánar. „Það eru allir að
spyrja mig persónulegra spurninga,
en þetta kemur engum við,“ sagði
hún. „Kannski mun ég segja sál-
fræðingi eða einhverjum öðrum
þetta þegar ég tel mig þurfa þess.
Kannski segi ég aldrei neinum.“
Þó vildi hún leiðrétta þann mis-
skilning sem komið hefði fram í fjöl-
miðlum að hún hefði kallað hann
„herra“, það hefði hún aldrei gert.
Einmanalegt líf en telur sig
ekki hafa misst af neinu
Hún segir að þrátt fyrir að hafa
verið lokuð frá umheiminum og ekki
fengið að sjá foreldra sína í átta ár,
fyndist henni ekki að hún hefði misst
af neinu. „Ég slapp líka við margt,
eins og það að byrja að reykja og
drekka og eignast falska vini. Ég er
núna ung kona sem hef áhuga á
menningu,“ sagði Kampusch sem er
nýorðin átján ára. Hún sagði þó að líf
sitt hefði verið afar einmanalegt
vegna þess hversu einangruð hún
var.
Fregnir herma að bókaútgefendur
hafi þegar boðið Kampusch fimmtíu
þúsund evrur eða sem nemur um
fjórum og hálfri milljón króna fyrir
réttinn til að gefa út sögu hennar á
bók, og að fjölmiðlar hafi boðið henni
tíu þúsund evrur eða um níu hundr-
uð þúsund krónur fyrir að koma í
sjónvarpsviðtal.
Kampusch sagði einnig í yfirlýs-
ingunni að Priklopil hefði verið einn
að verki þegar hann rændi henni þar
sem hún var tíu ára gömul á leið í
skólann, þrátt fyrir að vitni hefðu á
sínum tíma sagst hafa séð annan
mann með honum. Priklopil hélt
henni fanginni í fimm fermetra klefa
í kjallara húss síns í bænum Strass-
hof, um 25 km frá Vín, í átta ár.
Hún hefur ekki viljað hitta for-
eldra sína aftur eftir að hafa hitt þau
einu sinni síðan hún kom í leitirnar.
Hún segist þó „finna til með móður
sinni“ en hún hefur ítrekað óskað
eftir því að fá að hitta dóttur sína.
„Syrgi hann á vissan hátt“
Kampusch segist skilja áhuga fjölmiðla
en biður þá að sýna sér biðlund
Forðast athygli Kampusch undir teppi ásamt lögrelumönnum en hún hefur ekki komið fram opinberlega síðan
hún kom í leitirnar. Á hægri myndinni sést inngangurinn að herberginu þar sem henni var haldið fanginni.
Reuters
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
ÞRÍR menn létust og um 20 særðust
er sprengja sprakk í ferðamanna-
bænum Antalya í Suður-Tyrklandi í
gær. Nokkru áður eða seint á sunnu-
dagskvöld sprungu þrjár sprengjur í
ferðamannabænum Marmaris og þá
slösuðust 27 manns, þar af nokkir al-
varlega. Á þriðja hundrað Íslendinga
er nú í Marmaris og allir heilir á húfi.
Haft er eftir vitnum, að sprenging-
in í Antalya hafi átt sér stað á veit-
ingahúsi í miðbænum og rétt við
markaðstorg. Var hún öflug og brotn-
uðu rúður í nærliggjandi byggingum.
Ekki var vitað í gær hver bar ábyrgð
á sprengingunni.
Uppreisnarhreyfing Kúrda, Kúrd-
ísku frelsisfálkarnir, TAK, lýsti á
hendur sér tilræðunum í Marmaris
auk sprengingar í Istanbúl í fyrra-
kvöld. Hreyfingin kvaðst hafa staðið
fyrir tilræðunum til að hefna lífstíð-
arfangelsisdóms yfir kúrdíska upp-
reisnarforingjanum Abdullah Öcal-
ans, sem hefur verið í fangelsi frá
1999.
Hreyfingin hafði áður sagst bera
ábyrgð á 12 sprengingum á þessu ári.
Í yfirlýsingum frá TAK kemur fram,
að samtökin ætli að beina spjótum
sínum sérstaklega að ferðamanna-
stöðum en ferðaþjónustan er mjög
mikilvæg tyrknesku efnahagslífi.
Enn
sprengt
á ferða-
mannastað
AP
Eyðilegging Svona var umhorfs
eftir sprenginguna í Antalya í gær.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Barmer. AFP. | Tala látinna eftir mikil
flóð í Rajasthan-ríki á Indlandi á síð-
ustu dögum hækkaði í gær þegar
björgunarmenn fundu fleiri lík á
svæðinu. Alls er talið að allt að 150
manns hafi týnt lífi í flóðunum sem
komu í kjölfar óvenju mikilla mons-
ún-rigninga að undanförnu.
Vatnið er allt að 18 metra djúpt í
mörgum þorpum og leita kafarar og
fulltrúar yfirvalda nú leiða til að
ræsa það fram, svo hægt sé að hefja
uppbyggingarstarf á svæðinu. Að-
stæður til björgunar eru erfiðar og
er óttast að hátt í 300 manns hafi
drukknað í flóðunum.
Flest dauðsföllin urðu nærri
landamærunum að Pakistan, þar
sem mikið eignatjón varð sökum
flóðanna. Eyðimerkur eru á flóða-
svæðunum og segjast heimamenn
upphaflega hafa fagnað rigningun-
um eftir þurrka að undanförnu.
Rigningarnar einsdæmi
Að sögn indverska vísindamanns-
ins Anil Chhangani eru rigningarnar
einsdæmi, en hann segir engin dæmi
um slík flóð á svæðinu í tvær aldir.
Íbúar þess eru einnig furðu lostnir.
„Ég hef aldrei á ævi minni séð slík
flóð,“ sagði Rawta Ram, áttræður
bóndi í þorpinu Rohali. „Við vonuð-
umst eftir mikilli úrkomu. Þess
vegna tókum við aðvörunum um að
yfirgefa flóðasvæðin ekki alvarlega.“
Fyrr í mánuðinum létust hundruð
manna og yfir 10 milljónir þurftu að
yfirgefa heimili sín á Indlandi vegna
flóða í kjölfar monsún-rigninga.
Úrkomutímabilið stendur yfir
mánuðina júní til september ár hvert
og gegnir lykilhlutverki í hagkerfi
dreifbýlisins. Tjón af þess völdum
nær því ekki aðeins til eignaspjalla
því uppskera spillist einnig víða.
AP
Sorg Barn huggar móður sína eftir að þau misstu 24 ættingja sína í flóðunum í Rajastahn-héruðunum á Indlandi.
Á annað hundrað
fórst á Indlandi
»Óttast er að allt að 300 mannshafi farist í miklum flóðum í Ra-
jasthan-ríki á Indlandi.
»Flóðin komu í kjölfar óvenjumikilla monsún-rigninga. Kunn-
ugir segja slík flóð ekki hafa verið á
svæðinu í tvær aldir.
»Ástandið er einna verst á Bar-mer-svæðinu í Rajasthan, sem
er hluti af Thar-eyðimörkinni.
» Indverskir embættismenn segjaþyrlur hafa dreift hjálp-
argögnum til þeirra sem hafa orðið
innlyksa af vatni.
»Talið er að allt að 50.000 dýrhafi drukknað í flóðunum.
Í HNOTSKURN
ÖNNUM kafnir Kínverjar sem búa í
stórborgum flykkjast nú á hóp-
stefnumót sem eru nýjasta æðið í
Kína. Á eina slíka samkomu sem
haldin var í borginni Zhejiang í vor
mættu 12.658 þátttakendur og
10.000 manns mættu til leiks í
Shanghai.
Stefnumótin höfða einkum til
ungra menntaðra íbúa stórborg-
anna sem vinna mikið og hafa lítinn
tíma til að hitta fólk. Wu Xiuping,
hjá Kvennasambandi Pek-
ingborgar, hefur skipulagt fjölda-
stefnumót í höfuðborginni í nærri
þrjú ár. Hún segir meira en 600
manns hafa fundið ástina á stefnu-
mótum sambandsins, að því er BBC
hefur eftir Xinhua-fréttastofunni.
Vinsæl hjá konum
Á samkomunum er fólki skipt í
hópa til að kynnast og í lokin er
hægt að skiptast á símanúmerum ef
áhugi er fyrir hendi. Wu segir
stefnumótin einkum vinsæl hjá kon-
um. „Konur þurfa að læra meira og
leggja harðar að sér í vinnu til að
komast áfram í samfélaginu, þess
vegna hafa margar stelpur misst af
bestu árunum til að ná sér í eig-
inmann.“
Ein þessara kvenna er Hu Liu.
„Ég er komin á þann aldur að ég er
farin að hugleiða hjónaband af al-
vöru, en það er erfitt fyrir mig að
hitta og kynnast strákum,“ segir
hún. Hún segist ekki gera sér mikl-
ar vonir um að finna maka á hóp-
stefnumóti en segir að það séu fleiri
kostir. „Ég get alla vega eignast
kvenkyns vini sem eru í sömu spor-
um og ég.“
Makaleit Unga fólkið í borgunum
hefur lítinn tíma til að leita maka.
Flykkjast á
hópstefnumót
Reuters