Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 20
|þriðjudagur|29. 8. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Eiga sjálfsofnæmissjúkdómar
sér sameiginlega orsök spyr
Kristján Steinsson, yfirlæknir á
gigtardeild LSH. » 22
heilsa
Í Davis-námstækninni er beitt
nýjum aðferðum í lestrar-
kennslu og á sérhvert orð sér
þar þrjár myndir. » 24
menntun
Hildur Inga Björnsdóttir lét
langþráðan draum rætast þeg-
ar hún opnaði fataverslun með
eigin hönnun. » 22
tíska
Hestarnir eru líf og yndi Sól-
eyjar Ragnarsdóttur, sem mæl-
ir enda með reiðnámskeiðum
fyrir alla krakka. » 24
áhugamál
Flestir unglingar segja foreldrum sín-um einhverntímann ósatt. Þegarforeldrar standa börn sín að slíku ereðlilegt að þeir verði reiðir en sér-
fræðingar ráðleggja þeim þó að láta sér renna
reiðina áður en þeir ræða við börn sín.
Í nýlegri umfjöllun breska dagblaðsins Tim-
es um samskipti foreldra og unglinga er for-
eldrum bent á að koma því vandlega til skila að
ástæða þess að þeir séu að „skipta sér af“
börnum sínum sé fyrst og fremst sú að þeir
vilji að þau séu örugg en ekki sú að þeir séu að
dæma þau eða stjórna þeim.
Reiði og dómharka?
Eins er foreldrum bent á að velta því fyrir
sér hvers vegna barnið telur sig knúið til að
segja ósatt og hvort þeir geti gert lagt sitt af
mörkum til að barninu finnist auðveldara að
segja þeim satt.
Viti barnið að foreldrar þess bregðast
hvorki við með reiði né dómhörku er líklegra
að það treysti sér til að segja þeim satt.
Foreldrum er einnig bent á að sýna alltaf
viðleitni í þá átt að semja við börn sín, því segi
þeir sjálfkrafa nei þá loka þeir á ákveðin tjá-
skipti við barnið.
Unglingar eru sífellt að leita að því hvar
mörkin liggja, að láta reyna á þessi sömu mörk
og að reyna að víkka þau út.
Þegar unglingur finnur að það er ekki vilji
til að ræða eða semja um þessi mörk þá er lík-
legra að hann gangi yfir þau bara til að sýna
fram á sjálfstæði sitt. Þess vegna er mikilvægt
að gefa aðeins eftir og þá gefur unglingurinn
vonandi eftir líka.
Utanaðkomandi aðstoð
Þegar unglingur er farinn að leggja í vana
sinn að segja ósatt og það um alvarleg og mik-
ilvæg mál þarf hinsvegar að grípa til annarra
ráða. Ef unglingur segir foreldrum sínum
stöðugt ósatt getur þurft að leita utanaðkom-
andi aðstoðar til að rjúfa slíkan vítahring. Mik-
ilvægt er að unglingar óttist ekki álit foreldra
sinna og að foreldrar fullvissi börn sín um það
að þeim sé óhætt að segja þeim hvað sem er og
að sama hvað komi upp á þá verði þeim ávallt
mætt með skilningi.
Morgunblaðið/Sverrir
Uppeldi Viti barnið að foreldrar þess bregðast hvorki við með reiði né dómhörku er líklegra að það treysti sér til að segja þeim satt.
Ef þið standið barnið ykkar að því að segja
ósatt, er betra að láta sér renna reiðina áður
en þið ræðið við það.
Það er fullkomlega eðlilegt að unglingar hag-
ræði sannleikanum öðru hvoru. En þegar þeir
eru farnir að leggja í vana sinn að segja ósatt
um mikilvæg mál er ástæða til að leita að og
skoða undirliggjandi ástæður þess.
Reynið að kynnast foreldrum vina barnanna
ykkar svo þið getið rætt saman um hvað telst
ásættanlegt.
Ekki hika við að tala við aðra foreldra og
bera saman bækur ykkar. En látið barnið
ykkar vita að þið hafið það í hyggju.
Ekki segja nei sjálfkrafa. Verið alltaf tilbúin
að standa í samningaviðræðum.
Útskýrið fyrir börnum ykkar hvers vegna það
er mikilvægt að þið vitið hvar þau eru og seg-
ið þeim að það sé ekki hegðun þeirra sem
valdi þeim áhyggjum heldur hegðun annarra.
Gerið samkomulag um farsímanotkun og gæt-
ið þess vandlega að þau standi við það sem
hefur verið ákveðið. Ef það fer í taugarnar á
þeim þegar þið hringið í þau, sendið þeim þá
sms skilaboð. Hafið símanúmer hjá góðum
vini þeirra ef þið skylduð ekki ná sambandi.
Sýnið áhuga á því hvern þau eru að tala við á
msn spjallrásum, án þess að þeim finnist þið
vera að yfirheyra þau.
Verið viss um að barnið ykkar viti að það geti
sagt ykkur hvað sem er.
Ráð til foreldra
bab@mbl.is
Hvað er til ráða þegar unglingur segir ósatt?
TÖFLUR, sem ætlað er að stækka brjóst kvenna og nýlega
voru settar á markað í Danmörku geta haft alvarlegar
aukaverkanir, að því er fram kemur í Jótlandspóstinum.
Þær innihalda aukinheldur efni sem bönnuð eru þar í landi.
Lyfið gengur undir nafninu Top-up og samkvæmt upplýs-
ingum framleiðandans geta aukaverkanir þess meðal ann-
ars lýst sér í aukinni kynþörf og þrýstnari vörum.
Sérfræðingar sem skoðuðu innihaldslýsinguna benda þó
á mun alvarlegri aukaverkanir, s.s. aukna hættu á brjósta-
krabbameini og blóðtappa.
Þá innihalda pillurnar efni frá tveimur plöntum sem eru
bannaðar í matvælum í Danmörku. Önnur þeirra getur
skaðað lifrina og hægt á hjartslætti en hin truflað horm-
ónakerfið.
Danski innflytjandinn Jim Groser er þegar búinn að selja
um 800 glös af töflunum en segist munu taka þær af mark-
aði, komi í ljós að þær innihaldi hættuleg efni. » Heilsa | 22Reuters
Hættuleg
brjóstastækkunar-
pilla
HUNDAEIGENDUR sem stefna að
því að fá hvolpa undan tíkum sínum
ættu að halda þeim frá öllum dýra-
leikföngum úr
seigu plastefni
sem innihalda
þalat, en það er
mýkingarefni not-
að í plast. Á vef
Jyllands-Posten
segir að norska
umhverfisstofnunin hafi fundið mýk-
ingarefnið þalat í yfir helmingi allra
dýraleikfanga sem hún athugaði.
Plastleikföng sem innihalda þetta
efni geta dregið úr frjósemi hjá tík-
um og ruglað hormónastarfsemina.
Ef tíkin er þegar með hvolpum eru
fóstrin sérstaklega viðkvæm fyrir þa-
lati, sem finnst aðallega í litskrúð-
ugum gúmmíbeinum, leikmúsum og
plastböngsum sem væla.
Hundar eru viðkvæmari fyrir
þessu en önnur dýr því þeir naga og
borða oft leikföngin.
Þalat er bannað í leikföng fyrir
börn undir þriggja ára aldri en frá og
með 16. janúar verður það bannað,
samkvæmt Evróputilskipun, í allt dót
fyrir börn til 14 ára aldurs.
Foreldrar skulu gæta að því að
ungbörn komist ekki í dýraleikföng
úr plasti því þau geta nagað þau eins
og gæludýrin.
gæludýr
Leikföng geta haft
áhrif á frjósemi hunda