Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 21 Eins og í öðrum sveitarfélögum hef- ur áhrifa efnahagsþenslu orðið vart hér í bæ. Í síðasta mánuði tilkynnti bæjarráð að ýmsum framkvæmdum í bæjarfélaginu yrði frestað að beiðni ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við þenslunni. Um er að ræða framkvæmdir við samein- ingu bæjarskrifstofa, fyrirhugaða þjóðbraut sem liggur frá Reykjanes- braut og inn í miðjan bæ og ráð- stefnu- og tónlistarmiðstöð við Stapa. Bæjarráð tók fram að erfitt væri að draga úr atvinnuskapandi fram- kvæmdum á sama tíma og fólk væri að missa störf vegna lokunar varnarsvæð- isins, en mikilvægara væri að viðhalda sterkri stöðu efnahagslífsins. Þá miklu framkvæmdagleði sem ríkt hefur í Reykjanesbæ má ekki síst merkja á miklu framboði húsnæðis í nýjustu hverf- um bæjarins.    Reykjanesbæingar eru nú í startholunum vegna árlegrar Ljósanæturhátíðar sem framundan er. Hátíðin verður stærri með hverju ári og tveir dagskrárliðir strax annað kvöld. Fólk í verslun og þjónustu hefur margt hvert notað tækifærið og gert breytingar á fyrirtækjum sínum enda hefur Ljósanótt reynst góð mark- aðssetning. Mannfjöldinn í bænum þre- faldast og því hægt að ná til nærsveita- manna með skemmtilegum tilboðum og uppákomum.    Eitt það áhugaverðasta við Ljósanótt er að sjá þá miklu gerjun sem sífellt kraumar í menningargeiranum. Skápa- málarar og frístundafólk kemur úr fel- um og leyfir öðrum að njóta og marg- vísleg tilefni gefa færi á listviðburðum. Slíkt á við um listamennina 14 og tón- listarfólkið sem stendur að Prójekt Pat- terson sem eins og nafnið gefur til kynna tengist rúmlega hálfrar aldar sögu varnarsvæðisins. Orrustuþot- urnar hafa flogið sitt síðasta flug yfir svæðið og skellt verður í lás í lok sept- ember. Sagan og áhrifin gleymast þó aldrei eins og sannast mun á sýning- unni. REYKJANESBÆR EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR BLAÐAMANN Fögnuður Frá setningu Ljósanætur í fyrra. Björn Ingólfsson á Grenivíkþurfti að reka nauðsynlegt er- indi á almenninssalerninu í fyrra- dag. Af því að biðröð var karlamegin en allt tómt kvennamegin fór hann þar inn. Þegar hann hafði sturtað niður sagði klósettið: Hingað kemur kvennaflokkur kveðjur mér ei vandandi en aldrei hefur áður nokkur í mig migið standandi. Grétar Haraldsson átti leið um Hveravelli og rakst á listaverk til minningar um Fjalla-Eyvind og Höllu. Honum fannst lítið til þess koma og hjörtun líkjast meira ber- um rössum sem stæðu upp í loftið. Hann orti: Aum mér þykir auðmýkt sú, eins og bera rassa láti einhver liggja nú lokaða inni í kassa. Af klósettferð pebl@mbl.is FIMMTÁN prósent norskra for- eldra veigra sér við að hafa sam- band við skóla barna sinna til að ræða vandamál sem upp koma í tengslum við skólagönguna. Þetta kom fram í rannsókn norska fræði- mannsins Thomas Nordahl, sem skoðað hefur sambandið á milli norskra heimila og skóla allt frá árinu 2000. Í viðtali við Aftenposten segir Nordahl fáa foreldra í góðum sam- skiptum við skólana og að þeir hafi sjaldnast raunveruleg áhrif á ákvarðanatöku varðandi börn sín þegar að skólunum kemur. Þetta sé bagalegast fyrir þau börn sem eiga erfitt uppdráttar í skólanum. „For- eldrar barna sem glíma við vanda- mál eiga erfitt með að vinna með skólanum að lausn þeirra. Oft bæt- ist við ágreiningur milli foreldranna og skólans vegna vandamálsins sem gerir ástandið verra en ella,“ segir hann. Nordahl telur mik- ilvægt að skólinn leggi sig sér- staklega fram um að koma til móts við þetta fólk enda sýni allar rann- sóknir að foreldrar hafi veruleg áhrif á árangur barnanna í skól- anum. Nina Bøhnsdalen hjá norsku for- eldrasamtökunum bendir for- eldrum, sem vilja taka upp erfið málefni við skólann, að koma ekki ein til viðtals heldur hafa með sér foreldrafulltrúa eða einhvern annan til stuðnings. „Það er auðvelt að verða lítill í sér í slíkum að- stæðum,“ segir hún. börn Erfitt að ræða vandamál við skólann www.toyota.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 200 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 600 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 230 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 800 Selfoss Sími: 480-8000 Vinnustaður á hjólum Toyota Austurlandi Miðási 2 700 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Hiace - Aukahlutatilboð á Toyota Hiace Hiace hefur skapað sér sérstaklega gott orðspor meðal íslenskra atvinnubílstjóra, enda er bíllinn skynsamlega hannaður með notagildi og aðbúnað ökumanns að leiðarljósi. Fjölbreytilegar aðstæður kalla á fjölhæfan bíl, lipran, háan, breiðan, stöðugan, öruggan og umfram allt meðfærilegan. Þetta færðu allt með Hiace. Veglegur og hagnýtur aukahlutapakki fylgir nú Hiace: · Álfelgur · Heilsársdekk · Toppgrindarbogar · Dráttarbeisli ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 33 85 6 0 8/ 20 06 Verð frá 2.699.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.