Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 22

Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ tíska Sjálfsofnæmissjúkómar eru þeir sjúk-dómar kallaðir sem valda því aðónæmiskerfið fer að skynja eigin vefisem utanaðkomandi og framleiðir mótefni sem ráðast þá á eigin vef og skemma hann. Orsaka þeir oft á tíðum bólgur sem kom- ið geta í liði og eru þeir því flokkaðir undir gigtsjúkdóma. Hefur vísindamenn grunað í nokkurn tíma að slíkir sjálfsofnæmissjúkdóm- ar séu arfgengir. Á ráðstefnu samtaka norrænna gigtlækna sem haldin var hér á dögunum kynntu u.þ.b. 80 fyrirlesarar rannsóknir sínar og voru flestir frá Norðurlöndunum en nokkrir frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ástralíu. Margir hinna erlendu gesta sýndu rann- sóknum íslenskra vísindamanna á arfgengi gigtsjúkdóma mikinn áhuga en viðurkennt er að hér séu kjöraðstæður fyrir slíkar rann- sóknir. Fámenni þjóðarinnar, gott skrán- ingakerfi á sjúkrasögu og ættfræði auk vilja sjúklinga til að taka þátt í rannsóknum gera það að verkum að töluverður árangur hefur náðst á þessu sviði hér á landi. Uppgötvun sem vakið hefur athygli Kristján Steinsson, yfirlæknir á gigtardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Rann- sóknastofu í gigtsjúkdómum hefur ásamt sam- starfsfólki sínu á rannsóknastofunni unnið að því að kanna erfðafræðilegar orsakir sjúk- dómsins rauðir úlfar. Rauðir úlfar er sjálfs- ofnæmissjúkdómur, sem getur valdið bólgu og einkennum frá flestum líffærum, misalvar- legum, en algengustu einkennin eru frá liða- mótum og húð svo og nýrum, lungum og taugakerfi. Rauðir úlfar eru mun algengari meðal kvenna en karla en orsakir hans eru vís- indamönnum ekki að fullu kunnar. Kristján hefur ásamt samstarfsfólki sínu á rannsóknastofunni þeim Helgu Kristjáns- dóttur og Gerði Gröndal í samvinnu við Mörtu E-Alarcón við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, fund- ið gen, sem veldur rauðum úlfum, en almennt er talið að fleiri en eitt gen stuðli að myndun sjúkdómsins. Uppgötvunin hefur vakið athygli og fengið mikla umfjöllun, en á ráðstefnunni flutti Krist- ján yfirlitserindi þar sem hann ræddi um lík- indi þess að erfðafræðilegar orsakir rauðra úlfa geti einnig skipt máli hvað varðar aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. „Ýmislegt bendir til þess að sjálfsofnæmissjúkdómar almennt séu í sumum tilfellum fjölskyldulægir þ.e. finnist í meiri mæli í sumum fjölskyldum en öðrum.“ Í erindi Kristjáns kom fram að á rann- sóknastofunni eru fyrirliggjandi gögn er benda sterklega til þess að svo sé. „Við stefnum nú á að fara út í mun stærra verkefni til að kanna þetta frekar með læknum á Land- spítala og Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Kristján. Reynist þessi tilgáta Kristjáns og fleiri vísindamanna rétt eiga sjúkdómar eins og liðagigt, rauðir úlfar, sykursýki, skjaldkirt- ilssjúkdómar, MS og bólgusjúkdómar í görn sér sameiginlegar erfðafræðilegar orsakir. Eiga sjálfsofnæmissjúkdómar sér sameiginlega orsök? Morgunblaðið/ Jim Smart Orsakir Kristján Steinsson gigtarlæknir hefur unnið að því að kanna erfðafræðilegar orsakir sjúkdómsins rauðir úlfar. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Þessi fatnaður er kannskipínulítið spegilmynd afmér sjálfri. Mér finnst föteiga að vera þægileg og svo hef ég mikla þörf fyrir að skreyta mig en mjög hóflega samt. Gegnsæi hefur líka alltaf heillað mig, sem unglingur gekk ég mikið í undir- kjólum af ömmu þannig að áhuginn á gegnsæjum efnum byrjaði snemma hjá mér. Á þeim tíma gekk fólk ekki almennt í undirkjólum utanyfir ann- an fatnað svo þetta þótti frekar sér- stakt. Mjög ung byrjaði ég að hanna og sauma á mig minn eigin fatnað svo leiðin lá alltaf í að læra eitthvað tengt tísku,“ segir Hildur Inga Björnsdóttir sem opnaði nýlega fata- búðina Xirena á Skólavörðustíg 4a, þar sem hún selur fatnað eftir eigin hönnun. „Ég lauk námi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1990. Nam málaralist við Acca- demia di Belle Arti di Brera í Mílanó og lauk svo mastersgráðu í tísku- hönnun frá hinum virta skóla Domus Academy í Mílanó. Eftir námið vann ég í eitt ár í Mílanó m.a. við að mark- aðssetja efni fyrir textílfyrirtæki. Svo kom ég heim og var grafískur hönnuður, stílisti og blaðamaður á Nýju lífi í átta ár en það blundaði alltaf í mér að fara út í eigin fata- hönnun svo ég lét slag standa núna.“ Leitaði til náttúrunnar Í mastersverkefni sínu hannaði Hildur fatalínu sem minnti á íslenska náttúru og hélt hún áfram með það þema í nýjustu hönnun sinni. „Míl- anó er inni í landi og þaðan sést ekki til sjávar svo mig langaði til að gera fatnað sem minnti mig á sjóinn og vindinn. Fyrir fólk sem býr í borgum er nauðsynlegt að tengjast meira náttúrunni og uppruna sínum. Ég er alin upp í Reykjavík og uppgötvaði ekki þessa þörf á náttúrunni fyrr en ég flutti út. Þá áttaði ég mig á því frelsi sem náttúran gefur manni, mér fannst hún heillandi þegar ég hafði hana ekki lengur og því leitaði ég aftur í hana í hönnuninni. Fötin sem ég hannaði í náminu voru dálítið leikhúsleg en með tímanum varð hugmyndin tískutengdari og ég fór að hanna eins konar skreytifatnað, þ.e stakar flíkur til að fara í yfir eða undir annan fatnað til að gefa punkt- inn yfir i-ið. Á endanum hannaði ég þó fatalínu með heildarútlit í huga svo konur hafi einnig möguleika á að raða flíkunum saman að vild.“ Hildur segir að það hafi verið svo- lítið yfirþyrmandi fyrst að fara út í eigin rekstur og hefja fatafram- leiðslu og því hafi hún farið á nám- skeiðið Brautargengi hjá Iðntækni- stofnun sem er fyrir konur sem vilja stofna fyrirtæki. „Þetta var mjög gott námskeið og styrkti mig í að láta þetta verða að veruleika. Við stöppuðum stálinu hver í aðra því að það er átak að sleppa föstum tekjum og öryggi þegar maður veit ekki hvað bíður manns, en nú er ég ánægð yfir að hafa látið drauminn rætast.“ Íslensk ull sem skraut Xirena dregur nafn sitt af haf- meyju (sirena á ítölsku) og fannst Hildi það lýsandi fyrir fatnaðinn sinn þar sem konum á að líða eins og hluta af náttúrunni í honum. „Þetta er bara byrjunin á heildstæðari tískulínu. Ég er með það markmið að selja hönnun mína erlendis og miða því allt framleiðsluferlið við það en eins og er fæst hún aðeins hér á Ís- landi.“ Fatnaður Hildar er einstaklega léttur og mjúkur viðkomu en hún notar m.a teygjanlegt og gegnsætt jerseyefni og íslenska ull í hönnun sína. „Ég nota ullina sem skraut þar sem það myndast ákveðinn strúktúr í léttu efninu þegar þykk ullin er not- uð með því. Þegar ég hanna sniðin læt ég svo efnið dálítið ráða ferðinni, eins og vatn sem finnur sína leið fyr- ir rennslið. Ég reyni einnig að hafa sem minnst af saumum til að fatn- aðurinn verði eins gegnsær og tær og mögulegt er.“ Hildur segir að fatalínan sem fæst í búðinni núna sé framleidd í mjög takmörkuðu upplagi og þar sem efn- in séu nú þegar ófáanleg verði hún auk þess aldrei endurgerð í sömu mynd, þótt hún muni áfram halda sig við náttúruþemað. Þar sem hönnun Hildar er skreytifatnaður ákvað hún að bjóða einnig upp á fatnað frá Di- mensione Danza til að hafa fjöl- breyttara úrval í versluninni, en það var eitt af uppáhaldsfatamerkjunum hennar þegar hún dvaldist á Ítalíu. „Dimensione Danza er ítölsk lína sem ég sel líka hérna í búðinni. Þetta er tískufatnaður undir áhrifum frá dansi og er ætlaður konum á öllum aldri. Þessi fatnaður er í mínum anda því hann er þægilegur og flottur og virkar vel með minni hönnun,“ segir Hildur. Hannar fyrir hafmeyjur Búðin Xirena-fatnaður Hildar og hinn ítalski Dimensione Danza skreyta gínur í versluninni. Morgunblaðið/Ásdís Frelsi Fatnaður Hildar Ingu er þægilegur og felur í sér frelsistilfinningu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is »Sjálfsofnæmissjúkdómar valda því aðónæmiskerfið skynjar eigin vefi sem ut- anaðkomandi og ræðst gegn þeim »Rauðir úlfar eru dæmi um slíkan sjúk-dóm og veldur hann margvíslegum ein- kennum, m.a. útbrotum, bólgum í liðum og jafnvel flogaköstum »Sjúkdómurinn er algengari meðalkvenna en karla » Íslenskir vísindamenn í samvinnu við er-lenda samstarfsmenn hafa fundið gen sem veldur rauðum úlfum »Talið er að genið geti orsakað aðrasjálfsofnæmissjúkdóma Í HNOTSKURN heilsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.