Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Nú í lok ágúst 2006 er að-eins mánuður þangaðtil áætlað er að byrjasöfnun vatns í Hálslón.
Nokkur órói er í þjóðfélaginu
vegna þessa, því að allstór hópur
fólks hefur efasemdir
um öryggi stíflunnar.
Háværar kröfur eru
um að fresta fyllingu
lónsins meðan málið
er skoðað nánar. Efa-
semdir um Hálslón og
Kárahnjúkastíflu ná
inn í raðir jarðvísinda-
manna vegna legu
stíflunnar á virku
sprungusvæði. Eink-
um hefur fólk áhyggj-
ur af mögulegum
sprunguhreyfingum
og hvort þær geti
valdið miklum leka og
stefnt stíflunni í hættu.
Blaðamannafundur Landsvirkj-
unar á þriðjudag í síðustu viku
var þarft skref í þá átt að upplýsa
landsmenn um verkefnið, stöðu
þess og öryggi mannvirkjanna.
Fundurinn hefur þó ekki náð að
eyða öllum efasemdum. Hér þarf
Landsvirkjun því að gera betur.
Traust ýmissa fræðimanna á
framkvæmdunum myndi án efa
aukast ef skýr svör fást við eft-
irtöldum spurningum:
1. Eru til annarstaðar í heim-
inum jafnháar eða hærri stífl-
ur sem byggðar hafa verið yf-
ir virkt sprungukerfi á
gliðnunarsvæði, hliðstætt
sprungunum við Kárahnjúka?
Ef svo er, hefur leki valdið
vandræðum við þær stíflur?
2. Vatnsborðshækkun Hálslóns
mun verða 170–
180 m í gljúfr-
inu ofan stífl-
unnar. Við það
hækkar vatns-
þrýstingur í
berginu undir
gljúfrinu sem
því nemur, eða
um 17–18 loft-
þyngdir. Gliðn-
un sprungna og
brot bergs
vegna aukins
vökvaþrýstings
er vel þekkt
fyrirbæri. Á
meðfylgjandi mynd er þver-
snið yfir gljúfrið við Kára-
hnjúka sýnt á einfaldaðan átt
og að auki sprunga í berg-
grunninum sem grunnvatn
nær að leika um. Sprungan
liggur samsíða gljúfrinu.
Spurningarnar sem svara
þarf eru:
a) Hversu djúpt ná sprungur
niður í berggrunninn undir
Kárahnjúkastíflu samkvæmt
rannsóknum þeim sem
Landsvirkjun hefur l
gera?
b) Hversu mikil getur g
sprungna eins og þei
sýnd er á myndinni o
vegna vatnsborðshæk
innar?
c) Hver er munurinn á
gliðnun sem einhverj
eru á að verði vegna
vökvaþrýstings, og þe
gliðnun sem stíflan þ
Mikilvægt er að svörin
fram með tölum og allar f
sendur um eðliseiginleika
ins fylgi með.
Æskilegt hefði verið að
leg umræða sem þessi hef
sér stað áður en ákvörðun
verkefnið var tekin og á h
legri vettvangi en síðum d
anna. Við því verður ekki
þessu, en skýr svör nú æt
hjálpa til við að hreinsa a
loftið.
Tvær spurningar til
Landsvirkjunar um
Kárahnjúkastíflu
Eftir Magnús Tuma
Guðmundsson »Efasemdir umlón og Kárahn
stíflu ná inn í raðir
vísindamanna veg
legu stíflunnar á v
sprungusvæði.
Magnús Tumi
Guðmundsson
Höfundur prófessor í jarðe
isfræði við Háskóla Ísland
Stefnt er að því að lokastíflum við Kárahnjúka oghefja fyllingu Hálslóns núí haust. Það verður sig-
urstund í augum margra en aðrir
munu bera harm sinn í hljóði. Slík
tímamót kalla á hugleiðingar um
stöðu óbyggðanna í vitund okkar
Íslendinga.
Þótt ferð um Kárahnjúkasvæðið
hafi verið kveikjan að þessari
grein ásamt fjölmiðlaumræðu und-
anfarið um sprungur, misgengi,
hitasvæði og eldvirkni á virkj-
unarsvæðinu og kröfum um nýtt
áhættumat og endurskoðað arð-
semismat, er tilgangurinn ekki að
fjalla um virkjunarframkvæmdir á
Snæfellsöræfum heldur um viðhorf
Íslendinga til óbyggða landsins al-
mennt í ljósi líðandi stundar.
Óbyggðaferðir í gegnum tíðina,
ýmist gangandi eða ríðandi, hafa
fest myndir hálendisins í huga
þess sem hér skrifar. Svipuðu máli
gegnir um vaxandi fjölda Íslend-
inga.
Ég tel að þjóðin sé að vakna til
nýrrar vitundar um land sitt þar
sem virkjanir eru teknar með
meiri fyrirvara en áður og krafist
er vandaðari undirbúnings og
sterkari raka fyrir spillingu nátt-
úruverðmæta en nokkru sinni fyrr.
Umræður um óbyggðir Íslands
undanfarin misseri hafa skerpt lín-
ur í þessu efni. Sumir vilja varð-
veita óbyggðir landsins og telja
þær dýrmætan fjársjóð sem má
með engu móti fórna.
En aðrir gefa lítið fyrir óbyggð-
ir nema unnt sé að koma þeim í
verð.
Mér kemur í huga setning úr
bókinni Auðnustundir eftir Birgi
Kjaran fyrir rúmum fjórum ára-
tugum þegar umræða um sama
efni fór fram í íslensku samfélagi:
„Mikil háðung væri það okkar
kynslóð ef það ætti eftir að verða
hennar dagsverk að eyða undrum
Íslands.“ (Birgir Kjaran, Auðn-
ustundir, 1964). Þannig ritaði
þekktur náttúruunnandi og virtur
stjórnmálamaður.
Tvíbent viðhorf Íslendinga
Áreiðanlega líta flestir Íslend-
ingar á sjálfa sig sem náttúruunn-
endur þrátt fyrir skiptar skoðanir
á virkjunum og stóriðju. Hins veg-
ar má vel til sanns vegar færa að
viðhorf okkar Íslendinga til virkj-
unarmála í óbyggðum séu tvíbent-
ari en annarra Vesturlandaþjóða.
Iðnbyltingin fór framhjá okkur og
framkvæmdir með stórfelldu inn-
gripi inn í náttúrulegt umhverfi
gerðust hér síðar en annars staðar
í hinum vestræna heimi. Á meðan
náttúruspjöll hafa fylgt iðnvæð-
ingu og vaxandi ágangi á óspillt
svæði annars staðar hefur tíminn
unnið með lífríki Íslands. Engu að
síður hafa Íslendingar eins og aðr-
ar þjóðir haft tilhneigingu til að
líta á náttúruna sem andstæðing
sem þyrfti að sigrast á, beisla og
gera sér undirgefinn.
Á hinn bóginn hafa rómantísku
skáldin á nítjándu öld og nátt-
úruskáld tuttugustu aldar inn-
prentað þjóðinni lotningu fyrir
fagurri náttúru landsins og gildir
þá einu hvort í hlut eiga við-
kvæmar jurtir á víðavangi, tærar
bergvatnsár eða beljandi jökulár,
eldfjöll eða hvítir jökulskallar.
Hvaðeina sem náttúran hefur
uppá að bjóða opnar manninum
leið til fegurðar og lífsnautnar í
þessum ljóðum.
Þessi tvö andstæðu viðhorf tog-
ast á. Það er því síður en svo und-
arlegt að það vefjist fyrir hinum
almenna borgara að gera upp hug
sinn þegar hann stendur and-
spænis risavöxnum framkvæmdum
eins og við Kárahnjúka. Hvernig á
að meta óbyggðir landsins and-
spænis virkjunum af þessari
stærðargráðu og auk þess stóriðju
sem hvoru tveggja er ætlað – með
réttu eða röngu – að leggja grunn
að fjölþættu atvinnulífi, bættum
efnahag og aukinni almennri vel-
ferð landsins barna?
Margar spurningar, sem hafa
vaknað andspænis virkjun
kvæmdum við Kárahnjúka
enn í loftinu og nýjar bæta
Þungt í ferlinu öllu vegur
ur Skipulagsstofnunar um
kvæmdirnar 1. ágúst 2001
sem framkvæmdum er ha
(„… vegna umtalsverðra u
isáhrifa og ófullnægjandi u
inga um einstaka þætti fra
kvæmdarinnar og umhver
hennar“ eins og segir m.a
skurðarorðum). Þann úrsk
felldi umhverfisráðherra ú
20. desember 2001 með sk
sem Landsvirkjun hefur á
reynt að uppfylla. Margir
réttilega á þeim mikla hra
var í undirbúningsferlinu.
undir með þeim sem undr
ingarleysi stjórnvalda fyri
ingum. En stóra spurning
þessi: Var þjóðin með í þe
ákvörðun í reynd? Er þjóð
um þessa mestu framkvæm
sögu þjóðarinnar? Ég efa
en tel að svo hefði átt að v
Sú gagnrýni sem hefur
virkjunum norðan Vatnajö
ekki hvað síst undanfarna
ætti að vera flestum kunn
ur ekki rakin hér. Þar haf
legar viðvaranir heyrst frá
Stríð streymir Jökla
Eftir Gunnar Kristjánsson »Ættu þessi tímekki að verða
þess að stjórnmál
menn tækju sig á
reyndu að endurs
viðhorf sín til þróu
samfélagsins, sko
samhengið milli vi
ana og lífsstíls, hu
þeim dýrmæta fjá
sem er falinn í óby
um landsins – og í
arlífi þjóðarinnar.
FÍKN Í FANGELSI
Frétt Morgunblaðsins um að afleys-ingafangavörður á Litla-Hraunihefði verið gripinn með fíkniefni
og væri grunaður um að hafa stundað það
í sumar að smygla fíkniefnum til fanga,
hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um
ástandið í eina öryggisfangelsi landsins.
Í fréttinni var haft eftir Valtý Sigurðs-
syni fangelsismálastjóra að fangelsisyfir-
völd hafi verið mjög uggandi og í raun
ráðþrota yfir því hversu mikið af fíkniefn-
um virtist hafa verið í umferð í fangelsinu
í sumar.
Með þessu er fangelsismálastjóri nán-
ast að segja að yfirvöld hafi misst völdin í
fangelsinu að hluta til í hendur fanganna,
því að sjálfsögðu er fíkniefnaneyzla bönn-
uð á Litla-Hrauni og alveg sérstök
ástæða til að hafa stíft eftirlit með henni
þar.
Eins og fram kemur í fréttaskýringu
Rúnars Pálmasonar í Morgunblaðinu í
dag situr um helmingur fanga á Litla-
Hrauni inni fyrir fíkniefnabrot. Margir
hinna hafa einnig verið fíklar. Ætla má að
fíkniefni og fíkn sé undirrótin að afbrot-
um meirihluta þeirra, sem sitja inni í
fangelsinu.
Það er því rík ástæða til að reyna að
búa þannig um hnútana að menn séu laus-
ir við fíknina þegar þeir koma aftur út í
samfélagið, en að ekki hafi verið alið á
henni meðan á fangavistinni stóð – þá eru
miklu meiri líkur á að menn fari strax aft-
ur að brjóta af sér.
Í fréttaskýringunni í dag kemur fram
að ýmsar leiðir séu færar fyrir þá, sem
hyggjast smygla fíkniefnum inn í fang-
elsið og hafa þær allar verið nýttar að
meira eða minna leyti. Það virðist liggja í
augum uppi að leiðin til að koma í veg fyr-
ir fíkniefnasmygl inn á Litla-Hraun sé
annars vegar að bæta þar aðstöðu, fá t.d.
gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund,
og hins vegar að herða eftirlit. Í máli
Kristjáns Stefánssonar, forstöðumanns
Litla-Hrauns, í blaðinu í dag kemur fram
að í öryggisfangelsum erlendis séu heim-
sóknir til fanga undir meira eftirliti en
hér. Menn hljóta að spyrja hvort einhver
rök séu fyrir því að heimsóknir til ís-
lenzkra fanga séu undir minna eftirliti en
tíðkast í nágrannalöndunum.
Kristján nefnir jafnframt að engin að-
staða sé til að veita föngum fíkniefnameð-
ferð á Litla-Hrauni. Það er auðvitað lyk-
ilatriði, að hægt sé að frelsa menn frá
fíkninni meðan á betrunarvist þeirra
stendur, annars rís hún tæplega undir
nafni.
Athyglisvert hefur verið að fylgjast
með málflutningi sr. Jakobs Ágústs
Hjálmarssonar dómkirkjuprests, sem
lýsti því í grein hér í blaðinu fyrir viku
hvernig aðstandandi hans kom „skakkur“
úr fangelsinu rétt fyrir verzlunarmanna-
helgi. Hann bendir á að dómskerfið hafi
ekki bundið dóma skilyrðum um fíkni-
efnameðferð, líklega vegna þess að úr-
ræðin séu ekki fyrir hendi. „Fangelsisyf-
irvöld hafa ekki borið gæfu til að koma
öðru í kring ennþá en að gera samning við
meðferðarstofnanir um að taka við föng-
um á lokatíma meðferðar!“ skrifar Jakob.
„Það atriði leiðir í ljós að það er látið líð-
ast að á annað hundrað manns sé haldið
uppi við fíkniefnaneyslu af stofnunum
ríkisins. Það er ekki ásættanlegt að mað-
ur komi úr fangelsi undir áhrifum eitur-
lyfja. Það er heldur ekki ásættanlegt að
fangi sé óáreittur við þá augljósu iðju að
dæla í sig fíkniefnum, gangi í hassskýi um
ganga fangelsanna mánuðum saman. Það
er reyndar heldur ekki ásættanlegt að
stórar upphæðir tryggingabóta fari í það
að fjármagna fíkniefnakaup. Það er eitt-
hvað meira en lítið bogið við það hvernig
við Íslendingar höndlum þessi mál og öm-
urlegt að heyra valdhafa og stjórnarand-
stöðu bítast um hverjum sé að kenna.
Þetta er auðvitað okkur öllum að kenna.“
Það er mikið til í því og augljóslega full
þörf á að taka til hendinni í þessum mál-
um.
STAÐA HIZBOLLAH
Yfirlýsing Hassans Nasrallahs, leið-toga Hizbollah-hreyfingarinnar í
Líbanon, um að hann hefði ekki fyrirskip-
að rán á tveimur ísraelskum hermönnum
hefði hann vitað að það yrði kveikjan að
stríði vekur athygli. Forustumenn
Hizbollah hafa hingað til verið kokhraust-
ir og hvað eftir annað lýst yfir því að Ísr-
aelar hafi lotið í lægra haldi.
Nasrallah ræddi stríðið í viðtali við
sjónvarpsstöð í Líbanon á sunnudag: „Við
töldum að ekki væru svo mikið sem 1% lík-
ur á því að mannránið myndi leiða til
stríðs af þessu umfangi og stærðargráðu.
Ef í dag væri 11. júlí og þú spyrðir mig
hvort ég myndi fremja mannránið ef 1%
líkur væru á því að það myndi leiða til
stríðs eins og var að ljúka? Ég myndi
segja nei, alls ekki, af mannúðar-, siðferð-
islegum, félagslegum, öryggis-, hernaðar-
legum og pólitískum ástæðum.“
Um 1.100 manns féllu og gríðarleg eyði-
legging varð í loftárásum Ísraela á Líb-
anon sem stóðu í 34 daga. Ætlun Ísraela
var að brjóta Hizbollah á bak aftur, en
mistókst hrapalega. Hermennirnir tveir,
sem stríðið braust út vegna, eru meira að
segja enn í haldi. Hizbollah hefur hins
vegar að því er virðist styrkst við átökin,
ekki síst vegna þess að samtökin voru bet-
ur undir það búin að taka til hendinni þeg-
ar þeim lauk heldur en líbönskum stjórn-
völdum. Á meðan þau sátu aðgerðarlaus
skipulagði Hizbollah ruðning vega og
veitti fólki fé til að endurreisa híbýli sín.
Ekki ríkir þó sátt um Hizbollah í Líb-
anon, en landið byggja hátt í 20 hópar, þar
á meðal sjítar, súnnítar, kristnir menn og
drúsar. Reynt hefur verið að tryggja jafn-
vægi milli hópanna með flóknum stjórn-
arskrárákvæðum. Sjítar, sem talið er að
séu allt að helmingur íbúa Líbanons,
styðja Hizbollah upp til hópa, en í öðrum
hópum er hrifningin minni. Þar má heyra
ásakanir um að Hizbollah gangi erinda Ír-
ana og Sýrlendinga og ýfi ágreining milli
hópa innan Líbanons. Walid Jumblatt,
leiðtogi drúsa, sem eru um 10% íbúa, hef-
ur ekki farið í felur með gagnrýni sína á
Hizbollah og kennir samtökunum um að
hafa hrundið átökunum af stað. Kristnir
menn voru um helmingur íbúa landsins
áður en borgarastyrjöldin, sem stóð frá
1975 til 1990, hófst. Nú er talið að þeir séu
um 30%. Þeir eru uggandi vegna upp-
gangs Hizbollah og sagt er að þeir, sem
geti, reyni nú að hafa sig á brott.
Sennilega er rétt að líta á orð Nasrallah
í þessu samhengi. Hvað sem líður yfirlýs-
ingum um sigra og ósigra er ljóst að eyði-
leggingin í Líbanon hefur verið gríðarleg.
Líbanar voru loks lausir við hernámslið
Sýrlendinga og að ná sér á strik eftir eyði-
legginguna, sem borgarastyrjöldin skildi
eftir sig. Nú líður mörgum eins og þeir séu
komnir aftur á byrjunarreit. „Sigur“ Hiz-
bollah var því dýru verði keyptur og Nas-
rallah áttar sig á því að þótt hann eigi öfl-
uga bakhjarla í Sýrlandi og Íran getur
framganga Hizbollah gengið inn í líbanskt
þjóðfélag eins og fleygur. Það er sennilega
ekki heldur tilviljun að Nasrallah veitti
viðtalið degi fyrir komu Kofis Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
til Líbanons. Hizbollah vill ekki rjúfa
vopnahléið, sem nú er unnið að því að
tryggja, meðal annars með því að safna
saman alþjóðlegu friðargæsluliði. Hann
vill heldur ekki veikja stöðu Hizbollah, til
dæmis með því að samþykkja að samtökin
afvopnist. En iðrast hann? Það er annað
mál.