Morgunblaðið - 29.08.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 27
látið
gliðnun
irrar sem
orðið
kkunar-
mestu
ar líkur
aukins
eirri
þolir?
séu sett
for-
bergs-
ð tækni-
fði átt
n um
heppi-
dagblað-
gert úr
ttu að
ndrúms-
m Háls-
njúka-
r jarð-
gna
virku
eðl-
ds.
narfram-
a, liggja
ast við.
úrskurð-
m fram-
1, þar
fnað
umhverf-
upplýs-
am-
rfisáhrif
. í úr-
kurð
úr gildi
kilyrðum
án efa
furða sig
aða sem
Ég tek
rast virð-
ir friðlýs-
gin er
essari
ðarsátt
md í
að svo sé
vera.
beinst að
ökuls –
r vikur –
n og verð-
fa alvar-
á sér-
fræðingum á ýmsum sviðum,
innlendum sem erlendum, einkum
jarðfræðingum og jarðeðlisfræð-
ingum. Nýlega hefur þingmaður
haldið því fram að mikilvægri
skýrslu um stíflusvæðið hafi verið
haldið leyndri fyrir þingmönnum
og þar með fyrir þjóðinni, eiganda
virkjunarinnar (Mbl. 18. ágúst).
Það hljóta að teljast afar alvar-
legar ásakanir. Fjöldi manns hefur
aldrei sæst við þessa virkjun og
mun áreiðanlega aldrei gera og
ennþá síður ef í ljós kemur að
vinnubrögðin hafa mótast af óeðli-
legum og jafnvel skaðlegum hraða
miðað við stærð verksins.
Ástæðan er hinn mikli fórn-
arkostnaður: óbyggðirnar þar sem
landsvæði er sundurgrafið af
göngum, þar sem fossar verða
þurrkaðir upp í stórum stíl, þar
sem flæmi á stærð við Hvalfjörð
verður gert að lóni, þar sem varp-
stöðvum heiðagæsa er ógnað og
hreindýrin, sem svífa um öræfin
svo að við tökum andköf, hrekjast
af burðarsvæðum sínum – þar er
færð meiri fórn í óbyggðum en við
Íslendingar höfum séð áður. Og
það sem allir vita: óbyggðir eru í
hættu víðar en á öræfunum norðan
Vatnajökuls.
Lífsstíll
Hinn almenni borgari spyr hvað
kalli á þessar fórnir. Hvað er við
hinn endann á hinum miklu flutn-
ingslínum sem skera landið þvert
og endilangt? Á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar voru meginrökin fyr-
ir virkjunum og stóriðju barátta
þjóðarinnar við fátækt og þrá til
að losna úr basli aldanna. Nú er
öldin önnur. Umræða dagsins
snýst ekki um fátækt heldur um
misskiptingu auðsins, þar á meðal
um „starfslokasamninga fáránleik-
ans“ svo notað sé orðalag Guðna
Ágústssonar landbúnaðarráðherra
á Skálholtshátíð í sumar. Hún
snýst einnig um sátt og samlyndi
meðal þjóða, um lífsstíl sem er
trúverðugur í heimi þar sem mis-
skipting lífsgæða hrópar til him-
ins.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að ágirndin er iðulega lof-
sungin sem drifkraftur aukinnar
hagsældar. Ágirndin hefur samt
allar götur frá því í
fornöld verið flokkuð
meðal helstu lasta
mannsins. Hún er
þáttur í veikleika
hans en ekki styrk-
leika, hún hefur um
langan aldur – löngu
áður en kristindóm-
urinn kom til sög-
unnar – einnig verið
á lastaskrám annarra
trúarbragða. Í búdd-
ismanum er ágirndin
grundvallarveikleiki
mannsins, meg-
inmeinsemdin sjálf, það er orðið
trishna á sanskrít sem merkir
þorsti: í óslökkvandi þorsta býr
ágirndin og fylgifiskur hennar
vanþekkingin sem vill ekkert af
öðrum vita. Á sama veg skildu
Forn-Grikkir ágirndina, einnig
skólaspeki miðalda og kristin sið-
fræði allt til þessa. Það er því um-
hugsunarefni þegar litið er á
ágirndina sem dyggð sem bæri að
iðka en ekki löst sem ætti að forð-
ast.
Leyndardómur óbyggðanna
Óbyggðir búa yfir leyndardómi
sem enginn kemst hjá að skynja
þegar hann dvelst í framandi
heimi þeirra. Undraveröld ósnort-
innar náttúru er ekki ný uppgötv-
un heldur má fara langt aftur í
menningarsögunni til þess að finna
sérstakt og afar sterkt samband
mannsins við óbyggðina. Hin gyð-
ing-kristna menningarhefð hefur
aldrei sagt skilið við leyndardóm
óbyggðanna, þær eiga sér sinn
sérstaka sess frá því löngu fyrir
Krists burð. Ein kunnasta
óbyggðasagan er um freistingu
Jesú þegar andinn leiddi hann út í
óbyggðina, þar sem freistarinn
bauð honum allan heimsins auð.
Hvers vegna ekki að láta undan,
þiggja gott tilboð: peningar, eru
þeir ekki mál málanna? Gömul
saga og ný. Sagan um freistingu
Jesú – að tilbiðja freistarann og
afneita betri vitund – verður allt í
einu áleitin sem táknsaga sem á
alltaf erindi. Einnig hér og nú þar
sem ný óbyggðasaga er hafin og
óbyggðir Íslands eiga í vök að
verjast, náttúran sé hráefnið eitt
sem má breyta í pen-
inga og lítils virði um-
fram það.
Í athyglisverðri
rannsókn sem Þor-
varður Árnason nátt-
úrufræðingur gerði
1997 kemur fram að
landslagið hefur for-
gang í vitund Íslend-
inga þegar spurt er
um meginatriði í þjóð-
legri vitund þeirra.
Svo er ekki um aðrar
Norðurlandaþjóðir. Í
rannsókninni er spurt
hvað fólk telji mikilvægasta þjóð-
artáknið. Íslendingar setja lands-
lagið í fyrsta sæti, Svíar í annað og
Danir í þriðja. Aðrir möguleikar
voru fáninn, tungumálið, menn-
ingin, íþróttakappar, þjóðhöfðing-
inn og þjóðsöngurinn. Þetta sýnir
að landslag hefur sterka skír-
skotun til Íslendinga og er þáttur í
sjálfsvitund þeirra og sjálfsmynd.
Í óbyggðunum horfist maðurinn
í augu við eigin tilvist með ein-
dregnum og áleitnum hætti. Þar
er hann ofurseldur náttúruöfl-
unum, veðri og vindum og þar
finnur hann til samsemdar með
því lífríki sem hann er partur af.
Óbyggðirnar eru lífsnauðsynlegar
andstæður ört vaxandi borg-
armenningar sem teygir sig óð-
fluga til Íslands. Hér á landi er
óbyggðir enn að finna sem bjóða
upp á margslungið samspil hins
fagra og hins ógnvekjandi sem
kallar fram tilfinningar með mann-
inum sem hann má með engu móti
glata.
Náttúrudulhyggja
Náttúrudulhyggja er hugtak
sem sjaldan heyrist í umræðum
um virkjanir. Með því er átt við
samsemd mannsins með lífríkinu í
heild, sterkt einkenni á íslenskum
bókmenntum og íslenskri menn-
ingarhefð. Rætur hennar teygja
sig aftur í grísk-hebreskar und-
irstöður vestrænnar hugsunar.
Menn þurfa ekki lengi að lesa í
verkum stórskáldanna til að
skynja hina römmu taug nátt-
úrudulhyggjunnar, í verkum Hall-
dórs Laxness (t.d. Heimsljós) eða í
ljóðum Snorra Hjartarsonar:
„… einn / og samur því öllu“
(Hauströkkrið yfir mér, Minning).
Í þessu efni er slegið á ýmsa
strengi þegar samband manns og
náttúru er túlkað: „Maður og hest-
ur, þeir eru eitt“ (Einar Bene-
diktsson, Fákar). Samsemdarhugs-
unin er býsna fyrirferðarmikil. Að
baki henni er það viðhorf að mað-
urinn hljóti að leita þess sem er
gott, fagurt og fullkomið. Það finn-
ur hann í óspilltri náttúru, í fjöl-
breytni lífríkisins, í hinu smæsta
sem hinu stærsta, í hinu milda
sem hinu hrikalega.
Á Vesturöræfum eru slíkar and-
stæður við hvert fótmál. Varn-
arlaust blómið í upprunalegri feg-
urð sinni vekur djúpa tilfinningu
mannsins fyrir því sem fagurt er
og um leið löngun hans til sam-
semdar með öllu sem er sprottið
af sömu rót. Í menningu Vest-
urlanda hefur hugtakið fegurð iðu-
lega verið lykilhugtak, sbr. hina
fleygu setningu í miðaldabók-
menntum okkar: „Fögur er hlíð-
in.“
Á rómantíska tímanum kallast
Jónas á við sama efni í Huldu-
ljóðum og stynur undan viðhorfi
„blindra manna“ sem „unna því lítt
sem fagurt er“.
Fegurðina taldi maðurinn sig
löngum finna í fullkomnustu mynd
í óspilltri náttúrunni, í sköp-
unarverkinu, eins og það hefur
þróast í tímans rás, bylt sér og
velt í krafti náttúruaflanna öld eft-
ir öld, þar sem jarðsöguleg tíma-
skeið ráku hvert annað. Hið stór-
brotna er hvergi langt undan,
jöklar og jökulfljót, sandar og víð-
átta, himinn og haf. Þar sem mað-
urinn er gripinn af þessum and-
stæðum, hinu fagra og hinu
ógnandi þar „upplifir hann tilfinn-
ingu fyrir hinu heilaga“ sagði guð-
fræðingurinn Rudolf Otto í tíma-
mótaverkinu Das Heilige (1917).
Eru ættjarðarljóðin okkar ekki
öðrum þræði helgisöngvar sem
leiða hugann að lífríkinu sem
helgidómi, þar sem maðurinn nálg-
ast hina náttúrulegu fegurð
óbyggðanna fullur lotningar?
Djúpt í sálarlífi Íslendingsins er
með öðrum orðum leikið á ýmsa
strengi, sumum þeirra er arðsemi
og nytjahugsun framandi með öllu.
Fegurðin verður aldrei metin til
fjár.
Lokaorð
Óbyggðirnar eru heilagur staður
í vitund okkar Íslendinga. Svo var
einnig á tímum þegar þörf var á
úrræðum til að bæta lífskjör þjóð-
arinnar eftir langvarandi fátækt
og mótlæti. Nú eru aðrir tímar.
Ættum við ekki í framtíðinni að
beina sjónum meira að verðmæt-
um sem ekkert kosta en hafa í för
með sér farsælt og skapandi
mannlíf? Væri ekki einn liðurinn í
því einmitt að læra að njóta nátt-
úrunnar í fegursta landi heimsins í
stað þess að selja hana erlendum
auðhringum á niðursettu verði? Er
freistingin ekki alltof augljós, er
skammsýni stjórnmálamanna ekki
alltof átakanleg?
Ættu þessi tímamót ekki að
verða til þess að stjórnmálamenn
tækju sig á og reyndu að endur-
skoða viðhorf sín til þróunar sam-
félagsins, skoða samhengið milli
virkjana og lífsstíls, huga að þeim
dýrmæta fjársjóði sem er falinn í
óbyggðum landsins – og í sálarlífi
þjóðarinnar. Hefur þjóðin ekki
lengur efni á að unna undrum
landsins?
Hin tvíklofna afstaða Íslendinga
til óbyggðanna verður að taka á
sig nýja mynd. Ástæðan er ein-
faldlega sú að ekki verður lengur
sleppt og haldið. Viljum við eiga
óbyggðir eða ekki? Um þetta verð-
ur að nást þjóðarsátt því að landið
er sameign þjóðarinnar.
Að beisla jökulfljót eins og
Jöklu er ögrandi verkefni í augum
sumra – í annarra augum er það
hins vegar ein versta birting-
armynd orkufíkinnar afþreying-
armenningar á villigötum. Að
ganga meðfram Jöklu frá Kringils-
árrana niður undir Sauðá, umluk-
inn þungum niði fljótsins sem
rennur í hrikalegum gljúfrum þar
sem fegurstu blómin á jörðinni
spretta – það er helgistund líkast.
Stríð streymir Jökla til sjávar og
berst fyrir lífi sínu og óbyggðanna.
mamót
til
a-
og
koða
unar
ða
irkj-
uga að
ársjóði
yggð-
í sál-
.
Gunnar
Kristjánsson
Gunnar Kristjánsson dr. theol. er
prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi
og sóknarprestur á Reynivöllum í
Kjós.
ÞESS var minnst síðastliðinn
sunnudag að 150 ár eru liðin síðan
kirkjan í Tungufelli í Hrunamanna-
hreppi var byggð. Við það tækifæri
færði Þjóðminjasafnið kirkjunni að
gjöf mynd af merkasta grip kirkj-
unnar, Tungufellskrossinum, sem
varðveittur er á safninu.
Séra Eiríkur Jóhannsson í
Hruna prédikaði en söngfólk úr
Hrunakirkjukór söng. Komið var
fyrir tjaldi nærri kirkjunni þar sem
kirkjugestir gátu hlýtt á guðsþjón-
ustuna.
Margir merkir kirkjugripir til-
heyra Tungufellskirkju. Má þar
nefna tvær kirkjuklukkur sem tald-
ar eru með elstu kirkjuklukkum á
Norðurlöndum, steyptar fyrir árið
1200, einnig kaleik og platínu sem
Brynjólfur Sveinsson biskup lagði
kirkjunni til. Merkastur mun þó
vera svokallaður Tungufellskross,
smeltur kross sem talinn er að hafi
verið smíðaður í borginni Limoges í
Frakklandi snemma á 13. öld og
varðveittur er í Þjóðminjasafninu.
Við athöfn eftir messuna færði Þór
Magnússon, fyrrverandi þjóðminja-
vörður, kirkjunni mynd af kross-
inum að gjöf frá Þjóðminjasafninu.
Tungufell er efsti bær í Hruna-
mannahreppi, lengst frá sjó allra
bæja á Suðurlandi en loftlína í
Hvalfjarðarbotn er um 70 kílómetr-
ar. Fyrst er vitað um kirkju í
Tungufelli skömmu eftir 1200. Hún
var þá helguð Andrési postula.
Kirkjan sem nú stendur er ein elsta
timburkirkja landsins, byggð árið
1856. Gólfflöturinn er 22 fermetrar
og tekur hún um 30 manns í sæti.
Gáfu kirkjunni mynd
af Tungufellskrossinum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Fjölmenni Messað er einu sinni á ári í Tungufellskirkju og koma þá
margir gestir til kirkju. Hún er ein elsta timburkirkja landsins.
Tungufellskrossinn Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður, færði
kirkjunni að gjöf mynd af merkasta grip kirkjunnar, krossinum góða.
Eftir Sigurð Sigmundsson