Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SEINNI árum hafa fjarlægar þjóðir orðið æ meira áberandi. Það er kannski helst í fréttum af íþrótt- um sem við kynnumst þessum áður- lítt þekktu löndum og þjóðum með nöfnum sem hljóma ólíkt því sem við þekkjum best. Þetta eru lönd eins og: Barein, SriLanka, Sá- díArabía, Bangladess, Botsvana, Kamerún, Sjad, Jemen og svo náttúrlega Sirreleóne með alveg sérstökum frönskum framburði, eftir því sem menn ráða best við. Það hef- ur alltaf verið nokkuð snúið þegar kemur að því að færa erlend heiti yfir á ís- lenska tungu og það er enn langt frá því að málfarsráðgjöfum okkar, og íþróttafréttariturum, hafi tekist að koma skikki á þessi mál. Við tölum ýmist um London eða Lundúni eða Lundúnaborg en þeir sem þar búa eru Lundúnabúar. Sjálfir erum við náttúrlega Ís- lendingar og sama er að segja um Eng-lendinga, Græn-lendinga, Hol- lendinga, Tæ-lendinga og Sviss- lendinga; allir kenndir við landið og erum lendingar. Þetta á hins vegar ekki við um þá sem búa í Póllandi eða Kína. Þeir eru ekki Pól- lendingar eða Kín-lendingar, heldur Pól-verjar og Kín-verjar, rétt eins og Þjóð-verjar, Spán-verjar, Kúp- verjar og Kíp-verjar, allir í varn- arstöðu fyrir land og þjóð. Svo eru þeir sem hvorki eru lendingar né verjar, heldur bara menn. Þar má nefna frændur vora Norð-menn; einnig Ísraels-menn, Ástralíu-menn, Austurríkis-menn, Kanada-menn, Argentínu-menn, Braselíu-menn og Kóreu-menn. Þá eru það eyjaskeg- gjarnir. Þar man ég í svipinn eftir tveim þjóðum: Fær-eyingum og Fi- lips-eyingum. Í örfáum tilfellum höf- um við komið upp með ramm-íslensk nöfn, eins og t.d. Ungverjaland og Ungverjar og nafnið Fílabeins- strönd. En hverjir þar búa er vandamál; kannski bara Stranda- menn eða Fílstrend- ingar! Algengt er að þjóð- arheiti séu mynduð af nafni landsins með fleirtöluendingunum -ar eða -ir, sbr. Frakk- ar, Belg-ar, Finn-ar, Sví-ar, Rúss-ar, Botsv- an-ar, Búrgúnd-ar, Ka- meún-ar, Jemen-ar, Túnís-ar, Bangladess- ar, Barein-ar, SriLank- ar. Sád-ar og Sjad-ar. Og svo hins vegar: Dan-ir, Japan-ir, Ítal-ir, Portugal-ir og Grikk-ir. Íbúar Bandaríkjanna eru ýmist nefndir Bandaríkja-menn, Amerík- an-ar eða bara Kan-ar. Íbúar Mexíkó eru aldrei nefndir Amerík- anar (þótt þeir búi í Ameríku) heldur bara Mexíkan-ar. Sama á einnig við um Kanadamenn sem aldrei eru nefndir Kanar. Yfirleitt valda þessi heiti ekki vandræðum, jafnvel þótt þau hafi tvíræða merkingu í framburði, eins og t.d. í heiti veitingarstaðarins Þrír frakkar, sem gæti alveins verið Þrír sokkar eða kannski Þrír fransmenn, sem skiptir ekki öllu máli. Ýmsir hafa fett fingur út í þjóðarheitið Eistar, eins og kom fram í orðum prófessorsins sem var að kynna ís- lenska vísindakonu sem starfað hafði erlindis: „Dr. Sigríður er gift eista,“ sagði prófessorinn. Það er spurning hvort ekki færi betur á því að fara að dæmi okkar Íslendinga og tala um Eist-lendinga. Sjálfir viljum við Íslendingar ógjarnan vera kall- aðir Ísmenn og því síður Icemen, eins og rokksöngvarinn okkar Magni hefur mátt þola. Og íbúar Belgíu yrðu varla ánægðir með að vera kallaðir Belgir. Yfirleitt reyna fjölmiðlar að gæta sín, nema kannski ef textahöfundum skyldi vera í nöp við viðkomandi eða langaði til að gera sprell. Ég minnist þess þegar hér var í heimsókn ráð- herra frá Indlandi eða Pakistan, ef ég man rétt, en nafn hans var á frummálinu borið fram Mr. Píka, en í fréttum RÚV var hann nefndur Mr. Pigga, sem kom mun betur út í íslensku málumhverfi. Yfirleitt er hægt er að sneiða hjá óþarfa vandræðum. Svo sem kunn- ugt er taka íslenskar konur, sem giftast útlendingum, yfirleitt upp eftirnafn maka síns. Guðríður nokk- ur Sæmundsdóttir giftist útlend- ingnum John Teak, en eftirnafnið var borið fram Tík. Eftir að þau sett- ust að á Íslandi ákvað Guðríður að halda íslenska föðurnafninu. Á enskri tungu mundi enginn gera veður út af því þótt kona héti Frú Guðríður Tík. En okkar ástkæra, yl- hýra mál er viðkvæmt og gagnsætt. Algeng fjölskyldunöfnin svo sem Hunchback, Updike, Black og Green eru bara ósköp venjuleg ensk- amerísk mannanörn, en þegar þau eru þýdd yfir á íslensku fer allt í háaloft. Því hver vill heita Jói Krypplingur, Jóhannes Stíflugarð- ur, Nonni Svarti eða Laugi Græni! Íslensk tunga er gagnsæ og viðkvæm* Bragi Jósepsson fjallar um gömul og ný þjóðaheiti og tvíræðar nafngiftir » „Dr. Sigríður er giftEista,“ sagði pró- fessorinn. Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. pró- fessor. bragijos@hotmail.com. *Bandstrik eru notuð til skýringar. Sagt var: Hann réði fólk til starfa. RÉTT VÆRI: Hann réð fólk til starfa. Gætum tungunnar LANDSVIRKJUN hefur með til- stilli ríkisstjórnar og Alþingis fjár- fest í mesta glæfraspili Íslandssög- unnar, Kárahnjúkavirkjun. Allir skattpeningar íslenska ríkisins til tveggja ára að minnsta kosti hafa verið lagðir undir, auk víðerna Snæ- fells með jökli, ám og fossum, vot- lendi, gróðurfari, tign og töfrum. Raunveru- legt fjöregg þjóð- arinnar, hin villta nátt- úra, er lítilsvirt og einskis metin og lögð til eyðileggingar að fót- stalli græðginnar. Okk- ar fríða og fjölbreytta landi hefur verið líkt við auðn melsins af þeim öflum sem knúið hafa verkið áfram og í skjóli skröksagna um rýrt land hafa iðn- aðarráðherra og Landsvirkjun farið mörgum orðum um efnahagslegt gildi framkvæmdarinnar, sem og þrír forsætisráðherrar, án þess að geta stutt þá meintu arðsemi með rökum. Arðsemin virðist álíka traust í hendi og gullkista á ókleifum fjallatindi. Þessi ódáðavirkjun er tilraun með land, tilraun með ógnarframkvæmd, tilraun með fólk. Hvað sem sérkennilegum skýr- ingum forstjóra Landsvirkjunar líð- ur um lokaða skýrslu (til 2015) sem sé þó opin – þótt Alþingi væri aldrei upplýst um stöðu rannsókna, verks- ins og áhættunnar – þá boðar sprunguskýrsla (K.S. og H.J. 2005) váleg tíðindi. Allar stíflur við Hálslón eru ótryggar; einkum á það þó við um Desjarárstíflu vegna gerðar hennar og félagsskap tveggja virkra misgengja undir henni. Fyrir austan hefur hún verið nefnd Dauðastíflan. Engu breytir hér þótt íslenskir verkfræðingar hafi í óðaönn grautað sprungur og reynt að endursemja berggrunn landsins. Og mikil er óskhyggjan að ætla Jöklu að sjá um að þétta flekaskilin. Berg- grunnur Hálslóns er al- varlega veill fyrir stíflur og uppistöðu. Alþingi samþykkti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma í fram- kvæmdavímu en áttaði sig ekki á því að grund- vallarrannsóknir skorti og eins var komið í veg fyrir að það fengi upplýs- ingar um aðsteðjandi ógnir á virkj- anasvæðinu sem Grímur Björnsson hafði sent yfirboðara sínum á Orku- stofnun í febrúar 2002. Friðrik Soph- usson fullyrti í Kastljósinu 23.8. 2006 að sérhvert atriði í greinargerð Gríms hefði verið rætt á fundi með honum í Landsvirkjun. Þetta er rétt að öðru leyti en því smáatriði að Grímur hafði ekki framsögu á eigin greinargerð – en mátti kalla fram í. Sannast hefur núna að þær viðvar- anir voru á rökum reistar strax árið 2002. Af þessum ástæðum skuldar Alþingi öllum Íslendingum sjálf- stæða ákvörðun að eigin frumkvæði um endurmat og umræðu á nýju og óháðu áhættumati. Hvað sem það kostar. Samkvæmt fjölmiðlum hafa þrjár af tíu systurstíflum Kárahnjúkastíflu bilað. Þær hvíla á margfalt þykkari jarðskorpu en til staðar er við Kára- hnjúka. Um það verður ekki deilt og því er hvítþvottur erlendu ráðgjaf- anna bæði furðulegur og skuggaleg- ur, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að þeir þurftu að hraða sér úr landi til að laga stíflur sem þeir höfðu skúrað. Hvítþvotturinn sýnir hve langt Landsvirkjun gengur til að bjarga eigin rekstri og kann að vera skiljanlegt. Sprungukortið með skýrslu K.S. og H.J. frá 2005, sem engir jarðfræðingar með málfrelsi hafa þorað að tjá sig um, hvað þá túlka, gefur ískyggilega mynd af veruleikanum og sé snefill af efa og ótta í hugum þingmanna um að fólk sé í hættu þá ber Alþingi að taka af skarið. Nú þegar. Ódáðavirkjun Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um Kárahnjúkavirkjun » Af þessum ástæðumskuldar Alþingi öll- um Íslendingum sjálf- stæða ákvörðun að eigin frumkvæði um endur- mat og umræðu á nýju og óháðu áhættumati. Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er náttúrufræðingur. MINNINGAR ✝ María HalldóraÞorgeirsdóttir fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 29. júlí 1940. Hún lést á heimili sínu 8. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorgeir Sveinbjarn- arson, kennari, skáld og forstjóri Sundhallar Reykja- víkur, f. 14. ágúst 1905, d. 19. febrúar 1971, og Bergþóra Davíðsdóttir húsmóðir, f. 22. des- ember 1909, d. 4. júlí 1952. Bræð- ur Maríu eru: a) Þorgeir læknir, f. 1. ágúst 1933, maki Kristjana F. Arndal myndlistarmaður, f. 7. júní 1939. Börn þeirra eru Berg- ur, bókmenntafræðingur og for- stöðumaður Snorrastofu, f. 1958, Lilja, félagsfræðingur og verk- efnisstjóri á starfsmannasviði HÍ, f. 1959, Finnur, BA í sálfræði og kerfisfræðingur við Reiknistofn- un HÍ, f. 1967, og Fjóla nemandi við KHÍ, f. 1972. b) Davíð Björn, f. 22. sept. 1938, d. 23. mars 1940. Hinn 18. ágúst 1962 giftist María Hannesi Jóni Valdimars- syni verkfræðingi og hafnarstjóra í Reykjavík, f. 4. maí 1940, d. 2. júní 2003. Foreldrar hans voru Ingibjörg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 16. sept. 1911, d. 6. jan. 1997, og Valdimar Hannesson málarameistari, f. 22. júlí 1906, d. 2. febrúar 1998. María varð stúdent frá MR 1960, lauk námi í félagsráðgjöf við Sociale Højskole í Danmörku 1967. Námsdvöl í Ohio-háskóla 1970. Hún var fé- lagsráðgjafi hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1967– 68 og 1971–1976, við Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur 1968–69, í Cardiff í Wales 1970–71, á kvennadeild Land- spítalans 1976–88 og hjá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík frá 1989. Hún sinnti sérstaklega konum með illkynja sjúk- dóm á kvennadeildinni, en aðal- verkefni hjá Félagsþjónustunni voru ættleiðingar, forsjármál og umgengnisdeilur. María var stundakennari við fé- lagsvísindadeild HÍ frá 1988 og kenndi einnig við Kvennaskólann í Reykjavík og Hjúkrunarskóla Ís- lands. María gegndi ýmsum störfum fyrir Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa, var formaður um skeið, og einnig í ritnefnd Nor- disk Socialt Arbeid. Rannsóknar- og ritstörf, m.a.: „Réttindi barns- ins og skyldur foreldra“, kafli í bókinni Nýtt líf, 1985, „Börn og skilnaðir“, ásamt Hjördísi Hjart- ardóttur, í tímaritinu Barnaheill, 1992. „Könnun á forsjár- og um- gengnisdeilum“, ásamt Hjördísi Hjartardóttur og Sigríði Hjör- leifsdóttur. „Fóstureyðingar o.fl.“, Kirkjuritið 1983. María var félagi í kirkjukór Laugarneskirkju frá 1968 til dán- ardags. María var jarðsungin frá Laug- arneskirkju í kyrrþey 24. ágúst. Ekki er hægt að tala um Maju án þess að minnast Hannesar. Maja og Hannes voru einstök. Ég er svo lánsöm að þau hafa verið hluti af lífi mínu alla tíð. Hannes var elsti bróðir pabba og þar að auki voru þau Maja bestu vinir pabba og mömmu. Alla tíð hafa þau verið viðstödd þegar eitthvað var um að vera og ávallt hafa þau fylgst með af áhuga og jákvæðni í öllu sem við systkinin höfum tekið okk- ur fyrir hendur. Maja var viðstödd þegar Valdimar yngsti bróðir minn kom í heiminn sem gerði það, að ávallt voru sérstök bönd á milli þeirra. Maja og Hannes voru okkar brautryðjendur og fyrirmyndir. Á sjöunda áratugnum voru þau við nám í Kaupmannahöfn. Þau tengd- ust Danmörku sterkum böndum. Síðustu ellefu árin hef ég verið bú- sett í Danmörku ásamt þremur börnum mínum og eiginmanni, það sama á við um Brynjólf bróður minn og síðar son hans, sem kom í heiminn í Kaupmannahöfn. Maja og Hannes komu oft í heimsókn til okkar í Kaupmannahöfn og síðar Hillerød. Frá þeim stundum eigum við dýrmætar minningar. Maja og Hannes ferðuðust víða um heim, voru opin og forvitin um allt sem var öðruvísi og framandlegt, höfðu mikla hæfileika til að sjá margar hliðar þess er bar á góma, viðhorf sem hefur haft mikil áhrif á okkur hin. Við hittum Maju í Danmörku í júlí síðastliðnum. Hún líktist sjálfri sér, var að lesa bókina um danska þingmanninn Naser Khader og eins og venjulega hafði hún mikinn áhuga á að heyra um allt það sem við vorum að gera og upplifa. Sjálf sagðist hún vera ánægð í miðborg Reykjavíkur, með bandaríska og franska sendiráðið sem nágranna. Ennfremur sagði hún að hún væri að uppgötva hvað kaffihúsin í mið- bænum væru hugguleg. Greinilegt var þó á tali hennar að hún saknaði Hannesar ákaflega mikið. Elsku Maja, nú ertu komin til hans Hannesar. Við eigum eftir að sakna ykkar mikið, en eigum líka eftir að muna eftir ótalmörgu sem verður okkur dýrmætt um ókomna tíð. Davíð, Arnór, Garðar og Elva Björk biðja að heilsa. Megi allt gott vaka yfir þér. Þín Ingibjörg. Ég man þegar Maja og Hannes komu til okkar til Akureyrar og morgunverðurinn var að dönskum sið. Maja unni öllu sem var danskt og þegar hún kom í heimsókn voru danskir dagar á heimilinu. Ég man þegar Maja tíndi til hluti handa litlu krökkunum til að hafa í verðlaun í happdrættinu í jólaboð- unum í Huldulandi. Þeir voru oft frá fjarlægum löndum. Ég man eft- ir Maju að tala um tónlist, dans og ljóð. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum listum. Ég man eftir Maju að vökva blómin í garðinum. Hún átti fallegustu blómin í bænum. Ég man eftir Maju að skamma mig fyrir að vera of mikið í svörtu. Maja var svo mikið fyrir liti. Ég man þegar við Maja fórum síðast í leikhús og okk- ur fannst svo leiðinlegt að við fór- um í hléi. En kvöldið var ekki ónýtt því við settumst niður á næsta kaffihúsi og töluðum um lífið sjálft. Ég man eftir Maju kalla mig ljúf- una sína. Það var alltaf jafn nota- legt. Ég mun alltaf muna Maju. Ég sakna hennar. Katrín. Á ekki litli strákurinn minn af- mæli í dag? Til hamingju með dag- inn, sagði Maja í bréfi til mín þegar ég varð fullra 34 ára í liðnum júlí. Þó ég hafi elst með árunum, eigi fjölskyldu og reyni eftir fremsta megni að vera eins og fullorðinn var ég alltaf til í að vera litli strák- urinn hennar Maju. Hún var nefni- lega þannig kona hún Maja. Og nú eru þau aftur saman, Maja og Hannes frændi minn. Þau ferðast saman um himinhvolfið, teygja sig í stjörnurnar og stíga dans við norðurljósin. Við hin þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Björn Þór. Með miklum söknuði í hjarta kveð ég Maju föðursystur mína. María H. Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.