Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 29.08.2006, Síða 29
Þegar hún skildi við var ég ásamt eiginkonu minni og dætrum stadd- ur að Laugum í Reykjadal, en ein- mitt þar fæddist Maja 29. júlí árið 1940. Ég var í Laugaskóla í fyrsta sinn og naut þess að skoða skóla- spjöld frá fyrstu árum skólans. Þar voru ljósmyndir af Maju, afa og ömmu, pabba og fleiri ættingjum mínum fyrir norðan. Maja var mér sem mörgum öðr- um í fjölskyldunni afar nákomin. Á yngri árum dvaldi ég mikið á heim- ili þeirra hennar og Hannesar, jafn- vel svo mánuðum skipti, m.a. þegar ég var að klöngrast í gegnum stúd- entspróf fyrir tæplega 30 árum. Það voru sérstök forréttindi að hafa fengið að kynnast þeim jafnvel og raun ber vitni. Ég gat alltaf leitað til Maju og Hannesar í gleði og sorg. Eftir sigra gat ég baðað mig í athygli þeirra og í kjölfar áfalla stóð ekki á hjálp þeirra og leiðsögn. Það byggðist ekki hvað síst á hæfi- leika Maju að geta verið í mörgum heimum samtímis. Þau voru mér og eflaust ýmsum öðrum fyrirmynd hvað varðar hug- arfar og lífsstíl, en heimili þeirra var einstaklega vistlegt og smekk- legt. Þar var allt þaulhugsað, en þau blönduðu saman með listilegum hætti gömlu og nýju, ættargripum og því sem þau fundu sjálf, bæði hér heima og erlendis. Hver hlutur, stór sem smár, átti sinn stað, sem endurspeglaði þeirra tilvist. Þau settu allt í afar áhugavert sam- hengi, hvort sem um var að ræða hugmyndir, hluti eða athafnir dag- legs lífs. Áhrifa Maju og Hannesar gætti í mörgu, og ekki víst að mað- ur gerði sér alltaf grein fyrir því. Sem dæmi má nefna að þegar við hjónin bjuggum í Svíþjóð tókum við hálft ár í að leita að stofuborði sem svipaði til þess sem Maja og Hann- es áttu. Fannst það loks undir hús- gagnahrúgu á flóamarkaði, en stofuborð með þessari lögun eru nú komin í tísku. Og það fór afar gott orð af þeim víða í samfélaginu og naut ég þess m.a. þegar ég sótti um starf í sumarlögreglunni kornungur maðurinn. Maja var lögreglukona í þrjú ár áður en hún ákvað að nema félagsráðgjöf í Danmörku og greini- legt var að yfirmenn lögreglunnar höfðu ekki gleymt henni þegar ég sótti um starfið. Eins og þá tíðk- aðist var ég spurður í starfsviðtali hverra manna ég væri og þegar ég minntist á Maju þá varð mér ljóst af viðbrögðum manna að björninn væri unninn. Þetta þættu sérkenni- leg vinnubrögð í dag, en svona var þetta. Söknuður okkar allra er sár, við höfum misst bæði Maju og Hannes á besta aldri. Vertu blessuð Maja mín og bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér; samtölin, hug- myndirnar, stuðninginn og innblást- urinn. Bergur. Nú er hún Maja föðursystir mín horfin á braut. Hennar er sárt saknað enda fór hún allt of snemma. Ekki bjóst ég við að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti hana, þegar hún bauð mér til sín í hádegismat einn bjartan góðviðr- isdag um miðjan júlí. Það lá vel á henni og hún mjög áhugasöm um að fá fréttir af fjölskyldunni og ræða lífið og tilveruna. Maja var búin að koma sér vel fyrir í fallegri íbúð miðsvæðis í Reykjavík eftir að hún missti eiginmann sinn, Hannes, fyrir tæpum þremur árum. Hún vildi vera í nálægð við fólk og menningarlíf bæjarins. Maja og Hannes lifðu hamingju- sömu hjónabandi enda voru þau mjög samrýnd. Í gegnum tíðina var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra þegar þau bjuggu í Safamýr- inni og síðar í Fossvogsdalnum. Þau tóku okkur fjölskyldunni alltaf vel enda fannst þeim gaman að ræða málin og njóta góðra veitinga. Þau voru mjög áhugasöm um lífið og tilveruna og fylgdust vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Þau ferðuðust mikið um heiminn og nutu þess að kynnast ólíkum menn- ingarheimum. Áhugi þeirra laut einnig að fjölskyldunni og vildu þau fá að fylgjast með því sem við vor- um að fást við hverju sinni. Lögðu þau áherslu á að rækta samband sitt vel við ættingja og vini, enda vinamörg. Mér eru sérstaklega minnisstæð jólaboðin þeirra, en sú hefð var að hittast hjá þeim á jóla- dag og komu þá bæði ættingjar og tengdafólk Maju og Hannesar. Var þá margt um manninn og nutu sín allir vel, jafnt börn sem fullorðnir. Samverustundirnar okkar með Maju og Hannesi voru þó dálítið stopular, þar sem við systkinin og foreldrarnir bjuggum í lengri eða skemmri tíma erlendis. Þrátt fyrir miklar vegalengdir voru þau dugleg að heimsækja okkur þar sem við vorum stödd hverju sinni. Mínar fyrstu æskuminningar af Maju eru þegar ég var sex ára og hún heimsótti okkur fjölskylduna alla leið til Ísraels árið 1965 þar sem faðir minn var í námi. Ári síðar heimsóttum við Maju og Hannes í Danmörku þegar þau voru sjálf í námi. Voru þau dugleg að fylgja okkur á staði eins og tívolí og dýra- garðinn, enda mjög barngóð. Þegar ég var komin á unglingsár og við bjuggum í Svíþjóð birtist Maja óvænt við opnun myndlistarsýning- ar móður minnar, sem kom skemmtilega á óvart. Eins og að líkum lætur átti Maja erfitt með að sætta sig við andlát Hannesar. Þrátt fyrir það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar og hún alltaf tilbúin að spjalla um allt milli himins og jarðar. Hún gat verið gagnrýnin á samfélagið og beinskeytt enda hreinskilin og op- inská að eðlisfari. Maja hafði sérstakan áhuga á tónlist og var í kirkjukór Laug- arneskirkju í tæp fjörutíu ár. Hún naut þess að fara á sinfóníutónleika, í leikhús og á myndlistarsýningar. Jafnframt hafði hún áhuga á garð- rækt og var garðurinn hennar í Huldulandi mjög fallegur. Listáhugi hennar naut sín á heimilinu þar sem fallegar myndir voru á veggj- um, húsgögn falleg og hverjum hlut smekklega fyrir komið. Maja sýndi mikinn áhuga á því að hitta okkur reglulega og sér- staklega þegar eitthvað var um að vera eins og barnaafmæli, jólaboð eða aðrir viðburðir. Einnig sendum við stundum tölvupóst með fréttum úr daglega lífinu, þótt ekki væri langt á milli okkar. Er ég mjög þakklát fyrir að hafa notið sam- vistar Maju á aðfangadagskvöld um síðustu jól, en þá var hún hjá okkur hjónunum, ásamt börnum, foreldr- um mínum og bróður. Áttum við ánægjulega stund saman og er það okkur mikils virði að eiga þá minn- ingu þegar við kveðjum Maju með söknuði og von um góðar stundir á nýjum slóðum. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til aðstandenda og vinafólks. Lilja og fjölskylda. Það húmar að kvöldi. Tíminn flýgur og vinirnir hverfa einn af öðrum. Maja okkar er farin svo skyndi- lega og eftir stöndum við vinkonur hnípnar og sorgmæddar. Þegar við nú kveðjum Maju erum við að kveðja hluta af okkur og lífi okkar, en allar höfum við gengið lífsveginn saman frá bernsku og allar fæddar árið 1940. Hópurinn hefur þynnst, Lillý Svava og Kolla eru farnar og nú Maja. Við gengum saman í skóla, við áttum sömu vinina og öll árin höf- um við og lífsförunautar verið sam- an þótt búseta í ýmsum löndum hafi skilið okkur að um lengri eða skemmri tíma. Alltaf vorum við í sambandi, hvort heldur var í bréfa- sambandi eða með gagnkvæmum heimsóknum. Maja var mjög listræn, músíkölsk og ljóðelsk. Hún og Addí æfðu og dönsuðu ballett í Þjóðleikhúsinu. Maja var fastur gestur á sinfón- íutónleikum í Háskólabíói í áratugi og hún söng með kirkjukór Laug- arneskirkju í mörg ár. Við skóla- systkinin úr MR stofnuðum lítinn kór, MR60, og höfum sungið saman um nokkra hríð. Þar var Maja auð- vitað ómissandi. Þorgeir Sveinbjarnarson, faðir Maju, var gott skáld og við vitum að Maja var mjög liðtæk og skrifaði sjálf ljóð þótt ekki færi það hátt. Einnig er Þorgeir bróðir hennar gott ljóðskáld. Á menntaskólaárunum hittust Maja og Hannes, bundust ævilöng- um tryggðaböndum, luku stúdents- prófi vorið 1960 og gengu í hjóna- band hinn 18. ágúst 1962. Það voru góðar og glaðar stundir og lífið brosti til okkar allra. Þau héldu utan til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms, Hannes lagði stund á verkfræði og Maja lauk þar prófi í félagsráðgjöf, sem hún vann við alla tíð. Vinahópurinn dreifðist vítt og breitt. Í Bandaríkjunum tóku ból- setu um lengri og skemmri tíma þær Addý, Anna, Lára, Rangý og Svava. Í Köln og Aachen í Þýzka- landi voru Drífa og Lucinda. Á Ís- landi voru Kolla og Lillý Svava. En þessar fjarlægðir höfðu engin áhrif á vináttuna og tryggðaböndin héld- ust og haldast ósnortin. Maja og Hannes lögðu oft land undir fót og heimsóttu vinina. Þau komu títt í heimsóknir til okkar hjóna bæði til Kölnar og Aachen og minningarnar eru allar bjartar og yndislegar, þá vorum við ung og nutum lífsins. Þau hjónakorn fóru líka í heimsóknir vestur um haf til vinanna þar og voru alls staðar au- fúsugestir. Skemmtilegasta ferðin sem við fórum öll saman var í nóvember 2000, þegar boðið var til brúðkaups Þóru Kötu, dóttur Svövu og Norm- an í Boca Raton í Flórída, sem haldið var hinn 4. nóvember. Þang- að héldum við með eiginmönnum okkar og nutum samvista sem aldr- ei fyrr. Þær sem bjuggu á Íslandi flugu til Flórída og þær sem bjuggu fyrir vestan óku suður og öll hitt- umst við á sama hótelinu í Boca, þvílík gleði og hamingja. En ekki var lífið alltaf dans á rós- um hjá Maju og Hannesi. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að etja, fékk krabbamein, læknaðist af því, en var aldrei heilsuhraust eftir það. Fyrir ferðina til Flórída hafði Hannes fengið krabbamein og þurfti að fjarlægja annað nýrað. Hann stóð það af sér og allt leit vel út. En sjúkdómurinn tók sig upp aftur og nú af alefli, engin vægð og Hannes lá banaleguna heima hjá Maju sinni. Það voru erfiðir tímar, allir vissu að hverju stefndi, en allir sem elska vona að bati verði. Svo reyndist þó ekki og Hannes lést heima hinn 2. júní 2003. Eftir andlát Hannesar, sem hún syrgði svo mjög, fann Maja aldrei lífsneistann, hann var farinn. Maja átti einn bróður, Þorgeir, og Hannes átti þrjá bræður, þá Garðar, Júlíus og Þórð. Allir eru þeir kvæntir og eiga börn, sem voru Maju og Hannesi mjög kær. Nokkru eftir brottför Hannesar flutti Maja úr húsinu þeirra og keypti sér yndislega íbúð í miðbæ borgarinnar. Þaðan var stutt í allt, þar var mannlífið á næstu grösum, en gleðina vantaði eftir að Hannes fór. Við vinkonurnar allar og fjöl- skyldur þökkum fyrir að hafa átt hana og þau bæði og vonum að þau hafi fundið hvort annað aftur. Lucinda Grímsdóttir. Listdansinn í leikhúsinu við Hverfisgötu leiddi okkur Maju sam- an um tólf ára aldurinn. Hún vakti fyrst athygli mína vegna þess að hún hafði svo fallegt hrokkið hár, mitt var svo ömurlega slétt. Á fyrstu nemendasýningu listdans- skólans skörtuðum við bleikum búningum en höfðum þá ekki getu til að setja upp táskó. Það kom allt seinna eftir áralangar æfingar við slá og á gólfi þar sem fylgt var reglum klassískrar danslistar undir styrkri stjórn Lisu Kæregaard og Eriks Bidsted. Maju tókst þetta allt afar vel. Síðar á dansferlinum sát- um við sem bergnumdar á gesta- sýningu nútímadansflokks Jerome Robbins þar sem nýir möguleikar þessa tjáningarforms birtust okkur. Dansinn og leikhúsið áttu hug okk- ar þessi ár og í þessari undraveröld gafst nemendum listdansskólans tækifæri til að koma fram í fjöl- mörgum sýningum. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég skoða ljósmyndirnar á borðinu mínu að við klæddumst framand- legum búningum sem hæfðu hverju tilefni hvort sem um var að ræða barnaleikrit, söngleiki eða jafnvel frumsaminn íslenskan ballett, „Ég bið að heilsa“, sem sýndur var ásamt klassísku „Tchaikovsky-stefi“ þar sem við vorum komnar á táskó. Listdansferli okkar beggja lauk þó skömmu eftir stúdentspróf, þá tóku önnur áhugamál við. En allt þetta og vinahópurinn frá menntaskóla- árunum batt okkur ævarandi vina- böndum. Dansinn gleymdist þó aldrei. Löngu síðar sem fullorðnar konur spreyttum við okkur á því að læra Sevilliana á Flamenco-dansnám- skeiði og líkt og áður fór María hin fagra þar á kostum og dansaði allra kvenna best, svo eftir var tekið. Ekki síst birtist þessi sköpunar- kraftur dansarans og listhneigð í dálæti hennar og þekkingu á tónlist og söng, ljóðum og textagerð, öllu litavali og í ógleymanlegum litum og tegundum blómjurta í garði þeirra Hannesar í Huldulandinu. Nú málar hún vonandi fallegu litina úr sjölunum og blómunum sínum í skýin og hefur fundið nýja braut til að feta. Takk fyrir allt, elsku Maja, og fyrir dansinn. Arndís S. Árnadóttir.  Fleiri minningargreinar um Mar- íu Þorgeirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hjördís H. Hjart- ardóttir og Sigríður H. Hjörleifs- dóttir, Þórey Guðmundsdóttir, Sig- rún Júlíusdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 29 Heilsa og aukin lífsgleði Glæsilegur blaðauki um heilsu og hollan lífsstíl fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 5. september. Meðal efnis er líkamsrækt, lífrænt ræktaður matur, réttur fótabúnaður í íþróttum, vetraríþróttir, fjallgöngur, heilsudrykkir og hollur matur, jógaiðkun og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16.00 föstudaginn 1. september. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.