Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergþóra Ei-ríksdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. október 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Val- gerður Kristín Ár- mann Hjartarson, f. 10. desember 1891, d. 2. desember 1972, og Eiríkur Hjart- arson, f. 1. júní 1885, d. 4. apríl 1981. Þau voru búsett í Laugardal í Reykjavík. Systkini hennar eru: Margrét, f. 1914, látin, Hlín, f. 1916, látin, Bergljót, f. 1917, látin, Unnur, f. 1920, Valgerður Kristín, f. 1923, Auður, f. 1927, og Hjörtur, f. 1928. Hinn 21. maí 1942 giftist Berg- þóra Nielsi K. Svane, f. 17. maí 1918, d. 28. júní 2000. Foreldrar hans voru Jónína Guðjónsdóttir, f. 8. október 1890, d. 20. janúar 1967, og Niels Christian Svane, f. 1884, d. í New York 1937. Börn Bergþóru og Svane eru: 1) Eiríkur Kristinn, f. 29.11. 1942, d. 17.12. Bergþóra lauk gagnfræðaprófi og veturinn 1940–1941 stundaði hún nám við húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Áður starf- aði hún í raftækjaverslun föður síns á Laugavegi 20b og í Nýja bíói. Bergþóra og Svane hófu búskap á Hafrafelli við Múlaveg en inn- réttuðu fjósið á lóðinni og bjuggu þar í nokkur ár. Árið 1950 fluttu þau að Háaleitisvegi 39 þar sem Svane rak Bifreiðaverkstæði N.K. Svane við hliðina á íbúðarhúsinu. Vinnustaðir Bergþóru voru marg- ir en lengst starfaði hún við ræst- ingar og miðasölu Þjóðleikhúss- ins, við ræstingar á skrifstofu ríkisskattstjóra, í mötuneyti Iðn- aðarbankans í Lækjargötu og síð- ast hjá Ríkisútvarpinu, bæði við ræstingar og í mötuneytinu. Um 1953 fór hún að aðstoða í veislum. Hún vann við það jafnfram öðrum störfum fram yfir sjötugt. Lengst starfaði hún hjá dansskóla Her- manns Ragnars Stefánssonar í Miðbæ. Þótt vinnudagurinn væri oft langur fann hún alltaf tíma til að gera handavinnu. Þótt útsaum- ur og pjónaskapur væri henni best að skapi var hún jafnvíg á allt sem sem henni datt í hug að gera. Útför Bergþóru verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 2000, kvæntur Jón- ínu Eggertsdóttur, f. 13.7. 1946. Þeirra börn eru a) Eggert Jóhann, f. 1966, b) Bergþóra, f. 1968, í sambúð með Jóni Örvar, f. 1967, þau eiga einn son, og c) Sigríður Theodóra, f. 1974, gift Atla Örvar, f. 1966, þau eiga tvær dætur. 2) Margrét, f. 13.8. 1945, d. 29.1. 2001, gift Bjarna Snæbjörnssyni, f. 7.7. 1939. Börn þeirra eru a) Bergdís Una, f. 1967, hún á þrjú börn, b) Kristbjörn Þór, f. 1969, kvæntur Rannveigu Rut Valdimarsdóttur, f. 1971, þau eiga tvær dætur og c) Bergþóra Fjóla, f. 1971, hún á tvö börn. 3) Una Jónína, f. 26.12. 1952, gift Hauki Gunnarssyni, f. 11.2. 1949. Börn þeirra eru a) Guðrún, f. 1973, b) Eiríkur, f. 1977, c) Krist- inn, f. 1981, d. sama ár, d) Niels Svani, f. 1983. 4) Þorgeir Hjörtur, f. 27.2. 1961, sambýliskona Sigrún Þórðardóttir, f. 29.3. 1954. Sonur hennar er Birgir Stefánsson, f. 1979. Á uppvaxtarárunum uppi á Háa- leiti, í sveitinni í Reykjavík, var heim- ilið samofið verkstæðinu enda ekki nema tvö skref á milli. Það var alltaf eitthvað um að vera, mikill gesta- gangur, margir í mat og kaffi. Ekki skrýtið því hún var sjálf alin upp við opið og fjörugt heimili í Laugardaln- um. Þeir sem komu með bíl í viðgerð litu gjarnan inn hjá mömmu í kaffi. Það var mikið talað. Skemmtilegu sögurnar voru sagðar aftur og aftur og alltaf hlegið í hvert sinn. Heimilið var opið öllum og komu gestir víða að og alltaf eitthvað um að vera. Hún svaraði bréfi frá Írlandi frá hjónum sem vildu skipta á húsi og bíl en hún bauð gistingu og leiðsögn um landið ásamt ósk um að viðkomandi tæki við dætrum í skólafríum. Hjónin komu sumarið 1960 og tengslin hafa ekki rofnað. Löngun hennar og pabba til menntunar var mikil en tækifæri gáf- ust ekki. Þessi löngun þeirra náði til okkar systkinanna sem varð til þess að þau buðu Eiríki að fara til Írlands á menntaskóla að skólaskyldu lokinni árið 1957. Sumarið 1962 þegar Mar- grét hafði lokið sinni skólavist fórum við fjögur út til hennar og ferðuðumst um landið. Ógleymanleg ferð þar sem einhver móðgaði mömmu, spurði hvort hún væri mamma okkar allra en pabbi var að rifna úr monti, ég man samt enn hvað hún hló mikið. Flottast var þegar einhver spurði hvort við værum öll systkini, það fannst henni gaman því það sýndi hvað þau voru bæði ungleg. Fyrir al- gera tilviljun komst hún að því þegar ég var að ljúka minni Írlandsdvöl, að ég gæti verið undanþegin landsprófi nema í dönsku og íslensku sem ég gæti tekið próf í um haustið. Hún var búin að útvega mér kennara svo ég gæti farið yfir námsefnið og hvatti mig óspart áfram. Spennan þegar hún hringdi í kennarann til að athuga hvernig hefði gengið var meiri en við nokkur önnur próflok. Danskan var nú samt slök veturinn eftir svo hún gekk í það að útvega mér dvöl á dönskum búgarði. Ég fékk að heyra það hjá konunni að þetta hefði ekki verið auðvelt en af því að hún sagði að hún þekkti fólkið mitt sem væri svo duglegt og vinnusamt þá fékk ég vistina. Árið 1981 var okkur báðum með þeim erfiðari. Hún lærbrotnaði snemma árs en brotið greri illa svo þetta tók hálft ár þar sem hún var lengstan tímann á Grensásdeildinni. Hún tók hlutskipti sínu ótrúlega vel og náði að lifa fyrir daginn í dag vit- andi að hún kæmist á fætur með mik- illi þrautseigju og æfingum. Þegar við misstum nýfæddan son okkar um haustið var hún kletturinn sem var til staðar. Ég vissi að ég gat alltaf leitað til hennar með allt, það átti við um þau bæði. Það var líka mjög gott að tala við hana enda lagði hún alltaf ríka áherslu á að það skipti miklu máli að tala saman, tala um hlutina. Ef henni mislíkaði fór það ekki framhjá neinum. Hún var ekki skap- laus og þegar hvessti þá gat hvesst vel og betra að vera ekki mjög ná- lægt, það var svo auðvelt að fjúka um koll. En það sem stendur upp úr er glaðværðin, hláturinn og gamansem- in ásamt fyndnum uppákomum svo ekki sé minnst á hlátursköstin sem oft fylgdu á eftir. Ég er þakklát fyrir að hún fékk ljúft andlát, sátt og hvíldinni fegin. Ég er þakklát því góða fólki á Skjóli sem annaðist hana, talaði við hana og gerði henni lífið bærilegra. Ég er þakklát forsjóninni fyrir einstaka for- eldra og fyrir að hafa getað sagt þeim það sjálf. Takk fyrir allt og allt, þín Una. Rétt fyrir klukkan sjö um morgun- inn hringdi síminn og mér tilkynnt að tengdamamma mín, hún Bergþóra, væri látin. Er ég gekk út á Skjól var mikil kyrrð, sólin skein en vindurinn svalur í morgunsárið. Fannst þetta lýsandi dæmi um líf hennar, það var oft bjart í kringum hana, hún kát og orkumikil, en líka blésu vindar um hennar líf. Kynni mín af Bergþóru hófust af al- vöru þegar við Una giftum okkur 1973, þá hélt hún okkur frábæra veislu. Hún kunni vel til þeirra verka. Þá dansaði ég við hana í fyrsta skipti en við áttum eftir að taka mörg dans- sporin í lífsins ólgusjó næstu áratug- ina. Hún stóð með mér frá fyrsta degi og reyndist mér frábærlega vel. Tók jafnvel við móðurhlutverkinu þegar mamma mín lést 1975, sérstök tilvilj- un að þær eiga sama dánardag. Hún var dugleg að halda fjölskyldunni saman, bauð í veislur og var góður gestgjafi, en átti ekki eins gott með að vera gestur sjálf. Gestakomur voru tíðar erlendis frá og oft farið í rútu- ferðir, þá var mín í essinu sínu, geisl- andi og falleg, ekkert hissa þótt tengdapabbi hafi orðið skotinn í henni. Hún var hörkudugleg að vinna og hélt fjölskyldunni til dæmis uppi á tímum atvinnuleysis, alltaf fann hún sér vinnu. Og þeir áttu ekki upp á pall- borðið hjá henni sem ekki nenntu að vinna og lifðu á bótum. Hún var ein- staklega hjálpsöm, alltaf tilbúin að að- stoða. Gallalaus var hún Bergþóra ekki, skapið hljóp stundum með hana í gön- ur og þá var ekki alltaf gaman að vera í návist hennar. Hún var á Skjóli í þrjú ár og þar var hugsað eins vel um hana og aðstæður leyfðu. Bingó var stundað þar af kappi og ef hún fékk vinning sem var sæl- gæti, þá var viðkvæðið að senda það til mín. Mér þótti mjög vænt um tengda- móður mína og það var gagnkvæmt, í hjarta mínu er ekki sorg heldur sökn- uður eftir frábærri konu sem auðgaði líf mitt. Una sinnti henni frábærlega og var henni ómetanleg. Jónína á líka þakkir fyrir einstaka ræktarsemi. Þinn tengdasonur og vinur Haukur. Þegar ég fæddist var ég skírð í höf- uðið á ömmu Bergþóru. Við vorum al- nöfnur og ég hef alla tíð verið mjög stolt af því að bera sama nafn og hún. Fyrstu fimm ár ævinnar bjó ég undir sama þaki og amma í Reykjahlíðinni. Við bjuggum í kjallaranum, amma og afi á miðhæðinni, langafi á efstu hæð- inni og rotturnar í garðinum. Þó svo að ég hafi ekki verið sérlega gömul þegar ég flutti þaðan á ég samt tölu- vert af minningum frá þessum árum. Ég minnist t.d. fjölskyldumáltíðanna uppi hjá afa og ömmu þegar öll fjöl- skyldan sat við borðið í borðstofunni. Í minningunni var borðið í það minnsta hálfur kílómetri að lengd og eftir endi- löngu borðinu sat fólk svo langt sem augað eygði. Daríus var auðvitað þarna líka, flögrandi um og trítlandi á öxlum fólks. Ég man þá tíð þegar Þor- geir frændi hét ennþá Toggi og var átrúnaðargoð okkar krakkanna. Ég man eftir Unu þar sem hún sat yfir skólabókum við skattholið í borðstof- unni, þráðbein í baki, með síða, síða rauða hárið sitt. Með tímanum varð litla kjallaraíbúðin í Reykjahlíðinni of lítil fyrir okkur og við fluttum frá afa og ömmu upp í Breiðholt. Árin í Reykjahlíðinni verða alltaf mjög sér- stök í minningunni og ég mun varð- veita þau um ókomna tíð. Árin liðu og það kom einnig að því að afi og amma flyttu úr Reykjahlíð- inni. Þau fluttu yfir í Norðurbrúnina, en þangað fékk ég stundum að koma til ömmu á sumrin og hjálpa til í garð- inum. Við reyttum arfa og svo reyndi ég að kantskera túnið, en línan varð álíka bein og ef kófdrukkinn garðálf- ur hefði tekið til hendinni í garðinum, en amma minntist aldrei einu orði á það. Þessi garðvinna með ömmu var upphafið á farsælu samstarfi okkar við hin ýmsu störf úti í þjóðfélaginu. Amma var sú harðduglegasta og vinnusamasta manneskja sem ég hef hingað til kynnst. Á tímabili vann hún í Þjóðleikhúsinu, m.a. við að þrífa sal- inn eftir sýningar. Þetta var á þeim árum þegar Bessi Bjarna og Árni Tryggva léku í Dýrunum í Hálsa- skógi. Við krakkarnir fengum að koma með ömmu í vinnuna til þess að hjálpa til við að þrífa salinn. Ég held við höfum séð næstum hverja einustu sýningu af Dýrunum í Hálsaskógi og ég veit ekki hvers konar sambönd hún amma hafði í leikhúsinu því við fengum að horfa á sýningarnar á ýmsum stöðum í leikhúsinu, í gryfj- unni; í stúkunni; á sviðinu og hjá ljósameistaranum, svo eitthvað sé nefnt. Það þótti okkur ómælt gaman. Gamanið var aftur á móti ekki búið þegar sýningunni lauk, því þá fékk maður að skríða um gólfin og tína upp rusl. Oft rataði sitt lítið af hverju upp í munn sem fara átti í ruslið. Amma vann einnig við framreiðslustörf í mörg ár og ég var svo heppin að fá að vinna með henni í þó nokkur skipti, en þá mátti ég aldrei kalla hana ömmu, þá hét hún alltaf Bergþóra. Amma vann auk þess við ræstingar hjá að því er virtist hátt í helmingi fyrirtækja og stofnana í Reykjavík. Satt að segja vann amma svo mikið, að stundum held ég helst að hún hljóti að hafa verið klónuð, því engin venjuleg manneskja getur unnið svona mikið og samt lifað til að verða 85 ára. Amma virkaði alla tíð eins og segull á fólk, því hún safnaði fólki í kringum sig líkt og aðrir safna frímerkjum eða servíettum. Ef maður var einhver- staðar á ferðinni með ömmu kom það ósjaldan fyrir að fólk stoppaði hana til þess að heilsa upp á hana. Amma var líka dugleg við að halda tengslum við skyldmenni okkar heima sem erlend- is. Ég man eftir mörgum daglöngum rútuferðunum með fjölskyldunni og erlendum ættingjum eða vinum ömmu. Nú þegar komið er að leið- arlokum fylla þessar minningar og fleiri hjartað. Sú sem stendur upp úr um þessar mundir er þegar amma bauð litla nýfædda drenginn minn velkominn í fjölskylduna með kossi að grænlenskum sið. Ég kveð þig nú með þessum orðum amma mín og þakka þér allar samverustundirnar. Þín alnafna Bergþóra Eiríksdóttir. Bergþóra Eiríksdóttir vinkona mín er látin. Við kynntumst á árinu 1970 þegar við unnum saman og ég er svo lánsöm að hafa átt vináttu hennar æ síðan. Elskulegri manneskju en Berg- þóru hef ég aldrei kynnst, hún var svo einstaklega hjartahlý og velviljuð. Hún lagði öllum til gott orð og góðvild hennar hafði mannbætandi áhrif á alla sem umgengust hana. Ég stend ætíð í þakkarskuld við Bergþóru og mann hennar, Níels Svane, sem lést fyrir nokkrum árum, en þau hjónin veittu mér og börnum mínum svo ómetanlega hjálp og einstaka vináttu í gegnum árin. Fjölskyldu Bergþóru votta ég mína innilegustu samúð. Ingibjörg Erlendsdóttir. Bergþóra Eiríksdóttir MUFF WORDEN tónlistarkennari á Seyðisfirði lést föstudaginn 25. ágúst. Systkini og vinir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÚLÍANA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn 27. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín S. Einarsdóttir, Hulda B. Lúðvíksdóttir, Brynjar Röine, Ólafur Bjarnason, Guðlaugur J. Bjarnason, Bernharður B. Bjarnason, Andrea K. Bjarnadóttir, Gutti Guttesen, Ragnhildur Bjarnadóttir, Jóhannes Hreggviðsson, Helga M. Bjarnadóttir, Guðmundur H. Sigurðsson, Jóna I. Bjarnadóttir, Sæmundur Pálsson, Atli Steinar Bjarnason, Anna G. Bjarnadóttir, Ásgeir G. Skúlason, Bessi Bjarnason, Maíbrit Jakobsen, barnabörn og barnabarnabörn. LÁRUS JOHNSEN, Stigahlíð 36, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laug- ardaginn 26. ágúst. Jóna Kristjana Jónsdóttir, Jón Kristján Johnsen, Sigrún Gunnarsdóttir, Hannes Johnsen, Lárus Kristján Jonsen. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað at- höfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.