Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 35
pabbi var ekki aðeins faðir minn
heldur átti ég því láni að fagna að
hann var einnig mikill og góður vinur
minn.
Við systkinin ólumst upp við mik-
inn kærleik og vináttu foreldra okkar
og hafa þau reynst okkur góðir leið-
beinendur í gegnum okkar uppvaxt-
arár. Í dag einkennist samband okk-
ar allra af mikilli vináttu og eigum
við, ásamt fjölskyldum okkar, góðar
minningar um samverustundir með
mömmu og pabba á liðnum árum.
Í sorginni finnst mér gott að hugsa
til þeirra skemmtilegu tíma sem ég
hef átt með pabba og er ein minn-
ingin á þessa leið: Það líður að hausti
og pabbi og vinir hans fara að hugsa
til rétta. Ég er spurður hvort ég ætli
ekki með norður á Hvammstanga og
fara með í réttir. Jú ég held það nú.
Lundin er létt og brottfarardagur
ákveðinn. Það er byrjað á að fara að
Grund í Vesturhópi, þar sem vinirnir
hittast ásamt áhangendum þeirra.
Farið er yfir hestakostinn og járn-
ingarnar og síðan er gengið inn í bæ.
Þar fara menn með vísur, oft ortar á
staðnum, og flytja skáldin sjálf vís-
urnar en pabbi sér um sögurnar, sem
gjarnan eru um gamla tíma og horfna
Vatnsnesinga. Þrátt fyrir að oft væri
farið með sömu sögurnar og sömu
vísurnar þá var eins og þær væru
alltaf gæddar nýju lífi því stundin var
ný og stemningin einstök. Pabbi var
einstaklega góður sögumaður og
setti sig listilega inn í stund og stað.
Aldrei var þó á nokkurn hallað í þess-
um sögum, aðeins sagt frá hinu já-
kvæða og skemmtilega. Á meðan
sagan var sögð rifjuðu vísnamenn
upp vísur eða bjuggu til nýjar, gjarn-
an um líðandi stundu.
Þannig snerist dagatalið í septem-
ber ár hvert í kringum réttirnar og
var haustið skipulagt með það fyrir
augum að komast norður því þar
undi pabbi sér vel í góðra vina hópi
sem ég fékk að kynnast og taka þátt
í.
Ánastaðasel á Vatnsnesi á ríkan
sess í þessum minningum, ferðum
þangað fylgdi jafnan eftirvænting
hjá pabba og eftir að ég fór að fara
með honum þangað skildi ég svo vel
þá þrá að komast allavegana einu
sinni ár hvert upp í Sel. Þar komust
menn í takt við gamla tíma og nutu
þar stundarinnar.
Þegar ég var 16 ára gamall fór ég
að læra húsasmíðar á Trésmiðjunni
K-14. Á þessum tíma vorum við þar
nokkrir lærlingarnir og er gaman að
hugsa til þeirra tíma. Pabbi var alltaf
fús til þess að kenna okkur rétta
handbragðið og bestu leiðina til að
vinna þau verk sem við höfðum ekki
unnið áður. Við þurftum ekki að
spyrja aftur um hvernig verk skyldi
unnið, það var ljóst eftir eina leið-
sögn.
Pabbi fékk í föðurarf mikinn áhuga
fyrir landinu, náttúrunni og stjörn-
unum. Sjaldan kom maður að tómum
kofunum hjá honum og eru ófáar
ferðirnar sem við fórum saman til að
skoða náttúruna, plönturnar, fugla-
lífið og stjörnurnar. Hann var
óþreytandi við að reyna að koma
heitum á fuglum, stráum, stjörnum
og fjöllum inn hjá okkur krökkunum,
sem skilaði sér í sama áhuga hjá okk-
ur síðar meir.
Ein er sú minning sem gaman er
að koma að og er það þegar við Keli
og Alfa vorum á einu af okkar mörgu
ferðalögum um sveitir landsins með
foreldrum okkar. Við höfðum þá
fengið að kaupa okkur sælgæti í ein-
hverri vegasjoppunni og vorum alsæl
með það í aftursætinu á VW-bjöll-
unni þegar pabbi allt í einu stoppaði
hjá ungum kúasmala, um 10 ára
gömlum, og spurði hvort hann vildi
ekki nammi. Smalinn hélt það nú og
gaf pabbi þá smalanum sælgætið sem
við vorum að maula, með mikilli eft-
irsjá okkar. Hann lofaði að sjálfsögðu
að bæta okkur skaðann en sagðist
hafa orðið að gefa stráksa nammið
því hann ætti heima svo langt frá
næstu sjoppu og fengi því sjaldan
nammi.
Minningarnar um þessar ferðir
eru mér kærar, eins og aðrar góðar
minningar, sem eru svo ótal margar.
Guð blessi minningu föður míns.
Þorbjörn Valur Jóhannsson.
Elskulegur tengdafaðir minn er
fallinn frá fyrir aldur fram og finnst
mér erfitt til þess að hugsa hvernig
við förum að án hans. Jói var einstak-
ur maður. Ég segi það með sanni að
til allra þeirra stunda sem við Tobbi
höfum átt með Jóa og Svanhildi
hugsa ég með hlýju, gleði og þakk-
læti. Frábært fólk í alla staði.
Tillitssemi, alúð, hlýja og óendan-
leg hjálpsemi einkenndu Jóa og var
ekki eins og hann hefði mikið fyrir
því að halda í þessa eiginleika sína,
hann var bara einfaldlega svona vel
gerður. Hagleiksmaður, þúsund
þjala smiður og ráðagóður með af-
brigðum. Ekki er þörf á að ýkja þar.
Sannarlega var hann ákveðinn og
vissi hvað hann söng, enda bar maður
mikla virðingu fyrir áliti hans á hlut-
unum. Jói var sannur heiðursmaður
og horfði á það góða í hverjum manni.
Ljúft er að minnast liðins tíma og
reikar hugurinn aftur til þeirra ótal-
mörgu stunda sem við höfum öll átt
saman í Markholtinu. Hlýtt viðmót
og gestrisni tók á móti okkur í hvert
sinn, og áhugi fyrir því sem var að
gerast í lífi okkar hverju sinni.
Ég átti því láni að fagna að foreldr-
ar mínir voru góðir vinir mínir og fé-
lagar og þannig var einnig með Tobba
og hans foreldra. Því leið ekki á löngu
þar til við öll vorum farin að ferðast
saman innanlands. Eigum við Tobbi
margar minningar um þær góðu
stundir sem og aðrar og nutum við
ætíð samverunnar við þau fjögur.
Þessar minningar eru dýrmætar og
verður gott að geta yljað sér við þær
um ókomna tíð. Slíkt veganesti inn í
framtíðina er ekki sjálfgefið og mun
ég ávallt vera þakklát fyrir það.
Afabörnin voru alltaf ofarlega í
huga Jóa og naut hann þess að spjalla
við þau og vera með þeim. Var það
sannarlega gagnkvæmt og finn ég
mikið til með þeim að missa þennan
yndislega afa sem hann var. Jói var
hógvær þegar kom að eigin kostum
og kunni ekki við að hlusta á lofræður
um hann sjálfan. Vera má að orð mín
hljómi sem slík, en þessi voru kynni
mín af kærum tengdaföður í gegnum
árin. Það að hafa kynnst honum og
Svanhildi hefur auðgað líf mitt.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
– draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin
– mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma
– segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Blessuð sé minning Jóhanns
Björnssonar.
Emilía Björg Jónsdóttir.
Kveðja frá afabörnum.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Jói afi. Takk fyrir allar góðu
og yndislegu stundirnar, takk fyrir
að hafa leyft okkur að kúra í faðmi
þínum. Guð blessi þig og minningu
þína.
Þín
Svanhildur, Ólafur
Jóhann, Jóhann Gylfi
og Auður Jóney.
Fleiri minningargreinar um Jó-
hann Sæmund Björnsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Mjöll og
Ólafur Steinar, Trausti og Áslaug,
Hrefna, Bára og fjölskyldur, Bryn-
hildur, Einar, Kristín og dætur,
Þórður Skúlason, Sigurður Hreið-
ar, Hlín Eyrún Sveinsdóttir, Sigþór
Hólm Þórarinsson, Valur Þorvalds-
son, Ferðafélagarnir í 4F, krakk-
arnir í kirkjugarðsvinnunni, Jónas
Þórir, Þórdís og Gunnar, Valgerður
Magnúsdóttir, Þorgeir Guðmunds-
son, Róbert B. Agnarsson og Jón
Bjarni Þorsteinsson.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Bæjum á Snæfjallaströnd,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 23. ágúst.
Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
30. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd ástvina og ættingja,
Margrét Dóra Elíasdóttir,
Elías Halldór Elíasson.
JÓN SANDHOLT JÓNSSON
plötusmiður,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.00.
Alda Jónsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Sigurjón Stefánsson,
Guðbjörg Stefánsdóttir,
Guðný Stefánsdóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar og tengdamóður,
INGIRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
Boðagerði 12,
Kópaskeri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Heil-
brigðisstofnunar Þingeyinga fyrir góða umönnun.
Ragnheiður Regína Brynjúlfsdóttir, Jón M. Óskarsson,
Hulda Kristín Brynjúlfsdóttir,
Sigurður Brynjúlfsson, Anna María Karlsdóttir.
Ástkær móðir okkar,
ÁSTA KRISTINSDÓTTIR,
Bláhömrum 2,
1Reykjavík,
sem lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn
18. ágúst, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00.
Reynir Á. Jakobsson, Valgerður Guðmundsdóttir,
Gréta Hjartardóttir, Árni F. Ólafsson,
Hilmar Jakobsson,
Rúnar H. Hauksson,
Hörður S. Hauksson, Elsabet Sigurðardóttir,
Mary Andersen
og ömmubörnin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HERDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Njálsgötu 90,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða
fyrir góða umönnun.
Sigríður Haraldsdóttir, Magnús Jósefsson,
Sigurður Guðjón Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður,
sonar, bróður og mágs,
SKAFTA KRISTJÁNS ATLASONAR,
Ásbrún 1,
Borgarfirði eystri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu-
deildar Landspítalans í Fossvogi.
Þórey Eiríksdóttir,
Arna Skaftadóttir, Atli Skaftason,
Atli Skaftason, Jóna Bára Jakobsdóttir,
Jakob Rúnar Atlason, Halla Björg Davíðsdóttir,
Heiðar Ásberg Atlason, Aleksandra Kojic.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og einstak-
an hlýhug við andlát og útför
MARÍU H. ÞORGEIRSDÓTTUR,
en útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu
fimmtudaginn 24. ágúst.
Þorgeir Þorgeirsson, Kristjana F. Arndal,
Júlíus Valdimarsson, Rannveig Haraldsdóttir,
Garðar Valdimarsson, Brynhildur Brynjólfsdóttir,
Þórður Valdimarsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir,
Anna Lárusdóttir.