Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.08.2006, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Starfsmaður í járnsmiðju Barnasmiðjan - Grafarvogi óskar eftir starfs- manni við járnsmíðar. Snyrtileg vinnuaðstaða - nýsmíði. Upplýsingar í síma 861 9180. Menntaskólinn í Reykjavík Frá Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir starfs- manni til að sjá um veitingar fyrir nemendur skólans. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjármála- ráðherra. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til mánudags- ins 4. september nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í um- sókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknir skal senda rektor Menntaskólans í Reykjavík, Lækjargötu 7. Rektor eða konrektor veita nánari upplýsingar í síma 5451900. Rektor. Kröftugur sölumaður óskast Erum að leita að dugmiklum og kröftugum sölumanni, þarf helst að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Garðar Guðmundsson verslunarstjóri í síma 898 4805. Bókhald Óskum að ráða bókara í hlutastarf. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í DK bókhaldskerfi. Vinsamlegast sendið umsókn til nyborg@haborg.is. „Au pair“ til London Íslensk- ensk fjölskylda óskar eftir barngóðum einstaklingi til að gæta tveggja drengja, 3 ára og 1 árs, frá septemberlokum til jóla. Nánari upplýsingar gefur Guðný gudny.johanns@btinternet.com Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is. Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi, Ásland 3. áfangi, Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí 2006 að auglýsa til kynningar tillögu að deiliskipulagi Áslands 3. áfanga í Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á 29 ha svæði verði byggðar 248-260 íbúðir, 85 íbúðir í einbýlishúsum, 47 íbúðir í par- og raðhúsum og 110-128 íbúðir í fjölbýli. Jafnframt er gert ráð fyrir tveimur leiksvæðum, lóð fyrir miðlunargeymi og yfirfallsbrunn. Tillagan er í samræmi við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995 - 2015 fyrir sama svæði. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 29. ágúst 2006 - 26. september 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar- bæjar, eigi síðar en 10. október 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is. Auglýsing um tillögu að breytingu á aðalskipulagi, iðnarsvæði í Hellnahrauni og Kapelluhrauni, Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 27. sept. 2005 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi, iðnaðarsvæði í Hellnahrauni og Kapelluhrauni, Hafnarfirði í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingartillagan felst í að austurhluti iðnaðarsvæðis í Hellnahrauni og Kapelluhrauni, sem er skilgreindur í gildandi aðalskipulagi sem iðnaðarsvæði til síðari nota, verður tekinn í notkun á skipulagstímabilinu og skilgreindur sem iðnaðarsvæði. Afmörkun svæðisins breytist og breytingar eru gerðar á legu safnbrauta umhverfis skipulagssvæðið og vegtengingar inn á svæðið. Aðalskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 29. ágúst - 26. september 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar- bæjar, eigi síðar en 10. október 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is. Auglýsing um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Áslands, 3. áfangi, Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2006 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Áslands, 3. áfanga, í Hafnarfirði í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan felur í sér að breyting er gerð á afmörkun íbúðarsvæðis í austurhlíðum Ásfjalls og það stækkað til suðurs og norðurs. Svæðið sem breytingin tekur til afmarkast af náttúruverndarsvæði Ásfjalls til vesturs og fyrirhugaðri legu Ofanbyggðavegar til austurs. Til norðurs takmarkast svæðið af landhalla en ætlunin er að teygja íbúðarbyggðina síðar meir áfram til suðurs að byggðinni á Völlum. Breytingin á að vera til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 3. áfanga Áslands. Aðalskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 29. ágúst - 26. september 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar- bæjar, eigi síðar en 10. október 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.