Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 38
Bob Dylan hefur verið fólki ráðgáta í bráðum hálfa öld, goðsögn
sem vex og dýpkar með hverju ári. Eftirvæntingin eftir nýrri plötu
kappans, sem út kemur í dag og ber heitið Modern Times, hefur
verið gríðarleg. Arnar Eggert Thoroddsen hefur verið að hlýða á
gripinn að undanförnu og er hrifinn, mjög hrifinn meira að segja.
|þriðjudagur|29. 8. 2006| mbl.is
Staðurstund
Nú eru sex keppendur eftir í
Rock Star og í kvöld mun Magni
taka lag með hljómsveitinni Live
í von um að komast áfram » 42
sjónvarp tónlist
Bergþóra Jónsdóttir veltir fyrir
sér hvernig nýjungar í skipulagi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
muni reynast » 41
kvikmyndir
Fjölmargar áhugaverðar kvik-
myndir verða á dagskrá Iceland
Film Festival, meðal annars nýj-
asta mynd Johnnys Depp » 42
Hinn geðþekki köttur Grettir er
í aðalhlutverki í vinsælustu
kvikmyndinni á Íslandi um
þessar mundir » 42
bíó
Emmy-verðlaunin voru veitt í
Los Angeles í fyrrakvöld og að
venju mættu stjörnurnar
íklæddar sínu fínasta pússi » 43
fólk
Þ
að er skondinn kafli í nýjasta hefti tón-
listartímaritsins Mojo um Dylan.
Greinafjöld sem nær yfir meira en
tuttugu síður er helguð nýjustu plötu
meistarans og endurkomu hans sem
skapandi listamanns. Í einni greininni, eftir
blaðamann LA Times, Robert Hilburn, segir af
Dylan árið 1991. Þá er hann staddur á „tónleika-
ferðalaginu endalausa“ svokallaða, sem meðal
annars rak Dylan til Íslandsstranda (í júní 1990).
Í grein Hilburns er Dylan staddur í rútu á leið-
inni til næsta áfangastaðar og er honum þar rétt
bókin Tangled Up In Tapes Revisited, ítarleg
bók sem greinir frá öllum tónleikum Dylans
fram að þeim tíma sem bókin kom út, 1990. Auk
þess eru öll þau lög sem hann flutti á tónleik-
unum nafngreind og það í röð. Dylan flettir
hratt í gegnum bókina, sýnilega áhugalaus, og
þegar honum er sagt að hann megi halda bók-
inni sem minjagrip svarar hann:
„Neei, ég er búinn að fara á
alla þessa staði og gera alla þessa hluti.“ Svo bæt-
ir hann við með hálfbrosi: „En ef þú finnur bók
sem segir til um á hvaða leið ég er núna yrði ég
mögulega áhugasamur.“
Fyrir mörgum kristallast persónan Bob Dylan
í þessari senu. Einarður listamaður sem er um-
hugað um hvað hann sé að gera núna, og hverju
sé spennandi að fitja upp á næst, fremur en að
velta sér upp úr fornri frægð, en það gæti hann
gert duglega hefði hann áhuga á því.
Lykkjur
Án þess að ætla að vera með gífuryrði, þá er
Bob Dylan endurborinn á Modern Times. Platan
er meistaraverk, og ekki í skilningnum „hann get-
ur þetta enn kallinn“. Þessi plata er einfaldlega
mögnuð sem slík, líklega það besta sem hann hef-
ur gert í árafjöld og tekur fram þeim tveimur
plötum sem minnst var á í inngangi. Dylan hljóm-
ar ákafur, eins og honum liggi eitthvað veru-
lega mikið á hjarta. Það ólgar tilfinn-
ingahiti undir lögunum sem opinberar
sig þó ekki fyrr en eftir síendurtekna
hlustun. Því á yfirborðinu hljóma lögin
ósköp venjulega; blús, rokk og kántrí í
tiltölulega hefðbundnum hljómagangi.
Yfirborðið er þannig dægilegt og ljúft.
Mörg hver, eins og t.d. „Rollin’ and Tumblin’“,
„Nettie Moore“, upphafslagið „Thunder on the
Mountain“ og lokalagið, „Ain’t Talkin’“, eru
naumhyggjuleg, bundin í trans og snúast þannig í
síendurtekinni og áhrifaríkri lykkju. Eðli
þessara laga kallar fram í hugann fyrri
Dægilegur Dylan
» 40
Eftir tæplega sex ára nám við Konservatoríið í Bo-logna heldur Gissur Páll Gissurarson í dag sínafyrstu einsöngstónleika í Salnum í TónlistarhúsiKópavogs og hlakkar til að fá loksins að syngja á
heimavelli: „Ég hef alltaf verið á leiðinni að gera þetta,“ segir
Gissur þegar blaðamaður nær af honum tali. „Ég hef sungið út
um hvippinn og hvappinn á fjölda tónleika en einhvernveginn
aldrei auðnast að syngja hér á landi fyrr en nú,“ segir Gissur og
bætir við að tónleikarnir í Salnum hefðu varla orðið að veru-
leika nema af því að æskuvinur hans tók af skarið og skipulagði
tónleikana næsta upp á eigin spýtur, „enda þótti honum nóg
komið og löngu tímabært að landsmenn fengju að heyra mig
syngja,“ segir Gissur kíminn.
Gissur þykir með efnilegri tenórum Íslands og hefur nú lokið
sínu formlega söngnámi en sækir einkatíma hjá Kristjáni Jó-
hannssyni á milli þess sem hann leggur grunninn að söngferli:
„Þau eru auðvitað óljós skilin milli þess hvenær maður er hætt-
ur að læra og byrjaður að hafa sönginn fyrir atvinnu. Ég er nú
þegar orðinn atvinnusöngvari en hitt er annað mál að allir góðir
söngvarar hafa einhvern til að rétta sig af. Við getum orðað það
þannig að ég sæki minn afréttara til Kristjáns og hefur hann
reynst mér gríðarlega vel,“ segir Gissur.
Söngferill Gissurar hófst þegar hann var fór 10 ára að syngja
í kór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, sem verður kynnir á
tónleikunum í kvöld: „Það var þar sem ég uppgötvaði í fyrsta
skipti áhuga minn á söng. Svo sendi Tóta mig í prufu í Þjóðleik-
húsinu fyrir uppsetningu á Óliver Twist sem ég söng síðan tit-
ilhlutverkið í 11 ára gamall,“ segir Gissur. „Þar kynntist ég
leikhúsinu og ætlaði upp frá því að verða leikari. Til að und-
irbúa mig sem best fyrir leikaranámið fannst mér mikilvægt að
læra að þekkja mína eigin rödd sem best og ákveð að skella mér
í Söngskólann, en gat svo ekki farið þaðan því söngurinn hafði
náð á mér of sterkum tökum.“
Gissur hóf nám við Söngskólann í Reykjavík tvítugur og fór
röskum þremur árum síðar til Ítalíu í framhaldsnám, þar sem
hann hefur átt skemmtileg námsár með eiginkonu sinni sem
einnig hefur stundað söngnám: „Við höfum komið okkur vel
fyrir. Ég er frekar lágvaxinn og ekki mjög ljós yfirlitum og við
hjónin tókum þá góðu ákvörðun að verja hálfu ári strax í byrjun
í að læra tungumálið vandlega. Nú er svo komið að þeir eru
farnir að gantast með það, kaffikarlarnir á hverfiskránni, að ég
sé orðinn ítalskari en allt ítalskt,“ segir Gissur og hlær.
Fær loksins að syngja á heimavelli
Tenór Gissur Páll Gissurarson ætlar að syngja úrval óp-
eruaría og serenaða á tónleikunum í kvöld.
Tónlist | Gissur Páll heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í Salnum í kvöld
Tónleikar Gissurar Páls eru í Salnum kl. 20 í kvöld. Undirleikari
er Matteo Falloni.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is