Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 40

Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Við leitum að 200-300 fm skrifstofuhúsnæði, staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. ÓSKUM EFTIR SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI verk á borð við „The Lonesome Death of Hattie Carroll“ og „Joey“. Á plötunni styðst Dylan við þá tón- listarmenn sem hafa túrað með hon- um. Það skilar sér í spilamennsku sem er fullkomlega hnökralaus, hvert einasta slag og sláttur á sínum stað enda bandið gríðarlega þétt. Tónlistin rennur viðstöðulaust í gegn, rík af tilfinningu, spila- mennskan svo fagmannleg og inn- blásin í senn að hún rífur mann með sér. Væri maður að ryðja þessari lof- gjörð út ef platan væri eftir einhvern annan en Dylan? Eða öllu heldur, er það fyrri tíma mikilfengleiki sem kemur svona hallelújahrópum í gang? Er platan kannski mjög góð, en af því að Dylan stendur á bakvið hana, þá má kalla hana meistaraverk, stórkostlega endurnýjun og hverjar þær klisjur sem maður verður uppvís að? Maður spyr sig og maður veltir þessu fyrir sér. Platan er frábær – en ég vil meina að það sé einmitt vegna Dylans sem hún verður eitthvað meira, verður satt að segja stórkost- leg. Það er engin tilviljun að mað- urinn nýtur jafnmikillar listrænnar viðurkenningar og raun er. Dylan er snillingur og ef einhver hefur það í sér að ýta frábærri plötu yfir í það að verða eitthvað meira er það hann. Töfrar sem einungis geta stafað frá Dylan leika um plötuna, sönnun þess að Dylan er í feiknaformi í augnablik- inu, orðinn 65 ára gamall. Plötunni var upptökustýrt af Dyl- an sjálfum undir dulnefninu Jack Frost en Frost þessi vélaði og um á síðustu plötu, Love and Theft, og er meðupptökustjórnandi á Time out of Mind og Under the Red Sky (1990), sem var síðasta platan með frum- sömdu efni upp að Time Out of Mind, en sjö ár skilja þær að. Under the Red Sky féll í grýttan jarðveg en upptökustjóri þar er stjörnudokt- orinn Don Was og ekki vantaði stjörnustóðið, gestir voru m.a. George Harrison, Slash, David Crosby, Bruce Hornsby, Al Kooper, Stevie Ray Vaughan og Elton John. Níundi áratugurinn var um margt þrautaganga hjá Dylan og dóm- greindarleysi það og hugmynda- þurrð sem einkennir plötuna til marks um að Dylan ætti enn eftir að hrista fyllilega af sér slenið. Margir urðu líka fyrir vonbrigðum í ljósi þess að plata gefin út ári á und- an, Oh Mercy, gaf til kynna að Dylan væri kominn í stuð á nýjan leik. Upp- tökustjórnandi þar er Daniel Lanois, sem hafði öðlast frægð fyrir að hafa komið að plötum U2, Unforgettable Fire og The Joshua Tree, ásamt Bri- an Eno. Pakkað saman Það er erfitt að ímynda sér að Dyl- an, sem í tali og svip virðist ósnert- anlegur, eitilharður náungi sem er skítsama um allt og fullur af öryggi, eigi sér mjúkar og viðkvæmar hliðar. Jú, slíkt hefur vissulega komið fram í lögum og textum en hugsar mað- urinn þannig? Situr hann angist- arfullur baksviðs og finnst hann einskis virði? Svo virtist víst vera um miðbik ní- unda áratugarins, ef eitthvað er að marka hann sjálfan í fyrsta hluta ævisögu sinnar, Chronicles Vol. 1, sem út kom í október 2004. Viðtökur við bókinni hafa verið blendnar, sum- ir eru pirraðir og segja að Dylan haldi öllu lokuðu sem endranær en aðrir hafa fagnað henni og segja þvert á móti að Dylan sé að opna sig upp á gátt. Hann stóð frammi fyrir hinum klassíska efa og í bókinni segist hann margsinnis hafa spurt sjálfan sig á þessum tíma hvort hann væri heill og samkvæmur sjálfum sér, hann ætti ekki að eyða tíma sínum og annarra í ekki neitt og segir að „inni í mér var týnd persóna sem ég varð að finna“. Botninum var náð þegar hann og Grateful Dead áttu samstarf árið 1987, nokkuð sem leit stórkostlega út á pappírunum en varð þess í stað stórkostleg mistök, tveir plúsar urðu að miklum mínus. Platan Dylan and the Dead sem kom út tveimur árum síðar er venjulega talin það allra versta sem báðir aðilar hafa komið að. En eftir þetta fór Dylan að skríða saman, smátt og smátt. Eftir Under the Red Sky fann Dylan þörf fyrir að fara aftur í ræturnar, vinna sem skil- aði sér í tveimur tökulagaplötum, Go- od As I Been To You (1992) og World Gone Wrong (1993). Báðar innihalda gömul blús- og þjóðlög, mörg þeirra svo gott sem óþekkt en Dylan er gangandi alfræðiorðabók hvað gamla ameríska tónlist áhrærir. Tónlistin sem þarna er að finna lagði eftir á að hyggja grunninn að „upprisnu þrennunni“ og þá sérstaklega tveim- ur síðustu plötunum sem bera með sér „gamaldags“ hljóm. Sú nálgun er þó, eins þversagnakennt og það hljómar, frískandi því að aðkoman er hrein og tær. Tónlistin er bara svo „góð“. Einn rýnirinn sagði að Love and Theft hefði verið fyrsta plata Dylans síðan Highway 61 Revisited þar sem maður tæki eftir tónlistinni fyrst og síðan textunum. Meðalmennska Í janúar 1997 hringdi Dylan í Au- gie Meyers, gamlan vin frá San Ant- onio sem hafði getið sér orð sem partur af sveit Dougs Sahms, The Sir Douglas Quintet. Dylan vildi frá Meyers til að spila með sér inn á næstu plötu og svo fór að þeir hittust í Miami ásamt fleiri tónlist- armönnum. Dylan hafði ráðið Lanois á nýjan leik til að stjórna upptökum og útkoman varð Time Out of Mind, um margt myrkvuð plata (sem er vörumerki Lanois) en engum duldist að Dylan var kominn í gírinn aftur. Og hann var meira að segja ánægður sjálfur, fannst hann hafa náð inn að kjarnanum með heiðarlegum, stríp- uðum lögum alveg eins og gömlu blús- og þjóðlagahetjurnar. Auk þess virtist honum hafa tekist að ná til yngri hlustenda, nokkuð sem hann taldi nauðsynlegt. Þegar ég heyrði plötuna á sínum tíma hugsaði ég ein- hvern veginn á þessum nótum: „Já … þetta er „alvöru“ dæmi, Dylan er kúl og hefur eitthvað að segja …“ Fleiri félagar mínir og jafnaldrar voru með báða þumla á lofti, þetta var nefnilega eithvað allt annað en meðalmennskulög Unplugged- plötunnar sem kom út tveimur árum fyrr, en af henni að dæma virtist sem Dylan væri búinn að sætta sig við það að vera gangandi karókívél. Nægi- legt væri að vinna úr gömlum sigrum og hann hefði ekkert að sanna leng- ur. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Augie Meyers var Dylan einnig innan handar á Love and Theft. Bjartara er yfir þeirri plötu en fyr- irrennaranum og Dylan er auðheyr- anlega frjáls undan einhverju, tón- listin svo áreynslulaus og skemmtileg að hrein unun er á að hlýða, en eins og á Modern Times var það túrband Dylans sem spilaði inn á hana. Á plötunni leitar Dylan aftur í frumrokk og veltir sér meistaralega upp úr þrautreyndum, séramer- ískum stílum. Platan kom mörgum hreinlega í opna skjöldu, svo pottþétt er rennslið. Meyers rifjar upp að hann hafi fundið fyrir rósemd í Dyl- an, hann hafi gengið hamingjusamur að verki dag hvern og klárlega notið þess að hafa band í kringum sig, spil- ara sem hann var farinn að þekkja inn og út. Sagt hefur verið að annar eins andi yfir tónlist Dylans hafi ekki verið síðan Dylan vann með The Band. Besta verk Dylans síðan Blood on the Tracks var haft eftir ein- hverjum. Margt hefur verið á seyði á því tímabili sem liðið hefur frá Love and Theft og upp að Modern Times. For- tíð Dylan hefur þannig verið undir smásjánni á meðan hann berst við að halda sér virkum í samtíðinni. Útgáfuröðinni Bootleg Series var þannig fram haldið. Árið 2002 kom fimmta platan út, upptaka frá 1975 úr tónleikaferðalaginu sem nefnt var The Rolling Thunder Revue. Plata sex (2004) var hins vegar tónleika- upptaka frá 1964, frá Philharmonic Hall, og sjöunda útgáfan, og sú nýj- asta í dag, var tónlist við heimild- armynd Martins Scorseses, No Di- rection Home. Téð mynd kom út árið 2005 og vakti mikla athygli, þykir stórvel heppnuð en þar tekst að fá einhverja innsýn í sálarlíf þessa dul- arfyllsta manns rokksögunnar. Chro- nicles Vol 1. kom út 2004 eins og áður er getið og í fyrra kom út önnur bók, Like A Rolling Stone, eftir einn virt- asta rokkfræðing samtímans, Greil Marcus. Umfjöllunarefnið er sam- nefnt lag, sem kallað hefur verið áhrifaríkasta og byltingarkenndasta popplag sem nokkru sinni hefur komið út. Furðulegasta athæfið, ef hægt er að lýsa því þannig, þykja þó útvarps- þættir sem Dylan stýrir á gervi- hnattastöðinni XM, en þættirnir hófu göngu sína í vor. Þar spjallar hann við gesti og er með annan fróðleik í bland við tónlist sem hann leikur. Auk þess svarar hann tölvupósti frá hlustendum! Þá má ekki gleyma (þótt margir vilji það reyndar mjög svo) kvik- myndinni Masked And Anonymous sem Dylan skrifaði og lék í árið 2003 en handritið gerði hann með Larry Charles, einum af handritshöfundum Seinfeld. Myndinni var svo gott sem slátrað af gagnrýnendum. Að halda áfram Alvöru listamenn, tökum Woody Allen sem dæmi, virðast vita að málið er að halda áfram, en ekki horfa í gaupnir sér og bíða eftir andanum. Að gera mistök, klúðra, en halda ótrauður áfram ber vott um styrk. Dylan hefur aldrei gefist upp, þótt hann hafi stundum verið ansi nálægt því. Heitasta ósk hans virðist vera sú að geta haft eitthvað að segja, að hafa eitthvað fram að færa í samtímanum og honum er að takast það, eins og sannast á Modern Times en titillinn sá er trauðla tilviljun. Þess má geta að Modern Times kemur einnig út í sérstakri útgáfu, þar sem mynddiskur fylgir með. Á honum er að finna fjögur myndskeið, myndband við lagið „Blood In My Eyes“ af World Gone Wrong, tón- leikaútgáfa af „Love Sick“ (af Time Out Of Mind) frá árinu 1998 er Dylan lék í New York á Grammyverðlauna- afhendingunni, myndband við lagið „Things Have Changed“ sem Dylan samdi fyrir kvikmyndina Wonder Boys (2000) og uppskar Óskar fyrir og að lokum „Cold Irons Bound“ úr Masked and Anonymous. Reuters Samtíminn Ný plata úr smiðju Bob Dylan kemur út í dag og ber heitið Modern Times. AP Áhrifavaldur „Það er engin tilviljun að maðurinn nýtur jafnmikillar list- rænnar viðurkenningar og raun er.“ » Væri maður að ryðja þessari lofgjörð út ef platan væri eftir einhvern annan en Dylan? Eða öllu held-ur, er það fyrri tíma mikilfengleiki sem kemur svona hallelújahrópum í gang? Er platan kannski mjög góð, en af því að Dylan stendur á bakvið hana, þá má kalla hana meistaraverk, stórkostlega endurnýjun og hverjar þær klisjur sem maður verður uppvís að? Maður spyr sig og maður veltir þessu fyrir sér. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.