Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 41

Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 41 menning Sinfóníuhljómsveit Íslands býð-ur upp á þá nýjung í vetur aðvera með sérstaka tónleika- röð með kammermúsík. Þessi tón- leikaröð verður í Listasafni Íslands á laugardögum kl. 17. Það má segja að nýjungin sé tímabær – stærri hljómsveitir víða um heim gefa hljóðfæraleikurum sínum færi á spilamennsku í annars konar tónlist, og auka þar með um leið úrvalið sem hlustendum stendur til boða. Það er auðvitað missir að Tónlistar- húsinu óbyggða, en minni salir þess hefðu verið svo kjörnir til tónleika af þessu tagi; Listasafn Íslands er þolanlegt til tónleikahalds, en ekki meira en það. Frá því að tónleikahald á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík lagð- ist af, hefur Kammermúsíkklúbb- urinn verið nær eini vettvangurinn fyrir kammermúsík, með tónleikum á sunnudagskvöldum kl. 20 og flest- ir kammerhóparnir leita þangað, fyrir utan Kammersveit Reykjavík- ur sem er með eigið tónleikahald, og svo Caput og hópana sem tengjast þeim og hafa verið með tónleika í Borgarleikhúsinu á laugardögum kl. 15.15. Sinfóníuhljómsveitin þarf að feta sinn veg á milli þess sem fyrir er. Tíminn, kl. 17 á laugardögum, er ef til vill full nálægt Borgarleik- hússtónleikunum, en á móti kemur að þeim er yfirleitt lokið uppúr kl. 16, og hörðustu kammermúsíkaðdá- endur ættu að ná báðum. Hins vegar er það líka spurning hvort fleiri hljóðfæraleikarar taki þátt í þessum tónleikum en þeir sem nú þegar iðka kammermúsík af miklum móð, sem flestir starfa reyndar einnig með hljómsveitinni. Það væri ósk- andi að svo yrði, því innan vébanda hljómsveitarinnar eru miklu fleiri frambærilegir tónlistarmenn en þeir sem oftast spila á kammertón- leikum í dag. Vandamálið hefur ver- ið það, að hljóðfæraleikarar hafa verið að sinna öðrum störfum, eins og kennslu, eftir vinnudaginn, og því lítinn tíma haft til enn annarrar tónlistariðkunar. Þetta hefur þó að líkindum verið að breytast með bættum kjarasamningum hljóðfæra- leikara. Nú er því bara að sjá hvern- ig Melabandið markar sér sérstöðu á vettvangi kammertónlistarinnar. Sinfó gengur til stofu »…innan vébandahljómsveitarinnar eru miklu fleiri fram- bærilegir tónlistar- menn en þeir sem oftast spila á kammertón- leikum í dag. Morgunblaðið/Eyþór Hornleikararnir Kannski að þeir blási í sönglúðra í nýrri kammertónleika- röð Sinfóníuhljómsveitarinnar í Listasafni Íslands í vetur. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Bjóðum nú síðustu sætin til Króatíu í sumar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað sem slegið hefur í gegn hjá Íslendingum. Þú velur hvort þú kaupir „stökktu tilboð“, sértilboð í hinum vinsælu Diamant íbúðum eða aðra gistingu á þessum frábæra áfangastað. Takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Króatía 20. sept. „Stökktu“ eða sértilboð á Diamant frá kr. 39.990 Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/ 1 svefnherbergi í viku. Diamant sértilboð kr. 5.000 aukalega. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/ 1 svefnherbergi í viku. Diamant sértilboð kr. 5.000 aukalega. Frábær sumarauki - síðustu sætin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.